Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 35 fyrir skaðlegum áhrifum tóbaks- ins. Rétt er að minna á að krans- æðasjúkdómar eru ekki eins al- gengir hjá konum eins og körlum. Reykingar stærsta dánarorsökin Þorsteinn segir að þessar rann- sóknir sýni að áhætta reykinga- manna sé mikil, sérstaklega þeirra sem byiji að reykja reglulega strax sem táningar. Helmingur þeirra deyi af völdum reykinga- sjúkdóma, fjórðungur á miðjum aldri og fjórðungur á gamals aldri. „Tóbaksreykingar eru, sem ein- stakur orsakavaldur, lang stærsta dánarorsökin. Meðal þeirra, sem ekki reykja, minnkar krabba- meinsdánartalan hægt og heildar- dánartalan hratt. Það er því ljóst að almennar framfarir í matar- æði, hreinlæti og almennt í lífs- stíl nýtast ekki reykingamönnum til að draga úr sjúkdómum í þeirra hópi og lækka dánartöluna.“ I þessum könnunum kom einnig fram, að flestir þeirra, sem létust af völdum tóbaks, reyktu ekkert sérstaklega mikið, en algengast var að reykingarnar byijuðu á unglingsárunum. „Því miður fær- ist aldur þeirra, sem byija að reykja, sífellt neðar,“ segir Þor- steinn. „Áður byijuðu menn um tvítugt, en nú 14-15 ára.“ Vilji er algjört skilyrði Þorsteinn hefur í mörg ár leið- beint fólki, sem vill hætta að REYKIIMGAR Hversu margir standast reykbindindi í eitt ár? Þau sem notuðu nikótín-plástur og nikótín-nefúða Þau sem notuðu nikótín-plástur og lyfieysu-nefúða 123456789 101112mán. STÆRRI skýringarmyndin hér að ofan staðfestir þau orð Þorsteins, að það er aldrei of seint að hætta að reykja. Á þeirri minni sjást niðurstöður úr rannsókn Heilsuvemdarstöðvarinnar fyrir nokkmm ámm á því að nota nefúða og plástur saman, til að hætta að reykja. Árangurinn var þá tvöfalt betri en með plástri einum. Eftir áramót hefst rannsókn á notkun nikótínmunnstykkis. reykja. „Hér á Heilusvemdarstöð- inni eru námskeið í hveijum mán- uði,“ segir hann. „Það er algjört skilyrði, eigi árangur að ná_st, að fólk vilji hætta að reykja. Ég fæ oft þau svör, þegar ég spyr fólk af hveiju það ætlar að hætta, að það verði að gera það og þá eru nefndar ýmsar ástæð- ur. En það nær enginn árangri nema vilja það sjálfur. Og þá verður fólk líka að gæta þess að snerta aldrei tóbakið aftur, því þá fellur það í sömu gryfjuna og áður.“ Á námskeiðunum eru reykinga- mönnum veitt ýmis ráð við frá- hvarfseinkennum, sem gera vart við sig þegar nikótínþörfin kallar. „Við mælum með nikótínplástr- um, nefúða og tyggjói, enda höf- um við náð tvisvar sinnum betri árangri á námskeiðunum eftir að þessi vara kom á markaðinn." Á síðasta ári sóttu 137 einstakl- ingar níu námskeið Heilsu- vemdarstöðvarinnar til að hætta að reykja. „Þetta fólk var á aldrinum 23-79 ára. Námskeiðin eru byggð þannig upp, að fýrst kemur fólk í for- viðtal, svo taka við fimm hópfundir og lok fjögur samtöl í síma, sem fara fram sex vikum, þrem- ur, sex og tólf mánuðum eftir fyrsta hópfundinn. Af þessum 137 einstaklingum reyndist 41, eða 30%, ekki hafa snert við tóbaki í 365 daga einu ári síðar.“ Þorsteinn segir að fólk reyni gjarnan aftur, takist því ekki að hætta í fyrstu tilraun. „Hins vegar koma unglingar ekki á þessi nám- skeið. Það virðist ekki henta þeim, enda er það nú oft einkenni á æskunni að hún telur sig eilífa. Hingað kemur hins vegar fólk, sem er búið að eignast börn og koma sér fyrir og fer þá að huga betur að heilsunni.“ Plástrar, tyggjó og nefúði Lyfjafýrirtæki hafa nú örlítinn hluta markaðarins fyrir þá, sem háðir em nikótíni, með sölu á nefúða, plástram og tyggjói. „Þessi lyf hjálpa svo sannarlega, en þau eru dýr. Af einhveijum ástæðum er verð þeirra alltaf 80-90% af verði samsvarandi magns tóbaks,“ segir Þorsteinn. Hann segir lyfin virka misjafn- lega. „Úðinn snöggvirkar og hefur því áhrif sem líkjast mest reyking- unum. Tyggjóið getur gert það Tapa 20-25 árum af ævinni líka, en það fer alveg eftir því hvemig fólk notar það. Plásturinn virkar hins vegar þannig að nikót- ínið síast inn í blóðið smám saman og sá sem notar plásturinn ræður engu um hve hratt það gerist. Þessi lyf eiga það hins vegar sam- merkt, að nikótínmagn í blóði er 50-60% minna en þegar reykt er og skaðleg áhrif tóbaksreyksins hverfa að mestu.“ Munnstykki með nikótíngasi Þorsteinn segir að sífellt sé haldið áfram að prófa nýjar að- ferðir við að hætta að reykja. „Eftir áramót byijar, ef nauðsyn- leg leyfí fást, rannsókn á nota- gildi munnstykkis, sem gefur frá sér nikótíngas þegar sogað er að sér. Munnstykkinu er haldið með hendinni og sogað af krafti inn og losnár nikótínið þá úr sérstöku burðarefni í munnstykkinu. Þetta lyfjaform getur hugsanlega pass- að vel fyrir þá, sem vilja áfram hafa eitthvað á milli handanna eftir að þeir hætta að reykja og við væntum góðs af þessu fyrir reykingamenn." Þorsteinn segir æskilegt að síg- arettureykingamenn af báðum kynjum, sem vilji taka þátt í þess- ari rannsókn, hafi samband við Heilsuvemdarstöðina og láti skrá sig. „Við reiknum með að byija í janúar 1996 og það er líka góður tími til að hætta að reykja,“ segir Þorsteinn Blöndal, yfirlæknir. pið hús hjá Félagsmálastofnun Verið velkomin! Reykjavíkurborgar Sunnudaginn 22. október, frá kl. 13 til 17, verður opið hús hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. Tilgangurinn er að gefa Reykvíkingum tækifæri til að kynna sér þá þjónustu og úrræði sem Félagsmálastofnun býður borgarbúum. Opið hús verður á eftirtöldum stöðum og mun starfsfólk veita allar nánari upplýsingar: Síðumúli 39: Aðalskrifstofur, öldrunarþjónustudeild, fjölskyldudeild, húsnæðisdeild, hverfaskrifstofa II. Skógarhlíð 6: Hverfaskrifstofa I og Unglingadeild. Álfabakki 12: Hverfaskrifstofa III og félagsleg heimaþjónusta fyrir 66 ára og yngri. Tryggvagata 12: Útideild. Félags- og þjónustumiðstöðvar aldraðra: Aflagranda 40, Vesturgötu 7, Lindargötu 59 (Vitatorg), Bólstaðarhlíð 43, Hvassaleiti 58, Norðurbrún 1 og Hjallaseli 55 (Seljahlíð). Anni G. Haugen, yfirmaður fjölskyldudeildar, flytur fyrirlestur um barnaverndarmál kl. 14 að Síðumúla 39. Opinn fundur Félagsmálaráðs Reykjavíkurborgar verður haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, mánudaginn 23. október kl. 16:30. Kynnið ykkur starfsemi Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar! Félagsmálastofnun Reykj avíkurborgar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.