Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Sævar kaupir Kosta Boda HJÓNIN Sævar Jónsson og Helga Daníelsdóttir, eigendur Leonards í Kringlunni, hafa keypt verslunina Kosta Boda af Páli Kr. Pálssyni. Um er að ræða bæði rekstur og húsnæði Kosta Boda sem er við hlið Leonard- verslunarinnar á annarri hæð í Kringlunni. Minniháttar breytingar verða gerðar í fyrstu í Kosta Boda en fyrirhugað er að ráðast i frekari breytingar í byrjun næsta árs og bæta við nýjum umboðum, að sögn Sævars. Hann segir að verslunin muni áfram þjóna þeim sem hafi safnað munum frá ákveðnum framleiðendum. Fyr- irhugað sé að ráðast í tölvuvæð- ingu þannig að auð veldara verði að finna hvaða munum viðskipta- VIÐSKIPTI Morgunblaðið/RAX SÆVAR Jónsson og Helga Daníelsdóttir. vinir séu að safna. Vínáhuga- menn geti fengið sérstök vínglös sem hæfi hverju vini fyrir sig og lögð verði sérstök áhersla á úr- val brúðkaupsgjafa. Ekki er ráðgert að samtengja verslanirnar nema bakatil en Sævar segist sjá möguleika á ákveðinni hagræðingu í rekstri. „Ég get sameinað ferðir á sölu- sýningar og hagrætt í innkaup- um.“ Engar breytingar eru fyrir- hugaðar á rekstri Leonards sem hefur úr, skartgripi, töskur og fylgihluti á boðstólum. 1^1 I I M A L Þ I N G Srn tt m (i (J a /* rV i/ /i , -- Daxskrá: Skipulagsnefnd boðar til málþings um framtíö miðborgarinnar á Hótel Borg 21. október n.k. Tilgangurinn með málþinginu er að skapa umræðu um framtíðarmögu- leika í þróun miðborgarinnar , og um hlutverk hennar sem menningar- og þjónustumið- stöðvar landsins. Hinn þekkti danski arkitekt Jan Gehl flytur erindi á málþinginu um hvernig hægt er að skapa lifandi miðbæ. Dagskrá: Kl. 10.00 Setning: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri. 10.15 Skipulag Reykjavíkur og miðborgin, Bjarni Reynarsson, aðstoðarforstöðum. Borgarskipulags. 10.30 Gildi þess að hafa framtíðarsýn, Þórður S. Óskarsson, vinnusálfræðingur. 10.50 Hlutverk húsverndar í þróun og uppbyggingu miðborgarinnar, Guðrún Jónsdóttir og Ögmundur Skarphéðinsson, arkitektar. 11.10 Sóknarfæri í atvinnulífi miðborgarinnar, Baldvin Jónsson, verkefnisstjóri Bændasamtaka íslands. 11.30 Reykjavík sem menningarborg, hlutverk miðborgarinnar, Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Sjávarútvegsst. H.í. 11.50 Líf í miðbænum, Dagur Eggertsson, læknanemi og Sigþrúður Gunnarsdóttir, háskólanemi. 12.10 Fyrirspurnir. 12.30 Hádegisverður. 13.30 Miðborgir í Bretlandi - svipmyndir frá ferð skipulagsnefndar 9.-19. sept. s.l., Ágústa Sveinbjörnsdóttir, arkitekt, Borgarskipulagi. 13.45 Að skapa lifandi miðbæ, Jan Gehl, arkitekt. 14.45 Fyrirspurnir og umræður. 15.15 Samantekt, Guðrún Ágústsdóttir, forseti borgarstjórnar. 15.30 Fundarslit. Lækkanir á flutningsgjöldum í stórflutningum erlendis Eiga ekkert skylt við flutninga hér LÆKKANIR á flutningsgjöldum í stórflutningum á helstu flutnings- leiðum heimsins undanfarna mánuði hafa engin áhrif hér á landi. Þessir flutningar eiga ekkert skylt við starfsemi íslensku skipafélaganna sem stunda einkum gámaflutninga innan Evrópu, skv. upplýsingum frá Eimskip. Eins og kom fram á viðskiptasíðu sl. þriðjudag hafa gjöld fyrir flutn- inga á kolum, stáli og korni lækkað verulega frá því í sumar vegna minnkandi eftirspurnar og aukins framboðs á flutningarými. Nemur lækkunin á svonefndri Baitic Freig- ht-vísitölu, sem mælir flutningsgjöid á helstu Atlantshafs- og Kyrrahafs- leiðum í stórflutningum, meira en 17% frá 25. ágúst og frá því í maí nemur lækkunin _um 25%. Guðmundur Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Nesskipa, sem annast stórflutninga erlendis t.d. með kol og korn, segir að flutningsgjöld hafi haldist stöðug undanfarið hjá félag- inu samfara góðri eftirspurn. Ekki hafi orðið vart við neina breytingu þar á. Hann bendir hins vegar á að flutn- ingsgjöld á stærri stórflutningaskip- um hafi hækkað mjög mikið á síð- asta ári eða um 70-80% og náð sögu- legu hámarki í ár. Þessi mikla hækk- mn sé nú aðeins að hluta til að ganga til baka. Breytingar á vísitölu byggingarkostnaðar frá 1993 15% 10% Umreiknaðar til árshækkunar m.v. hækkun vísitölunnar: Síöustu 3 mánuði og síðustu 12 mánuði -5% JFMAMJJÁSOND 1 993 J FMAMJ JÁ SOND J FMAMJ JÁSO 1 994 1 995 USAir loks með hagnað New York. Reuter. USAir flugfélagið skilaði hagnaði á þriðja ársfjórðungi í fyrsta skipti í sjö ár og hagnaður móðurfyrir- tækis American Airlines jókst um 13% á fjórðungnum. Hagnaður USAir Group nam 43.1 milljón dollara, eða 35 sentum á hlutabréf. Félagið tapaði 180 milljónum dollara á þriðja ársfjórð- ungi 1994. USAir hefur átt í undirbúning- sviðræðum um sameiningu við United Airlines og American Airli- nes, stærsta flugfélag Bandaríkj- anna. Nettótekjur móðurfyrirtækis American Áirlines í Dallas, AMR Corp., jukust um 12,7% á ársfjórð- ungnum í 231 milljón dollara, eða 2,96 dollara á hlutabréf. Nokia eykur hagnað Helsinki. Reuter. FINNSKA fjarskiptafyrirtækið Nokia Oy jók hagnað sinn á fyrstu átta mánuðum ársins í 3.6 milljarða finnskra marka (843.1 milljón doll- ara) úr 2.3 milljörðum marka (538.6 milljónum dollara). Heildarsala jókst í 22.94 milljarða marka (5.37 milljarða dollara) úr 18.19 milljörðum marka (4.26 millj- örðum dollara). Sala fjarskiptadeild- ar jókst um 51% og farsímasala jókst um 59%. Sérfræðingar höfðu spáð 3.53-3.98 milljarða marka hagnaði. „Trú okkar á auknum langtímasölumöguleikum hefur eflzt,“ sagði Nokia í tilkynningu, en varaði við aukinni samkeppni. Einkum var átt við óvissu á banda- rískum farsímamarkaði og evrópsk- um sjónvarpsmarkaði. Víðtækasti samruni bandarískra banka Wells Fargo býður 11 milljarða dala í Interstate Los Angeles. Reuter. WELLS FARGO & Co. hefur gert óumbeðið tilboð upp á tæplega 11 milljarða dollara í keppinautinn First Interstate Bancorp í Kalifor- níu. Fyrirhugaður samruni verður sá mesti sem um getur í Bandaríkjun- um, ef af verður, og skyggir á sameiningu Chase Manhattan og Chemical Banking í ágúst. Samein- aður banki Wells Fargo og First Interstate verður sá áttundi stærsti í Bandaríkjunum og hrein eign hans rúmlega 106 milljarðar doll- ara. Lengi hefur verið talið að Wells taki við rekstri First Interstate. Fréttin um hið óumbeðna tilboð kom þó flatt upp á stjórnarformann First Interstates, William Siart. Siart kvað óumbeðið tilboð Wells Fargos valda sér „miklum von- brigðum“. Um leið viðurkenndi hann að First Interstate hefði kannað leiðir til samvinnu við ýmsa aðila, þar á meðal Wells Fargo Fjárfestar fögnuðu fréttinni og hlutabréf í bönkunum hækkuðu í verði. Hlutabréf í Wells Fargo hækkuðu um 7% í 229 dollara, en í First Interstate um 32% í 140,25 dollara í kauphöllinni í New York.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.