Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 29 MENNTUN Liðlega fjörutíu gerðust stofnfélagar Starfsmenntafélags og ríkir mikil bjartsýni á framhald mála Skortur á upplýs- ingum milli at- vinnulífs og skóla RÚMLEGA 40 félagasamtök, stofn- anir, fyrirtæki og skólar gerðust stofnaðilar að Starfsmenntafélaginu á þingi sem fram fór í ráðstefnusal ríkisins sl. miðvikudag. Félaginu er ætlað að vera samstarfsvettvangur þeirra sem vinna að starfsmennta- málum eða láta sig þau varða. Á þinginu voru kynntar nokkrar hugmyndir að verkefnahópum og í framhaldi af því komu fram frekari hugmyndir að öðrum hópum. Má þar til dæmis nefna með hvaða hætti megi efla starfsmenntun á háskóla- stigi og í því sambandi hvort þörf sé á löggjöf um slíkt. Fjármagn til reiðu Að sögn Ágústs H. Ingþórssonar, nýkjörins formanns félagins, hefur þegar fengist fjármagn til að koma af stað hópi sem fengið hefur heitið „Framtíðarþörf iðnaðar fyrir mennt- un“. Er gert ráð fyrir að á grund- velli niðurstöðu skýrslunnar, þegar hún verður tilbúin, verði hægt að hanna nýtt námsefni og fara nýjar leiðir sem uppfylli framtíðarþarfír atvinnulífsins. Fleiri verkefni eru í farvatninu eins og t.d. „Þróun námskeiðs fyrir ófaglært aðstoðarfólk“ úr ýmsum atvinnugreinum þar sem fjallað yrði um samvinnu og samskipti á vinnustað, öryggismál, grundvallaratriði í fyrir- tækjarekstri og fleira. Að hádegishléi loknu hófst ráð- stefna með yfirskriftinni Árangurs- rík samskipti skóla og atvinnulífs. Meðal frummælenda var Christian Roth, forstjóri ísal, og var gerður góður rómur að erindi hans. Hann kvaðst ekki mundu fjalla um nám og starf í þjóðfélaginu sem þegar stæði vel heldur leggja út frá því sem betur mætti fara. Aukið verknám Christian Roth benti á að íslend- ingar mættu taka sér Norðmenn til fyrirmyndar um að bjóða upp á stutt afmarkað starfsnám ýmist eftir að komið væri út á vinnumarkað eða áður en störf hæfust. í Noregi hefði reynslan sýnt að starfsnámið skilaði sér í betri launum. Hann lagði áherslu á að iðnaðar- menn hér á landi væru vel menntað- ir, en kvaðst þó vilja sjá mun lengra verknám á kostnað bóknáms. „Ég geri mér grein fyrir að þetta geti orðið erfitt í framkvæmd, en tel að slíkir starfsmenn nýttust fyrirtækj- unum þó betur.“ Ákveðnari stjórnun Þá sagðist Christian Roth sakna í heild ákveðnari stjórnunar í öllum starfsgreinum. „Ég veit að þetta hljómar ekki mjög vel en þörfin fyrir ákveðna stjórnun eykst í framtíðinni og ég býst við að flestir viti það innst inni.“ Hann kom einnig inn á víðsýni og þröngsýni og kvaðst vilja sjá starfs- menn leysa vandamál fyrirtækja á allt annan og nýjan hátt. Jafnvel þó viðkomandi þyrfti að synda á móti straumnum. „Ég met slíkt hugarfar hjá fólki og tel það iðnaðinum mikils virði.“ Að lokum benti hann á hversu fyrirtækjum væri mikilvægt að hafa konur í æðstu stjórnunar- störfum. „ísal hefur til dæmis þörf fyrir fleiri kvenmenn í yfírstjóm. Við þurfum í auknum mæli að heyra sjónarmið kvenna til að forðast að gera meiriháttar mistök í þróun fyrirtæk- isins,“ sagði hann og gerði að umtals- efni mismunandi hugsunarhátt karla og kvenna. Hann sagði konur vera framsýnni en karla og karlar ein- beittu sér meira að því að komast til valda og að viðhalda stöðu sinni. Þá kvaðst hann binda vonir við að þeir sem sinntu iðnmenntun ýttu undir breyttan hugsunarhátt kvenna. Nauðsynlegt væri fyrir iðnaðinn að þær sinntu svokölluðum hefðbundn- um karlastörfum. Yiðmið í lausu lofti Erindi Gerðar G. Óskarsdóttur, Auka þarf hæfní í sam- skiptum ial Sloan-Kettering Cancer Center, Cornell-háskóla í Bandaríkjunum, Helgi Jónsson, sérfræðingur í ly- flækningum við Landspítalann og dósent við HÍ, Helgi Valdimarsson, prófessor í ónæmisfræði við HÍ og gestaprófessor við ónæmisfræðideild Imperial College í London 1991 til 1996, Jack E. James, prófessor og forstöðumaður atferlislækninga- deildar við læknadeild La Trobe- háskóla í Ástralíu, Jón J. Jónsson, sérfræðingur við erfðafræðistofu læknadeildar Yale-háskóla, Jórunn E. Eyfjörð, sérfræðingur við Sam- einda- og frumurannsóknastofu Krabbameinsfélags íslands, Reynir Arngrímsson, lektor og sérfræðing- ur við Erfðafræðideild læknadeildar Glasgow-háskóla og Royal Hospital for Sick Children í Glasgow, Sigurð- ur Ingvarsson, sérfræðingur við Frumulíffræðideild Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði, Sigurður Kristjánsson, sérfræðingur í ónæmisfræði við barnadeild Östra- sjúkrahússins í Gautaborg og Vil- mundur Guðnason, sérfræðingur við Miðstöð erfðafræði hjarta- og æða- sjúkdóma, University College of London. Raunvísindi Um stöðu rannsóknarprófessors í raunvísindum sækja Björn Birnir, prófessor við Kaliforníu-háskóla í Santa Barbara, Björn Þ. Björnsson, aðstoðarprófessor í dýralífeðlisfræði við Gautaborgarháskóla, Eric Laen- en, í rannsóknastöðu við CERN, Evrópumiðstöð öreindaeðlisfræði, Guðmundur Þórðarson, sérfræðing- ur við Kaliforníu-háskóla, Santa Cruz, Hafliði P. Gíslason, prófessor í eðlisfræði við HÍ, Hannes Jónsson, aðstoðarprófessor við Washington- háskóla og gistiprófessor við Tækni- háskóla Danmerkur 1995 til 1996, Hjörleifur Einarsson, verkefnisstjóri við Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins og lektor við HA, Jakob Krist- jánsson, forstöðumaður líftækni- deildar Iðntæknistofnunar íslands og dósent við HÍ, Jakob Yngvason, prófessor í kennilegri eðlisfræði við HÍ, Kesara A. Jónsson, sérfræðingur við Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins, Stefán Arnórsson, prófessor í jarðefnafræði við Háskóla íslands, Sveinn Aðalsteinsson, sérfræðingur við garðyrkjudeild Landbúnaðarhá- skólans í Alnarp í Svíþjóð, Svend- Áage Malmberg, sérfræðingur við Hafrannsóknastofnun. Verkfræði Um stöðu rannsóknarprófessors í verkfræði sækja Fjóla Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Hibbitt, Karlson and Sorensen Inc,. Pawtucket, RI, Bandaríkjunum, Gunnar G. Tómas- son, sérfræðingur við Verkfræði- " stofnun HÍ, Trausti Valsson, sér- fræði- og kennslustörf við Verk- fræðideild HÍ, Þorsteinn J. Halldórs- son, verkefnisstjóri í laser-tækni- deild Daimler Benz Research and Development í Munchen, Þórður Helgason, forstöðumaður eðlisfræði og tæknideildar Landspítala og Þórður Runólfsson, aðstoðarprófess- or við rafmagns- og tölvuverkfræði- deild John Hopkins-háskóla og ge- staprófessor við HÍ. FJÖLMENNT var á þingi og stofnfundi Starfsmenntafélagsins. Ágúst H. Ingþórsson formaður er lengst til vinstri. kennslustjóra í Háskóla íslands, vakti einnig viðbrögð. Greindi hún frá hluta rannsóknar, þar sem mark- miðið var að skoða tengsl menntunar og starfs við upphaf starfsferils til þess að sjá hvernig menntun nýtist í atvinnulífinu fyrstu árin eftir að formlegri skólagöngu lýkur. Sagði hún athyglisverðustu niður- stöðuna ef til vill vera þá að viðmið ráðningar virtust mjög í lausu lofti, sem gerði það að verkum að ekki væri unnt að vita hvetju atvinnurek- endur leita eftir hjá nýjum starfs- mönnum. „Þetta kemur í veg fyrir að skólar geti á skipulegan hátt búið nemendur sína undir að hasla sér völl úti í atvinnulífinu,“ sagði hún meðal annars. Þá benti hún á að nám af stuttum brautum eins og þær eru nú virðist ekki bæta stöðu einstaklingsins þeg- ar út í atvinnulífið er komið. Meðal þess sem kom fram á þing- inu var að skortur væri á upplýsinga- streymi milli atvinnulífs og skóla og ættu þar báðir hlut að máli. Menn voru almennt sammála um að auka þyrfti hæfni starfsfólks í samskiptum og forystu og nauðsynlegur kostur væri hæfni til að læra vegna sí- felldra nýjunga. Niðurstaðan varð í megindráttum sú að með stofnun Starfsmenntafélags væri kominn grundvöllur að víðtækara samstarfi skóla og atvinnulífs, en nauðsynlegt væri að kortleggja vandann fyrst. Byggja verður upp traust ÁGÚST H. Ingþórsson, fram- kvæmdastjóri Sammenntar og Landsskrifstofu Lenoardó var kosinn formaður Starfsmennfélagsins. í stjórn voru kjörnir Guðbrandur Magnússon, framkvæmdastjóri Prenttæknistofnunar, Helgi Steinar Karlsson, formaður Múrarafélags Reykjavíkur, Ingvar Ásmundsson, skólameistari Iðnskólans og Ingi Bogi Bogason, fræðslufulltrúi Sam- taka iðnaðarins. Níu mánuðir eru síðan fyrstu hug- myndir voru reifaðar og var þá ein- blínt á löggiltar iðngreinar. Á undir- búningstímanum breyttust hug- myndirnar og segir Ágúst fólk úr ýmsum áttum vera tilbúnara nú en áður til samstarfs. „Menn sjá betur hver frá sínu sjónarhomi að snerti- fletir milli ólíkra skóla og aðila eru fleiri en þeir gerðu sér grein fyrir.“ Hann sagði að framundan væri mikil og erfið verkefni. „Til að geta sinnt þeim vel þurfum við sem vett- vangur að njóta trausts. Það tel ég vera forgangsverkefni á fyrsta starfsári og því þarf að þróa vinnuaðferðir og sjálft samstarfsnet- ið.“ Tilboðsdagar í á Laugavegri y^. Vandaðar vorur a enn betra verði yC Hausttilboð 20% afsláttur af öllum vörum Opiö kl. 10-16.00 alla laugardaga. Verðdsmí: Jakkaföt áður I 5.900, nú 12.700 Stakir jakkar áður 10.900, nú 8.700 Úlpujakkar áður 10.400, nú 8.300 Peysur áður 4.900, nú 3.920 Ullarjakkar áður 7.980, nú 6.380 Stakar buxur áður 4.900, nú 3.920 Skyrtur áður 2:490, nú 1.990 Laugavegi 5l,sími 551-8840.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.