Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Skoðanakönnun vegna fyrirhugaðrar sameiningar sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum Meirihluti íbúanna vill sameiiiiiigu Skoðanakönnun Bæjarins besta á ísafirði: Suðureyrar- hreppur 1. Ertu hlynntur sameiningu sveitarfélaganna sex? Flateyrar- og Já Mosvaila- hreppar 53% 23% Nei / Óákveðnir 7% svöruðu ekki ísafirði - Meirihluti íbúa í sveitarfé- lögunum sex á norðanverðum Vest- fjörðum sem fyrirhugað er að sam- eina á vori komanda, vill að sveitarfé- lögin sameinist, samkvæmt skoðana- könnun sem gerð var á vegum blaðs- ins Bæjarins besta á Ísafírði um síð- ustu helgi. Kosið verður um samein- inguna 11. nóvember. I könnuninni var hringt í 324 ein- staklinga, sem svarar til 10% kjós- enda á svæðinu miðað við fjölda kjós- enda í sveitarstjórnarkosningunum á síðasta ári. Hringt var í réttum hlut- föllum miðað við fjölda kjósenda á hveijum stað og spurt fímm spurn- inga er varða sameiningu sveitarfé- laganna sex, þ.e. Þingeyrarhrepps, Mýrahrepps, Mosvallahrepps, Flat- eyrarhrepps, Suðureyrarhrepps og ísafjarðarkaupstaðar. Niðurstaða könnunarinnar var sú að meirihluti kjósenda er hlynntur sameiningu sveitarfélaganna, meirihlutinn telur einnig að sameinað sveitarfélag verði sterkara gagnvart ríkisvaldinu en fyrir sameiningu, meirihlutinn telur ennfremur að hið nýja sveitarfélag verði sterkara til að takast á við fjár- ^ málin og að atvinnulífið verði öflugra við sameininguna sem og að hið nýja sameinaða sveitarfélag verði fært um að veita betri félagslega þjónustu en gert er í dag í hvetju sveitarfélagi fyrir sig. Nær 70% vifja sameiningu Fyrsta spurningin sem lögð var fyrir væntanlega kjósendur var svo- hljóðandi: Eruð þér hlynnt/ur sam- einingu sveitarfélaganna sex? 171 eða 52,78% aðspurðra á svæðinu öllu sögðust vera hlynntir sameining- unni. 75 eða 23,15% aðspurðra vildu ekki sameiningu, 56 eða 17,28% sögðust enn vera óákveðnir og 22 eða 6,79% aðspurðra neituðu að svara spurningunni. Ef aðeins er tek- ið tillit til þeirra sein tóku afstöðu, þá vilja 69,51% íbúa á svæðinu sam- eina sveitarfélögin sex en 30,49% eru því mótfallnir. Spurning númer tvö í könnuninni var svohljóðandi: Teljið þér að nýtt sameinað sveitarfélag verði sterkara eða veikara gagnvart ríkisvaldinu en sveitarfélag þitt í dag? 209 aðspurðra eða 64,50% á svæð- inu öllu töldu að sameinað sveitarfé- lag yrði sterkara gagnvart ríkisvald- inu heldur en hvert sveitarfélaganna í dag, 38 eða 11,73% töldu að samein- að sveitarfélag yrði veikara gagnvart ríkisvaldinu, 55 eða 16,98% voru óákveðnir og 22 eða 6,79% neituðu að svara spumingunni. Ef aðeins er tekið tillit til þeirra sem tóku af- stöðu, þá telja 84,61% íbúa að hið nýja sameinaða sveitarfélag verði sterkara gagnvart ríkisvaldinu en aðeins 15,39% telja að það verði veik- ara gagnvart ríkisvaldinu. Sameinað sveitarfélag sterkara fjárhagslega í könnuninni var einnig spurt hvort viðkomandi teldi að nýtt sam- einað sveitarfélag yrði sterkara eða veikara til að takast á við fjármálin en sveitarfélag viðkomandi í dag. 164 eða 50,61% aðspurðra á svæð- inu öllu taldi að nýtt sameinað sveit- arfélag yrði sterkara til að takast á við fjármálin, 69 eða 21,30% töldu svo ekki vera, sami fjöldi var óákveð- inn og gat ekki svarað spumingunni og 22 eða 6,79% aðspurðra neituðu að svara spumingunni. Ef aðeins er tekið tillit til þeirra sem tóku afstöðu kemur í ljós að 70,38% aðspurðra telja að nýtt sameinað sveitarfélag verði sterkara til að takast á við fjár- málin en 29,62% telja svo ekki vera. Þá var spurt hvort viðkomandi teldi að atvinnulíf yrði öflugra í sam- einuðu sveitarfélagi en í því sem hann býr í nú. 155 eða 47,83% töldu að atvinnulífið yrði öflugra í samein- uðu sveitarfélagi, 86 eða 26,55% töldu svo ekki vera, 61 eða 18,83% voru óákveðnir og 22 eða 6,79% neit- uðu að svara spumingunni. Ef aðeins er tekið tillit til þeirra sem tóku af- stöðu, kemur í ljós að 64,31% að- spurðra telur að atvinnulífið verði öflugra í sameinuðu sveitarfélagi en 35,69% telja að svo verði ekki. Fimmta og síðasta spumingin sem lögð var fyrir kjósendur var svohljóð- andi: Teljið þér að sameinað sveitar- félag verði betur í stakk búið til að veita félagslega þjónustu en sveitar- féiag þitt í dag? 169 eða 52,16% aðspurðra töldu svo vera, 90 eða 27,78% vom á önd- verðum meiði, 43 eða 13,27% voru óákveðnir og 22 eða 6,79% neituðu að svara spumingunni. Ef aðeins er tekið tillit til þeirra sem tóku af- stöðu, kemur í ljós að 65,25% að- spurðra telja að nýtt sameinað sveit- arfélag verði betur i stakk búið til að veita félagslega þjónustu en gert er á hveijum stað í dag en 34,75% eru á öndverðum meiði. Ef litið er.nánar á svör í einstökum hreppum, kemur í ljós að Þingeyring- ar og íbúar í Mýrahreppi eru í mest- um vafa um hvort sameina eigi sveit- arfélögin sex. 38,88% aðspurðra í þessum tveimur hreppum töldu að sameina ætti sveitarfélögin sex, 30,56% vom á móti og 27,78% vom enn óákveðnir. Éf aðeins er tekið tillit til þeirra sem tóku afstöðu, þá virðist sem naumur meirihluti sé fyr- ir sameiningu í þessum tveimur hreppum, því 56% þeirra, sem tóku afstöðu, sögðu já við sameiningunni en 44% nei. 65% aðspurðra á Suðureyri vom hlynntir sameiningu sveitarfélag- anna sex, 10% vom því mótfallnir og 25% sögðust enn vera óákveðnir í afstöðu sinni. Ef aðeins er tekið tillit til þeirra sem tóku afstöðu, kem- ur í ljós að 86,66% Súgfirðinga vilja sameinast en 13,34% em á móti. ísfirðingar með sameiningu 120 eða 50,00% aðspurðra á ísafirði sögðust því fylgjandi að sveitarfélögin sex sameinuðust. 61 eða 25,42% voru á móti sameiningu, 38 eða 15,83% vora óákveðnir í af- stöðu sinni og 21 eða 8,75% neituðu að svara spumingu þess efnis. Ef aðeins er tekið tillit til þeirra sem tóku afstöðu, kemur í ljós að 66,29% ísfirðinga vilja sameiningu en 33,71% er því mótfallninn. Sömu sögu virðist vera að segja frá Flateyri og Mosvallahreppi, hvað varðar hug íbúanna til sameiningar sveitarfélaganna sex. 85,71% að- spurðra var meðmæltur sameiningu 3,58% vom því mótfallnir og 10,71% var enn óákveðinn í afstöðu sinni. Ef aðeins er tekið tillit til þeirra sem tóku afstöðu, kemur í ljós að 96% íbúa á Flateyri og í Mosvallahreppi vom hlynntir sameiningu en aðeins 4% ekki. h 1 í I I I t w » I Herdís Gísladóttir 100 áraí dag Morgunblaðið/Árni Helgason HERDIS Gísladóttir. Stykkishólmi - Herdís Gísladóttir, fyrmm ljósmóðir, Saurhóli í Dala- sýslu, er 100 ára í dag, föstudaginn 20. október, og svo ern að furðu sætir. Minnið er merkilega gott. Það er aðeins heyrnin sem farin er að dofna svolítið, en ágætt að ræða við hana. Fréttaritari heimsótti hana einn daginn í þessum mánuði, þar sem hún dvelur á Sjúkrahúsinu í Stykk- ishólmi og átti við hana samtal í til- efni þessara merku tímamóta. Hún er fædd að Bmnngili í Óspakseyrar- hreppi í Strandasýslu 20. október 1895 dóttir hjónanna Helgu Bjargar Þorsteinsdóttur og Gísla Jónssonar er þar bjuggu þá. „Þetta var afdalakot," segir Her- dís. „Þama fæddust þeim mömmu og pabba sjö böm auk mín og ég átti líka eina hálfsystur. Þarna ól- umst við upp öll saman, ég fór að vísu að bjarga mér strax og ég var tólf ára; fór til fólks í sveitinni og var f vinnu hálft árið. Ætli ég hafi ekki verið svona viðriðin sveitabúskap utan heimilis í þijú ár. Ég fékk ekki að fara í skóla í æsku, enda enginn skóli í minni sveit, en fékk svo að fara í farskóla í tvo mánuði fyrir fermingu, það var allt námið. Svo er það eftir fermingu að ég fer að Brekku í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu og er þar um tíma hjá Brynjólfi og móðursystur minni. Einhvern veginn fór það svo að ég fór til Reykjavíkur og lærði þar Ijósmóðurfræði og var hjá Þórdísi Carlqvist ljósmóður og Guðmundi Björnssyni landlækni. Kom þaðan útskrifuð og gegndi svo ljósmóður- starfi í sveitinni Bæjarhreppi og var meðal annars þá á Borðeyri um skeið. Ég hefi aldrei gifst, unað sjálf- stæðu lífi. Guð hefir gefið mér góða heilsu og má ég þakka fyrir það, Drottinn hefir aldrei bmgðist mér“. Hvað meira, spyr ég svona án þess athuga hvað ég væri að spyija um._ „Ég var ung að ámm í vinnu hing- að og þangað og meira að segja austur í Vík í Mýrdal. Ég eignaðist ekki börn en tók að mér systurson minn, Davíð Stefánsson. Ég man eftir mér tveggja ára, en það er nú bara sérstakt atvik. Éaðir minn var með mig úti í fjósi, þar sem skoðunar- menn vom að líta yfir gripina, en annar skoðunarmaðurinn var með stórt og svart skegg og ég varð hrædd við hann. Ég man betur eftir mér fimm ára. Þá byijaði ég að þekkja stafina og ég lærði gotnesku stafina og var iðin við og lærði þá að lesa, svo kenndi pabbi mér að lesa í Jónsbók, og hún varð mér umhugsunarefni. Hugvekjur vom alltaf lesnar og húslestrar, eins og þá var svo títt. Passíusálmarnir vom sungnir og lærði ég þá, þótt þeir séu ekki eins í minni mér nú og áður. Ég les alltaf bænimar mínar á kvöld- in“. Þú lest mikið? „Já, ég hefi alltaf verið mikil lestr- armanneskja, fróðleiksfýsain var strax svo mikil. Ég man margt af því enn sem ég las fyrir löngu. Það var ekki mikill bókakostur í sveit- inni. Það var líka fært frá, eins og þar stendur, og ég sat frammi á fjöll- um yfir ánum og þá vom nú fötin ekki eins skjólgóð og í dag og stund- um þegar votviðri var dugðu illa þær flíkur sem ég var í. Ég held að börn- in í dag eða unglingarnir myndu ekki hafa látið sér nægja slíkt. Nei, ég var ekki ein. Blessaður hundurinn var með mér og ég gat alltaf treyst honum. Þegar ég fór í hjásetumar þurfti ég að fara út í kvíar og mjólka æmar og eins þegar ég kom heim á kvöldin. Þetta var stundum erfitt, en þá var maður ungur og setti ekki allt fyrir sig, enda þekktist ekki annað en manni væri haldið að vinnu og var það tal- ið sjálfsagt. Ekki man ég til þess að við væmm hungmð, en oft hefði maður þegið meira í magann. Ég hefi aldrei verið nein peningamann- eskja, en það er nú samt svo að þeirra þarf með, en ég hefi alltaf haft nóg fyrir mig. Ég hefi haft gaman að því að geta rétt hjálparhönd, þegar þess hefir þurft, og þakkað guði mínum fyrir að hafa getað. Seinustu árin hefi ég átt heimilið á Saurhóli með Davíð mínum, en verið öðm hveiju á spítölum, bæði hér og í Borgamesi var ég þijá mán- uði, en oftast líður mér vel. Við Dav- íð keyptum saman jörðina Saurhól og ég á ennþá helminginn í henni." Hérna líður þér vel, sagði ég. ,„Já, eftir því sem hægt er, hér eru allir svo góðir við mig og mér þykir svo vænt um að hafa haft svona góða sjón um ævina, hún hefir bjarg- að mér. Ennþá get ég lesið gler- augnalaust og nóg er lestrarefnið í dag að una sér við, bókasafn meira að segja hér á sjúkrahúsinu. Sem betur fer klæði ég mig ennþá og hátta, en ég þarf á hjálp að halda við að fara í bað og sturtu, en þær em svo góðar stúlkumar sem annast mig hér. Ég hefi aldrei fundið fyrir ellinni, segir Herdís að lokum, ég man svo vel eftir frostavetrinum 1918 og snjóavetrinum 1920, þegar við þurft- um að moka okkur út úr húsunum og þá var nú erfitt, en allt fór þetta þó vel og hvað við urðum fegin þeg- ar byljirnir og frostin voru leyst af með vorþeynum sem andaði svo þýtt yfir byggðina. Já, ég hefi lifað góða og langa ævi, en nú er ég oft að biðja þess að ég fari að fá hvíldina, en meðan guð gefur mér þessa heilsu sem ég hefí er ekki hægt að kvarta. Það á margur bágara en ég þótt yngri sé og það er gott að vita ekki hvenær kallið kemur og oft hugsa ég til þess hvað faðirinn hefir verið mér góður, að láta menn ekki vita hvað sé framundan; ætli nokkur geti óskað þess?“ Ekki varð meira úr þessu litla samtali. Nú búa systurnar á sjúkra- húsinu og starfsfólkið sig undir að gera daginn hennar Herdísar sem hátíðlegastan og minnisverðastan, jafnvel þótt Herdísi þyki nóg um hvað mikið sé fyrir henni haft, eins og hún kallar það, en það verða margir sem senda Herdísi vinar- kveðjur í dag. t I I H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.