Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Aöalfundur Evrópusamtakanna á Hótel Sögu á morgun laugardag: Reynsla Svía af ESB-aðild og sýn til ársins 2000 Ræöumaöur á aðalfundi Evrópusamtakanna næstkomandi laugardag veröur dr. Cari B. Hamilton, hagfræöingur og eínn helzti forystu- maöur stuðningsmanna aöildar Svíþjóöar aö Evrópusambandinu. Hann mun flytja fyrirlestur, sem hann kallar „Reynsla Svíþjóöar af ESB-aðild og sýn til ársins 2000“. Dr. Hamilton mun í erindi sínu, sem hann flytur á ensku, fjalla um reynslu Svía af ESB-aðild og hlutverk Svíþjóðar á vett- vangi Evrópusambandsins. Þá mun hann ræöa um stööu Austur-Evrópuríkjanna og möguleika þeirra á ESB-aðild. Loks mun Hamilton víkja aö stööu íslands í evrópsku samstarfi. Aðalfundurinn verður haldinn í Átthagasal Hótels Sögu kl. 13.30 laugardaginn 21. október. Auk þess fara fram venjuleg aöalfundarstörf. Fundurinn er öllum opinn. Félagar í Evrópusamtökunum eru hvattir til aö mæta og taka meö sér gesti. Hægt verður aö skrá sig í samtökin á fund- inum og eru nýir félagar velkomnir. Evrópusamtökin eru þverpólitísk samtök. í samtökunum er fólk úr öllum stjórnmálaflokkum, auk þess sem margir félagsmenn standa utan stjórn- málaflokka. Á meöal markmiöa samtakanna er aö starfa aö virkri þátttöku íslands í samstarfi Evrópuríkja, vinna aö því aö ísland sæki um aðld aö Evrópusambamdinu og stuöla aö skipulegri samvinnu þjóöa Evrópu á lýðræðislegum grundvelli, í því skyni aö standa vörð um frið, frelsi og mann- réttindi og auka gagnkvæman skilning og menningarleg samskipti. Ábendingar á mjólkuritmbúðum, ur. 2 af'60. Forðumst rugling! Orðtök auðga mál en geta líka spillt ef rangt er farið með. Aigengum orðtökum er oft ruglað saman svo að úr verður merkingarleysa. Þegar sagt er að einhver komi „eins og þjófur úr heiðskíru lofti“ er tvennu blandað saman: koma eins og þjófur á nóttu og koma eins og þruma úr heiðskíru Iofti. Vökum yfir myndauðgi málsins! ,v» MJÓLKURSAMSALAN íslenskufrœðsla á mjólkurumbúðum er samstarfsverkefni Mjólkursamsölunnar, íslenskrar málnefndar og Málrœktarsjóðs: : blahib ioisu. v \ -kjarni málsins! ÍDAG VELVAKANÐI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Ogleymanleg skemmtun HARMONIKUFÉLAG Reykjavíkur hélt fjöl- skylduskemmtun í Dans- húsinu Glæsibæ sl. sunnu- dag. Fyrst voru tónleikar, síðan var dansað í u.þ.b. eina klst. Þar dönsuðu ungir sem aldnir saman og skemmtu sér hið besta undir hannonikutónlist léttsveitar Harmonikufé- lags Reykjavíkur. Þessi stund verður mér ógleym- anleg. Félagar í Harmon- ikufélagi Reykjavíkur, haldið áfram á þessari braut. Guðrún Opnun skautasvellsins í Laugardal VEGNA BRÉFS tveggja ungra stúlkna sem spurð- ust fyrir um yfirbyggingu skautasvellsins í Laugard- al í Velvakanda si. mið- vikudag vill Svava Sigur- jónsdóttir, formaður List- skautadeildar Skautafé- lags Reykjavíkur, vekja athygli á að skautaís er kominn á vélfrysta svellið og það hefur verið opnað almenningi og félögunum til æfinga. Starf List- skautadeildar Skautafé- lags Reykjavíur hefst nú á laugardagsmorgun kl. 9 og verður þá innritun og raðað í flokka frá kl. 9-12. Skautaskólinn verður í vet- ur á mánudögum og mið- vikudögum kl. 18 en ekki á þriðjudögum og fimmtu- dögum eins og var í fyrra. Hlökkum til að hittast og byija aftur. Heiðbjört og andarungarnir SIGRÍÐUR hringdi og vildi koma á framfæri fyrir- spum um bamabókina Heiðbjört og andarangana. Bókin er frá áratugnum 1940-50 og Sigríður vill fá að vita hver gaf bókina út og hvernig hægt er að nálgast hana. Ef einhver á þessa bók og vill láta hana, vinsamlegast hafið sam- band í síma 557-4581. Lítil þjónusta við kaffigesti MAGNÝ Jóhannesdóttir hringdi og vildi kvarta yfir lélegri þjónustu við kaffi- gesti á Hótel Borg á kvöld- in. Hún kom þama um kvöld eftir kl. 22 og vildi fá sér kaffi, en var vísað frá og sagt að einungis matargestir væra þjón- ustaðir á þessum tíma. Fannst henni þetta undar- legt þar sem laus borð voru í salnum og eins vegna þess að langt var liðið á kvöldið. Er því greinilegt að ekki er hægt að fara inn á Hótel Borg að kvöldlagi til að fá sér kaffi. Hins vegar fór hún á Óðinsvé og fékk þar mjðg góða þjónustu. Of langur þáttur SIGRÍÐUR vill taka undir með Skúla sem minnist á sjónvarpsþáttinn Dagsljós í Velvakanda sl. miðviku- dag. Hún vill fá fjölskyldu- efni eftir fréttir, eitthvað sem öll fjölskyldan getur horft á saman. Þátturinn Dagsljós var ágætur, en nú fínnst henni hann of langur og alls ekki á rétt- um tíma. Forsetaefni ÁRNI Gíslason vill benda á Árna Sigfússon sem næsta forseta. Hann segir Árna koma mjög vel fyrir og vera vel að sér í öllum málum. Tapað/fundið Barnasandali tapaðist HVÍTUR bamasandali tapaðist á leiðinni frá Skólavörðustíg, eftir Berg- staðastræti að Laufsás- borg, í lok síðustu viku. Finnandi vinsamlega hringi í síma 551-5216. Týnt hjól BLÁTT 24“ barnafjallahjól af gerðinni Trek Mountain Track hvarf frá Öldugötu föstudaginn 13. eða laug- ardaginn 14. október sl. Barnið sem á hjólið hafði safnað lengi fyrir hjólinu og látið alla peninga sem til féllu fara í kaupin. Hjólsins er því sárt saknað. Kannist einhver við að hafa séð þetta hjól er hann vinsamlega beðinn að láta vita í síma 562-1747. Gæludýr Týndur köttur GRÁBRÖNDÓTTUR eyrnamerktur högni fór frá Sólvallagötu fimmtu- daginn 28. september og síðan hefur ekkert til hans spurst. Þeir sem kynnu að hafa orðið ferða hans varir eru vinsamlega beðnir að hringja í síma 562-0133. Farsi 7-10 JOTS^FaraÆCartooj^dKt^^nrvefsa^Pre^ Syndicate LOAlibLAiS/CML-THfirLr n Siyo/ux. ejgcL mó-ttöfc-ysijorcir oZ u því að sýna æskunni fram skilningsleysi hennar á dýpri rökum skáklistarinnar. Ékki hefur það þó alltaf tekist, eins og þegar Jóhann Hjart- arson iagði hann í einvíginu fræga. Þessi staða kom upp á mótinu sem haldið var í Wic- hern. Einn stigahæsti skákmaður Þjóðveija, Christopher Lutz (2.575) hafði hvítt, en Kortsnoj var með svart og átti leik. 31. - Hxd3! 32. Hxd3 (Auðvitað ekki 32. cxd3? - Hxcl+! og mátar í næsta leik) 32. - Hxc2 33. Dxc2 - Rxc2 34. Kxc2 - Dc5+ 35. Kdl og svartur á nú unnið tafl. Ein- faldast er 35.'— Df2! því 36. Hd2 má svara með 36. — Bxf3+! í staðinn lék sá gamli 35. — e5 sem lengdi þjáning- ar andstæðingsins til muna. Það breytti þó engu um úr- slit og á morgun skulum við skoða hvemig kennslustund- inni lauk. skák Umsjón Margeir' Pétursson SVARTUR leikur og vinnur Viktor Kortsnoj (2.635) er orðinn 64 ára en lætur engan bilbug á sér fmna. Hann vann í haust sigur á sterku opnu móti í Þýska- landi. Þótt sigurviljinn sé kannski ekki alveg eins mik- ill og á árum áður hefur hann ávallt jafn gaman af Víkveiji skrifar... VÍKVERJI fór á sunnudags- kvöld á tónleika í Langholts- kirkju, en tilefni þeirra er orgel- kaup í kirkjuna. Dagskrá þessara tónleika var vönduð, fjölbreytt og skemmtileg. Þama sungu Karlakór Reykjavíkur og Kór Langholts- kirkju, og svo Sigrún Hjálmtýs- dóttir, sem kynnir tónleikanna, Bergþór Pálsson, sagði kunna að kveikja bæði í fólki og húsum með söng sfnum! Þetta með húsin var auðvitað tilvísun til eldsins, sem kviknaði í Islenzku óperunni af söng Diddúar í Carmina Burana. Og undirtektir tónleikagesta í Langholtskirkju sönnuðu að Berg- þór sagði satt um fólkið. Diddú er hrífandi iistamaður, sjálfri sér lík í söng og framkomu. x x x ETTA voru fjórðu tónleikar orgelsjóðs Langholtskirkju. Er auðvitað við hæfi, að í svo stór- kostlegt hús komi viðeigandi hljóð- færi. Nú hefur verið ákveðið að kaupa orgel frá bandarísku fyrirtæki Noack að nafni. í fréttabréfí orgel- sjóðsins segir, að fyrirtækið sé kennt við austurþýzkan orgelsmið, Fritz Noack, sem fluttist ungur til Bandaríkjanna og er fyrirtækið í Georgetown í Massachusetts. Valið stóð milli þessa.fyrirtækis og annars í Hollandi. Af frétta- bréfinu má ráða, að bæði hafi getað uppfyllt óskir Langholts- kirkjumanna, en hagstætt gengi Bandaríkjadals á móti hollenzka gyllininu og samningur í íslenzk- um krónum hafi ráðið miklu um endanlegt val. Orgelið, sem nú er í smíðum fyrir Langholtskirkju, er annað tveggja orgela, sem þessi banda- ríska orgelsmiðja býr nú til fyrir Islendinga. Hitt kemur í Neskirkju. Þessi tvö orgel eru þó ólík, því það síðartalda er í rómantískum stíl, en orgel Langholtskirkju er bar- okkorgel. Það verður 33 raddir með þijú spilaborð og fótspil og það eina sinnar tegundar hér á EN ÞAÐ eru ekki aðeins kirkj- umar og þeir, sem eiga eftir að hlusta á þessi orgel, sem græða á þeim og því gífurlega starfi, sem á bak við fjármögnun kaupanna býr. Fyrst Guð fær sín orgel, vill ríkið líka fá sitt. Og eru menn þó búnir að gjalda fjármálaráðherran- um það sem honum bar af þeim peningum, sem menn gefa til orgelkaupanna. Svona hljóðfæri, eins og til stendur að kaupa í Langholts- kirkju, kostar röskar 42 milljónir króna og er virðisaukaskatturinn rúmar 8 milljónir króna. í frétta- bréfínu kemur fram, að allt hafí verið reynt til að fá virðisauka- skattinn felldan niður af kirkjuorg- elum, en ekki tekist. Þannig hafi virðisaukaskatturinn af orgeli Hallgrímskirkju numið 18 milljón- um króna, sem eru jafnvirði kaup- verðs 20 radda orgels.!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.