Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MENNTUN Kvikmyndahátíð í Regnboganum _ Morgunblaðið/Sverrir I GÆR komu aðalleikarar myndarinnar 79 af stöðinni, þau Gunn- ar Eyjólfsson, Kristbjörg Kjeld og Róbert Arnfinnsson, saman á Hótel Borg ásamt Indriða G. Þorsteinssyni rithöfundi og Bryn- dísi Schram, forstöðumanni Kvikmyndasjóðs íslands. 79 af stöð- inni aftur í bíó í ÁR er haldið hátíðlegt 100 ára afmæli kvikmyndarinnar í Evrópu. Að sögn Bryndísar Schram, forstöðu- manns Kvikmyndasjóðs, var farið fram á að ísland gerði eitthvað af þessu tilefni og styrkur fékkst frá Evrópuráðinu, sem stendur að þess- um hátíðahöldum, til að hreinsa upp og endurvinna einhveija íslenska kvikmynd. Fyrir valinu varð myndin 79 af stöðinni frá 1962 vegna þess að hún er almennt talin tímamóta- verk í íslenskri kvikmyndasögu, eink- um fyrir það að vera fyrsta alís- lenska kvikmyndin en auk þess vakti hún mikil viðbrögð almennings vegna djarfra ástarsena persónanna í myndinni, leiknum af Gunnari Eyj- ólfssyni leikara og Kristbjörgu Kjeld leikkonu. Kvikmyndasjóður íslands og Kvik- myndasafn íslands hefur staðið fyrir sýningum á þessari mynd og fleiri perlum íslenskrar kvikmyndasögu síðan í ágúst og ferðast með þær um landið. „Við erum hálfnuð á leið okkar um landið og nú er komið að því að halda stutta kvikmyndahátíð í Regn- boganum hér í Reykjavík þar sem við bjóðum annarsvegar upp á þessar íslensku kvikmyndir og einnig er- lendar kvikmyndaperlur sem viðkom- andi sendiráð hér á íslandi hafa séð um að velja fyrir okkur,“ sagði Bryndís. Hátíðin hefst á morgun kl. 19 með sýningu myndanna 79 af stöðinni, Salka Valka og Land og synir og lýkur á sunnudag með sýningu á Fjalla-Eyvindi en alls eru íslensku myndirnar á hátíðinni sjö talsins. Afmælisrit veitingamanna BOKMENNTIR Saga sambands veitinga - oggistihúsa GESTIR OG GESTGJAFAR eftir Gylfa Gröndal. Reylqavík, 1995, 232 bis. SAMBAND veit- inga- og gistihúsa átti hálfrar aldar afmæli þann 6. september s.l. Af því tilefni var í júlí- mánuði á síðasta ári samið við Gylfa Grönd- al rithöfund að rita sögu sambandsins. Er sú bók nú komin á prent á réttum tíma. Má því segja að höfundurinn hafi tekið rösklega til höndum. Með þessari bók byijar Gylfi Grönd- al að feta sig upp fjórða tug frumsaminna bóka og útgáfa og eru sumar þeirra vænar að vöxt- um. Þessi bók ber glögg einkenni höf- undar síns eins og vænta má. Hún er einkar lipurlega samin. Höfundur er snjall að nýta sér heimildir og flétta þær smekklega saman við texta sinn og er það útaf fyrir sig talsverð list sem ekki er öllum lagin. Þá er það annað einkenni höfundar Fyrir fjörð SIÐASTA sýningarhelgi Vign- is Jóhannssonar í Listasetrinu Kirkjuhvoli, verður nú um helgina. Vignir sýnir þar skúlptúra og málverk. Opið frá kl. 16-18 og 15-18 um helgina. að hann leggur mikla rækt við frá- sagnir frá eldri tímum, - að þessu sinni frá veitingastarfsemi á síðustu öld og á fyrri hluta þessarar aldar. Frásögn löngu liðins tíma verður því talsvert breið en þrengist því nær sem dregur nútímanum. Seinni tíma frásagnir eru talsvert mikið byggðar á viðtölum við ýmsa framámenn í veitinga- húsarekstri. Er ekki nema gott eitt um það að segja, því að flest eru þessi viðtöl hin fróðleg- ustu. Höfundur greinir frá viðtölum við átta nafngreinda veitinga- menn. Auk þess hafði hann aðgang að við- tölum sem Sigurður Magnússon tók árið 1981 viðellefu veitinga- menn. I heimildaskrá sést að höfundur hefur nýtt sér geysimikinn flölda heimilda annarra, óprentaðra, prentaðra greina, frétta og viðtala 5 blöðum og tímaritum. Talsvert er af myndurn í bókinni á sérstökum myndasíðum. Ég hafði gaman af að lesa þessa bók. Hún lýsir á lifandi hátt mikil- vægum þætti í menningarlífi, bregð- ur upp eftirminnilegum svipmyndum og gefur innsýn í þær breytingar sem orðið hafa í tímans rás. En þær eru hreint ekki svo litlar. Þá getur engum dulist hveiju atorka, dugnaður og framsýni einstakra manna hefur til vegar komið. Þar verða ofarlega í huga tveir menn: Jóhannes á Borg og Þorvaldur Guðmundsson. Skémmtileg afmælisgjöf hlýtur þessi bók að vera fyrir veitingamenn og aðra þá sem nálægt slíkum rekstri standa., Sigurjón Björnsson. Gylfi Gröndal Nýjar námsbækur NAMSGAGNASTOFNUN hefur nú í haust gefíð út bækur, verkefna- hefti, snældur og forrit, og verða nokkur þeirra kynnt hér. Það er leikur að læra • Ný lestrarbók sem er bæði fyrir byijendur og lengra koma nefnist Það er leikur að læra og er eftir Ragnheiði Her- mannsdóttur og Ragn- heiði Gestsdóttur sem einnig gerði myndir. Bók- in ijallar um tvíburana Atla og Önnu í leik og starfi allan ársins hring. Lestrarbókinni fylgja tvær vinnubækur. Ruslaskrímslið • Ný bók eftir Dagnýju Emmu Magnúsdóttur heitir Ruslaskrímslið og er byggð á samnefndum leikþætti sem sýndur var veturinn 1994-5 í fjöl- mörgum grunnskólum Reykjavíkur. Bókin hefur að geyma léttan lestrar- texta sem hvetur lesendur til baráttu gegn mengun. íslenska 10 Bækur o g forrit Það er gaman að hlusta • Hljóð, hljóðbylgjur, umhverfis- hljóð og hvernig tónskáld allra tíma hafa reynt að líkja eftir ýmsum hljóðum í tónverkum sínum er við- fangsefni bókariniiar Það ergaman að hlusta - hermitónlist. Tveir geisladiskar með hlustun- ardæmum fylgja. Guð- finna Dóra Olafsdóttir valdi efnið sem er ætlað fyrir 10-12 ára börn. Svör og ábendingar fylgja með handa kennurum. Tónaflóð • Spilið Tónaflóð eftir Andra Marteinsson er ætl- að 7-10 ára börnum til að auðvelda þeim að þekkja tónblæ einstakra hljóð- færa og auka þekkingu þeirra á þeim. Spilið er botn, teningur, spilakarl- ar, og spjöld. Leikreglur fylgja og snælda með tón- dæmum. Myndir gerði Anna Cynthia Leplar. Vi ses! NAMSGOGN • Bjarnveig Ingvarsdóttir hefur skrifað bókina ís- lenska 10 sem ætlað er að bæta úr brýnni þörf fýrir nýtt kennslu- efni í íslenskri málfræði í 10 bekk grunnskólans. Verkefnin í bókinni eru af fjölbreytilegum toga. Gott mál 1. og2. hefti • íslenskuefnið Gottmálereinkum ætlað nemendum í eftu bekkjum grunnskólans. Markmiðið er að auka málþroska og efla færni nem- enda í að takast á við lestur og skrift í daglegu lífi. Áherslan ér á lestur, stafsetningu og ritun. Höf- undareru Elín Sigurbjörg Jónsdótt- ir og Þóra Rósa Geirsdóttir. Náttúran allan ársins hring • Ný bók handa 9-10 ára nemend- um í náttúrufræði nefnist Náttúran allan ársins hringog er eftir Sól- rúnu Harðardóttur með myndum eftir Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur og Jón Baldur Hlíðberg. í bókinni er skoðað hvernig lífríkið breytist eftir árstíðum og komið inn á veður- fræði, aðlögun, atferli, vöxt og Morgunblaðið/Árni Sæberg sem Námsgagnastofnun hefur nýlega gefið út. æxlun lífvera. Einnig eru mörg verkefni. Island áður fyrr • Námsefnið ísland áðurfyrre r ætlað 8-10 ára nemendum. Tvær bækur í þessum flokki eru komnar út, Fjölskyldan en í henni er fjallað um íjölskylduna, fatnað, skó, leiki og afþreyingu, og bókin Heimilið en helstu viðfangsefni hennar eru bærinn og umhverfið, baðstofan, búrið, hreinleiki og tímatal. Mark- mið bókaflokksins er að vekja nem- endur til umhugsunar um breyting- una frá sjálfsþurftarbúskap til neysluþjóðfélagsins. Höfundar eru Kristín Á. Þorsteinsdóttir og Hall- dóra Kristinsdóttir. Dægurdæmi • Hildigunnur Halldórsdóttir og Sverrir Einarsson hafa þýtt og stað- fært efni bókarinnar Dægurdæmi en í henni er að fínna ýmis stærð- fræðiverkefni úr daglegu lífi. Bókin er einkum ætluð unglingum og lögð er áhersla á æfinguna að skoða töflur og alls kyns myndrit. • Efnið er ætlað til dönskukennslu í 8. bekk og er fjallað um ýmislegt sem unglingar hafa áhuga á, til dæmis ást, peninga og mat. Námsefnið Vi ses! - Dansk for 8. klasse samanstendur af textabók, vinnubók og snældu. Daufir duga • Bók um sögu og samfélag heym- arlausa eftir Gunnar Salvarsson Daufir duga er ætluð heyrnarlaus- um unglingum. Saga heyrnarlausra í gegnum aldirnar er dregin upp í fyrri hluta bókarinnar og samfélag þeirra og menning í þeim síðari. Bókinni er einnig ætlað að veita heyrandi innsýn í heim heymar- lausra og -skertra. Kennsluforrit • Nokkur kennsluforrit til þjálfun- ar í lestri og ritun hafa komið út að undanförnu hjá Námsgagna- stofnun: Sögusmiðjan, ritvinnslu- forrit fyrir PC-tölvu. Myndrún, rit- unarforrit fyrir PC-tölvur. Orða- myn’dir lestrarkennsla, gert fyrir PC-tölvur. Lestrarglímur, til að þjálfa lestur og ritun, fyrir Macint- osh- og PC-tölvur. Form, forrit til að örva hraðaviðbrögð, lita- og formþekkingu. Fyrir PC-tölvur. Fimmtíu sækja um stöður rann- sóknarprófessora MENNTAMÁLARÁÐUNEYTI hafa borist fimmtíu umsóknir um allt að fimm stöður rannsóknarprófessora á sviði hugvísinda, félagsvísinda, heil- brigðisvísinda, raunvísinda og verk- fræði við Háskóla íslands. Auglýst var eftir umsóknum um stöðurnar 25. júlí og rann umsóknarfrestur út 1. október. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verður reynt, að flýta því að ráða í stöðurnar eftir fremsta megni en tímafrekt verður að fara yfir allar umsóknir og fylgi- gögn. Fram kemur í auglýsingunni að markmiðið með stöðunum sé að fá færa vísindamenn til starfa á mikil- vægum sviðum. Við val umsækjenda verði fyrst og. fremst farið eftir hæfni þeirra og getu Háskólans og samstarfsstofnana hans til að veita þeim nauðsynlega aðstöðu til rann- sókna. í stöðurnar verður að jafnaði ráðið til fimm ára og má við sérstak- ar aðstæður framlengja ráðningar- tíma um tvö ár. Rannsóknarprófessor er ætlað að hafa rannsóknir að aðalstarfi og taka að sér leiðbeiningu háskóla- nema í rannsóknatengdu framhalds- námi en hann hefur ekki kennslu- skyldu að öðru leyti. Sá sem gegnir stöðu rannsóknarprófessors, skal njóta sömu réttinda og aðrir prófess- orar. Slaðan felur í sér fullt starf og sá sem henni gegnir sinnir ekki öðru launuðu meginstarfi. Hugvísindi Eins og áður segir sóttu fimmtíu um stöðurnar. Umsækjendur um stöðu rannsóknarprófessors í hug- vísindum eru Bjarni F. Emarsson, safnvörður fomleifadeildar Árbæjar- safns, Clarence E. Glad, í rannsókn- arstöðu við Guðfræðistofnun HÍ, Gígja Gísladóttir, við Fjölbrauta- skóla Suðurnesja, Gísli Pálsson, pró- fessor í mannfræði við HÍ og gisti- prófessor í SCASS í Svíþjóð sem einnig sækir um rannsóknarprófess- orsstöðu í félagsvísindum, Guðrún Nordal, í rannsóknarstöðu hugvís- indadeildar Vísindasjóðs 1993 til 1996, Giinter Abel, prófessor og forseti heimspekideildar Tæknihá- skólans í Berlín, Helga Kress, pró- fessor í bókmenntum við HÍ, Jón Hjaltason, stundakennari við HA, Margrét H. Auðardóttir, í rann- sóknastöðu í fornleifafræði við Þjóð- minjasafn íslands, Pétur Pétursson, prófessor í kennimannlegri guðfræði við HI, Viðar Hreinsson, ritstjóri enskrar þýðingar íslendingasagn- anna, Þorleifur Hauksson, Þór Whitehead, prófessor í sagnfræði við HÍ og Örn Olafsson, háskólakennari í íslensku í Bergén. Félagsvísindi Fimm umsóknir em um stöðu rannsóknarprófessors í félagsvísind- um. Umsækjendurnir eru Z. Gabri- ela Sigurðardóttir, í svæðisstjórn fatlaðra í Reykjavík og aðjúnkt við HÍ, Gísli Pálsson, prófessor í mann- fræði við HÍ og gistiprófessor SCASS í Svíþjóð sem einnig sækir um rannsóknarprófessorsstöðu í hugvísindum, Stefán Már Stefáns- son, prófessor við lagadeild HÍ, Þor- valdur Gylfason, prófessor við við- skipta- og hagfræðideild HÍ og gisti- vísindamaður við Stokkhólmshá- skóla, og Þórólfur Þórlindsson, for- stöðumaður rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála og prófess- or í félagsfræði við HÍ. Heilbrigðisvísindi Um stöðu rannsóknarprófessors í heilbrigðisvísindum sækja Eiríkur Steingrímsson, í rannsóknarstöðu við Mammalian Genetics Laborat- ory, Frederick Cancer. R&D Center Fredrick, Maryland, Bandaríkjunum, Finnbogi R. Þormóðsson, sérfræð- ingur við Rannsóknastofu HÍ í líf- .færafræði, Heiðdís Valdimarsdóttir, aðstoðarprófessor við Department of Neurology/Psychiatry við Memor-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.