Morgunblaðið - 19.10.1995, Síða 5

Morgunblaðið - 19.10.1995, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 C 5 LAUGARDAGUR 21/10 MYIMDBOND Sæbjörn Valdimarsson ÞAÐ ER HÚS ÍNEW ORLEANS... DRAMA Gengið á glapstigumf Walk on the Wild Side ★ ★ Leikstjóri Edward Dmytryk. Handrit John Fante og Edmund Morris, nyggt á samnefndri skáld- sögu eftir Nelson Algren. Tónlist Elmer Bernstein. Aðalleikendur Laurence Harvey, Capucine, Jane Fonda, Anne Baxter, Barbara Stanwyck. Bandarísk. Columbia Pictures 1962. Skífan 1995. 112 mín. Bönnuð yngri en 12 ára. Raunsæið var armönnum ekki fjötur um fót fyr- ir þrem áratugum síðan og aðalá- stæðan til að skoða þetta roskna drama er einmitt að bera saman þær um- talsverðu breyt- ingar sem orðið hafa á bandarísk- um myndum á þessu tímabili. Hræsni, yfirborðskennd og strúts- hauss- hugsunarháttur í umfjöllun um kynferðismá! hefur smám saman orðið að víkja fyrir hleypidómaleysi og frjálsræði. Veruleikanum. Gengið á glapstigum segir af Dove bónda frá Texas (Harvey), sem held- ur niður til New Orleans til að finna áskuástina sína, Hollie (Capucine), glæsikonu sem tolldi illa í sveitinni. Enda listakona af Guðs náð og hefur verið á braut í þrjú ár. Býr nú hjá eldri konu, henni Jo (Barbara Stanwyck), sem rekur Brúðuhúsið, vafasaman stað, hvar Hollie slettir úr klaufunum þá henni leiðist. Dove kynnist tveim öðrum konum á leið sinni til Brúðuhússins; flækingnum Kitty (Fonda), villiketti sem hann varpar frá sér við borgarmörkin, hvar hann kynnist matseljunni Teres- íu (Anne Baxter), sem vill hann líka. Bóndinn, ofantekinn af æskuminn- ingunum sér enga nema Hallie, sem hann finnur að lokum. Það gengur þó ekki andskotalaust að ná henni úr sukkinu og klónum á Jo. Ef myndin væri gerð í dag væri það ekki sagt á neinu rósamáli að Jo er svæsin lesbía sem búin er að ná sterkum tökum á hinni franskætt- uðu listakonu þegar Dove skýtur aftur upp kollinum. Enda er henni illa við að Hallie sé mikið að stússa á Brúðuhúsinu, og hatar bóndann. Ef myndin væri gerð í dag þá væri ekki verið að pukrast með að æsku- ástin er orðin gleðikona, þó hún sé í uppáhaldi hjá mellumömmu (sem helst vill hana útaf fyrir sig). Ef myndin væri gerð í dag má telja öruggt að Dove væri mikið meiri töffari en þessi bláeygði kvennaljómi með sínar unglingslegu lífsskoðanir. Og Mel Gibson færi með hlutverkið, hann hefur nefnilega sannað sig í The River að vera jafn fullkomlega lygilegur sem búandkarl og Harvéy er hér. Þá er ekki ónýtt að fá tækifæri til að fylgjast með breska stórleik- aranum og sjarmörnum Laurence Harvey, sem lést langt fyrir aldur fram, (’73). Hann naut ótvíræðrar virðingar sem sviðs- ,og kvikmynda- Ieikari, var einkar litrík persóna og lífsnautnamaður sem hélt sínum há- gæða lífsstíl - hvar sem á jarðríki var verið að taka. Þær eru glæstar konurnar og Jane Fonda sýnir að hún á ekki langt að sækja hæfileik- ana. Annars er myndin lítið annað og meira en meðalþáttur af sjón- varpssápu og hefur elst illa. VÉLABÚNAÐUR ÚR VÍTI HROLLVEKJA Limlestarinn (TheMangler) ★Vi Leikstjóri Tobe Hooper. Handrit byggt á smásögu efter Stephen King. Aðalleikendur Robert Eng- lund, Ted Devine, Daniel Matmor. Bandarísk. Distant Horizon 1995. Myndform 1995. 121 mín. Aldurs- takmark 16 ára. Hér koma þrír, kunnir hroll- vekjusmiðir við sögu þó árangur- inn sé tæpast í meðallagi. Leik- sljórinn Tobe Hooper, sem frægur varð fyrst fyrir ófögnuðinn Keðjusagarmorð- in í Texas en óx síðan mjög í aliti með Poltergeist. Hann virðist búinn að finna gamla planið sitt aftur. Aðalleikarinn er Robert Englund, sem gerði garðinn frægan sem martröðin Freddy Krue- ger við Álmstræti, og þá er handrit- ið unnið eftir smásögu eftir Stephen King. Afar lélegri og klisjukenndri að vísu. Djöfull hefur hreiðrað um sig í taurullu mikilli í þvottahúsi (vitaskuld á Nýja Englandi) og þarf að færa honum tíðar mannfórnir svo reksturinn plumi sig. Það er þó enginn þessara höfð- ingja sem gerir Limlestarann þolan- lega áhorfs, heldur Ted Levine, sem margir minnast úr bestu hrollvekju síðari ára, Lömbin þagna. Ekki er þó mulið undir hann hér. Levine fer með afkáralegt hlutverk pilluétandi löreglumanns í bænum sem kemur skikk á djöfulinn í taurullunni. Þrátt fyrir að hafa allt á móti sér, ekki síst handritshöfundinn, tekst Levine, með skemmtilegum ofleik á köflum, að gera þessa C-hrollvekju örlítið áhugaverða, og leikmunirnir eru góð- ir. INDJÁNAR í ENGLANDS- REISU FJÖLSKYLDUMYND Síðasti stríðsmaðurinn (The Last Great Warrior) k k Leikstjóri Xavier Koller. Kvik- myndatökustjóri Robbie Green- berg. Aðalleikendur Adam Beach, Michael Gambon, Nathaniel Par- ker, Mandy Patinkin. Bandarísk. Walt Disney 1994. Sam myndbönd 1995. 98 mín. Öllum leyfð. Breskir skinna- kaupmenn hafa tvo unga indjána heim með sér í farangrinum úr leiðangri til Nýja heimsins á önd- verðri 17. öld. Með klókindum og skírskotun til græðgi hinna bresku, komast indjánamir aftur á heimaslóðir. Xavier Koller, Tyrkinn sem gerði hina ógleymanlegu ádeilu Ferðalag vonar, er í þetta sinn víðs fjarri heima- slóðum. Þó sjá megi hliðstæðu með innihaldinu er Síðasti stríðsmaðurinr) því miður ekkert meira en þokkaleg bama- og fjölskyldumynd um breska villimenn og hina göfugu indjána. BÍÓMYNDBÖIMD Sæbjöm Valdimarsson Litlar konur (Little Women) ★ ★ ★ ’/2 Fjórða kvikmyndagerð hinnar sígildu skáldsögu einnar kunnustu skáld- konu Bandaríkjanna Louise May Alc- ott, er vönduð og hrífandi. Litlar konur er í raun minningar um yngri ár og baráttu fátækrar stúlku við að verða trú sinni köllun og verða rithöfundur. Nýtur styrkrar leik- stjórnar Gillian Armstrong og Wyn- ona Ryder, Trini Alvarado, Claire Danes og Kirsten Dunst eru hver annarri betri í hlutverkum gjörólíkra systra á ofanverðri öldinni sem leið. Yfir.þeim vakir hin óbrigðula Susan Sarandon í móðurhlutverkinu. kvikmyndargerð- Snorri Már Skútason og Skúii Helgason. Þjóðbrautin Umrædaá mannamáli SKÚLI Helgason og Snorri Már Skúlason gera flestum sviðum þjóðlífsins skil í síðdeg- isþætti sínum Þjóðbrautinni, sem vakið hefur verðskuldaða athygli; fréttatengd málefni fá gott rúm en einnig kveðja pistlahöfundar sér hljóðs reglulega. Markmið þeirra fé- laga er að greiða hinum al- menna hlustanda leið að kjama málsins og veita heillega yfir- sýn yfir það helsta sem er á baugi hverju sinni, jafnframt því að bjóða upp á vandaða afþreyingu. „Það eru fjórir meginá- herslupunktar í ])ættinum,“ segir Snorri Már. „I fyrsta lagi skipa fréttatengd málefni stór- an sess. í annan stað leggjum við mikla áherslu á að hitta hlustendur á förnum vegi og gera mannlegum málefnum góð skil. í þriðja lagi er menn- ingarumfjöllun mikil í þættin- um. Og í fjórða lagi er tónlist- in mjög mikilvæg. Við Skúli höfum báðir tónlistarsmekk sem útvarpshlustendur þekkja e.t.v. frá fyrri tíð og hann fær að njóta sín í þættinum." Fastir liðir í þætti þeirra félaga eru rödd þjóðarinnar þar sem almenningur er spurð- ur álits á málefnum dagsins og hlutur pistlahöfunda. Þór- arinn Eldjárn rithöfundur er með pistil á mánudögum, ljóð- skáldið Didda flytur dagbókar- brot á miðvikudögum og á föstudögum fá hlustendur að heyra í fjöllistamanninum Hallgrími Helgasyni. í vetur les hann pistla sína frá New York. Það er engin skörp verkaskipting á milli þeirra félaga, að sögn Snorra Más. Þannig reyna þeir að tryggja fjölbreytni í þættinum og fjöl- breytni í eigin viðfangsefnum. Snemma á morgnana byija þeir að skrá allar markverðar hugmyndir og tíðindi hjá sér. Hluti af listanum ratar á hvíta töflu á veggnum þar sem verk- efnum dagsins er haldið til haga. Kennir þar ýmissa grasa, mannlegu málin, menn- ingin og fréttatengdu málefnin fá þar að njóta sín til jafns. Þátturinn Þjóðbrautin er á dagskrá Bylgjunnar alla virka daga frá klukkan 16 til 18. UTVARP RÁS 1 FM 92,4/93,5 6.45 Veðurfregnir. 6.50 Bæn: Séra Eiríkur Jóhanns- son flytur. Snemma á laugar- dagsmorgni Þulur velur og kynnir tónlist. 9.03 Út um græna grundu. Þátt- ur um náttúruna, umhverfið og ferðamál. Umsjón: Steinunn Harðardóttir. (Endurfluttur nk. þriðjudag kl. 15.03) 10.03 Veðurfregnir. 10.15 Með morgunkaffinu. Bal- letttónlist úr Hnotubrjótnum og Svanavatninu eftir Pjotr Tsjaí- kofskíj. Fílharmóníusveitin í Beriín leikur; Herbert von Karajan stjórnar. 11.00 í vikulokin. Umsjón: Þröstur Haraldsson. 12.00 Útvarpsdagbókin og dag- skrá laugardagsins. 12.45 Veðurfregnir og auglýsing- ar. 13.00 Fréttaauki á laugardegi. 14.00 Djass í íslenskum bók- menntum. Frá dagskrá ! Lista- klúbbi Leikhúskjallarans 9. október síðastliðinn. Umsjón: Vernharður Linnet. 15.00 Strengir. Af tónlist heima og heiman. Umsjón: Trausti Þór Sverrisson. 16.05 Þegar ég varð heylaus. Steinþór Þórðarson á Hala segir frá. (Áður á dagskrá árið 1972) 16.20 Ný tónlistarhljóðrit Ríkisút- varpsins. Conjunctio fyrir hljóm- sveit eftir Snorra S. Birgisson. Sinfóníuhljómsveit íslands leik- ur undir stjórn Ann Manson. Umsjón: Guðmundur Emilsson. 17.00 Svipmynd, „Að vega og nema“ þáttur um Sigurð Pálsson rithöfund úr þáttaröðinni Hjálmakletti. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir. (Áður á dagskrá I april sl.) 18.00 Heimur harmóníkunnar. Umsjón: Reynir Jónasson. (End- urflutt nk. föstudagskvöld kl. 21.15.) 18.48 Dánarfregnir og auglýsing- ar. 19.30 Auglýsingar og veðurfregn- ir. 19.40 Óperukvöld Útvarpsins. Bein útsending frá Grand Théátre i Genf I Sviss. Á efnis- skrá: ítalska stúlkan i Alsír, ópera eftir Gioacchino Rossini. Isabella: Jennifer Larmore Elv- ira: Jeanette Fischer Zulma: Claire Larcher Mustafa: Michele Pertusi Lindoro: Rockwell Blake Taddeo: Bruno Pratico Haly: Fabio Previati Kór og Kammer- sveitin í Lausanne; Jesús López Cobos stjórnar. Umsjón: Ing- veldur G. Ólafsdóttir. 22.10 Veðurfregnir. Orð kvölds- ins: Valgerður Valgarðsdóttir flytur. 22.30 Langt yfir skammt. Jón Hallur Stefánsson gluggar í sjálfsævisögu Steindórs Sig- urðssonar. „Eitt og annað um menn og kynni". Fyrri þáttur. Rái 1 kl. 19.40. Óperukveld Út- varpsins. Bein útsending frá Grand Tkéátre í Genf í Sviss. Á efnisskrá: Italska stúlkan í Alsir, úpara eftir Gieaahino Rossini. (Áður á dagskrá sl. sumar) 23.00 Dustað af dansskónum. 0.10 Um lágnættið. Trió númer 7 í Es-dúr KV498 fyrir klarinett, lágfiðlu og píanó eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Walter Trieb- skorn, Gunter Lemmen og Gúnter Ludwig leika. Fantasía í f-moll KV608 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Christoph Eschenbach og Justus Frantz leika fjórhent á píanó. Sönglög eftir Joseph Haydn við ljóð eftir Anne Hunter. Elly Ameling syngur, Jörg Demus leikur á planó. 1.00 Næturútvarp á samtengd- um rásum til morguns. Veð- urspá. 1.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. Veðurspá. Fréttlr ú Rús 1 eg Rús 2 kl. 7, 8, 9, 10, 12.20, 16, 19, 22 og 24. RÁS2 FM 90,1/99,9 8.07 Morguntónar fyrir yngstu börnin. 9.03 Laugardagslíf. Um- sjón: Hrafnhildur Halldórsdóttir. 13.00 Á mörkunum. Hjörtur Hows- er. 14.00 Heimsendir. Umsjón: Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson. 16.05 Rokkland. Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson. 17.00 Með grátt í vöngum. Umsjón: Gestur Einar Jónasson. 19.30 Veðurfréttir. 19.40 Milli steins og sleggju 20.30 Vinsældalisti götunnar. Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson. 22.10 Veðurfregnir. 22.15 Næturvakt Rásar 2. Umsjón: Guðni Már Henn- ingsson. 0.10 Næturvakt Rásar 2 heldur áfram. 1.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. Veðurspá kl. 1. NÆTURÚTVARPID 2.00 Fréttir. 4.30 Veðurfréttir. 5.00 og 6.00 Fréttir og fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. ADALSTÖDIN 90,9/ 103,2 9.00 Inga Rún. 12.00 Gurrí. 15.00 Enski boltinn. 17.00 Hipp og Bitl. 19.00 Daníel Freyr. 22.00 Einar Baldursson. 3.00 Tónlistardeild. BYLGJAN FM 98,9 9.00 Morgunútvarp. Eiríkur Jóns- son og Sigurður Hall. 12.10 Laug- ardagsfléttan. Erla Friðgeirs og Halldór Backman. 16.00 Íslenski listinn. Jón Axel Ólafsson. 19.19 19:19. 20.00 Laugardagskvöld. Ragnar Páll. 3.00 Næturvaktin. Fréttir kl. 10, 12, 15, 17 og 19.30. BYLGJAN, ÍSAFIRÐI FM 97,9 9.00 Samtengt Bylgjunni FM 98,9. 20.00 Tveir tæpir. Víðir Arnarson og Rúnar Rafnsson. 23.00 Gunnar Atli með næturvakt. Síminn í hljóð- stofu 93-5211. 2.00 Samtengt Bylgjunni FM 98.9. BROSID FM 96,7 10.00 Þorleifur Ásgeirsson. 13.00 Ágúst Magnússon. 16.00 Lára Yngvadóttír. 18.00 Baldur Guð- mundsson. 20.00 Baldur Guð- mundsson. 20.00 Ingólfur Arnar- son. 23.00 Næturkvaktin. 3.00 Ókynnt tónlist. FM 957 FM 95,7 10.00 Sportpakkinn. Hafþór Svein- jónsson og Jóhann Jóhannsson. 13.00 Björn Róbertsson. 16.00 Pétur Valgeirsson. 19.00 Jón Gunnar Geirdal. 22.00 Pétur Rún- ar, Björn Markús. 23.00 Mixið. 1.00 Björn, Pétur. 4.00 Næturdag- skrá. KLASSÍK FM 106,8 10.00 Randver Þorláksson og gest- ir. 12.00 Blönduð tónlist. 16.00 Endurtekin óperukynning. Um- sjón: Randver Þorláksson. 18.30 Blönduð tónlist. LINDIN FM 102,9 8.00 Morguntónar. 11.00 Á laugar- dagsmorgni. 13.00 Ókynnt tónlist. 16.00 Islenski kristilegi listinn (endurfluttur). 18.00 Ókynnt tón- list. 20.00 Laugardags vaktin. 23.00 Næturvaktin. SÍGILT-FM FM 94,3 8.00 Með Ijúfum tónum. 10.00 Laugardagur með góðu lagi. 12.00 Sígilt hádegi. 13.00 Á léttum nót- um. 17.00 Sígildir tónar. 19.00 Við kvöldverðarborðið. 21.00 Á dans- skónum. 24.00 Sígildir næturtón- ar. TOP-BYLGJAN FM 100,9 7.00 Sjá dagskrá Bylgjunnar FM 98,9. 10.00 Svæðisútvarp TOP- Bylgjan. 11.00 Samtengt Bylgj- unni FM 98,9.-. X-IÐ FM 97,7 9.00 Örvar Geir og Þórður Örn. 13.00 Með sítt að aftan. 15.00 X-Dómínóslistinn, endurflutt. 17.00 Rappþátturinn Cronic. 19.00 Party Zone. 22.00 Næturvaktin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.