Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 23 ERLENT Reuter Vilja Bandaríkjaher á brott Leiðtogi „Þjóðar íslams44 boðar þátttöku í kosningum Stefnir að „þriðja stjómmálaaflinu“ Washington. Reuter, The Daily Telegraph. Friðarverðlauna- hafi Nóbels Engin hamingju- ósk frá Major London. Reuter JOSEPH Rotblat, sem fékk friðarverðlaun Nóbels í síðustu viku, kvaðst í gær vera undr- andi á því að breska stjórnin hefði ekki óskað honum til ham- ingju með upp- hefðina. Rotblat, sem er fæddur í Pól- landi en hefur verið breskur þegn frá árinu 1946, sagði, að sér fyndist það meira en lítið skrítið, að hann hefði fengið hamingju- óskir frá stjórnvöldum í mörgum löndum, Póllandi, Japan, Þýska- landi og jafnvel Frakklandi en ekki frá ríkisstjórn John Majors. „Ætla mætti, að þegar breskur þegn fær Nóbelsverðlaun, þá megi hann eiga von á einhvers konar árnaðaróskum frá ríkis- stjórninni," sagði Rotblat, „en það getur vel verið, að hún sé ekki sammála skoðun minni á kjarnorkuvopnum. Nóbelsverð- laun eru samt sem áður ekki daglegt brauð.“ Talsmaður á skrifstofu Majors vildi ekkert um málið segja. OKINAWABÚAR halda á mót- mælaspjöldum í hellirigningu í gær þar sem þess er krafist að 25.000 manna lið Bandaríkja- manna í flugstöð þeirra á jap- önsku eyjunni hafi sig á brott. Boðaðar hafa verið víðtækar mótmælaaðgerðir á morgun, laugardag. Þrír bandarískir her- menn eru taldir hafa nauðgað ungri stúlku á Okinawa fyrir nokkru og hefur atburðurinn orðið til að auka mjög andúð fólks á flugstöðinni. Háttsettur embættismaður í japanska varnarmálaráðuneyt- inu, Noboru Hoshuyama, sagði af sér í gær en áður hafði maður- inn sagt það „heimskulegt“ af Tomiichi Murayama forsætis- ráðherra að taka ekki strax ráðin af landstjóra Okinawa og leyfa að land yrði tekið eign- arnámi á Okinawa til að útvega aukið rými fyrir flugstöð- ina. Landsljórinn, Masahide Ota, hefur neitað að undirrita samn- ing um frekari veru herliðsins bandaríska. Hoshuyama baðst afsökunar á ummælum sínum en þau voru talin geta aukið enn reiði Okinawabúa í garð stjórn- valda í Tókýó. LOUIS Farrakhan, leiðtogi „Þjóðar íslams", segir að blökkumanna- hreyfingin ætli að taka þátt 5 for- setakosningunum á næsta ári og verða „þriðja stjórnmálaaflið" í Bandaríkjunum. Farrakhan stóð fyrir „Milljón manna göngunni" í Washington á mánudag og segir „Þjóð íslams“ ætla að fyigja henni eftir með því að hasla sér völl í stjórnmálunum. Hann hyggst fá milljónir óánægðra blökkumanna á kjörskrá og tryggja sér atkvæði þeirra í kosningunum. „Þannig ætlum við að mynda þriðja stjórnmálaaflið, frekar en þriðja flokkinn, sem á eftir að taka fylgi frá demókrötum, repúblikön- um og óháðum og við munum starfa saman,“ sagði Farrakhan á blaða- mannafundi á miðvikudag. „Við verðum trúir stefnu sem hefur hagsmuni þjóðar okkar að leiðar- ljósi, þeirra sem eru fátækir og varnarlausir." Blökkumannaleiðtoginn kvaðst ekki sækjast eftir pólitísku embætti fyrir sjálfan sig. Hann sagðist vilja starfa með öðrum hreyfingum blökkumanna til að móta pólitíska stefnu sem kæmi blökkumönnum og fátæku fólki til góða. Clinton hafnar samstarfi Farrakhan sagðist ætla að virkja óánægða blökkumenn og gera þá að afli í forsetakosningunum. í undanförnum kosningum hafa langflestir kjósendur úr röðum blökkumanna kosið frambjóðendur demókrata og Farrakhan sagði að demókrataflokkurinn gæti ekki lengur gengið að stuðningi þeirra vísum. Mike McCurry, fréttafulltrúi Bandaríkjaforseta, fagnaði því markmiði Farrakhans að fjölga blökkumönnum á kjörskrá. Að- spurður kvað hann hins vegar ekki koma til greina að Bill Clinton for- seti hæfi samstarf við „Þjóð ísl- ams“. e Málshöfðun undirbúin Farrakhan er að undirbúa máls- höfðun á hendur lögreglunni í Washington til að sanna að hún hafi af ásettu ráði vanáætlað fjölda þeirra sem tóku þátt í „milljón manna göngunni". Farrakhan seg- ir að rúm milljón manna hafi tekið þátt í göngunni en lögreglan áætl- ar að þátttakendurnir hafi verið um 450.000. Sé mat lögreglunnar rétt er þetta 11. fjölmennasti úti- fundurinn í sögu Washingtonborg- ar. Lögreglan segist byggja áætlun sína á myndum, sem teknar voru úr þyrlum, og upplýsingum um fjölda lesta- og strætisvagnafar- þega á fundarstaðinn. Farrakhan telur hins vegar mat lögreglunnar einkum byggjast á kynþáttahatri. Hjálpum Kiwanishreyfingunni að hjálpa börnum sem eiga um sárt að binda vegna geörænna vandamála. Kaupum K-lykilinn til styrktar gebsjúkum 19.-21. október. Einnig er tekib á móti framlögum í síma 588 2700 Söfnunarfénu er ab þessu sinni varið til kaupa á íbúb nálægt Barna- og unglingageðdeild Landsspítala íslands við Dalbraut í Reykjavík, fyrir foreldra sem taka þátt í meðferð barna sinna. Það sem safnast umfram íbúðarverðið fer til tveggja verndaöra vinnustaða á landsbyggbinni: Réttargeð- deildarinnar að Sogni og Plastiðjunnar Bjargs á Akureyri. HYunoni 'WÍSj Bifrciðar & Landbúnaðarvélar Ármúla 13* 568 1200 Söludeild; l»cin Ifna: 3 12 36 feBf Oryrkjabandalag Islands SÆLGÆTISGERÐIN c^/índa BÆJARHRAUNI 24 • 220 HAFNARFIRÐI SÍMAR 555 3466 « 555 3467 SILD OG FISKUR DALSHRAUNI 9B r* HAFNARFIRÐI ii SÍMI 555 4488 Kentuck\r íned Chicken Hjallahrauni 15 • 220 Hafnarfiröi SMIÐJUVEGI 6 • SÍMI 554 4444 HJALLAHRAUNI 13 • SÍMI 565 2525 HRINGBRAUT 119 • SÍMI 562 9292 Þ roskahjálp VND HVETJUM LANDSMENN TIL AÐ TAKA VEL Á MÓTI KIWANISMÖNNUM Vesturland/Vestfirðir Akraness Apótek Haraldur Böðvarsson hf. Hvalfjarðarstrandarhreppur Innri-Akranesshreppur Leirár- og Melahreppur Verkalýðsfélag Akraness Verslunarmannafélag Akraness Vélsmiðja Ólafs R. Guðjónssonar Ægir hf, útgerð Andakílshreppur Alftahreppur Eðalfiskur hf. Hreðavatnsskáli Magnús Þorgrímsson, sálfræðingur Skorradalshreppur Sparisjóður Mýrasýslu Vímet hf. Hvítársíðuhreppur Sæfell hf Dalabúð Ásafell hf. Brúamesti, íshúsfélag ísfirðinga hf. Kaupfélag ísfirðinga Sparisióður Bolungarvíkur Frosti hf. Sparisjóður Súðavíkur Eyrasparisjóður Patreksapótek Verkalýðsfélag Patreksfjarðar Vesturoyggð Mýrahreppur Sparisjóður Strandamanna Verkalýðsfélag Hólmavíkur Ámeshreppur Norðurland Engihlíðarhreppur Samstaða, skrifstofa verkalýðsfélaga Verkalýðsfélag A-Húnvetninga Skagstrendingur hf, Kaupfélag Skagfiröinga Skefilsstaðahreppur Leifsbakarí Siglufjarðarkaupstaður Sparisjóður Siglufjarðar Amameshreppur Bílaleiga Akureyrar Bílasmiðjan Akureyri Bílós hf, bifreiðaverkstæði Borgarbíó Eyjafjarðarsveit Flutninqamiðstöð Norðurlands ehf. Frakt sf. Kjamafæði sf. Lögmannsstofa Akureyrar hf. Sjallinn SJS verktakar hf. Sparisjóður Akureyrar Sporthúsiö Tölvufræðslan Akureyri hf. Vaxtarræktin Akureyri Sparisjóður Höfðhverfinga Dalvíkurbær Svarfaöardalshreppur Heilsugæslustöðin Hombrekka Ólafsfjarðarkaupstaður Sjómannaff lag Ólafsfjarðar Vélsmiðja Ólafsfjarðar Baktus hf. Búnaðarsamband S-Þingeyinga Húsavíkurkaupstaður Langanes hf. Norðurvík hf. Sjúkrahúsið Húsavík Sparisjóður Suður-Þingeyinga Verkalýðsfélag Prestholahrepps Raufarhafnarhreppur Austurland Verkalýðsfélag Vopnafjaröar Hjaltastaðaþinghá Hótel Valaskjálf Innrömmun og speglagerð Verkalýðsfélag Fljótsdalshéraðs Verslunarmannafélag Austurlands Fram, verkamannafelag Mjóafjarðarhreppur Reyðarfjarðarhreppur Friðþjófur hf. Sæberg hf. Síldarvinnslan hf. Búri hf. Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga Breiðdalsnreppur Jökull, verkalýðsfélag Hofshreppur Suðurland Biskupstungnahreppur Bílasprautun Selfoss G. Palmi Kragh, vinnuvólar Gnúpverjahreppur Hópferðabílar Guðmundar Tyrfingssonar Kaupfélag Ámesinga Trésmiðja Steinars Ámasonar Viðar Magnússon Þór, verkalýðsfélag Ferðaþjónusta Suðurlands Heilsustofnun NLFÍ Vinnuvélar A. Michelsen sf. Auöbjörg hf. Gísli Jónsson Hafnarnes hf. ölfushreppur Stokkseyrarhreppur Laugardalshreppur Rangárapótek Prjónaver hf Vestur-Landeyjahreppur Eyjabúð Jón Hjaltason hri. Vestmannaeyjabær (slenskur markaður hf. Bláa lónið hf. Fiskimjöl og lýsi hf. Fiskverkunm Vökvatengi, verkstæöi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.