Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 J. MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. JAFNRÉTTIOG KYNJAKVÓTAR EVRÓPUDÓMSTÓLLINN í Lúxemborg kvað á þriðjudag upp þann úrskurð að ekki megi taka konur sjálfkrafa fram yfir jafnhæfa karla í störfum hjá hinu opinbera til að uppfylla kynjakvóta. Hafði þýskur embættismaður kært stöðuveitingu í sambandslandinu Bremen eftir að kona var ráðin í starf er hann sótti einnig um. Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að lög um kynjakvóta og for- gang kvenna til opinberra starfa stæðust ekki Evrópurétt. I úrskurði sínum vitnar dómstóllinn til tilskipunar um jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði þar sem mismunun á grundvelli kynferðis er bönnuð. Hins vegar eru leyfðar aðgerðir til að draga úr misrétti, sem tíðkist í raun. Virðist það vera meginniðurstaða úrskurðar Evrópudóm- stólsins, að hann telji skilyrðislausan og sjálfkrafa forgang kvenna við stöðuveitingar andstæðan Evrópurétti. Þessi dómur hefur vakið nokkuð sterk viðbrögð víða um Evrópu og eru mjög skiptar skoðanir um niðurstöðu dómar- anna. Þessi dómur skiptir okkur íslendinga einnig verulegu máli, þar sem sú jafnréttistilskipun, sem dómurinn byggist á, hefur verið tekin upp á íslandi í tengslum við samning- inn um Evrópska efnahagssvæðið. Samkvæmt samningnum er gert ráð fyrir að sameiginlegar reglur séu túlkaðar og framkvæmdar á sama hátt á öllu efnahagssvæðinu. Því mun dómurinn hafa ótvírætt fordæmisgildi hér á landi. Ekki virðist þó vera ljóst hversu mikil áhrifin verða. Hrafnhildur Stefánsdóttir, lögfræðingur Vinnuveitenda- sambandsins, telur áhrif dómsins eiga eftir að verða umtals- verð. Að hennar mati eru dæmi um að fylgt hafi verið regl- unni um sjálfvirkan forgang kvenna í störf. Brynhildur Flóvenz, lögfræðingur Skrifstofu jafnréttis- mála, dregur hins vegar úr áhrifum dómsins og segir hann hafna einhliða reglum en ekki „því í sjálfu sér að veita því kyni forgang, sem er í minnihluta“. Jafnréttistilskipun ESB geri beinlínis ráð fyrir séraðgerðum. Úrskurður dómstólsins er athyglisverður. Hann hnekkir ekki þeirri stefnu, sem fylgt hefur verið í flestum Evrópu- ríkjum, en varar hins vegar við því að gengið sé of langt. „Jafnréttisbarátta“ má ekki verða völd að nýrri tegund mismununar. KOLMUNNINN - NÝTT ÆVINTÝRI? KOLMUNNI hefur fundist í miklu magni undan allri suður- og suðausturströndinni. Virðist sem risastór ganga sé þar á ferðinni á óvenjulegum slóðum, en það var áhöfn Örfiriseyjar RE sem fann gönguna, þegar skipið var á tilraunaveiðum á smokkfiski. Um mikinn búhnykk getur verið að ræða fyrir þjóðina, ef fiskiveiðiflotinn snýr sér að kolmunnaveiðunum með hentugum veiðarfærum. Trausti Elíasson, skipstjóri á Órfirisey, segir að kolmunn- inn haldi sig mest á 320-500 faðma dýpi og mesta magnið hafi mælst á Breiðamerkurdýpi. Þetta krefst aflmikilla skipa við veiðárnar og/hentugra veiðarfæra. Þau eru nú miklu betri en á árunum 1976-1979, þegar tilraunir voru gerðar með veiðar og vinnslu kolmunna. Þrátt fyrir tals- verða veiði voru þær ekki taldar borga sig þá. Kemur þar margt til, m.a. að ekki hafi verið notuð rétt veiðarfæri, að áliti Aðalsteins Jónssonar, forstjóra Hraðfrystihúss Eski- fjarðar. Arðsemin ræðst einnig af afurðaverðinu, en kol- munninn hefur fyrst og fremst farið til bræðslu. Miklar breytingar hafa orðið á fiskimjölsverksmiðjunum, sem margar geta nú framleitt hágæðamjöl, svo og eru sum skip með sjókælingu, sem tryggir ferskara hráefni. Miklar framfarir hafa og orðið í veiðarfæragerð. Allt þetta eykur líkurnar á arðbærum veiðum. Um þessar mundir er mjög hátt verð á lýsi og mjöli á heimsmarkaði, svo freisting er mikil að ráðast í kolmunna- veiðarnar. Kannski er nýtt ævintýri í uppsiglingu. Síldar- vinnslan hf. í Neskaupstað hefur verið að búa skip að undan- förnu til kolmunnaveiða. Margar útgerðir muni bíða og sjá hvernig þær veiðar ganga. Sjónir manna beinast fyrst og fremst að veiðum kolmunna til bræðslu, en rétt er að minna á, að kolmunninn er víða eftirsóttur matfiskur, svo nauðsyn- legt er að kanna, hvort ekki sé unnt að auka vinnsluvirði hans sem slíks. • Síldarvertíc ííS:í,**;í«! SÍLDINNI raðað í flökunarvélina. VIÐ REIKNUM með 14 þúsund tonnum af síld í vinnslu,“ segir Finnbogi Jónsson, framkvæmda- stjóri Síldarvinnslunnar hf. „Það fer bæði í söltun og frystingu. Þau ár sem við höfum framleitt síld hefur okkur tekist ágætlega að halda uppi gæðum síldarinnar, en þar skiptir ferskleiki höfuðmáli." Það hjálpar til að skipin Börkur NK og Þórshamar GK, sem veiða fyrir Síldarvinnsluna hf., eru vel útbúin til síldveiða. Börkur er með síldina kælda í sjó og ís, en Þórs- hamar er með RSW-sjókælingu sem sett var í skipið í sumar. Auk þess segir Finnbogi að tiltölulega stutt sé á síldarmiðin. „Við verðum því með mjög gott hráefni eins og undanfarin ár,“ segir hann. Meiri óvissa en áður Finnbogi segir að búið sé að salta í um 15 þúsund tunnur, en á allri vertíðinni í fyrra hafi verið saltað í um 38 þúsund tunnur. „Það er það mesta sem við höfum nokkurn tíma saltað og fjórðungur framleiðslu allra fyrirtækja innan Síldarútvegsnefndar," segir hann. „Ég geri ekki ráð fyrir jafn mik- illi söltun núna. Það er meiri óvissa um samninga en áður, sérstaklega í sambandi við Rússa. Auk þess hafa fleiri framleiðendur bæst í hópinn síðan í fyrra, en takmörkuð eftirspum er á Norðurlandamark- aði.“ Hann segir að í freðsíld séu tak- markanir ekki eins miklar og hægt sé að frysta nær ótakmarkað af síld: „Það eru ákveðnar takmark- anir á betri mörkuðunum, en næg eftirspum á öðrum. Þeir markaðir em aftur á móti ekki mjög áhuga- verðir ennþá, vegna þess að þeir greiða sumir hverjir mjög lágt verð. SÍLDARVERTÍÐ er hafín hjá Síldarvinnsl- unni hf. í Neskaupstað. Það er mikil vítamín- sprauta fyrir bæjarfélagið. Störfum hjá fyrir- tækinu fjölgar um nærri helming og stefnt er að framleiðslu á 14 þúsund tonnum af síld. Pétur Blöndal fór í Neskaupstað og tók púlsinn á síldarstemmningunni. Finnbogi Jónsson Gill Smulders Birgir Kjartansson Svanbjöm Stefánsson Þórður Sigurðsson Dagbjört Víglundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.