Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Borís Jeltsín, forseti Rússlands, á blaðamannafundi í Moskvu í gær Kozyrev verður vikið frá sem utanríkisráðherra Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, sagði í gær, að Andrei Kozyrev utanríkisráðherra yrði látinn víkja strax og eftirmaður hans hefði fundist. Þá sagði hann, að Rússar myndu ekki líða, að Atlantshafs- bandalagið, NATO, kæmi kjam- orkuvopnum fyrir í ríkjum Austur- Evrópu ef þau gengju í bandalagið. Jeltsín lýsti þessu yfir á frétta- mannafundi í gær. Þegar hann var spurður hvort það væri vandamál að finna eftirmann Kozyrevs játti hann því. „Hann mun gegna starf- inu áfram enn um hríð en ákvörðun mín mun standa," sagði hann. Skotspónn þjóðernissinna Rússneska þingið hefur krafíst þess, að Kozyrev verði rekinn og Jeltsín sagði, að honum hefði ekki tekist að móta utanríkisstefnuna í samráði við önnur ráðuneyti. Það eru einkum þjóðernissinnar á þingi, sem amast við Kozyrev og saka hann um undirgefni við Vesturlönd, einkum í Bosníu. Jeltsín minnti hins vegar á, að það hefði tekið hann þrjá mánuði að finna góðan mann í embætti ríkissaksóknara. Kozyrev hefur starfað lengst allra ráðherra í rússnesku ríkis- stjórninni eða frá því í október 1990, áður en Sovétríkin hrundu. Hann talar ensku reiprennandi og átti mikinn þátt í samningum stór- veldanna um fækkun kjamorku- Segir Rússa ekki munu sætta sig við kjarnorkuvopn í A-Evrópu JELTSÍN kom ritara sínum dálítið á óvart þegar hann kom til blaðamannafundarins í gær eins og hér má sjá. Potaði hann í bakið á konunni og raunar annarri konu líka og virtist ekki hafa neinar áhyggjur af sjónvarpsvélunum, jafnt erlendra sem innlendra fréttastöðva. Þegar aðstoðarmenn hans voru spurðir um atvikið sögðust þeir ekki hafa tekið eftir neinu. vopna og í því að auka tengsl Rússa við Sameinuðu þjóðirnar, Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn og sjö ríkja hóp helstu iðnríkja heims. Til fundar við Clinton Jeltsín, sem er á förum til Frakk- lands og Bandaríkjanna, sagði Rússa aldrei mundu sætta sig við, að NATO kæmi fyrir kjarnorku- vopnum í Austur-Evrópu en kvaðst sannfærður um, að málið yrði leyst á fundi sínum með Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, á mánudag. Jeltsín lagði áherslu á, að hann vildi ekki, að þetta mál yrði til að spilla samskiptum Rússa og Banda- ríkjamanna. NATO áskilur sér hins vegar rétt til að senda herafla og kjarnorkuvopn til þeirra ríkja, sem hugsanlega eiga eftir að fá aðild. „Viðeigandi" ráðstafanir Jeltsín kvaðst vilja koma upp evrópsku öryggiskerfi, sem gerði stækkun NATO óþarfa og einnig kjarnavopn í Mið- og Austur-Evr- ópu. Ella væri hætta á nýju köldu stríði og skiptingu álfunnar í tvær fylkingar. „Eftir allt, sem á undan er gengið, má ekki láta það gerast, að samstarf Bandaríkjanna og Rússlands fari út um þúfur,“ sagði Jeltsín en bætti við, að yrði kjam- orkuvopnum komið fyrir nálægt Rússlandi, neyddust Rússar til að grípa til „viðeigandi" ráðstafana. Mótmæli í Úkraínu FÉLAGAR í stéttarfélögum í Úkraínu efndu í gær til stærstu mótmæla, sem haldin hafa verið í Kiev á þessu ári. Mörg þúsund manns söfnuðust saman víðs veg- ar um landið til að mótmæla áætl- un ríkissljómarinnar um umbæt- ur í markaðsmálum og krefjast þess að endi verði bundinn á það að fólk sé ráðið til vinnu nokkra daga í senn. Mánaðarlaun í Úkra- ínu em rúmlega þijú þúsund krónur. I september mótmæltu eftirlaunaþegar, sem aðeins fá rúmlega 1500 krónur á mánuði, og sögðust ekki geta dregið fram lífið á þeirri upphæð. Margir þeirra, sem mótmæltu í gær, sögð- ust aðeins hafa atvinnu tvo til þijá daga í viku og ekki hafa efni á að kaupa sér brýnustu nauðsynj- ar. Myndin var tekin fyrir utan stjórnarskrifstofurnar í Kiev, þar sem fimm þúsund manns söfnuð- ust saman. Reuter Frönsk stjórnvold sæta gagnrýni alsírskra stjórnarandstöðuflokka Sögð styðja sýnd- arlýðræði“ í Alsír París. Reuter. LEIÐTOGAR tveggja staerstu stjóm- arandstöðuflokka Alsírs, sem ekki stefna að stofnun íslamsks ríkis, tóku í gær undir með íslömskum bókstafs- trúarmönnum og gagnrýndu frönsku stjómina fyrir að taka afstöðu með herforingjastjóminni í Norður-Afríku- ríkinu. Þeir sökuðu Jacques Chirac, forseta Frakklands, um að leggja blessun sína yfir fyrirhugaðar forseta- kosningar í Alsír, sem þeir lýsa sem blekkingu. Franska lögreglan varaði við því í gær að íslamskir ofsatrúar- menn frá Alsír gætu staðið fyrir fleiri sprengjutilræðum í París á næstunni. Abdelhamid Brahimi, fyrrverandi forsætisráðherra Alsírs, sagði í við- tali við franska dagblaðið Le Figaro að alsírskar öryggissveitir kynnu að vera að ráðskast með hóp alsírskra hermdarverkamanna, GIA, sem hefur gengist við sprengjutilræðunum í París. „í Alsír hafa liðsmenn öryggis- sveita viilt á sér heimildir og gengið í nokkra fámenna hópa sem beijast gegn stjórninni," sagði Brahimi, sem var forsætisráðherra í stjóm Þjóð- fylkingarinnar (FLN) í Alsír árið 1984 og býr nú í útlegð í London. „Við höfum sannanir fyrir því að þeir stuðluðu þar að frændvígum. Ég útiloka alls ekki þann möguleika að öryggissveitirnar hafi staðið fyrir tilræðunum í Frakklandi." Kosningarnar „blekking" Talið er öruggt að Liamine Zerou- al, leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Alsír, beri sigur úr býtum í forseta- kosningunum sem fara fram 16. næsta mánaðar. Stjómarandstöðu- flokkarnir sniðganga kosningamar og lýsa þeim sem blekkingu. Moustapha Bouhadef, leiðtogi Sósíalísku fylkingarinnar (FFS), sagði í viðtali við dagblaðið La Croix að aðeins væri hægt að túlka fyrir- hugaðan fund Chiracs með Zeroual, leiðtoga herforingjastjómarinnar, í New York í næstu viku sem „stuðn- ing við stjómina og mannréttinda- brot og spillingu hennar'1. Abdel- hamid Mehri, leiðtogi Þjóðfylkingar- innar, sagði við Liberation að fundur- inn sýndi að Frakkar stvddu „sýndar- lýðræði og kosningar sem ekki eru frjálsar". Þreyta meðal lögreglumanna Ákveðið var í gær að senda hund- ruð lögreglumanna til viðbótar til að halda uppi öryggisgæslu við lesta- stöðvar í París. Nokkrum inngöngum neðanjarðarlestastöðva var lokað meðan reyndar voru nýjar leiðir til að efla öryggisgæsluna. Jean-Louis Debre innanríkisráð- herra ræddi við forystumenn stétt- arfélags lögreglumannanna, sem hafa verið undir miklu álagi vegna viðbúnaðarins síðustu tvo mánuði og verið á vakt alla daga. Talsmenn lögreglunnar sögðust svartsýnir á að tilræðismennimir fyndust og óttuðust að ný alda sprengjutilræða vofði yfír. Ætla að steypa Gaddafi ÁÐUR óþekkt múslimahreyf- ing í Líbýu kvaðst í gær hafa stuðlað að ólgu í landinu fyrr á árinu og barist gegn Mu- ammar Gaddafí, leiðtoga landsins. Hreyfíngin er nefnd „Baráttuhópur íslams í Líbýu" og hún segir það skyldu allra múslima í landinu að steypa Gaddafí af stóli og stofna ísl- amskt ríki. Talið er að Gadd- afí hafí kennt palestínskum flóttamönnum um ólguna og það sé ástæða þess að hann vísaði Palestínumönnum úr landi fyrir nokkrum vikum. Flugmönnum rænt í Bosníu? HAFT hefur verið eftir Rado- van Karadzic, leiðtoga Bosníu- Serba, að tveimur frönskum flugmönnum hefði verið rænt úr sjúkrahúsi. Franskir emb- ættismenn sögðu í gær að Herve de Charette, utanríkis- ráðherra Frakklands, tryði ekki þessari „fáránlegu" stað- hæfíngu og myndi ekki líða það að Serbar vikju sér undan ábyrgð á lífí flugmannanna. Þeir voru teknir til fanga eftir að flugvél þeirra var skotin niður á serbnesku yfírráða- svæði í Bosníu. „Flugmennirnir eru ef til vill dánir og Karadzic gæti verið að hylma yfír það,“ sagði franskur embættismaður. Boutros-Ghali óánægður BOUTROS Boutros-Ghali, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, gagnrýndi í gær þau aðildarríki samtakanna sem ekki hafa staðið í skilum við þau. „Hvemig geta Sameinuðu þjóðirnar aðhafst nokkuð ef aðildarríkin greiða ekki fram- lögin? Þau skulda okkur núna 3,27 milljarða dala [212 millj- arða króna].“ Fjöldamorð- ingi næst LÖGREGLAN í Suður-Afríku kvaðst í gær hafa handtekið 31 árs gamlan mann sem grunaður er um að hafa myrt að minnsta kosti 40 konur. Tveir óeinkennisklæddir lög- reglumenn særðu manninn þegar þeir króuðu hann af í húsasundi í einu af fátækra- hverfum Jóhannesarborgar. Maðurinn nauðgaði konunum og kyrkti þær síðan með nær- fötum þeirra. Eru hleranir tiltökumál? JAPANSKT dagblað hafði í gær eftir Morihori Hosokawa, fyrrverandi fjármálaráðherra Japans, að taka bæri fréttum um að bandaríska leyniþjón- ustan hefði hlerað síma sendi- manns hans með jafnaðargeði. „Við fögnum þessu ekki, en mörg ríki beita öllum ráðum til að vernda hagsmuni sína og menn verða því að vera varkárir," sagði Hosokawa og taldi ekki að hleranimar hefðu haft áhrif á niðurstöðu samn- ingaviðræðnanna um aðgang bandarískra bílaframleiðenda að japanska markaðnum. I-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.