Morgunblaðið - 19.10.1995, Síða 7

Morgunblaðið - 19.10.1995, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 C 7 SUNNUDAGUR 22/10 Vefrardagskrá Ríkisútvarpsins EKfthvað fyrir alla ÞAÐ hefur vart farið fram hjá nein- um að hafnar eru beinar útsending- ar á Rás 1 frá mörgum helstu tón- leika- og óperuhúsum heims. Þessar útsendingar eru eitt helsta nýmæli í dagskrá rásarinnar í vetur. Annað hvert mánudagskvöld er síðan út- varpað tónleikum frá borgum Evr- ópu, þar sem fram koma margir helstu tónlistarmenn álfunnar, - hljómsveitir, einleikarar og stjórn- endur. Af öðrum nýjungum Útvarps má nefna morgunútvarpið en þar er nú náin samvinna fréttastofu og beggja rása. Morgunútvarpið hefst kl. 6.00 á Rás 2, en þar situr Magnús R. Einarsson við hljóðnem- ann og flytur hlustendum ljúfa tón- iist á samtengdum rásum til klukk- an 7.00. Þá hefst morgunþáttur á Rás eitt í umsjá Stefaníu Valgeirs- dóttur með sígildri tónlist af öllu tagi, en á sama tíma gengur Leifur Hauksson til liðs við Magnús á Rás tvö, þar til á níunda tímanum, þeg- ar rásimar og fréttastofa sameinast í rúman hálftíma með fréttir og síðan er rætt um það sem efst er á baugi í þjóðfélagsumræðunni hverju sinni í þættinum Hér og nú. Fjölbreytni í fyrrirrúmi Fjölbreytni í framboði á dag- skrárefni á Rás 1 er viðbrugðið. Ólíkir tónlistarþættir, ný íslensk og erlend hljóðrit, samtímatónlist og beinar tónlistarútsendingar ásamt menningarumfjöllun, þjóðmálaum- ræðu, vísindum, heimspeki, spjall- þáttum, barnaefni og þáttum um náttúru- og umhverfismál og þetta er aðeins brot af því sem boðið er upp á. í Samfélaginu í nærmynd er fjallað um málefni fjölskyldunnar, ýmis félagsmál og ný sýn tekin á baksvið frétta rétt fyrir hádegið. í Síðdegisþættinum er menningar- lífið til umfjöllunar. Þar er sagt frá nýjustu viðburðum í leiklist, mynd- list, bókmenntum og öðrum list- greinum. Líka er fylgst með inn- lendum og erlendum málefnum svo sem atvinnu- og neytendamálum og sagt frá þingmálum á föstudög- um. Sérstakir heimildarþættir tengdir þjóðmálum verða á sunnudögum í vetur og heimspekiþátturinn Uglan hennar Mínervu byrjar aftur í nóvember. Hinir vinsælu þættir Ævars Kjartanssonar á sunnu- dögum kl. 13.00 hófu göngu sína að nýju í október og að þeim loknum Morgunþættir beggja rása Utvarps eru að hluta samtengdir og unnir í samvinnu við fréttastofu. Magnús R. Einarsson á Rás 2 byrjar daginn kl. 6.00 en kl. 7.00 gengur Leifur Hauks- son til liðs við hann og á Rás 1 byrjar Stefanía Valgeirsdótt- ir að leika sígilda tónlist áður en samtenging hefst kl. 8.00. Karvel Pálmason og Helgi Seljan slá á létta strengi í hinum geysivinsæla spurningaþætti eldri borgara Spurt og spjallað en hann hefst að nýju föstudaginn 3. nóvember á Rás 1. eru heimildarþættir af ýmsum toga, / oft um bókmenntir eða sögu. Af öðrum menningarviðburðum má nefna röð tónleika og tónlist- arerinda undir nafninu IsMús, að þessu sinni með yfirskriftinni „Am- ericana!“ sem verða flutt í vetur, og kennir þar margra grasa. Gerð verður grein fyrir tóniðkun í Amer- íku, í tónum og tali, allt frá söngv- um Inúíta í norðri til flautuleiks Indíána í Suður-Ameríku. Menningarþáttur fyrir börn Á hveijum morgni upp úr hálf tíu verða lesnar bamasögur sem eru endurfluttar eftir sjö fréttir á kvöldin en til gamans má geta þess að á mánudaginn verður byijað að lesa hina vinsælu sögu Stefáns Jónssonar Skóladaga. Börnin fá jafnframt splunkunýjan menning- arþátt á föstudagskvöldum kl. 19.40 en það er þátturinn Bak við Gullfoss. Telja má víst að eldri borgarar bíði spenntir eftir spurninga- og skemmtiþættinum Spurt og spjall- að en hann hefst að nýju föstudag- inn 3. nóvember. Ekkifréttir á Rás 2 Síðdegis á Rás 2 er helst að nefna að hinn landskunni og ötuli ekki- fréttasnápur Haukur Hauksson er kominn til starfa á ný og fær marg- ur pólitíkusinn gusuna frá honum. Ekkifréttir eru á dagskrá alla virka daga rétt eftir kl. 17.00 og er úrval vikunnar flutt á laugar- dagsmorgnum. Þeir Jón Gnarr og Siguijón Kjart- ansson sjá um Heimsendi, sem er á dagskrá klukkan 13.00 á laugar- dögum. Þeir fá til sín ýmsa gesti og framhaldsleikritið „Hotel Volkswagen" er flutt í þættinum. Rokkland heitir nýr þáttur úr smiðju BBC, sem Ólafur Páll Gunn- arsson sér um. í þættinum eru við- töl við þá tónlistarmenn sem hæst ber hveiju sinni, upptökur úr safni breska ríkisútvarpsins og fleira. Rokkland er á dagskrá kl. 16.05 á laugardögum. Auk þessara þátta í vetrardag- skránni verða allir vinsælu þættimir á sínum stað, svo sem dægurmálaút- varpið, Þjóðarsálin og Sunnudags- morgunn með Svavari Gests. Síðdegisþáttur Rásar 1 er nú á dagskrá kl. 17.30. Halldóra Friðjónsdóttir, Jón Ásgeir Sigurðsson og Jóhanna Harðardóttir fylgjast með innlendum og er- lendum málefnum á sviði menningar og þjóðmála. Nýr menningarþáttur fyrir börn Bakvið Gullfoss er á dagskrá Rásar 1 á föstu- dagskvöldum kl. 19.40 en barnasögurn- ar verða áfram fluttar kl. 9.40 á morgn- ana og endurfluttar eftir kvöldfréttir. Á þriðjudagskvöldum hefst svo nýr þáttur undir stjórn dr. Ottars Guðmundssonar læknis. Þátturinn, sem er í beinni útsendíngu, heitir Kynjakenndir og fjallar um ýmis mál af tilfinn- ingalegum toga. Dr. Ótt- ar svarar hlustendum sem hringja. UTVARP RÁS I FM 92,4/93,5 8.07 Morgunandakt: Séra Tómas Guðmundsson flytur. 8.15 Tónlist á sunnudagsmorgni. Orgelsónata í c-moll ópus 65 númer 2 eftir Felix Mend- elssohn. Hannfried Lucke leikur á Klais orgelið í Hallgrims- kirkju. Klarinettukonsert í A- dúr K 622 eftir Wolfgang Amad- eus Mozart. Einar Jóhannesson leikur með Sinfóniuhljómsveit íslands; Jean-Pierre Jacquillat stjórnar. 9.03 Stundarkorn í dúr og moll. Þáttur Knúts R. Magnússonar. (Einnig útvarpað að loknum frétt- um á miðnætti.) 10.03 Veðurfrégnir. 10.20 Velkomin stjarna. Leiftur frá lífshlaupi séra Matthiasar Jochumssonar á 75. ártíð hans. Séra Sigurður Jónsson í Odda blaðar í Söguköflum og Bréfum séra Matthíasar. (4:5) 11.00 Messa í Kópavogskirkju. Dr. • Siguijón Ámi Eyjólfsson prédikar. 12.10 Dagskrá sunnudagsins. 12.45 Veðurfregnir, auglýsingar og tónlist. 13.00 Rás eitt klukkan eitt. Um- sjón: Ævar Kjartansson. 14.00 Jón Leifs: Á milli steins og sleggju. Þriðji þáttur af fjórum. Umsjón: Hjálmar H. Ragnars- son. 15.00 Þú, dýra list. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. (Endurflutt-nk. þriðjudagskvöld kl. 20.00) 16.05 ímynd og veruleiki. Samein- uðu þjóðirnar fimmtíu ára. 2. þáttur. Umsjón: Jón Ormur Hall- dórsson. 17.00 Sunnudagstónleikar í umsjá Þorkels Sigurbjörnssonar. Frá tónleikum Ingvarrs Jónassonar og Önnu Guðnýjar Guðmunds- dóttur í Listasafni Kópavogs 15. mai sl. 18.00 Ungt fólk og vísindi Umsjón: Dagur Eggertsson. (Endurflutt kl. 22.20 annað kvöld) 18.50 Dánarfregnir og auglýsingar. 19.30 Veðurfregnir. 19.40 Harmónikkutónlist. Frönsk harmónikkutónlist eftir Stép- hane Delicq. Stéphane Delicq leikur á harmóníku, Philippe Henry á selló, Daniel Barda á þverflautu, Laurence Pottier og Bruno Ortega á blokkflautur, Gilles Parat á rúmenska flautu, MarieChristine Desplat á cornet, Marie-Agne Martin á gítar og Harry Swift á kontrabassa. 20.00 Hljómplöturabb. Þorsteins Hannessonar. 20.40 Þjóðarþel. Gylfaginning. Fyrsti hluti Snorra-Eddu. End- urtekinn sögulestur vikunnar. 22.10 Veðurfregnir. Orð kvöldsins: Valgerður Valgarðsdóttir flytur. 22.20 Tónlist á síðkvöldi. Sönglög eftir George Gershwin. Kiri te Kanawa syngur með hljómveit Prinsessuleikhússins í New York; John McGlinn stjórnar. 23.00 Fijálsar hendur. Umsjón: 111- ugi Jökulsson. 0.10 Stundarkorn í dúr og moll. Þáttur Knúts R. Magnússonar. (Endurtekinn þáttur frá morgni) 1.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. Veðurspá. Friltir ó RÁS 1 kl. 8, 9. 10, 12.20, 16, 19, 22 og 24. RÁS 2 FM 90,1/99,9 8.07 Morguntónar fyrir yngstu börnin. 9.03 Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests. 11.00 Urval dægurmálaútvarps liðinnar viku. 13.00 Umslagið. Af risum og öðru fólki. 4. þáttur um tónlist Billie Holidey. Umsjón Jón Stefánsson. 14.00 Þriðji maðurinn. Umsjón Árni Þórarinsson og Ingólfur Margeirs- son. 15.00 Tónlistarkrossgátan. Umsjón Jón Gröndal. 17.00 Tengja. Umsjón: Kristján Sigurjónsson. 19.32 Milli steins og sleggju. 20.30 Ljúfir kvöldtónar. 22.10 Frá Hróar- skelduhátíðinni. Umsjón: Ásmund- ur Jónsson og Guðni Rúnar Agnars- son. 0.10 Rokkland. Umsjón: Ólaf- ur Páll Gunnarsson. 1.00 Næturút- varp á samtengdum rásum til morguns. Veðurspá. Næturtónar. FréHir RÁS 2 kl. 8, 9. 10, 12.20, 16, 19, 22 og 24. NSTURÚTVARPID 2.00 Fréttir. 4.30 Veðurfregnir. 5, 6 Fréttir. AÐALSTÖÐIN FM 90,9/ 103,2 10.00 Þórður Vagnsson. 13.00 Tón- list. 16.00 Inga Rún. 19.00 Tónlist- ardeildin. 22.00 Tónlist fyrir svefn- inn. BYLGJAN FM 98,9 10.00 Morgunkaffi. 12.15 Hádeg- istónar 13.00 Sunnudagsfléttan. Halldór Bachman og Erla Frið- geirs. 17.00 Við heygarðshornið. Bjarni Dagur Jónsson. 19.19 19:19 20.00 Sunnudagskvöld. Jóhann Jó- hannsson. 1.00 Næturhrafninn flýgur. FriHir kl. 10, 12, 15, 17 og 19.30. BROSID FM 96,7 13.00 Gylfi Guðmundsson. 16.00 Kristinn Benediktsson. 18.00 Ókynnt tónlist. 20.00 Pálína Sig- urðardóttir. 22.00 Böðvar Jónsson. 23.00 Ókynnt tónlist. KLASSÍK FM 106,8 12.00 Biönduð tónlist. 16.00 Ópera vikunnar. Umsjón: Randver Þor- láksson. 18.30 Blönduð tónlist. LINDIN FM 102,9 8.00 Tónlist. 9.00 Kirkjudagskrá. 11.00 Tónlist. 13.00 Kirkjudag- skrá. 15.00 Tónlist. 17.00 Kirkju- dagskrá. 19.00 Tónlist. 22.00 Ró- legt og fræðandi. SÍGILT-FM FM 94,3 8.00MÍ11Í svefns og vöku. 10.00 Ljóðastund á sunnudegi. 12.00 Síg- ilt i hádeginu. 13.00 Sunnudags- konsert. 17.00 Islenskir tónar. 19.00 Sinfónian hljómar. 21.00 Tónleikar. 24.00 Næturtónar. FM 957 FM 95,7 10.00 Samúel Bjarki Pétursson. 13.00 Ragnar Bjarnason. 16.00 Pétur Valgeirsson. 19.00 Pétur Rúnar Guðnason. 22.00 Stefán Hilmarsson. 1.00 Næturvaktin. X-ID FM 97,7 10.00 Örvar Geir og Þórður Örn. 13.00 Siggi Sveins. 17.00 Hvíta tjaldið 19.00 Rokk X. 21.00 Súr- mjólk. 1.00 Næturdagskrá.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.