Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA Tveir fengu að sjá rautt TVEIR leikmenn voru reknir af leikvelli i Meistaradeild Évrópu í gærkvöldi. Alexis Alexoudis, miðheiji Panat- hinaikos, var rekinn af leik- velli eftir 35. min. gegn Porto. Alex Cleland, Glasgow Ran- gers, var rekinn af leikvelli gegn Juventus í Tórinó — fyr- ir háskaleið, á 55. mín. Táningarí svidsljósinu Reuter LEIKMENN Nantes fagna hér félaga sínum Nicolas Ouedec eftlr að hann hafðl opnað markareiknlng liðslns ð 5. mínútu í 3:1 slgri þelrra é Álaborg í A-rlðll melstaradelldarlnnar í gær. Táningurinn Raul Gonzalez hjá Real Madrid, 18 ára, var heldur betur á skotskónum þegar lið hans skaut ungverska liðið Ferencvaros á bólakaf, 6:1, í Madrid. Þessi ungi og stórefnilegi leikmaður skoraði þijú mörk og annar stórhættulegur sóknarleikmaður, Ivan Zamorano frá Chile, skoraði tvö mörk. Patrick Kluivert, annar ungur leikmaður, sem tryggði Ajax Evr- ópumeistaratitilinn í Vín gegn AC Milan, skoraði tvö mörk þegar Ajax lagði Grasshopper, 3:0. Þriðji ungi leikmaðurinn, Ales- « sandro Del Piero, hjá Juventus, skor- aði stórglæsilegt mark úr auka- spyrnu gegn Glasgow Rangers, 4:0, í Tórínó. Hann skaut utan af vinstri kanti — knötturinn hafnaði efst upp í markhorninu fjær. Gamli gráhærði refurinn Fabrizio Ravanelli skoraði tvö mörk. Það var einnig táningur í sviðsljós- inu í Dortmund — Lars Ricken, 19 ára, tryggði Borussia Dortmund sig- ur, 1:0, gegn Steaua Búkarest með skallamarki. ■ Úrslit / D2 Hnífsstunga í bakið EINN stuðningsmaður Glasgow Rangers fékk hnigsstungu I bakið fyrir leik liðsins gegn Juventus í Tór- ínó. Atvikið átti sér stað í miðbæ borgarinnar, þegar stuðninsgmenn liðanna mætt- ust þar. Um 3.500 stuðnings- menn Rangers voru mættír tíl Tórínó. BLAK Máttlrtið hjá meist- urum HK Það voru engir meistarataktar sem leikmenn HK sýndu gegn Þrótti R. í Digranesi í gærkvöldi þegar gestaliðið Guðmundur H. skellti heimamönn- Þorsteinsson um í þremur hrin- skrifar um. Þróttarar tóku leikinn í sínar hend- ur strax í upphafi og það má segja að það hafi einungis verið eitt lið á vellinum því mótspyma var varla til staðar hjá HK sem tapaði fyrstu hrinunni 15:3. Eftir hroðalega byrf- un náðu leikmenn HK að rétta úr kútnum en Þróttarar unnu aðra hrinuna engu að síður 15:12. Lán- leysið í þriðju hrinunni hjá HK und- irstrikaði að þetta var ekki þeirra kvöldstund því heimamenn leiddu hrinuna 12:9 en dæmið snerist í höndum þeirra á lokakaflanum og þeir röndóttu skoruðu sex stig í röð og gengu glaðir í bragði frá sínum öðrum sigri í deildinni. Leifur dæmir LEIFUR Harðarson mun verða fyrsti íslenski dómarinn til að dæma leik í Evrópu- keppninni blaki þegar hann dæmir leik Glasgow Ragazzi og norsku meistaranna Bats- fjord um helgina. Leifur verð- ur aðaldómari í báðum leikj- unum sem verða leiknir á laugardag og sunnudag en hann hefur þegar dæmt tvo leiki sem aðaldómari í alþjóða- keppnum en hann þarf sjö leiki sem aðaldómari til þess að fá alþjóðaréttindin staðfest og þar af fjóra undir þriggja manna eftirlitsnefnd. KORFUKNATTLEIKUR Bow afgreiddi ÍR-inga Skoraði alls 33 stig og gerði þriggja stiga körfu á lokasekúndunni sem tryggði sigurinn JONATHAN Bow var hetja KR- inga er þeir unnu ÍR-inga 81:80 í spennandi og fjörugum leik í gærkvöldi. Bow gerði 33 stig í leiknum og skoraði þriggja stiga sigurkörfu um leið og leiktíminn rann út. Lokamínútumar voru æsispenn- andi. ÍR var fímm stigum yfír er sex mínútur voru eftir, en KR jafnaði áður en Skúii Unnar Rhodes kom ÍR yfir Sveinsson á ný, 74:76, þegar skrifar 1,30 min. voru eftir. KR fór í 2-2-1 pressuvörn og er 56 sekúndur voru eftir fékk Broddi Sigurðsson tvö skot en hitti aðeins úr því síðara, staðan 74:77. Atli Einarsson skor- aði laglega körfu fyrir KR en mis- notaði eitt vítaskot sem hann fékk vegna brots. Staðan því 76:77 þeg- ar 38 sekúndur vom eftir. Rhodes hitti úr einu vítaskoti, 76:78, og þegar 17 sekúndur lifðu af leiknum skoraði Hermann Hauksson úr tveimur vítaskotum, staðan þá orð- in jöfn 78:78. Herbert Arnarson kom ÍR enn yfir, 78:80, þegar 8 sekúndur voru eftir. KR-ingum lá mikið á (<g Bow fékk boltann út á vinstri vængnum rétt utan við þriggja stiga línu, stökk upp og skaut. Flautan gall og boltinn bein- ustu leið í körfuna. Lokastaðan 81:80. Annars byrjuðu gestirnir betur og fannst KR-ingum nóg um og tóku tíma eftir rúma mínútu en þá var staðan 0:7. KR komst inn í leik- inn eftir þetta og jafnræði var með liðunum. Vamarleikurinn góður á köflum hjá báðum liðum og sérstak- lega voru KR-ingarnir Óskar, Láms og Ingvar öflugir auk Bow sem lék fína vörn gegn Rhodes. Ingvar fékk þó klaufalegar villur. Þegar pressu- vörnin var reynd gekk hún vel og hefðu Vesturbæingar að ósekju mátt nota hana oftar. ÍR-ingar léku maður á mann vöm allan tímann en beittu svæðis- vöm í tveimur sóknum KR í fyrri hálfleik með góðum árangri, en hún sást ekki meir. Það munaði miklu fyrir ÍR að Eiríkur Önundarson meiddist í fyrri hálfleik og kom lít- ið við sögu eftir það, en hann bytj- aði mjög vel. Bow, sem hafði ekki leikið vel í sókninni í fyrri hálfleik en gerði þó 16 stig, var funheitur í þeim síðari og gerði 12 stig í röð í upphafi en þá náði KR góðum kafla og breytti stöðunni úr 40:52 í 57:52. Eftir það fékk hann vart boltann fyrr en á lokasekúndunni — og það dugði. Ungur piltur, Finnur Vilhjálmsson, lék einnig vel og þar er á ferðinni piltur sem hefur alla burði til að verða afburða bakvörður. Lipur, snöggur og djarfur. Sóknir KR em stundum dálítið furðulegar og að því er virðist fálm- kenndar. Menn keyra inní teiginn og henda síðan boltanum einhvem veginn út fyrir og það virðist vera undir hælinn lagt hvort hann fer til samheija eða mótheija. ÍR-ingar vom klaufar að missa leikinn út úr höndunum á sér. Þeir náðu 12 stiga forystu í upphafi síð- ari hálfleiks er Herbert skoraði tvær þriggja stiga körfur en svo hrein- lega sofnuðu þeir í vörninni og Herbert gerðist full skotglaður, sem hefði verið í lagi ef hann hefði hitt. ■ LOS Angeles Clippers hefur gert tveggja ára samning við lands- liðsmann Kínverja, Ma Jian og verður hann fyrsti Kínverjinn til að leika í NBA-deildinni. Jian er 26 ára framheiji og er 2,02 metrar á hæð. „Ég hef æft í tíu ár til að ná þessu takmarki,“ sagði Ma Jian sem hefur verið í námi í Bandaríkj- unum undanfarin ár. NBA-deildin hefst 4. nóvember. ■ ÞÝSKA liðið Werder Bremen þykir leika mjög skemmtilega knattspymu undir stjórn Hollend- ingsins Aad de Mos, sem tók við stjóminni í haust. Sóknarleikur er í fyrirrúmi og mikil áhætta tekin. „Það hagnast allir á þessu — við, áhorfendur og andstæðingarnir," sagði de Mos eftir 2:2 jafnteflið gegn Dortmund um síðustu helgi. ■ RON Atkinson, stjóri Cov- entry, hreifst af liði Liverpool er þau mættust í ensku úrvalsdeildinni á heimavelli þess síðarnefnda á laugardag. „Af þeim liðum sem við höfum mætt í vetur er Liverpool það besta. Hefðum verið jafnslakir og í sumum leikjum vetrarins hefð- um við steinlegið," sagði hann eftir markalaust jafntefli liðanna. ■ LIVERPOOL sótti nær látlaust en tókst ekki að skora. Litlu mun- aði að Coventry „stæli“ sigrinum undir lokin er Nii Lamptey stóð einn fyrir opnu marki en skaut yf- ir. „Þetta var besta marktækifæri sem nokkurt þeirra liða, sem ég hef komið með hingað gegnum árin, hefur fengið,“ sagði Atkinson, sem hefur lengi verið í bransanum og m.a. þjálfað Manchester United og Aston Villa. ■ UWE Seeler, markakóngur Hamburger SV og þýska landsliðs- ins á árum áður, er orðinn forseti Hamburger eins og fram hefur komið og ætlar sér að gera félagið að stórveldi á ný. Hann hefur ráðið Felix Magath, fyrrum fyrirliða liðs- ins, sem aðalþjálfara. ■ „KNÖTTURINN er enn hnött- óttur. Og við höfum enn ekki unnið [síðan Seeler kom]. En það er ekki hægt að ætlast til að allt breytist á einni nóttu,“ sagði Richard Golz, markvörður HSV eftir jafntefli gegn 1860 Munchen um helgina. 35 þjálfarar á námskeið í Þýska- landi KSÍ varð fyrst sérsambanda ÍSÍ til að bjóða þjálfurum upp á D-stigs námskeið og er það hæsta stig fyrir þjálfara hér á landi en fræðslunni lýkur með E-stigs námskeiði er- lendis. Fyrsti hópurinn fór til Þýskalands 1991 en í byij- un nóvember nk. fara 35 þjálfarar á vikunámskeið i Hennef rétt utan við K51n í Þýskalandi. Á meðal nem- enda á þessu E-stigs nám- skeiði eru nokkir þjálfarar liða í 1. deild, m.a. Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, óskar Ingimundarson, þjálfari Leifturs, Kjartan Másson, þjálfari Keflavikur, Þórður Lárusson, þjálfari Stjörnunn- ar, og Magnús Pálsson, þjálf- ari Fylkis. Markmiðið er að hafa þennan hátt á þriðja hvert ár héðan í frá. VIKLINGALOTTO: 6 8 20 21 30 38 / 16 33 34 EINN SEX RETTIR: DANMORK - 45.586.000 KR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.