Morgunblaðið - 20.10.1995, Page 1

Morgunblaðið - 20.10.1995, Page 1
104 SIÐUR B/C/D 239. TBL. 83. ÁRG. FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Jeltsín hyggst víkja Kozyrev úr embætti Fómað til að friðaand- stæðinga Moskvu, Washington. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, lýsti því jrfir í gær að hann hefði ákveðið að víkja Andrei Kozyrev úr embætti utanríkisráðherra. Hann sagði þó ekki hvenær ráðherraskipti færu fram þar sem enn hefði ekki verið ákveðið hver tæki við embættinu. Bandarískir embættismenn sögð- ust í gær ekki telja útilokað að Kozyrev gegndi embættinu áfram þrátt fyrir yfírlýsingar Jeltsíns. Sumir embættismenn eru þeirrar skoðunar að það hefði slæm áhrif á samskipti Bandaríkjanna og Rússlands, ef Kozyrev léti af emb- ætti, en aðrir segja það ekki skipta höfuðmáli. „Þarna er um að ræða lýðræðis- ríki og samband okkar við það er sterkara en svo að það byggist ein- ungis á einum manni. Bandaríkin hafa átt mjög góð samskipti við Kozyrev en hann er ekki sá eini er gæti gegnt þessu hlutverki. Við munum laga okkur að breyttum aðstæðum í Rússlandi þegar þar að kemur,“ sagði einn embættis- maður. Töldu þeir jafnvel líklegt að Jelts- ín hefði gefið út yfirlýsinguna til að friða andstæðinga sína fyrir þingkosningamar, sem eiga að fara fram þann 12. desember nk. Skotspónn þjóðernissinna Arnór Hannibalsson prófessor sagði í samtali við Morgunblaðið að Kozyrev væri augljóslega skot- spónn þjóðernissinna og þeirra afla, Hætta a stjórnar- kreppu Róm. Reuter. SILVIO Berlusconi, fyrrver- andi forsætisráðherra Ítalíu, hefur krafist þess að stjórn Lambertos Dinis segi af sér í kjölfar þess að efri deild þings- ins samþykkti vantrauststil- lögu á hendur Filippo Mancuso dómsmálaráðherra í gær. Var tillagan lögð fram vegna aðgerða ráðherrans gegn dómurum er rannsakað hafa spillingarmál. Hyggst Berlusconi leggja fram van- trauststillögu og ekki talið útilokað að hún verði sam- þykkt. Þetta er í fyrsta skipti síðan 1890 sem ítalskur ráðherra verður undir í atkvæðagreiðslu af þessu tagi og engin fordæmi fyrir því hvernig bregðast á við niðurstöðunni. sem andvíg væru lýðræði og mark- aðskerfi. Þau notfærðu sér ástandið í Rússlandi og óánægju almennings til að afla sér fylgis og hefðu með- al annars brigslað Kozyrev um að vera of undanlátssamur við Vestur- lönd í Bosníu. Arnór sagði að pólitík Kozyrevs sjálfs væri kannski óljós en hann hefði ávallt verið hollur Jeltsín, jafnt á erfiðum augnablikum sem öðrum. Hann væri líka mjög ólíkur sovésku embættismönnunum áður fyrr. Valdakerfíð í Rússlandi hefði hins vegar breyst mjög mikið. Nú væri það forsetinn sem mestu réði og hann hagaði seglum eftir vindi. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði að Kozyrevs yrði saknað á alþjóðavettvangi, hann væri mjög greindur maður með góða framkomu og tilfinningu fyrir viðkvæmum og erfiðum málum. Hann hefði reynst okkur íslending- um mjög vinsamlegur, ástæðulaust væri að ætla að eftirmaðurinn yrði það ekki. Hins vegar væri það sér- staða Kozyrevs að hann hefði mik- inn áhuga á norðurslóðum enda sjálfur frá Múrmansk. „Mér varð það hins vegar ljóst þegar ég hitti hann í Rovaniemi fyrir nokkru að kaflaskipti gætu verið framundan. Hann tilkynnti þar að hann ætlaði að bjóða sig fram í þingkosningun- um fyrir Múrmansk-svæðið en þing- maður getur ekki jafnframt verið ráðherra í Rússlandi.“ ■ Kozyrev verður/22 CLAES svarar spurningum blaðamanna eftir að hafa ávarpað belgíska þingið. Reutel Þingið sviptir Claes þinghelgi Talið að hann láti af embætti framkvæmdastj ór a NATO Brussel. Reuter. BELGÍSKA þingið samþykkti í gærkvöldi með 97 atkvæðum gegn 52 að svipta Willy Claes, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO), þinghelgi og leyfa hæstarétti landsins að yfirheyra hann um aðild að Águsta-þyrluhneykslinu. Hann er grunaður um að hafa vitað af greiðslum ítalska þyrluframleiðandans Agusta til sósíalistaflokksins er hann gegndi ráðherraembætti. Eru yfirgnæfandi líkur taldar á því að Claes láti af embætti í dag í kjölfar þessarar niðurstöðu þingsins. Reuter Hert öryggisgæsla í París FRANSKIR óeirðalögreglumenn úr sérsveitunum CRS ganga um Montparnasse-lestarstöðina í París í gær. Öryggisgæsla í borg- inni hefur verið hert til muna en öflug sprengja sprakk í neð- anjarðarlest á þriðjudag. Jean- Louis Debré innanríkisráðherra sagði í sjónvarpsviðtali í gær- kvöldi að Frakkar ættu í stríði við hryðjuverkamenn og hygðist ríkisstjórnin hvergi gefa eftir i þeirri baráttu heldur fara með sigur af hólmi. „Þingið hefur komist að þeirri niðurstöðu að nægilegar visbend- ingar séu til staðar til að senda mál Claes áfra'm til hæstaréttar þannig að hægt verði að halda rannsókn þess áfram,“ sagði Ray- mond Langendries, forseti neðri deildar þingsins. Ávarpaði þingið í hálfa aðra klukkustund Willy Claes ávarpaði þingið i hálfa aðra klukkustund fyrir at- kvæðagreiðsluna en að því búnu las hann upp yfirlýsingu fyrir fréttamenn á flæmsku, frönsku og ensku. Umræðurnar í þinginu og atkvæðagreiðsla fóru fram fyr- ir luktum dyrum. „Eg er saklaus með öllu,“ sagði Claes og bætti við að hann hefði beðið þingið um að veita sér rétt til að veija sjálfan sig. Áður en mál Claes var tekið fyrir samþykkti þingið beiðni hæstaréttar um að halda áfram rannsókn á aðild Guy Coeme, fyrr- verandi varnarmálaráðherra, að sama mútumáli. Samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í gær telja 93% Belga að Claes eigi að segja af sér. Sam- kvæmt lögum Belgíu getur ein- ungis hæstiréttur landsins sótt þingmenn og ráðherra til saka þó svo að þeir gegni ekki lengur embætti. Eftirmaður kjörinn um helgina? Láti Claes af embætti er jafnvel talið líklegt að utanríkisráðherrar NATO velji eftirmann hans um helgina, en þeir verða þá viðstadd- ir hátíðahöld í New York í tilefni af fimmtíu ára afmæli Sameinuðu þjóðanna. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði aðspurður um stöðu Claes í gær að þetta væri orðið hið versta mál, það stækkaði stöðugt og erfitt væri orðið að átta sig á því. Eyða þyrfti óviss- unni sem skapast hefði. „Hins vegar á hver maður rétt á heiðar- legri umfjöllun, engan mann á að dæma saklausan en hagsmunir Atlantshafsbandalagsins, NATO, verða að ganga fyrir“. Þrír taldir líklegir Þrír menn hafa helst verið nefndir sem líklegir fram- kvæmdastjórar láti Claes af emb- ætti, þeir Ruud Lubbers, fyrrver- andi forsætisráðherra Hollands, Hans van den Broek, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn ESB, og Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.