Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ l- Þrír þjónustusljórar IS ráðnir á Norðurlandi ÍSLENSKAR sjávarafurðir eru þessa dagana að ganga frá ráðningu á þremur þjónustustjórum, sem starfa munu á Sauðárkróki, í Eyja- firði og á Húsavík og verður þjón- ustustjórinn í Eyjafírði staðsettur á Dalvík. Hér er um nýjar stöður að ræða og er markmiðið með ráðningu þeirra að auka þjónustu við framleið- endur sjávarafurða. Alls mun ÍS ráða sjö þjónustu- stjóra á næstu mánuðum, sem starfa munu víðs vegar um landið og verða staðsettir í Grundarfírði, á Fáskrúðsfírði, á Hornafírði og í Reykjavík, auk áðurnefndra staða. Þeir munu einnig þjónusta ná- grannabyggðir sínar, hver á sínum stað. Töluverður áhugi Stöður þjónustustjóra voru aug- lýstar nýlega og segir Aðalsteinn Gottskálksson, framkvæmdastjóri framleiðslu- og þjónustusviðs, að töluverður áhugi hafi verið fyrir þessum stöðum en þó mestur í Reykjavík. „Auk þess að efla þjónustu, erum við að færa ráðgjöf við framleiðend- ur út úr skoðunarstofu okkar og undir framleiðslustjóra í Reykjavík, sem aftur þessir þjónustustjórar heyra undir,“ segir Aðalsteinn. Helstu verkefni þjónustustjór- anna eru m.a. við úrvinnslu og eftir- fylgni vöruþróunarverkefna á hveiju svæði, sýnishornagerð, ráð- gjöf um framleiðslustýringu, ráð- gjöf og eftirfylgni með innra eftir- liti framleiðenda og forvarnir í gæðamálum. f f Almermt hlutafjárútbob Hlutabréfasjóbur Norburlands hf. Sölutími bréfanna er 20. október 1995 til 20. apríl 1996. Kr. 50.000.000. 1,48. Handsal hf., Fjárfestingarfélagið Skandia hf., Kaupþing hf., Kaupþing Norburlands hf., Landsbréf hf., Verðbréfamarkaöur íslandsbanka hf., Samvinnubréf Landsbankans og afgreiðslur Búnaðarbankans og sparisjóða á Norðurlandi. Áður útgefin hlutabréf Hlutabréfasjóðs Norðurlands hf. eru skráð á Verðbréfa- ✓ þingi Islands og hefurfélagið einnig óskað eftir skráningu á þeim hluta- bréfum sem gefin verða út í þessu útboði. Vænst er að viðskipti með ný hlutabréf hefjist á VÞÍ þegar útboði lýkur. Kaupþing Norðurlands hf., Kaupvangsstræti 4, 600 Akureyri, sími 462 4700, fax 461 1235. Útboös- og skráningarlýsing liggur frammi hjá söluaðilum og útgefanda. 44IKAUPMNG NORÐURLANDS HF Kaupvangsstræti 4 • 600 Akureyri • Sími 462 4700 •. Fax 461 1235 ✓ Utgefandi: Sölutími: Nafnverð hlutabréfa: Sölugengi: Söluaðilar: Skráning: Umsjón með útboði: Morgunblaðið/Kristján Úr stöðumælavörslu í bakstur BRYNJA Þorsteinsdóttir hefur verið í hálfu starfi sem stöðu- mælavörður á Akureyri í tæpt ár en er nú að láta af störfum. Hún hefur keypt lítið bakarí og ætlar því að fara að skipta um starfsum- hverfi. Þegar blaðamaður.Morg- unblaðsins hitti Brynju, var hún með „lærling" á ferð í Hafnar- stræti. Brynja sagði að þessi tími í stöðumælavörsiunni hafi nú verið upp og ofan. „Bæjarbúar eru frekar misjafnir en flestir eru þó almennilegir. Sumum hættir þó til að kenna okkur um að stöðu- mælirinn falfl,“ segir Brynja. Hún segist hafa kynnst mörgu góðu fólki þessa mánuði og það hafi verið sérstaklega gaman að spjalla við börnin. Stöðumæla- verðir eru í einkennisbúningi og Brynja segir að það hafi komið fyrir i sumar að börnin hafi spurt sig að því hvort hún væri skip- sljóri á einu af þessum stóru skemmtiferðaskipum sem komu til Akureyrar. Eins hafi þau oft heilsað sér sem lögregluþjóni. „Lærlingurinn" sem var á ferð með Brynju og mun leysa hana af hólmi, heitir Jón Þór Aðal- steinsson og hann er einnig við nám í Háskólanum á Akureyri. Jón Þór stundar 30 eininga nám í uppeldis- og kennslufræðum, fyrir starfandi leiðbeinendur. Hann hyggst því ekki gera stöðumælamælavörslu að ævi- starfi en segir að engu að síður sé ágætt að hafa vinnu með skól- anum. Jón Þór sagði að nýja starfið leggðist sæmilega í sig en honum hafi þó ekki litist á blikuna fyrsta daginn. Þá var mjög kalt í veðri og hann ekki nógu vel klæddur, miðað við að- stæður. Félag verslunar- og skrifstofufólks Atvinnulausum fækk- að um fjórðung á ári MUN minna atvinnuleysi er nú meðal félagsmanna í Félagi versl- unar- og skrifstofufólks á Akureyri en verið hefur í langan tíma. Nú eru 75 manns í félaginu á atvinnuleysisskrá, þar af eru 30 í hlutastarfí og taka atvinnuleysis- bætur á móti. Á sama tíma í fyrra voru um 100 verslunar- og skrif- stofumenn skráðir atvinnulausir, en þegar mest var á fyrri hluta síðasta árs voru um 145 manns í félaginu skráðir atvinnulausir. „Því er ekki að leyna að atvinnu- ástand er mun betra nú en verið hefur lengi, það er mun bjartara yfir,“ sagði Jóna Steinbergsdóttir, formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri. „Ég er að vona að við séum komin upp úr öldudalnum, enda fínnst mér mun meira um að vera á Akureyri en áður, það er meiri vinna. Auðvitað vildi ég gjarnan að væru enn færri á atvinnuleysisskránni og vona því að þessi þróun haldi áfram.“ Hlutabréfasjóður Norðurlands Hlutabréfaútboð hafið HLUTABRÉFAÚTBOÐ Hlutabréfa- sjóðs Norðurlands að upphæð 50 milljónir króna hefst í dag, föstudag- inn 20. október. Sölugengi í upphafí útboðs er 1,48. Sjóðurinn var stofnaður í nóv- ember 1991 en tilgangur hans er að skapa farveg fyrir samvinnu ein- staklinga og lögaðila um fjárfesting- ar í hluta- og skuldabréfum. Heildareignir félagsins nema um 175,8 milljónum króna og höfðu aukist um 75,6 milljónir frá sama tíma í fyrra. Miðað er við að 40-75% eigna félagsins séu bundin í hluta- bréfum og 25-60% í skuldabréfum. Umsjón með útboðinu hefur Kaupþing Norðurlands. Breytingar á Oddeyrarskála Þijú tilboð bárust ÞRJÚ tilboð bárust í breytingar á Oddeyrarskála sem er í eigu Eim- skipafélagsins, en um er að ræða 1. áfanga verksins. SS-Byggir bauð að vinna verkið fyrir 20,5 milljónir króna, SJS-verk- takar buðu 20 milljónir króna í verkið en tilboð Kötlu hf. nam 14,9 milljónum króna. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 29,3 milljónir þannig að tilboð Kötlu er um 51% af áætl- uðum kostnaði. Garðar Jóhannsson, forstöðu- maður Eimskips á Akureyri, sagði að farið yrði yfir tilboðin og þau skoðuð en í framhaldi af því yrði væntanlega samið við verktaka um verkefni. Þessum þætti breyting- anna á að vera lokið 1. desember næstkomandi þannig að Garðar bjóst við að hafist yrði handa fljót- lega eftir helgi. L % R € C í i . I i u
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.