Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 13 FRETTIR MAGNÚS Einarsson í hlutverki sínu í kvikmyndinni Ási. Asi hlaut verð- laun í Chicago Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra í ræðu á Alþingi Harðari fiskveiðideil- ur umhugsunarefni BARNAMYNDIN Ási eftir Sigur- bjöm Aðalsteinsson, framlag' inn- lendrar dagskrárdeildar Sjónvarps- ins í leikinni þáttaröð innan barna og unglingadeilda evrópsku sjón- varpsstöðvanna, EBU, fékk verð- laun á stærstu kvikmyndahátíð barna og unglinga í Bandaríkjunum sem haldin var í Chicago 6.-15. október sl. Myndin var valin vinsælasta myndin meðal áhorfenda hátíðar- innar af 130 myndum frá 35 lönd- um. Leikstjóri Ása er Sigurbjörn • Aðalsteinsson. Handritshöfundur er Dísa Anderiman, Eyþór Amalds semur tónlistina, Einar Rafnsson sér um kvikmyndatöku, Gunnar Hermannsson hljóðsetur, Úlfur Karlsson hannar leikmynd, og dag- skrárgerð annast Ragnhildur Ás- valdsdóttir. Aðalhlutverk leika Magnús Einarsson, Berglind R. Gunnarsdóttir, Ari Matthíasson og Þórey Sigþórsdóttir. Myndin hlaut mikið lof á árlegum fundi evrópsku sjónvarpsstöðvanna í Dublin sl. vor og var valin til sýn- inga af öllum þátttökulöndunum 12. Þetta er þriðja mynd Sigurbjörns sem hlýtur verðlaun á erlendri grundu hinar eru Hundur, hundur (1990) og Ókunn dufl (1991). Sig- urbjörn er um þessar mundir að ljúka annarri mynd fýrir Sjónvarpið sem verður framlag Sjónvarpsins í nýrri þáttaröð innan EBU árið 1995, myndin nefnist Björgun. Ási er 15 mínútur að lengd og var fmmsýnd 1. janúar sl. í Sjón- varpinu. í RÆÐU um utanríkismál á Alþingi í gær sagði Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra að deilumar við ná- grannaþjóðir um veiðiréttindi undir- striki nauðsyn þess að fjölþjóðleg samvinna takist um nýtingu auðlinda á Norðurslóðum. „Víða annars staðar má sjá merki vaxandi hörku í deilum um fiskveiði- réttindi, til dæmis í málflutningi Evrópusambandsins, og ætti það að vera okkur varúðarmerki," sagði Halldór. Hann sagði að það væri von sín að hægt verði innan skamms að leysa ágreining sem staðið hafí milli ís- lands, Noregs og Rússlands um þorksveiðar í Barentshafí og það myndi auðvelda þessum ríkjum ásamt Færeyjum að snúa sér að stjórnun veiða úr íslenska-norska síldarstofninum. Halldór sagði að íslendingum og Norðmönnum væri ekki sæmandi að standa í langvinn- um deilum um sameiginleg hags- munamál og í anda sameiginlegrar menningar, sem bindi þjóðirnar sam- an, hljóti að vera hægt að finnast sú sanngirni sem leitt geti til sameig- inlegrar niðurstöðu. „I þeirri sanngirni má finna bæði prósentur og tölur og mat á raun- verulegum möguleikum beggja þjóð- anna til að búa þegnum sínum sóma- samlegt líf á grundvelli auðlinda þjóðarinnar. íslendingar eru og verða af augljósum ástæðum háðir auðlind- um hafsins um ófyrirsjáanlega fram- tíð,:‘ sagði Halldór. Svalbarðasamningur mikilvægur Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður Alþýðubandalags, sagði að viðræðumar, sem nú standa í Moskvu um Barentshaf, væri til marks um að Norðmönnum og Rúss- um væri loksins orðið ijóst, að þeir munu ekki leysa þessa deilu nema semja við íslendinga um varanlegar veiðiheimildir á þessum slóðum. Steingrímur sagði ekki koma til greina að Islendingar afsöluðu sér með varanlegum hætti nokkrum réttindum á Svalbarðasvæðinu sem leitt gætu af þeirri réttaróvissu sem þar ríkir. „Með öðrum orðum: ís- lendingar eiga að halda áfram til haga þeim fyrirvara sem við gerðum við sjálftöku Nórðmanna á þessu svæði þegar við gerðumst aðilar að Svalbarðasamningnum," sagði Steingrímur. Jón Baldvin Hannibalsson, þing- maður Alþýðuflokks, sagði að aðiid islendinga að Svalbarðasamningnn- um væri grundvallaratriði í deilunum við Norðmenn. Ekkert ríki, nema Kanada, hefði viðurkennt sjálftöku Norðmanna á yfirráðum yfir Sval- barða. Það væri því alvarlegt mál þegar ráðherrar gæfu nú í skyn, að ef þeir næðu einhveijum samningum um Barentshaf, væru þeir reiðubúnir til að falla frá þeim kröfum sem sett- ar voru fram gegn norskum stjórn- völdum í krafti aðildar okkar að Sval- barðasáttmálanum, ekki aðeins til fískveiða heldur einnig nýtingu auð- linda innan 200 mílna kringum Sval- barða. „Það væri glapræði," sagði Jón Baldvin. Geir H. Haarde, þingmaður Sjálf- stæðisflokks og formaður utanríkis* málanefndar, sagðist styðja viðræð- umar í Moskvu og þau samnings- markmið sem utanríkisráðherra hefði lagt upp með í viðræðunum. Ekki sæmandi að standa í þessari deilu til langframa. Á málinu væru einnig fleiri fletir, m.a. varðandi Svalbarðasáttmálann og ljóst að lög- fræðin í því efni væri flóknari en Norðmenn hefðu gefið til kynna. AðiIdaðESB ekki á dagskrá Halldór fjallaði m.a. um Evrópu- sambandið í ræðu sinni og sagði að það væri ekki á stefnuskrá ríkis- stjórnarinnar að sækja um aðild að sambandinu. Með aðildarumsókn nú væri gefíð til kynna að íslendingar gætu sætt sig við sameiginlega sjáv- arútvegsstefnu sambandsins í meg- inatriðum. Engin vísbending hefði fengist um að Islendingar gætu losn- að undan ákvæðum Rómarsáttmál- ans í þessum efnum og því væri aðildarumsókn órökrétt. „Það er hins vegar ljóst, að ef breytingar verða í þessum efnum og nýjar vísbendingar koma fram er komin upp ný staða, sem þarf að meta þegar þar að kemur. Það er ekki síst þess vegna sem nauðsynlegt er að fylgjast vel með og kynna sjón- armið þjóðarinnar," sagði Halldór. Bæði Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Þjóðvaka, og Guðný Guð- bjömsdóttir, þingmaður Kvennalista, tóku undir þessi sjónarmið utanríkis- ráðherra. Jón Baldvin Hannibalsson gagnrýndi ríkisstjórnina hins vegar fyrir afstöðuna til Evrópusambands- ins og sagði röksemdafærslu Hall- dórs einfeldningslega, styðjast við afar hæpin rök og lýsa afstöðu sem væri uppgjöf og vonleysi. Styður stækkun NATO Utanríkisráðherra sagði í ræðunni að Island styddi markvissa en vark- ára stækkun Atlantshafsbandalags- ins en mikilvægt væri að sú stækkun rýri á engan hátt varnargetu þess og öryggisskuldbindingar. Þá væri mikilvægt að tryggja, að Rússar teldu sér ekki stafa ógn af stækkun bandalagsins þótt hvorki Rússland né önnur ríki hefðu neitunarvald um þau mál. Þá sagði Halldór mikilvægt að ísland tæki þátt í starfí Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu af fullri alvöru enda væri stofnunin eini ör- yggismálavettvangurinn í Evrópu sem öll riki álfunnar ættu aðild að. Þá væri brýnt að bæta úr því að fastanefnd Islands og fyrirsvari hjá Ráðstefnunni um öryggi og sam- vinnu í Evrópu hafi verið lokað í árslok 1993. Bætur almanna- trygginga ekki tengdar kauptaxta BÆTUR almannatrygginga hafa ekki náð að fylgja hækkunum lægstu launa undanfarin ár, eins og fram kom hjá Ástu Ragnheiði Jó- hannesdóttur á Alþingi í vikunni. Samkvæmt almannatryggingalög- um eru bæturnar óbeint tengdar vikukaupi í almennri verkamanna- vinnu en ekki ákveðnum kauptöxt- um og getur því myndast þarna misræmi, meðal annars þegar verið er að breyta krónutöluhækkunum samkvæmt kjarasamningum í pró- sentuhækkanir á bætur, eins og orðið hefur að gera eftir tvenna síðustu kjarasamninga. Hækkun umfram efni kjarasamninga Fram kom við umræður á Al- þingi að bætur almannatrygginga hefðu hækkað um 4,8% eftir kjara- samningana í vor en hafi ekki náð þeirri 2.700-3.700 króna mánaðar- hækkun sem samið var um. í svari við gagnrýni Svavars Gestssonar sagði Ingibjörg Pálmadóttir, heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra, meðal annars að ASÍ hefði staðfest að 4,8% hækkunin með hliðsjón af efni kjarasamninganna. Dögg Páls- dóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðis- ráðuneytinu, segir að það hafi verið niðurstaða fulltrúa heilbrigðis- og fjármálaráðuneyta og Þjóðhags- stofnunar að kjarasamningarnir ættu að hafa í för með sér 4,3% hækkun bóta almannatrygginga. Þetta hafi verið borið undir hag- fræðinga ASÍ og til baka hefðu komið skilaboð um að þeir gerðu ekki athugasemd við hækkunina ef hún yrði 4,8%. í framhaldi af þessu hefði ríkisstjórnin ákveðið að hækka allar bætur almannatrygg- inga um 4,8% frá 1. mars. Ólafur Hjálmarsson, deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu, segir að þar sem talað sé um hækkun vikukaups í almannatryggingalögunum yrði að breyta krónutöluhækkun í pró- sentuhækkun með einhvetjum hætti. Niðurstaða úr þeim útreikn- ingi hefði verið 4,3% en ákvörðun um 4,8% hækkun byggðist á rúmri túlkun laganna. Ekki hefði komið til greina að hækka bæturnar um 2.700-3.700 krónur á mánuði og ef það hefði verið gert hefðu bæt- urnar hækkað langt umfram viku- kaupið. „Stjórnvöld verða að hafa hliðsjón af því hvað slíkar ákvarðan- ir kosta í framtíðinni því þær koma fram með margföldum þunga síðar, nema bæturnar séu þá lækkaðar aftur en það er alltaf erfiðara,“ segir Ólafur. Bæturnar aftengdar Gylfí Arnbjömsson, hagfræðing- ur ASÍ, segir að meðaltalshækkun samkvæmt kjarasamningunum í febrúar hafi verið 3,5% en bætur almannatrygginga hafi hækkað Bætur almannatrygg- inga eru óbeint tengdar vikukaupi í almennri verkamannavinnu en ekki ákveðnum kaup- töxtum. Bæturnar hafa hækkað minna en lægstu laun á undan- förnum árum. meira vegna þess að þær væru miðaðar við vikukaup verkafólks. Hagdeild ASÍ gæti ekki annað en staðfest þessa útreikninga enda byggðust þeir á lögunum og fram- kvæmd hliðstæðra ákvæða í aldar- fjórðung. Ef hins vegar bæturnar væru miðaðar við ákveðinn launa- taxta hefði komið á þær krónutölu- hð6kkun Gylfi bendir á að ASÍ hefði talið ákveðið öryggi felast í því að miða bætur við laun en umræðan nú gengi ekki í þá átt að tengja þær við ákveðna taxta heldur væri þvert á móti stefnt að því að aftengja þær með öllu, samkvæmt ákvæðum fjár- lagafrumvarps. Bætur ekki fylgt launum Ellilífeyrisþegi sem býr einn og hefur litlar sem engar aðrar tekjur en bætur almannatrygginga hafði 37.307 krónur í ellilífeyri, tekju- tryggingu, heimilisuppbót og sér- staka heimilisuppbót í janúar 1989 samkvæmt upplýsingum Trygg- ingastofnunar ríkisins, en hefur í þessum mánuði 50.334 kr. Hækk- unin er 13.027 krónur á mánuði eða rétt innan við 35%. Lágmarkskaup samkvæmt lægstu töxtum sem Kjararannsókn- arnefnd fjallar um var 33.242 krón- ur á fyrsta ársfjórðungi 1989 en var komið í 46.838 kr. á öðrum ársfjórðungi í ár, en þá voru launa- hækkanir samkvæmt síðustu samn- ingum að fullu komnar fram. Hækkunin er 13.596 kr, eða_tæp- lega 41%. Ef miðað er við greitt tímakaup verkakarla kemur fram 42,8% hækkun á þessu tímabili og 37% hækkun ef miðað er við meðal- tal allra launa sem Kjararannsókna- nefnd athugar. Eingreiðslur eru ekki inni í þessum tölum og heldur ekki tölum Tryggingastofnunar. Eingreiðslur koma hins vegar inn í launavísitölu sem Hagstofan reikn- ar en hún hefur hækkað um 40,8% frá því í janúar 1989. Ráðuneytisfólkið hefur ekki skýr- ingar á þeim mun sem virðist hafa myndast á bótum og launum. Ólaf- ur Hjálmarsson bendir þó á að laun geti sveiflast til af ýmsum ástæðum og ekki endilega í takt við bætur sem væru háðar pólitískum ákvörð- unum. Gylfi Arnbjörnsson segir ekki óeðlilegt að misræmi sé í þróun bóta og lægstu taxta því lögin geri einfaldlega ekki ráð fyrir því að bæturnar fylgi lægstu kauptöxtum. En ef bætur hefðu ekki fylgt viku- kaupi verkafólks á þessu tímabili þýddi það væntanlega að ekki hafí verið farið að lögum. Kom á óvart Ólafur Jónsson, formaður Sam- taka aldraðra, segir samtökin aldrei hafa fengið forsendur og útreikn- inga á hækkun ellilífeyris þó eftir því hafi verið leitað og samtökin hefðu ekki hagfræðing í sinni þjón- ustu til að meta þetta sjálfstætt. Hann segir að upplýsingar um að bætur til lífeyrisþega hefðu dregist aftur úr lægstu launum hefðu kom- ið forsvarsmönnum samtakanna á óvart og hlytu þau að lýsa óánægju sinni með þá þróun. Segir Ólafur að viðmiðunin sé ekki nógu skýr í lögum og að óhagstætt sé að miða við vikukaup verkamanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.