Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 12
12 C FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ HUGMYNDIN að Sýningarstúlkum varð til á veit- ingastað stjarnanna í Beverly Hills „Ivy". Þar hitt- ust yfír hádegisverði, leikstjórinn Paul Verhoeven (Ógnareðli, Fullkominn hugur, Robocop), rithöf- undurinn Joe Esterhaz, sem skrifaði handritið að Basic Inst- inct, og sameiginlegur vinur þeirra og sáttasemjari, Ben Myron. Hans var þörf því þeir félagar höfðu ekki talast við lengi. Er sagt að vinskapurinn hafi ekki verið upp á marga fiska eftir gerð Ógnareðlis. Yfir notalegum málsverði og fáeinum drykkjum náðu listamannseðlið og sköpunaráráttan yfirhöndinni. Joe Ester- haz kom hugmynd sinni um dans- og söngvamynd með erótísku ívafi á framfæri við leikstjórann. Verhoeven var snöggur að lýsa þeim bernskudraumi sínum að gera ein- mitt þvílíka mynd. Og var nokkur staður á jarðkringlunni betur til þess fallinn að vera baksvið slíkrar myndar en eyðimerkurparadísin, borg neons, spilavíta og berra læra - Las Vegas? Sýningarstúlkur og fatafellur Ég hitti að máli leikstjórann Paul Verhoeven og þrjá aðal- leikara myndarinnar, Elisabeth Berkley, Gina Gershon (The Player) og Kyle MacLachlan (Blue Velvet, Twin Peaks). Umræðuefnið var sýningarstúlkur, fatafellur og nektardans og þar með umtalaðasta bíómynd haustsins, kannski ársins. Mynd sem sýnir nekt af því tagi sem venjulegir Ameríkanar hafa aldrei fyrr augum barið. „Þegar við félagarnir," segir Paul, „fórum til Las Vegas í rannsóknarleiðangur fyrir myndina, heimsóttum við fólk sem gæti gefið okkur raunverulega innsýn í líf sýningarfólks og þeirra sem stjórna þessum sýningum. Við sáum stórsýningu eftir stórsýningu, en fundum ekki söguna sem við vorum að leita að. Það yar ekki fyrr en við uppgötvuðum nektarklúbba eins og Cheetah og Palomino að við fundum fyrir alvörunni á bakvið tjöldin og fyrr en varði fæddist sagan." Lævi blandið andrúmsloft „Konurnar í þessum klúbbum voru fæstar sýning- arstúlkur í hefðbundnum skilningi, jafnvel ekki dans- arar," heldur Paul áfram. „Það sem okkur leist á var lævi blandið andrúmsloftið og harkan á þessum stöðum. Okkur kom einnig á óvart hve mikið gekk á og hversu langt þær gengu kynferðislega í einka- herbergjum klúbbanna þar sem svokallaður kjöltu- dans eða „lap-dance" fór fram." Kjöltudans er þannig að nakin kona hefur eins konar mök við viðskiptavin sinn, nuggar sér og vefur sig utan um hann án þess þó að líkamlegt saniræði eigi sér stað. Viðskiptavinurinn verður að vera fullklæddur og má alls ekki snerta dansmeyna þótt hún snerti hann. „Flestar af þessum stúlkum kunnu bara að dilla sér í seiðandi takti við tónlistina, en inn á milli voru alvöru dansarar, sem höfðu reynt að komast að sém'dansarar í stórsýningum, en oftar en ekki endað á slíkum klúbbum," segir Paul. „Þarna var komin aðalþer- sóna myndarinnar, Nomi Malone." Hin dularfulla Nomi Nomi er leikin af 21 árs gam- alli leikkonu, Elisabeth Berkley og er þetta fyrsta kvikmynd hennar. Nomi er, ung, aðlaðandi og hæfí- leikarík ,og á dularfulla fortíð að baki. „Við erum líkar að morgu leyti," segir leikkónan, „Nomi er mjög metnaðargjörn' og vinur vina sinna, en á hinn bóginn hörð í horn að taka ef einhver ógnar því sem hún ætlar sér." Elisabeth Berkley var valin í hlutverk Nomi eftir langa leit. Hlutverkið krafðist þess að leik- konan gæti bæði leikið og dansað og ekki síst að hún vildi leika öll atriðin sjálf. Leikkonan kom fram nakin og þurfti oft að leika atriði sem settu hana í mjög umdeildar kringumstæður. „Eg valdi Elisabeth í hlutverkið vegna hæfíleika hennar sem leik- konu og stórgóðs dansara," út- skýrir leikstjórinn. „En ég verð að viðurkenna að það sem hjálpaði mér einnig við valið var út- geislun og einbeittur vilji hennar að leika öll þessi erfiðu atriði. Ég vildi ekki nota staðgengil. Ég er stóránægður með útkomuna og verð að segja að þessi unga leikkona kom mér sannarlega á óvart!" Leit að frægð og frama Kvikmyndin gerist í Las Vegas og segir sögu Nomi sem kemur til borgarinnar í leit að frægð og frama. Hún kemst að sem dansari á svæsnum nektarklúbbi, Cheetah. Þau sem uppgötva hana eru Cristal (leikin af Ginu Gershon), skær- asta stjarna stærstu og viðamestu danssýningar í borginni, og framkvæmdfstjóri sömu sýningar, Zack (leikinn af Kyle MacLachlan). Á milli þeirra þriggja myndast flókin bönd ástríðu, afbrýðisemi og ástar sem draga Nomi æ dýpra inn í veröld sem hana hefur dreymt um að tilheyra. En í hvert SYNipR- stQTkur Á morgun verður kvikmyndin Sýningarstúlkur eða „Showgirls" tekin til sýningar hér á landi. Margrét Hrafnsdóttir hitti leikstjórann Paul Verhoeven óg þrjá leikara í myndinni að máli í Los Angeles. Verhoeven er Islendingum að góðu kunnur, nú síðast íyrir kvikmyndina Ógnareðli. DANSSTJARNAN Cristal (Gina Gershon) t.v. laðast að nýliðanum Nomi (Elizabeth Berkley) t.h. í harðri samkeppni skemmtanaheimsins í Las Vegas. Paul Verhoeven leiks^jóri við tökur á Sýningar- stúlkum. Skemmtanastjórinn Zack (Kyle MacLachlan) óskar dansmeynni Nomi (Elizabeth Berkley) til hamingju með stórt hlutverk í danssýningunni. skipti sem hún tekur nýtt skref eykst spillingin og áhættan. Þar kemur að hún stendur frammi fyrir því að einungis með því að leggja allt undir geti hún náð því sem hún hefur ætlað sér - og þá fer að hitna í kolunum. Skuggahliðar mannlífsins Höfiindur handritsins, Joe Esterhaz, segir handritið snúast um siðferði og spillingu mannsins sem afhjúpast þegar hann stendur frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun að halda áfram á sömu braut eða leyfa dekkri hliðum og drýsildjöflum sálar- lífsins að leika lausum hala. „Joe Esterhas hefur sérstakt dálæti á hinum skrítnu og oft skuggalegu hliðum manneskjunnar, og hefur það mikið að segja um okkar samstarf," segir Paul og brosir út í ann- að. „Joe er sífellt að koma manni á óvart. Ég hef lagt áheyrslu á að þetta sé dans- og tónlistarmynd en er þó jafnframt að segja að fólk eins og Nomi, Cristal og Zack með allan sinn metnað, eigi til ýmislegt sem kannski venjulegu fólki dettur ekki í hug. Þessi mynd er öðrum þræði ádeila á amerískt samfélag þar sem mikil tvöfeldni ríkir í kynferðismálum. Hér geturðu horft á hvað sem þér dettur í hug og keypt flest undir sól- inni, en þú mátt ekki fara í kvikmyndahús og horfa á nakinn líkama né kynmök venjulegs fólks nema helst með bundið fyrir augu. Að mínu viti er þetta fáránlegt og heftir sköpunar- gleði og raunveruleika bandarískra kvikmynda og þar með almennings. Þetta er ein af meginástæðum þess að ég vildi að myndin yrði bönnuð innan sautján ára, því ég lenti í því með Ógnareðli að þurfa að endurklippa hana níu sinnum áður en hún slapp í svokallaðan R-flokk (myndir bannaðar innan 16 ára)." Borg andstæðna Gina Gershon segist ekki geta hugsað sér að búa í Las Vegas. „Líf þessa fólks snýst eingöngu um skemmtanaiðnað- inn, í orðsins fyllstu merkingu. Allir sem vettlingi geta vald- ið vínna við hótel, sýningar og spilavíti." Paul bætir við: „Las Vegas hefur vaxið gríðarlega á síðustu tíu árum. Þetta er orðin ríkasta skemmtiborg heims. Menn veðja árlega hundr- uðum milljóna dala í spilavítunum, græða, tapa. Það er mik- ið um kynlíf, eiturlyf og allt sem því fylgir. Það undarlega er að þrátt fyrir það er Las Vegas orðin einn helsti ferðamanna- staður landsins fyrir fjölskyldufólk. Borgin hefur breyst það mikið." Gina segir að þegar hún var að undirbúa sig fyrir hlutverk- ið sem Cristal, hafí hún heimsótt svipaðar sýningar og eru í myndinni. Fyrirmynd hennar var einmitt aðaldansari í einni þeirra. „Cristal er mjög metnaðargjörn og hefur augljóslega haft mikið fyrir því að komast þangað sem hún er. Hún er því ekkert lamb að leika við. Þetta á Nomi eftir að reyna, enda mikil togstreita á milli þeirra frá upp- hafi, en jafnframt eiga þær líka margt sameigin- legt. Þessi aðaldansari í sýningunni sem ég fylgdist með þarna í Vegas, átti til að gera ótrúlegustu hluti til þess að fá sínu framgengt og virtist ekki láta neitt stöðva sig. Ég var eiginlega hálfsmeyk við hana, en kannski enn skelkaðri þegar ég horfði á sjálfa mig sem Cristal og fann sömu tilfinningu fyr- ir henni!" Valdi leikstjórann „Já, ég er sammála. Það var ekkert grín að kljást við Cristal," segir Kyle MacLachlan (sem íslending- ar þekkja úr sjónvarpsþáttum Sigurjóns Sighvats- sonar, Twin Peaks) sem hefur átt áhugaverðan fer- il sem leikari og notið handleiðslu góðra leikstjóra eins og David Lynch. Aðspurður hvað hafi ráðið því að hann tók að sér hlutverk Zack, segir hann Paul Verhoeven vera einn af sínum uppáhaldsleikstjórum. „Ég vel mín hlutverk mikið eftir leikstjóranum. Þeg- ar mér bauðst að starfa með Paul að þessari mynd þurfti ég ekki að hugsa mig lengi um. Maðurinn er mikið ljúfmenni og frábær leik- stjóri." Kyle leikur Zack, framkvæmda- stjóra sýningarinnar, og er, eins og aðrir karlar myndarinnar, hálf- gerður skúrkur. „Við getum- kannski bara sagt að miðað við aðstæður sé hann hvorki betri né yerri en hver annar í hans stöðu. Allar aðalpersónur myndarinnar hafa meira og minna sagt skilið við hefðbundin siðferðisviðhorf og tefla þar af leiðandi oft í tvísýnu." Harðar ásakanir Joe Esterhaz hefur sagt í blaða- viðtölum að hann hvetji unglinga til þess að verða sér úti um fölsuð skilríki til þess að sjá myndina, sérstaklega unglingsstúlkur. Þetta hefur að sjálfsögðu verið gagnrýnt harðlega og hafa heittrúaðir jafn- vel fullyrt að maður með svona -viðhorf sé best geymdur á hæli fyrir geðbrenglaða. Ýmsir kvenna- forkólfar hafa líka verið gagnrýnir á myndina og segja hana enn eina ferðina sýna konur á bakinu með ber brjóst og bossa í síað þess að einblína á þær breytingar sem' hafa orðið á högum kvenna á síðustu áratugum. Ég ber þessar ásakanir undir hópinn og það er leikstjórinn sém byrjar. „Ég held að öll umræða sé af hinu góða og ég hef náttúrlega mjög gaman af henni.En ég held þó að fólk verði að átta sig á því að þetta er mynd um ákveðna starfs- grein sem augljóslega beinist að skemmtun í ýmiss konar skilningi. Þetta er náttúrlega mjög erfitt að sýna í kvikmynd nema að sýna þennan heim eins og gert er í kvikmyndinni. Hvernig er annars hægt að sýna fatafellur og nektardans- meyjar í vinnunni?" „Sýningarstúlkur" er góð skemmtun og á eftir að hrista upp í landanum svona í upphafi vetrar. Tónlistin samin af fyrrum meðlim Eurythmics dúettsins, Dave Stewart kemur svo sannarlega taktinum til skila og ég verð að segja það að heitara getur ekki orðið í október á íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.