Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sverrir HJÓLAÐ Á PLÖNKUM Athugasemd við frétt um umboðsmann sjúklinga FRÉTT birtist í Morgunblaðinu í gær, þar sem haft var eftir Ólafi Olafssyni landlækni að þingsálykt- unartillaga um embætti umboðs- manns sjúklinga sé í raun óþarft og vísaði fyrirsögn fréttarinnar til þessa. Landlæknir fékk handrit að fréttinni til yfirlestrar og í endan- legri útgáfu fréttarinnar áttu ofan- greind ummæli að falla út en vegna mistaka fórst það fyrir. Aðrir hlutar fréttarinnar standa, þar á meðal um að það sé skoðun landlæknis að hann sé í raun nokk- urs konar umboðsmaður sjúklinga því lögum samkvæmt sé landlæknir m.a. eftirlitsmaður með faglegu starfi heilbrigðisstétta og því að þjónusta við sjúklinga sé við hæfi. E,mbættið sjái hins vegar ekki um hagsmunagæslu fyrir heilbrigðis- stéttir. FRÉTTIR Flutningsmaður tillögu um umboðsmann sjúklinga Gagmrýni landlæknis á misskilningi byggð ÁSTA B. Þorsteinsdóttir þingmað- ur kveðst telja að iandlæknir mis- skilji þingsályktunartillögu þing- manna Alþýðuflokksins um að sett verði á stofn embætti umboðs- manns sjúklinga, telji hann þær fela í sér gagnrýni á landlæknis- embættið vegna hagsmunagæslu fyrir heilbrigðiskerfið. Ásta er flutningsmaður tiilögunnar á Al- þingi. „Skilji landlæknir minn mál- flutning á þann veg að ég telji landlækni vera í hagsmunagæslu fyrir heilbrigðisstéttir er það al- röng túlkun,“ segir Ásta. Hún seg- ir það hins vegar vera staðreynd að landlæknisembættið hafi marg- þættu hlutverki að gegna sem það valdi ekki að fullu að hennar mati. Fjarlægð embættis mikil „Mér fínnst embætti landlæknis og Tryggingastofnun sambærileg á margan hátt. Landlæknir á að gæta þess að heilbrigðisþjónustan fari fram samkvæmt lögum og hafa eftirlit með gæðum hennar, en Tryggingastofnun þjónar sjúkl- ingum og öryrkjum á þann hátt að greiða þeim bætur og úthluta hjálpartækjum o.s.frv. Þar er að fmna tryggingaráð sem er í raun sá aðili innan stofnunarinnar sem á að taka við umkvörtunum sjúkl- inga, en einnig sá sem setur regl- urnar sem unnið er eftir innan stofnunarinnar. Sjúklingurinn þarf með öðrum orðum að koma með kvartanir sínar til sama aðila og setur leikreglurnar og á að meta kvartanir vegna þeirra og dæma,“ segir hún. Ásta kveðst telja þörf á að huga að þessum málum samkvæmt nýj- um viðhorfum um meðferð sam- bærilegra þátta og minnir á að fjarlægðin til landlæknisembættis- ins sé mikil í augum margra sjúkl- inga. Sú niðurstaða byggist á eig- in reynslu í starfi innan heilbrigð- iskerfisins og margra þeirra sem með henni hafa unnið. „í fyrsta lagi vita margir sjúk- lingar ekki um þá leið að vísa umkvörtunum sínum til embættis- ins og virðist í öðru lagi of stórt skref að koma formlegri kvörtun til embættisins. Umboðsmaður sjúklinga myndi hins vegar vera i nálægð við sjúklinga og starfsfólk, þannig að embættið gæti oft kom- ið í veg fyrir kvartanir sem byggð- ar eru á misskilningi, skorti á upplýsingum eða lélegum boð- skiptum.“ Hlutlaus lausn mála Jafnframt því að gegna marg- víslegu hlutverki af þessu tagi, ætti umboðsmaður, að sögn Ástu, að hafa til að bera nauðsynlegt hlutleysi til að leysa þau vandamál sjúklinga sem hægt er að leysa án formlegra kvartana og koma alvarlegri málum í réttan farveg á skjótari hátt en hægt hafi verið til þessa. Haustvaka Kvenfélagasambandsins Fjármálaráðherra fjallar um stefnu í starfsmannamálum KVENFÉLAGASAMBAND ís- lands gengst fyrir haustvöku á morgun, laugardaginn 21. októ- ber, undir yfírskriftinni Mannrétt- indi - hagur fjölskyldunnar. Þar mun Friðrik Sophusson fjármála- ráðaherra meðal annars ræða um hvort stefna stjórnvalda í starfs- mannamálum hafi áhrif á laun kvenna. Haustvakan er haldin á Grand Hótel Reykjavík og hefst klukkan 9.30 með því að Drífa Hjartardótt- ir forseti KÍ setur samkomuna. Að loknum tónlistarflutningi mun Páll Pétursson félagsmálaráðherra flytja ávarp. Þá flytur Drífa Hrönn Kristjánsdóttir á skrifstofu jafn- réttismála framsöguerindi um hvort lausn felist í „kynhlutlausu“ starfsmati eða öðrum leiðum. Ing- ólfur V. Gíslason á skrifstofu jafn- réttismála spjallar um fæðingaror- lof karla og síðan flytur fjármála- ráðherra erindi sitt. „Hefðbundin" störf rædd Þátttakendur í pallborðsumræð- um auk framsögumanna verða Bryndís Hlöðversdóttir, formaður KRFÍ, Ragnhildur Vigfúsdóttir, jafnréttisfulltrúi Akureyrarbæjar, Ágúst Þór Árnason frá Mannrétt- indaskrifstofu íslands og Kristín Árnadóttir, aðstoðarkona borgar- stjóra. Að loknum hádegisverði flytur Drífa Hjartardóttir erindi um kvennaráðstefnuna í Kína og Rannveig Guðmundsdóttir alþing- ismaður, Lilja Ólafsdóttir, for- stjóri SVR, Árni Garðarsson, leik- skólastjóri á Vesturborg, og Rannveig Rist, verkfræðingur hjá ISAL, segja frá reynslu sinni af störfum sem teljast „hefðbundin" kvennastörf og „hefðbundin“ karlastörf. Ráðstefnustjórar eru Ása St. Atladóttir, Siv Friðleifsdóttir og Steinunn V. Óskarsdóttir. Á haustvökunni koma jafnframt fram listamennirnir Guðrún Finn- bjarnardóttir söngkona, Brynhild- ur Gunnarsdóttir undirleikari, Alina Dubik, söngkona, Úlrik Ól- afsson undirleikari, Hjörtur Bene- diktsson, sem fer með gamanmál, og kvartett úr Kvennakór Reykja- víkur. Aðstoða við vísindarannsóknir í fríinu verkefnum þeirra, heldur Brian W. Walk- er áfram, - og felst . aðstoðin í því að út- vega sjálfboðaliða sem vinna með vísinda- mönnunum á vett- vangi. Árlega fáum við um 400 umsóknir um verkefni og fer sérstök ráðgjafanefnd yfir þær og metur hvort samtökin taka þau upp á sína arma en nú erum við með um 150 verkefni í ein- um 50 löndum. Yfir helmingur verkefn- anna fær stuðning í nokkur ár, önnur taka styttri tíma en alls þarf um 4.500 BRIAN W. Walker er framkvæmda- stjóri „Earthwatch". þrátt fyrir að því fylgi talsverður kostnaður en lika sé hægt að vera meðlimur sam- takanna og greiða 25 punda árgjald án þess að taka endilega þátt í rannsóknaverkefni. — í blaði okkar, sem allir félagsmenn fá sex sinnum á ári, birt- um við lista yfir verk- efni sem eru í gangi. Auk helstu upplýsinga um verkefnið sjálft kemur þar fram hver heildarkostnaður er og kostnaður sem sjálfboðaliði þarf að STOFNUÐ hefur verið hérlendis deild í „Earthwatch", alheimsvakt eða veraldarvakt, sem eru alþjóð- leg samtök sem styðja margs kon- ar vísindarannsóknir, meðal ann- ars á sviði dýralífs, umhverfis- mála, jarðfræði, mannfræði og fomleifafræði. Tilgangur samtakanna er að stuðla að samvinnu almennings og vísindamanna, að auka skilning okkar á því samhengi sem ríkir í náttúrunni og hvernig eitt svið hennar hefur áhrif á annað, að sögn Brians W. Walker, fram- kvæmdastjóra samtakanna, sem nýlega var staddur hér á landi en hann er fyrrum framkvæmdastjóri bresku hjálparstofnunarinnar Oxf- am. „Earthwatch" samtökin voru stofnuð árið 1971 og er aðalaðset- ur þeirra í Bandaríkjunum. Að auki hafa þau skrifstofur í Ástral- íu, Englandi, Spáni, Rússlandi og Japan. - Starfsemi samtakanna felst einkum í því að koma vísinda- mönnum til hjálpar í rannsókna- sjálfboðaliða á ári til að sinna þess- um verkefnum með um 300 vís- indamönnum. Ekki hefðbundið sumarfrí Brian W. Walker segir ekki erf- itt að fá fólk til þessara starfa greiða fyrir þátttöku sína, en það er uppihald og ein- hver ferðakostnaður á viðkomandi stað. Þeir þurfa einnig sjálfir að kosta ferð sína á staðinn. - Meðalkostnaður við þátttöku í verkefnunum sem standa yfirleitt í nokkrar vikur er um 100 þúsund ísl. krónur auk ferðakostnaðarins. Margir taka þátt í þessu starfi ár eftir ár og taka sumarfríið í þetta enda má segja að þetta sé eins konar tilbreyting við hefðbundið frí með annan tilgang en bara það að ferðast um og skoða eða slappa af og menn búa við alls konar aðstæður, á hótelum eða tjöldum og allt þar á milli. Þá hafa margir ellilífeyrisþegar verið með okkur árum saman. En hvers konar rannsóknar- verkefni eru einkum styrkt og hvernig eru þau valin? - „Earthwatch“-samtökin styrkja eingöngu verkefni vísinda- manna við viðurkennda háskóla og má segja að þau séu á öllum sviðum sem varða náttúrufræði, líffræði, landafræði og heilsu- fræði. Það er ennþá margt óupp- götvað í heiminum og þessari leit lýkur aldrei. Eitt forvitnilegt verkefni er til dæmis tengt Amazon-indíánum. Þeir hafa lengi notað eitthvað úr trjáberki til getnaðarvarna og haft fulla stjórn á sinni viðkomu með því í aldir meðan pillan er tiltölu- lega nýleg uppgötvun hjá okkur. Við gætum spurt hvort lækningu við krabbameini eða eyðni sé að finna hjá þeim. Best varðveitta leyndarmálið Þeir sem vilja gerast félagar í „Earthwatch“ á íslandi geta haft samband við skrifstofu Friðar 2000 í Austurstræti 17 í Reykja- vík og fengið nánari upplýsingar. - Þið íslendingar eigið eitt best varðveitta leyndarmál heimsins, að hafa búið í landinu í þúsund ár án þess að hafa her! Þessu þarf að koma á framfæri við umheiminn og þið getið lagt mik- ið af mörkum í umræðunni um afvopnun. Afvopnum hlýtur að vera grundvöllur þess að draga úr ofbeldi í heiminum, að við hættum að myrða fólk á Balkan- skaga og annars staðar þar sem stríð ríkja. Um Ieið förum við líka að hugsa betur um lífríkið allt, hættum að höggva skógana, ofveiða fiski- stofna og ofbjóða öðrum auðlind- um jarðar. Á þessu sviði hafa ís- lendingar mikið verk að vinna og hér geta þessi tvenn samtök lagt sitt til málanna á sínum sviðum, segir Brian W. Walker að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.