Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 41 _______AÐSENDAR GREINAR__ Veljum íslenskt - sér- staklega lambakjötið MIKIÐ er rætt um landbúnað um þessar mundir og einna mest af þeim sem minnst þekkja til. Nei- kvæð umræða hefur varað við um áratuga skeið og sú umræða hefur skaðað landbúnaðinn mjög og er ein af ástæðum samdráttar á neyslu á landbúnaðarvörum, t.d. lambakjöti og er það öfugt við það sem hefði mátt ætla. Þar sem þjóð- inni hefur íjölgað og öll sú fjölgun orðið í þéttbýlinu, var eðlilegt að álykta að neyslan ykist en minnk- aði ekki, enda er svo í umræðunni að nær allir viðurkenna að lamba- kjötið sé besta kjötið sem við eig- um. Líka er að koma betur og bet- ur í ljós að það er hollt og eykur við og lengir lífdaga þeirra sem neyta þess að staðaldri. Þá er það líka í samræmi við reynsluna að fítan á lambakjötinu er ekki óholl — en bætir það til muna og gerir það bæði bragðbetra og mýkra. Þetta er holl og ljúffeng fæða. „Þetta eru ávextir okkar lands.“ Nú er það í umræðunni að fækka eigi suðfé, skera niður, fækka bændum og bjarga þannig stöðu sauðfjárræktarinnar og létta byrð- ar af ríkissjóði. Það á að bjarga málum hjá stétt og þjóð með því að minnka verðmætasköpun — auka enn atvinnuleysi og leggja sveitir í auðn. Það eru líka mikil verðmæti í margs konar mannvirkj- um. Er nú alveg vlst að þetta sé bestu bjargráðin? Hafa ráðamenn sem um þessi mál fjalla horft til framtíðar eða aðeins til næsta dags? Skilar atvinnuleysi þjóðar- auði — og eyddar byggðir framtíð- arheill? Ef sjömannanefndin sálaða sem nú ku eiga að endurlífga, hefði fengið þau skilaboð — ásamt skip- unarbréfi — að laun þeirra sem í nefndinni væru yrðu þau sömu og nefndin ákvæði bændum, þ.e. lækk- uðu jafn mikið og þeir ákvörðuðu bændum, þá trúi ég að nefndarmenn hefðu hugsað öðruvísi og viljað sá hveijar afleiðingar yrðu af svo og svo miklum niðurskurði og þá hefðu þeir ef til vill komið með önnur úr- ræði sem reynst hefðu betur bæði hjá bændum og þjóðinni, því þetta er mál þjóðarinnar — þetta er stór- mál hjá okkar fámennu þjóð. Svip- aðar forsendur voru fyrir hendi og nú — of mikil framleiðsla á matvæl- um sem hefði mátt selja meira af og of mikið af fólki sem gæti tekið við störfum nefndarmanna. Á kreppuárunum upp úr 1930 var bjargráðið að auka verðmætasköp- un og þar með auka atvinnu. Það skilaði góðum árangri og greiddi úr málum á þeim erfiðu tímum. Umdeildar greiðslur Mikið hefur - verið rætt um greiðslur frá ríki til landbúnaðar og ýmsir fundið þeim betri stað í öðrum greinum. T.d. ritaði maður í DV fyrir nokkru að betur væri þessu fé varið til niðurgreiðslu vaxta hjá ungu fólki sem ætti í greiðsluvanda vegna húsnæðislána. Ekki skal dregið í efa að þar er Við eigum að hætta við niðurskurð á sauðfé, nóg er komið af slíku. Hjörtur Einarsson vill hins vegar auka sóknar- þunga í sölumálum til mikilla muna. víða vandi á ferðum. En hann at- hugaði ekki að það eru einmitt ungir menn I landbúnaði sem hvað verst eru settir vegna sölutregðu á afurðum frá landbúnaði. En land- búnaður er atvinnugrein, önnur aðalstoð atvinnulífs í landi okkar frá upphafi byggðar, og er enn og verður til framtíðar ef við ætlum að búa hér áfram. Það er vitað mál, að landbúnaður sparar okkur mikinn gjaldeyri og þann þátt meg- um við ekki missa. Eitt af því sem varla er minnst á í umræðunni um greiðslur frá ríki til landbúnaðar — svo einsýn er umræðan — er það hvað kemur aftur til baka frá land- búnaði til ríks og þjóðar. Það eru stórar upphæðir þótt engar tölur séu nefndar. Sparnaður í gjaldeyri er mikill og gæti orðið enn meiri ef við neytendur bærum gæfu til að láta það hafa forgang í viðskipt- um sem íslenskt er. Ekki má gleyma atvinnuþætti þessa máls sem er umtalsverður, svo sem úrvinnsla afurða sem mikil nauðsyn er að aukis til muna og fjölmargir aðrir þættir sem tengjast atvinnugrein- inni. Það sem landbúnaður skilar í raun til ríkis og þjóðar eru því margir milljarðar. Það sem ríkið leggur til landbúnaðar skilar sér á margvíslegan hátt til baka. Gerum við okkur grein fyrir því hvað land- búnaður gefur okkur mikið? Ég held ekki. Ef við förum um landið okkar og tökum eftir, sjáum við fallegar byggðir, mikið af vel rækt- uðu og fallegu landi og margvísleg mannvirki um allt land. Viljum við heldur sjá landið í auðn, mannlausar byggðir og yfirgefin falleg hús? Þetta verður spuming til þjóðar- innar. Ég held, ef þjóðin hugsar og skilur alvöru málsins — þá er svarið augljóst: Við viljum hafa landið í byggð, við viljum sjá blóm- legar byggðir „sveitarinnar fyllast, akrar hylja móa“ eins og Hannes Hafstein kvað forðum. Vandinn er leysanlegur Vandinn í landbúnaði í dag er leysanlegur ef þjóðin vill. Skuldir þjóðarinnar við útlönd sömuleiðis. Þetta hvoru tveggja leysum við með því að kaupa og nota íslenskar vöru í mikið ríkari mæli en nú er gert og einkum og sér í lagi afurð- ir sauðfjárins. Með því móti bætum við þjóðarhag og getum orðið fijáls þjóð fjárhagslega. Landið okkar er auðugt af margvíslegum verðmæt- um og íslensku matvælin sem þjóð- in framleiðir er hin besta heilsu- fæða sem laus er við öll eiturefni og mengun sem víðast hvar er til staðar I Öðrum löndum. Margir munu sækjast eftir þessum heilsu- vörum okkar — ef vel er á málum haldið af okkar hálfu. Ég vona að þeir sem hvað mest beijast fyrir innflutningi á matvæl- um — sem meira en nóg er til af í landinu, fari nú að hugsa eins og íslendingar eiga að hugsa. Er það hagur neytenda þegar atvinnuleysi eykst? Er það neytendahagur að eyða gjaldeyri að óþörfu? Er það hagur neytenda þegar skuldir við útlönd aukast? Ef til vill eru skulda- mál þjóðarinnar hvað alvarlegust. Þessu getum við breytt án þess að finna fyrir því ef við stöndum sam- an um það að kaupa og nota það sem landið gefur og þjóðin fram- leiðir. Nóg komið Því eigum við að hætta við niður- skurð á sauðfé meira en orðið er, nóg er komið af slíku. Aftur á að auka sóknarþunga í sölumálum til mikilla muna — þar er mikið verk fyrir höndum. Sölumálin og of lítil fjölbreytni í úrvinnslu afurðanna, er það sem ekki hefur verið í lagi. Þar mætti og þyrfti að gera mikið átak. Ef þessum atriðum yrði fylgt eftir um allt land — þá er bjartara framundan í landbúnaði á Islandi. Ef margir taka höndum saman og þjóðin skilur og vill, þá mun það takast og verða þá straumhvörf til heilla fyrir íslenska þjóð, og þar á ríkið að koma að málum með fyrir- greiðslu og framlögum meðan unn- ið er að mörkuðum — en ekki skera niður eða eyðileggja dýrmæt verð- mæti eða stuðla að atvinnuleysi og landauðn. Það ætti að vera flestum landsmönnum Ijóst að við búum í góðu landi þar sem skilyrði til matvælaframleiðslu eru hvað best í heiminum — er að hollustu lýtur. Það votta best hreina vatnið, hreina loftið og hreini og fallegi íjallagróð- urinn þar sem sauðfé sækir eftir því besta sem völ er á. Heiðalöndin íslensku eru sé<rstök að gæðum. Það finnum við best í afurðum sauðfjárins. En innfluttu matvælin sem ýmsir menn leggja ofurkapp á að flytja inn eru af allt öðrum gæðaflokki — þar sem vatnið er óhreint, loftið mengað og gróðurinn þar af leiðandi annar en við þekkj- um hér best. Eru innflytjendur að hugsa um hollustu þjóðarinnar eða ef til vill heilsu og framtíð bama sinna, þegar þeir rembast við inn- flutninginn. Er betra líf og heilsa þar sem mengun er í jörð, vatni og lofti og alls konar eiturefni eru í matvælum. íslenska þjóð. Látum ekki villa okkur sýn eða æsa til vandræða. Þótt íslensk matvæli séu eitthvað dýrari — sem er alveg eðlilegt — þá eru þau best og hollust. Látum það hafa forgang sem íslenskt er, það mun reynast okkur best. Höfundur er fyrrrverandi bóndi. 55-®) Kynning í dag kl. 13-18. Staðgreiðsluafsláttur og Kaupauki fylgir Tölvu markaður... ...opnar í dag, föstudaginn 20. október kl. 10.00 stundvíslega! Tímabundbin markaður á nýjum og nýtegum tðlvubúnaðí ásamt uppítðkudbúnaðl í nýjum hluta verslunar Táaknívate að §k@ífunn> 17 (háegra megín / áður örtðtvutáekní), Tðtvur, hugbúnaður, jaðartæki o J. á góðu verðí. Takmarkað magn! Tæknival Skeifunnj 17 - j nýjum htute bm§m m§§ifí iOfoava > nnNNOH tíviNAaa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.