Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 15 AKUREYRI Háskólinn á Akureyri og Fiskifélag íslands Kennsla og rannsóknir á sviði sjávarútvegs efldar SAMSTARFSSAMNINGUR Há- skólans á Akureyri, sjávarútvegs- deildar og Fiskifélags íslands var undirritaður í gær og er þetta fímmti samningurinn sem Háskólinn gerir við rannsóknarstofnanir um sam- starf. Áður hafa verið gerðir samn- ingar við Hafrannsóknastofnun, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Iðntæknistofnun og Rannsókna- stofnun landbúnaðarins. Bjarni Grímsson fiskimálastjóri sagði að aðilar hefðu haft með sér samstarf áður, félagið hefði tekið þátt í uppbyggingu námsefnis í sjáv- arútvegsdeild og háskólinn stutt út- gáfu fræðibókar sem nýkomin er út á vegum Fiskifélagsins. Þá hefði starfsmaður félagsins annast kennslu við deildina. Með samningnum er ein af elstu og ein af yngstu stofnunum í sjávar- útvegi að taka höndum saman í þeirri viðleitni að efla menntun og rannsóknir á sviði sjávarútvegs. Samningurinn felur m.a. í sér að Fiskifélagið og háskólinn taki upp samstarf til að efla kennslu og rann- sóknir í sjávarútvegsgreinum og þró- un námsefnis, einkum á sviði skipa- tækni. Þá mun félagið veita skólan- um sérfræðiaðstoð og ýmis gögn sem tengjast starfsemi félagsins á sviði hagskýrslugerðar um fiskveið- ar, svo og skipa- og veiðitæknisviði. Loks er gert ráð fyrir samstarfi um útgáfu fræðirita sem tengjast starf- semi stofnananna og stefnt að nám- skeiðshaldi og endurmenntun á sviði sjávarútvegs. „Þetta samstarf er hluti af þeirri þróun að reyna að tengjast sem best fagaðilum en með því fáum við að- gang að þekkingu sem til er í þessum stofnunum. Við erum í raun að nýta sem best þá þekkingu sem fyrir er í landinu,“ sagði Þorsteinn Gunnars- son, rektor Háskólans á Akureyri. Við undirritun samstarfssamn- ingsins var einnig kynnt ný bók sem út kom í gær en hún heitir Fiskleit- artækni - undirstaða, tækjaumfjöll- un, bergmálsmælingar. Fiskifélag Islands gefur bókina út með stuðn- ingi Háskólans á Akureyri en tækni- deild Fiskifélagsins og Fiskveiða- sjóður hafa haft umsjón með gerð hennar. Höfundar eru þrír; Stefán A. Kárason tæknifræðingur og Emil Ragnarsson verkfræðingur sem starfa hjá tæknideildinni og Páll Reynisson verkfræðingur sem starf- ar hjá Hafrannsóknastofnun. Bókin fjallar um undirstöðuatriði fiskleitartækja, ýmsar tækjagerðir til notkunar í fiskiskipum og notkun slíkra tækja til bergmálsmælinga. Bók um þetta efni kom fyrst út á vegum Fiskifélagsins undir heitinu Fiskleitartæki og notkun þeirra árið 1965 þannig að hér er á ferðinni annað framlag Fiskifélagsins til þessa mikilvæga sviðs fiskveiðanna. Bókin er 172 blaðsíður, prýdd fjölda skýringarmynda og ljósmynda. Morgunblaðið/Kristján ÞORSTEINN Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, og Bjarni Kr. Grimsson fiskimálasljóri undirrita samstarfssamninginn. EMIL Ragnarsson, verkfræðingur hjá Fiskifélaginu, afhenti Jóni Þórðarsyni, forstöðumanni sjávarútvegsdeildar, safn gagna um sjávarútveg í tilefni af samstarfi Háskólans og Fiskifélags- ins. A milli þeirra stendur Stefán Kárason tæknifræðingur FI. * Eyfirðingar á Hótel Islandi KARLAKÓR Akureyrar/Geysir, syngur nokkur létt lög, á Ey- firsku kvöldi á Hótel Isiandi í kvöld. Stjórnandi kórsins er Roar Kvam en undirleik annast Richard Simm. Eyfirskir hag- yrðingar kasta fram stökum og kveðast á af miklum móð, Leik- hússkvartettinn syngur við und- irleik Birgis Karlssonar, Kattadúettinn lætur í sér heyra, Michael J. Clarke syngur við undirleik Richard Simm og norð- lenskt jazztríó leikur fyrir mat- argesti. Kynnir verður leikarinn Þráinn Karlsson. Karlakór Ak- ureyrar/Geysir heldur svo tón- leika í Njarðvíkurkirkju á morg- un laugardag og í Borgarnes- kirkju á sunnudag. Chicony' Chicony NB7 DX4/100 - 8 MB minni I 525 MB diskur & 11.3" DualScan litaskjár gá Innbyggður hátalari K og hljóðnemi. h Innbyggð mús (Track point) m KYNNINGARVERÐ: Chlcony NB5 Chlcony 8665 DX4/100 - Crátóna skjár 8 MB minni - 340 MB diskur Hljóðkerfi SX/33 Crátóna skjár 4 MB minni -170 MB diskur I 4 9 . □ □ O g g . □ □ □ NÝHERJA búiðM' SKAFTAHLIÐ 24 SÍMI 569 7800 II okkar og gera FLEIRI að við séum með lægra verð en A (\ý\ r I FLESTIR hvað það er gaman til okkar! Hawaii matarstell úr postulíni Kaffibolll með undirskál Kr. 280,- Ábætisdiskur 280,- Matardiskur 24,5 cm 280,- AIHr fylgihlutir fáanlegir_______ Tréávextir frá kr. 140,- Trébakkar frá kr. 1.380,- Salt & Piparsett 1.220,- Magasih HúsgagnahöUinni Bíldshöfða 20-112 Reykjavík - Sími 587 1410 Postulínsfíil H:45cm 2.410,- Blómavasi H:25cm Kr 1.470,- | Kampavínskælir H:80cm | Kr 7.560,- Trekki trukkur *ÍZU,- i au l Hýkarl tuskudýr j Kr 420,- 790,-,- Opið á iaugardögum frá kl. 9-16 f Vlgtað3kg. | Kr 1.890,- 270,- 1.940,- 380,- Kokkur m/eldh.ahöld 440,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.