Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Ognir undirdjúpanna TÓNLIST Ilafnarborg PÍANÓTÓNLEIKAR Verk eftir Jórunni Viðar, Debussy, Mozart og Liszt. Valgerður Andrés- dóttir, pianó. Hafnarborg, miðviku- daginn 18. okt. KONUR þykjast í dag hafa verið afskiptar í listum fram á vpra tíma. Vel má það vera. En gleymast vill stundum, að í píanóbókmenntum var stærsti „markaðurinn“, ef svo má að orði komast, miðaður við þær sem heima sátu — konumar. Ekki kannski stærstu og kröfuhörðustu píanósnötumar, en hinn mikli meiri- hluti framleiðslunnar — ballöður, barkarollur, etýður o. s. frv. - var gagngert saminn með hliðsjón af þörfum músísérandi dætra og eigin- kvenna góðborgaranna. Og er e.t.v. enn. Það er því nánast (hljóm-)borð- leggjandi, að smekkur kvenna hefur haft mótandi áhrif á ríkjandi heföir í klassísk-rómantískri tónsköpun fyrir píanó, þrátt fyrir að yfir 90% væru samin af körlum — sem þurftu eins og aðrir að hafa í sig og á, hvað sem frægð handan grafar leið. Þetta kom upp í hugann, þegar skoðuð var dagskrá Valgerðar Andrésdóttur á tónleikum hennar í menningarmiðstöðinni Hafnarborg á miðvikudagskvöldið var. Með hæfilegum ýkjum og fordómum hefði vel mátt slá því fram, að verk- efnavalið væri dæmigert fyrir kven- legan smekk. En slíkir fordómar tilheyra fortíðinni (nýir og ferskir hafa leyst þá gömlu af hólmi), og markverðar undantekningar gerðu enda vart við sig þegar með Hug- leiðingum Jórunnar Viðar um fimm gamlar stemmur, þar sem allar karl- rembufullyrðingar um hrynleysi kvenna féllu um sjálfar sig. Meðferð Jórunnar á íslenzka þjóðlagaefninu er nefnilega mótuð af mikilli tilfmn- ingu fyrir margræðri hrynjandi; smekkleg og innblásin í látleysi sínu. Valgerður lék stemmurnar með Ijóð- rsénni snerpu, og var þetta verk, ásamt sónötu Mozarts í D-dúr K 576 eftir hlé, í mínum huga eftir- minnilegasta framlag kvöldsins. .Valgerður lék hina mikilúðlegu Prelúdíu nr. 10,1 eftir Debussy (Kaf- færðu dómkirkjuna) af viðeigandi tign, en allt að því ógnvekjandi, svo minnti á köfun Kevins Costners nið- ur að dimmum rústum sokkinnar stórborgar í Waterworld. Öllu bjart- ara var yfir Etýðu sama höfundar, „Pour les arpeges composées", en í báðum verkum dró lífleg heyrð Hafnarborgarsalarins nokkuð úr skýrleika, samfara full mikilli pedal- notkun, sem hefði verið hæfileg í þurrari akústík. Einnig dró svolítið úr ánægju undirritaðs óþarfleg vök- urð Valgerðar í tempóbreytingum og dýnamík, sem gerði að verkum, að Debussy „sat“ ekki alveg eins vel og hann hefði ella setið; atriði sem kom enn gerr fram í Ballöðum Chopins þar á eftir, Op. 47 í As-dúr og Op. 23 í g-moll, en það er smekksatriði og virðist því miður vera það sem þykir gilda hjá Chop- in í dag. í stað þess að byggja upp heildarstrúktúr, virðast flestir pían- istar heillast meir af hinu impróvís- erandi, flögrandi tilfmningayfir- bragði verkanna, sem í versta falli getur komið út líkt og tónsköpun- inni hafi verið hespað af í flýti. En ljóst var þó, að Valgerður hefur góða tækni og góðan tón. Margt var mjög vel gert, fjarska fátt var um feilnótur, og músíkin söng fallega þar sem það átti við. í Mozart fór píanóleikarinn á kost- um, utan hvað strettókaflar 1. þátt- ar runnu dálítið saman og gætti nokkurrar flýtingartilhneigingar á sterkum stöðum. Ekki skorti fitonskraftinn í helj- arleiðslu Liszts að leikslokum, Apres une Lecture de Dante, þar sem allt er undirlagt sinfónískri útfærslu fyrir hljómborð; verki sem slær hlustandann meir fyrir handagang og átök en innri tilhöfðun, þrátt fyrir tvo hægláta hvíldarkafla í svanavatnsanda. Sem aukalag lék Valgerður hið Beethoven-skotna Impromptu Op. 142 nr. 2 í As-dúr eftir .Schubert mjög fallega, utan hvað hún átti til að klípa ögn aftan úr töktum á hend- ingamótum. Verður sá „asi“ að telj- ast næsta óskiljanlegur hjá jafn- þroskuðum og tæknilegum píanista. Ríkarður Ö. Pálsson ------♦--------- Litabókinni að ljúka UM helgina lýkur sýningu Þorsteins J. á Litabókinni í Galleríi Úmbru. Litabókin er safn 23 ljóða sem sett eru fram á mismunandi hátt á sýn- ingunni. Síður úr Litabókinni eru til sýnis á veggjunum, „sándtrakk" af henni leikið í hátölurum og til sölu eru eintök af Litabókinni. Þor- steinn handskrifaði þau í 100 tölu- settum eintökum. Sýningin er opin frá kl. 14-18, í dag, á morgun og á sunnudag. Notaiegt og nytsamíegtt fá<;t ... _ ■ '....v •..r.. * fást að sjálfsögðu hjá okkur. Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • Sími 562 Ht Mmjmm : ; v I mm FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 25 \l I y i I M fi A D
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.