Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1995 KNATTSPYRNA FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER BLAÐ D Fjórtán Evrópuleikir í röð án taps Reuter EVRÓPUMEISTARAR Ajax frá Amsterdam eru hrelnt óstöövandl. Þeir lögðu Grasshopper frá Sviss auöveld- lega, 3:0, í gærkvöldi og hefur Ajax nú leikiö fjórtán leiki í Evrópukeppninni í röð án þess að tapa. Hér fagna . leikmenn Patrik Kluivert, sem skoraði tvö mörk í gærkvöldi. ■ Meistaradeild Evrópu / D4 HANDKNATTLEIKUR Bjami áfram með Breiðablik Lazorik til ÍA eða KR? BJARNI Jóhannsson verður áfram þjálfari 1. deild- arliðs Breiðabliks í knattspyrnu. Valgeir Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar félagsins, sagði að það væri ákveðið að Bjarni yrði áfram, en það ætti þó eftir að ganga frá útfærsluatriðum í samn- ingnum. „Bjarni á auðvitað eftir að skrifa undir, en þar sem hann er staddur erlendis hefur það dregist. Við höfum rætt við hann og þetta liggur nokkuð ljóst fyrir og það má mikið breytast ef hann verður ekki áfram hjá okkur," sagði Valgeir. Hann sagðist reikna með að sömu leikmenn yrðu i herbúðum Breiðabliks og léku með liðinu sl. sumar. „Það hafa reyndar nokkur lið verið á eftir Rastislav Lazorik, meðal annars ÍA og KR. Við gerum okkur vonir um að hann verði hjá okkur, en það kæmi mér hins vegar ekki á óvart að hann léki með öðru íslensku Uði næsta sum- ar,“ sagði Valgeir. Aðalfundur knattspyrnudeildar Breiðabliks fer fram í kvöld og verður þá skipt um formann. Guðmundur Oddsson tekur við formennsku af Valgeiri. Ulfar þarf að vinna fimm högg ÚLFAR Jónsson, kylfingur úr KeiU, þarf að vinna fimm högg af nokkrum keppendum á úrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina, sem fram fer á Spáni þessa dagana. Úlfar lék völUnn á pari, 72 höggum, á þriðjudaginn en I gær var hann á 75 höggum. Hann var í 25. til 27. sæti eftir fyrri daginn en er nú í kringum 40. sætið og vantar fimm högg tíi að komast í hóp þeirra sem komast á næsta úrtöku- mót, en það gera þeir sem eru í hópi þeirra sem ná eUefta besta skorinu, eða eru ofar. Mótinu lýk- ur í dag. Arnar Már Ólafsson, golfkennari og KeUismað- ur, er einnig meðal keppenda en honum hefur ekki gengið vel. Hann lék fyrri daginn á 90 högg- um en bætti sig um fimm högg í gær og kom inn á 85 höggum. ítölsku dómaramirtóku Stjörnustúlkur fyrir, að sögn forráðamanna Aldrei séð aðra eins dómgæslu Stjarnan féll úr Evrópukeppni bik- arhafa um síðustu helgi, eins og fram hefur komið, en þær eru allt annað en sáttar við dómgæsluna í seinni leiknum, sem fór fram í Grikklandi, og segja forsvarsmenn tiðsins að ekki hafi farið framhjá neinum að hún hafi ráðið úrsiitum. „Ég hef séð heimaleikjadómgæslu og maður reiknar með henni en ég hef aldrei kynnst öðru eins og stelp- urnar ekki heldur á fímm árum í Evrópukeppni," sagði Ólafur Lárus- son, þjálfari Stjömunnar, við Morg- unblaðið. Bergþóra Sigmundsdóttir, fararstjóri og fyrrverandi formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar, tók í sama streng og sagði ekki rétt eftir sér haft í blaðinu á þriðjudag um að Stjaman hefði leikið illa í síð- ari hálfleik. „Ég hef ekki upplifað aðra eins dómgæslu og hefði ekki trúað því að óreyndu að þetta væri hægt hjá siðmenntuðum þjóðum. Við gátum ekkert gert — voram alveg mát.“ Stjarnan vann Anagenisi Artas 24:16 í fyrri leiknum og jafnræði var með liðunum þar til skammt var til hálfleiks ytra. Þegar 23 mínútur vora liðnar af leiknum var staðan 11:10 en þá var Herdísi Sigurbergsdóttur vísað af velli í þriðja sinn og þar með útilokuð frá frekari þátttöku. Þegar 12 mínútur voru eftir fékk Guðný Gunnsteinsdóttir sama dóm en þá var staðan 22:14. Að sögn Ólafs og Berg- þóru voru Stjömustúlkur út af í sam- tals 26 mínútur en gríska liðið í 12 mínútur og þar af átta mínútur á lokakaflanum þegar úrslitin voru ráð- in. Gríska liðið fékk 15 eða 16 víta- köst að þeirra sögn en Stjarnan fjög- ur víti og tvö að auki á lokamínútun- dómararnir ætluðu að taka Herdísi og Guðnýju sérstaklega fyrir,“ sagði Ólafur. „Nánast var dæmt á hveija hreyfingu hjá okkur í vörn sem sókn. Hvað eftir annað var dæmd lína þótt ekki væri um slíkt að ræða og jafn- vel þegar við létum þær vera og spil- uðum 6-0 vöm var dæmt á okkur. Eins var áberandi að þegar þær voru einni færri var strax flautað og klukkan aldrei stöðvuð — það var passað upp á það að þær gætu hald- ið boltanum. Það má segja að spilað sé illa þegar leikur tapast með 11 marka mun en spurningin er hvaða ástæður liggja að baki. Stjömustúlk- urnar fengu ekki tækifæri til að gera það sem þær áttu að gera og áttu í raun aldrei möguleika hvort sem þær spiluðu vel eða ekki því þær fengu ekki að spila. Hafi einhver von verið til staðar var búið að ganga frá henni fyrir leikinn og ég efast ekki um að dómararnir hafa fengið ríflega dag- peninga frá heimamönnum. Þetta var fyrirfram afgreitt." Ólafur sagði að dómaramir í hei- maleik Stjörnunnar hefðu dæmt lið- inu eitthvað í vil í vafaatriðum en ekkert í líkingu við það sem gerðist í Grikklandi. „Leikurinn var sýndur beint í gríska sjónvarpinu og íþróttafrétta- maður sagði að þetta væri ekki boð- legt. Það var nánast hlegið að okkur fyrir að láta bjóða okkur annað eins en hvað er hægt að gera? Við rædd- um sérstaklega við tvær stúlkur í gríska liðinu og þeim fannst vafasamt að fara áfram á svona dómgæslu enda erfitt að réttlæta 19 marka sveiflu í Evrópukeppni í handbolta." Bergþóra sagði að vel hefði verið tekið á móti liðinu að frátöldum tím- anum sem leikurinn stóð yfir. „Áhorfendur voru ókurteisir og hentu í okkur alls konar drasli, sér- staklega eftir að Dísa var rekin út af. Inni á vellinum voru það dómar- arnir og ég hef aldrei séð annað eins enda sagði ég í sjónvarpsviðtali eftir leikinn að Stjarnan hefði ekki getað spilað sinn bolta vegna dómgæslunn- ar. Stjarnan var lengi í gang eins og liðið hefur verið í gegnum tíðina en þegar munurinn var lítill bættust þeir svartklæddu í lið með mótheijun- um svo um munaði. Gólfíð var harður og stamur dúkur og því ekki gerlegt að fara út í hörkubolta eins og tölurn- ar benda til en engu að síður era margar stelpumar með brunasár. Stöðugt var dæmt á okkur og jafnvel tekin af okkur mörk en þá fengum við aukakast í sárabætur. „Það liggur við að ég sé ekki ánægð að fara áfram“ sagði ein gríska stúlkan við mig og það segir sitt.“ um. „Það leyndi sér ekki að ítölsku HANDKIMATTLEIKUR: KA TAPLAUST OG AFTURELDING FÉKK LOKS STIG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.