Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 39 AÐSENDAR GREINAR Konur og alkóhólismi LITIÐ hefur verið fjallað um konur og alkóhólisma. Flestar rannsóknir á alkóhólisma hafa ver- ið framkvæmdar af körlum og gjaman á körlum. Síð- an hafa niðurstöður þessara rannsókna gjaman verið yfirfærð- ar á konur og notaðar við meðferð kvenna. Vanniselli (1984) gerði yfirlitsrannsókn á rannsóknum sem gerð- ar höfðu verið á út- komu alkóhólmeðferð- ar. Á ámnum 1952- 1971 voru 59,4% rann- sókna af 271 á körlum eingöngu, eða nefndu engar konur. Til samanburðar vom að- eins 1,5% rannsókn- anna á konum ein- göngu. Rannsókn Vanniselli mörg- um árum síðar sýndi litlar breyt- ingar. Á árunum 1972 til 1980 kom í ljós að 55,2% rannsókna vom gerð á körlum eingöngu, eða nefndu engar konur, á móti aðeins 2,3% sem gerðar voru á konum eingöngu. Karllæg umfjöllun alkó- hólisma fer þó smátt og smátt hallandi fæti samfarandi frekari umfjöllun kvenna og auknum rann- sóknum á konum og vímuefna- neyslu. Þessari grein er ætlað að kynna samtök sem hafa átt stóran þátt í að auka og breikka alla umræðu um konur og alkóhólisma. Þessi samtök eru Women for Sobri- ety (WFS), sem era sjálfhjálpar- hópur kvenna sem vilja hætta neyslu og lifa vímuefnalausu lífi. Dr. Jean Kirkpatrik, félagsfræð- ingur að mennt, stofnaði samtökin árið 1976. Dr. Kirkpatrik, sem er sjálf alkóhólisti, hafði lengi reynt að ná árangri í edrúmennsku en oft án lítiis eða nokkurs árangurs. Hún hafði hvað eftir annað leitað til AA (Alcoholics Anonymous) samtakanna en án árangurs. Hún fann ekki það sem hún þarfnaðist hjá AA. Á endanum ákvað hún að stofna sérstök sjálfshjálparsamtök fyrir konur sem byggðu á þörfum kvenna en ekki karla. Dr. Kirkpatr- ik segir að þó svo alkóhólismi virki eins eða álíka fyrir bæði kynin þá hafa karlar og konur ekki sömu þarfir í meðferð eða til að viðhalda edrúmennsku sinni. Ástæðan er mismunur kynjanna, sálrænn, fé- lagslegur og Iíkamlegur. Aðstæður karla og kvenna era ólíkar og þar af leiðandi hafa þau ólíkar þarfir. Dr. Kirkpatrik tók saman nokkra þætti sem henni fundust mikilvægir fyrir konur sem vora að læra að lifa án vímuefna. Út frá þeirri samantekt skrifaði hún 13 fullyrðingar sem konumar gætu haft sér til fyrirmynd- ar á nýrri lífsbraut sinni. Þessar fullyrð- ingar hljóma svona; 1. Ég hef lífshættu- legt vandamál sem einu sinni hafði tök á mér. 2. Neikvæðar hugs- anir eyðileggja aðeins sjálfa mig. 3. Hamingja er vani sem ég mun temja mér. 4. Vandamál há mér aðeins að því marki sem ég leyfi þeim. 5. Ég er það sem ég hugsa. 6. Lífið getur verið venjulegt eða það getur verið stórbrotið. 7. Kærleikur getur breytt stefnu heims míns. 8. Grundvallarmarkmið lífsins er tilfinningalegur og andlegur þroski. 9. Fortíðin er horfin að eilífu. 10. Allur kærleikur sem þú gefur frá þér verður endurgoldinn. 11. Eldmóður er mín daglega æf- ing. _ 12. Ég er hæf kona og hef mikið að gefa lífinu. 13. Ég er ábyrg gagnvart sjálfri mér og gerðum mínum. WFS telur ekki að fíkn sé sið- ferðilegur veikleiki heldur einkenni alvarlegs sjúkdóms; alkóhólisma. Fíknin er orðin aðalheilbrigðis- vandi meðal kvenna. Stór partur hennar tengist hverfandi fullvissu margra kvenna um hverjar þær era. Hlutverk kvenna era ekki lengur skýr og það lýsir sér í gífur- legum vanda sem á sér stað í flóknu samfélagi heimsins í dag. Sektarkennd, þunglyndi og lélegt (eða ekkert) sjálfsmat era vanda- mál kvenna í dag. Þegar kona verð- ur tímabundið háð áfengi, hylur sá vandi raunveralegar þarfir kon- unn'ar. Þarfimar era að fínna fyrir sjálfi og sjálfsvirðingu. Konur tog- ast á milli tvegga heima; annars- vegar er óskin um að vera óháður aðili, en um leið uppfull af gömlum ótta og sektarkennd yfir því að gera ekki hið rétta, vera ekki góð eiginkona og móðir, uppfylla ekki kröfurnar sem gerðar eru til henn- ar. Lífsstíll margra kvenna felst í notkun áfengis og lyfja sem tækis Flestar rannsóknir á alkóhólisma, segir Steimmn Björk Birgisdóttir, hafa verið framkvæmdar af körlum og gjarnan á körlum. til að komast af. Sumar konur, ein af hveijum tólf, fara yfir mörkin, línuna inn á stigvaxandi, ósjálf- ráða, drykkju sem kallast alkóhól- ismi. Alkóhólisminn er ólæknandi sjúkdómur sem aðeins er hægt að halda niðri. Hann er sjúkdómur sem leiðir til dauða. Það fæst eng- in lækning, en það er til leið til að lifa hamingjusömu lífi. Hún fæst með algjöru og áframhald- andi bindindi. WFS era samtök hönnuð sérstaklega með það að markmiði að samræmast tilfinn- ingalegum þörfum kvenna. í sam- einingu læra konur hvemig bera megi kennsl á vandamálin sem orsökuðu drykkjuna. í sameiningu læra konur hvernig þær geta lifað persónubundið, öðlast sjálfsvitund, fullnægt eigin sjálfi. Með það í huga vora 13 framangreindar full- yrðingar samdar. WFS er ekki í samkeppni við AA (Alcoholic Anonymous) heldur ætluð sem valkostur fyrir konur. WFS setur ekki út á, reynir að breyta eða skipta sér að nokkra leyti af AA, heldur er WFS ætlað að standa til hliðar við AA. Marg- ar konur í WFS sækja bæði sam- tökin. í dag era u.þ.b. 5 þúsund konur í Bandaríkjunum meðlimir GLÆSILEGAR GJAFAVÖRUR KR. 4.750 MÖRKINNI 3 • SlMI 588 0640 WFS og um 400 virkir fundir (hóp- ar). Samtökin hafa einnig verið stofnuð í öðram löndum, t.d. á Norðurlöndunum. Nýverið hafa einnig verið stofnuð samtökin „Men for Sobriety“, þau starfa út frá sama granni og WFS. Nokkur atriði sem skilja á milli WFS og AA er að; a) WFS krefja ekki konur um að fá sér leiðbeinanda (,,sponsor“). Dr. Kirkpatrik segir að konur hafi svo lengi lifað undir leiðsögn annarra (verið „sponsored") að tímabært sé að þær ráði sér sjálfar, aftur á móti er ekkert því til fyrirstöðu að þær leiti ráða hjá hverri ann- arri sem vinkonur. b) WFS hefur engin spor til að fara eftir. Því verður engin ein kona í samtökun- um talin reynslumeiri en hver önn- ur, þótt hún hafi lengri edrútíma en einhver önnur. c) WFS hvetur konur ekki til að viðurkenna van- mátt (,,powerlessness“), heldur hvetur WFS konur til að fínna til getu sinnar og hæfni til að stjóma eigin lífí. Þetta á við um þegar kona er orðin edrú og hefur heilabú sitt í lagi til að taka eigin ákvarð- anir. Konur, segir dr. Kirkpatrik, hafa allt of lengi verið valdalausar og þurfa ekki að bæta ofan á valda- leysi sitt. d) WFS gerir ekki kröfu um að sækja fundi til lífstíðar, heldur sækir hver kona fundi eins og hún telur sig þurfa. Konum, sem óska eftir frekari upplýsingum og vilja stofna fundi, er velkomið að hafa samband við greinarhöfund. Höfundur er félagsfræðingur og rekur ráðgjafarstofu í áfengis- og fíkniefnamálum. JÍUJJJjJUj1 UÍlilJ' 5- UTIUF* Pelsjakkar í mörgum litum glæsibæ • s/mi sai 2922 Steinunn Björk Birgisdóttir I s l t f A. pennutrylli í B.T.Tölvum! tÍSiilÚlli í iMNHHiI (MSfflO §1® Packard Bell hJ _ . . _ 9508 "Ofurtölvan" Pentíum 75 MHz P- P3Ckard BeSS _________ • ,■ ^ 9505 sjónvarpstölvan TílbOð kr. 166.900* Tilboð kr. 149.900* B.T. Tölvur Venjulegt verð kr. 179.900,- Venjulegt verð kr. 164.900,- ív Grensásvegi 3 - Sími 588-5900 J *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.