Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 51 ÍDAG BRIDS IJmsjón Guðmundur l’áll Arnarson BRIDSFÉLAG Kópavogs stóð fyrir eins dags tví- menningskeppni síðastlið- inn laugardag í tilefni af 40 ára afmæli bæjarins. Styrktaraðili mótsins var Sparisjóður Kópavogs, en veitt voru peningaverðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Sig- urvegararnir komu úr öðru sveitarfélagi, en það voru þeir Gunnar Þórðarson og Sigfús Þórðarson frá Sel- fossi. Þeir hrukku í stuð strax í fyrsta spili, með góðri vörn gegn tveimur gröndum suðurs: Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ G 4 97652 ♦ Á93 ♦ Á1042 Vestur Austur 4 1042 4 ÁK986 V KG8 11 4 D43 ♦ 10765 4 G84 4 G93 4 86 Suður ♦ D753 4 Á10 ♦ KD2 ♦ DK75 Vestur Norður Austur Suður - Pass Pass 1 grand Pass 2 tíglar* Pass 2 hjðrtu Pass 2 grönd Pass Pass Pass * yfirfærsla. Útspil: Tígulfimma. Sagnhafi sér átta líklega slagi, en það er langsótt að reyna við þann níunda á hjarta vegna veikleikans í spaðanum. í flestum' tilfell- um ætti vömin að geta tekið 3-5 slagi á spaða. En ekki í þetta sinn, þar eð austur á ÁK í litnum. Hjartað brotnar auk þess 3-3, svo níu slagir em fáanlegir ef ailt er lagt undir. Þetta sáu þeir félagar og fóm sér hægt í vöminni. Gunnar spilaði út tígli, sem drepinn var með ás í borði og hjarta spilað á tíu og gosa. Nú kom spaðatvistur yfír á kóng Sigfúsar. Eftir nokkrar vangaveltur ákvað Sigfús að treysta suðri til að eiga drottninguna og spil- aði tígli hlutlaust til baka. Sagnhafa skorti nú áræði til að spila upp bestu legu og tók sína átta slagi. Mínus 120 reyndist vera góð skor í AV. ísak Öm Sigurðsson og Þröstur Ingimarsson urðu í öðm sæti, en Ásmundur Pálsson og Aðalsteinn Jörg- ensen þvi þriðja. Arnað heilla ÁRA afmæli. í dag, föstudaginn 20. október, er níræð. Málfríð- ur Kristjánsdóttir, Boða- hlein 6, Garðabæ. Eigin- maður hennar Helgi Bjarnason varð níræður 14. september sl. Þau taka á móti gestum í kvöld kl.29 í Kiwanishúsinu-Engja- teigi 11, Reykjavík. ÁRA afmæli. í dag, föstudaginn 20. október, er fímmtugur Hrólfur Kjartansson, deildarstjóri í mennta- málaráðuneytinu, Mosa- barði 16, Hafnarfirði. Eig- inkona hans er Guðlaug Ingvarsdóttir. Þau hjónin taka á móti gestum í Alfa- felli, Iþróttahúsinu v/Strandgötu kl. 20-23 á afmælisdaginn. LJósm. Rut BRÚÐKAUP. Gefín vora saman 9. júlí sl. í Búðakirkju af sr. Ólafí Jens Sigurðssyni Bryndís Vilbergsdóttir eg Garðar Erlingsson. Heimili þeirra er á Ránargötu 7, Reykjavík. Með þeim á myndinni er Vilberg. Ljósmyndastofa Þóris. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. ágúst sl. hjá Borgarfógeta Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir og Dirk Liibker. Heimili þeirra er í Lange Breede 8a, 33649, Bielefeld, Þýskalandi. Ljósmyndarinn Lára Long BRÚÐKAUP. Gefín vom saman 1. júlí sl. í Digranes- kirkju af sr. Pálma Matthí- assyni Þórhildur Þor- bergsdóttir og Hallgrím- ur Sæmundsson. Heimili þeirra er í Blikahólum 4, Reykjavík. Úthlíð í Hafnarfirði I formála minningar- greina um Reimar Jóhann- es Sigurðsson húsgagna- smíðameistara á blaðsíðu 44 í Morgunblaðinu í gær, fimmtudag, var sagt að hann hefði látist á heimili sínu í Reykjavík. Hið rétta er að Reimar Jóhannes átti heima í Úthlíð 33 í Hafnar- firði og þar lést hann hinn 11. október síðastliðinn. Hlutaðeigendur em inni- lega beðnir afsökunar á þessum mistökum. Því í stað þó í minningargrein Magn- úsar Skúlasonar um séra Þórhall Höskuldsson á blaðsíðu 30 í Morgunblað- inu sunnudaginn 15. októ- ber síðastliðinn stóð í 22. LEIÐRÉTT línu í 4. dálki: „Gjör- sneyddur .. fijálslyndis- blaðri .. eftir vindáttinni. Naut þó óskoraðs trausts starfssystkina sinna.“ í stað þó átti að standa því. Þessi litla br'eyting veldur viðkvæmum merkingar- mun. Hlutaðeigendur eru innilega beðnir afsökunar á þessum mistökum. Brúðkaupsmyndir Morgunblaðinu bárast rangar upplýsingar með tveimur brúðkaupsmynd- um sem birtust nýlega í blaðinu. Um er að ræða annarsvegar brúðkaup þeirra Kristinar Ragnars- dóttur og Lárusar Kr. Jónssonar, sem sögð voru hafa gengið í hjónaband þann 20. júlí sl. Hið rétta er að þau gengu í það heil- aga 29. júlí sl. Hins vegar var ættarnafn brúðguma rangt í brúðkaupstilkynn- ingu þeirra Laufeyjar Örnu Johansen og Gunnars Þórs Schiöth Elfarssonar, sem leiðréttist hér með. Þýskt-íslenskt verslunarráð í frétt Morgunblaðsins sl. föstudag um stofnun Þýsk-íslenska verslunar- ráðsins var ranglega sagt að Kristján Hjaltason, stjómarmaður í ráðinu, væri forstöðumaður á skrifstofu Eimskips í Ham- borg. Hið rétta er að Krist- ján er framkvæmdastjóri Icelandic Freezing Plant Handels GmbH í Hamborg. Beðist er velvirðingar á mistökunum. STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake VOG Afmælisbam dagsins: Hlýja og umhyggjusemi einkenna öli samskipti þín við aðra. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Kannaðu vel góða möguleika sem gefast til að bæta af- komu þína. Þér tekst að leið- rétta smá misskilning sem upp kemur. Naut (20. apríl - 20. maí) Eitthvað verður til þess að breyta fyrirætlunum þínum í vinnunni í dag. Þér berast góðar fréttir varðandi fjár- málin í kvöld. Tvíburar (21.maí-20.júní) Þú ert ekki alveg viss um hvað þig langar að gera í kvöld, en vinur hefur góða hugmynd, og þú skemmtir þér konunglega. Krabbi (21. júní - 22. júlí) HIS Þú hættir við fyrirhugaða ferð, en notar tímann til að sinna fjölskyldu og vinum. Kvöldið verður mjög ánægju- legt. Ljón (23. júlf — 22. ágúst) Dagurinn hentar vel þeim sem íhuga íbúðakaup eða þurfa lán til húsnæðiskaupa. Þú býður heim góðum gest- um í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. september) <3^* Þér berast í dag góðar frétt- ir, sem þú hefur lengi beðið eftir, og hefur æma ástæðu til að fagna með ástvini í kvöld. V°g (23. sept. - 22. október) Einhver nákominn á erfítt með að gera upp hug sinn, en þú getur komið honum til hjálpar. Slakaðu á með ást- vini í kvöld. Sþorddreki (23. okt. - 21. nóvember) Láttu ekki áhugaleysi vinar valda breytingum á fyrirætl- unum þínum um helgina. Þér berast góðar fréttir varðandi fjármálin. Bogmadur (22. nóv. - 21. desember) Glaðværð þín og bjartsýni em smitandi, og þú átt ánægjulegan dag með vinum og vandamönnum. Bjóddu svo ástvini út í kvöld. Steingeit (22. des. - 19.janúar) Vinur lætur dragast að end- urgreiða þér gamalt lán. En í vinnunni gefast þér ný tækifæri, og þú nýtur hylli ráðamanna. Vatnsberi (20.janúar-18. febrúar) Þér tekst loks að leysa gam- alt vandamál er varðar fjöl- skyldu eða heimili, og það gefur tilefni til fagnaðar í kvöld. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þér gengur erfíðlega að ná sambandi við fjarstaddan vin, en þér berst spennandi heimboð þar sem þú skemmtir þér vel. Stjörnuspá á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggist ekki á traustum gmnni visindalegra stað- reynda. BRIDS Umjón Arnór G. Ragna rsson Bridsfélag Fljótsdalshéraðs SPILAÐUR var eins kvölds tvímenn- ingur 16. okt. sl. og urðu úrslit þessi: Þórarinn V. Sigurðsson - Siguijön Stefánsson 133 Ingi M. Aðalsteinsson - Bemhard Bogason 127 Sveinn Símonarson - Siguriaug Bergvinsdóttir 119 BjömAndrésson-ÞorbjömBergsteinsson 116 Jón B. Stefánsson - ÓlafurÞ. Jóhannsson 116 Dagskrá fyrir hluta vetrar starfs- árið 1995-96 verður annars sem hér segir. 23. október: Tvímenningur með nýjum spilafélaga. (Spilarar reyna að koma með félaga með sér sem þeir spila ekki með að jafnaði. Aðrir verða dregnir saman.) 30. októben Aðaltvímenningur, fímm kvöld. Þessi tvímenningur er öllum opinn og hægt að mæta eitt kvöld eða fleiri. 4. og 11. desember: Hraðsveita- keppni: Efsta og neðsta par úr aðaltví- menningi saman í sveit, næstefsta og næstneðsta o.s.frv. (Öllum opinn.) 15. desember: Jólasveinakvöld. Ein- menningur og verðlaunaafhending. Bikarkeppni Bridssambands Reykj anesumdæmis Dregið hefur verið í fyrstu umferð í Bikarkeppni BRU, sveit sem talin er upp á undan á heimaleik. Karl G. Karlsson - Heimir Tryggvason Sigurjón Harðarson - Gunnar SÍgurðsson Eyþór Jónsson - Flutningsmiðlun Jónasar (K.vik) lándssvcitin (Kóp.) - Lilli Lár (Sandg.) Sigurður Davdðsson - Ragnar Jónsson Víðir Friðgeirsson - Svala Pálsdóttir Sigurður Ivarsson - Ho Sji Minh (Sandg.) Grallaramir - Ármann J. Lárusson Vinsamlegast greiðið spilagjaldið, kr. 2.000, sem fyrst til fulltrúa BRU hjá viðkomandi félagi. Fyrstu umferð skal vera lokið eigi síðar en 18. nóvember. íslandsmót kvenna í tvímenningi 1995 íslandsmót kvenna í tvímenningi verður haldið helgina 28.-29. október í húsnæði Bridssambands íslands, Þönglabakka 1, 3ju hæð. Spilaður verður barómeter og hefst spila- mennska kl. 11 bæði laugardag og sunnudag, en nánari dagskrá verður útbúin um leið og skráningarfresti lýkur. Keppnisstjóri verður Jakob Kristinsson og keppnisgjald er 5.000 kr. á parið. Spilað er um gullstig og Evrópustig. Núverandi íslandsmeist- arar kvenna í tvímenningi em Guðrún Jóhannesdóttir og Ragnheiður Tómas- dóttir. Skráning er á skrifstofu Brids- sambands Íslands s. 587-9360 milli 9 og 16 alla virka daga til fimmtudags- ins 26. okt. íslandsmót yngri spilara í tvímenningi 1995 íslandsmót yngri spilara (þ.e. spil- ara sem era fæddir 1971 eða síðar) í tvímenningi verður haldið í Þöngla- bakka 1, helgina 4.-5. nóv. nk. Spilað- ur verður barómeter og hefst spila- mennska kl. 11. Spiluð verða a.m.k. 90 spil og fer spilafjöldi milli para eftir fjölda þátttakenda. Spilað er um gullstig og Evrópustig. Keppnisgjald er 5.000 kr. á parið. Keppnisstjóri verður Sveinn R. Eiríksson. Skráning er hafin á skrifstofu Bridssambands íslands í síma 587-9360 og verður skráð til fímmtudagsins 2. nóv. Núver- andi íslandsmeistarar yngri spilara em Stefán Jóhannsson og Ingi Agn- arsson. íslandsmót (h)eldri spilara ítvímenningi 1995 Samhliða íslandsmóti yngri spilara helgina 4.-5. nóv. verður haldið í ann- að sinn .Islandsmót (h)eldri spilara. Eins og í yngri spilara flokknum þá er það aldurinn sem skiptir máli til þess að hafa rétt til að spila í þessu móti. Spilarar þurfa að vera orðnir 50 ára og samanlagður aidur þeirra má ekki vera undir 110 áram. Þetta em vaxandi mót alls staðar í Evrópu og er byijað að halda Evrópumót í bæði tvímenningi og sveitakeppni í þessum flokki. Byijað verður að’spila báða dagana kl. 11 og spilaður verður barómeter tvímenningur og fer spila- fjöldi milli para eftir fjölda þátttak- enda. Síðasta ár tóku þátt 18 pör og íslandsmeistarar (h)eldri spilara urðu Þórir Leifsson og Þorsteinn Pétursson frá Bridsfélagi Borgarfjarðar. Keppn- isgjald er 5.000 kr. á parið og spilað er um gullstig. Skráningarfrestur er til fímmtudagsins 2. nóv. og skráð er á skrifstofu 'Bridssambands íslands milli kl. 8 og 16 alla virka daga í síma 587-9360. Bridsfélag Akureyrar Akureyrarmót í tvímenningi hófst þriðjudaginn 17. okt. í Hamri. 26 pör mættu til leiks og vom fyrstu 5 um- ferðimar spilaðar, en keppni þessi verður svo spiluð áfram 4 næstu þriðjudagskvöld. Staðan er nú þessi. Staðan eftir 5 umferðin FrímannStefánsson-PállÞórsson 100 Gissur Jónasson - Ragnhildur Gunnarsdóttir 76 SigurbjömHaraldsson-StefánRagnarsson 73 Sveinbjöm Jónsson - Jónas Róbertsson 72 ReynirHelgason-TryggviGunnarsson 52 Skúli Skúlason - Guðmundur St. Jónsson 49 Stefán Vflhjálmsson - Guðmundur V. Gunrdaugsson 41 Úrslit í Sunnudagsbrids 15. okt. urðu: SveinbjömJónsson-JónasRóbertsson 258 Hörður Steinbergsson - Öm Einarsson 252 KolbrúnGuðveigsd.-RagnheiðurHaraldsd. 233 Skúli Skúlason - Hans Viggó 219 Bridsdeild Barðstrendingafélagsins Staðan í aðaltvímenningi eftir 3 kvöld er eftirfarandi: Jón Stefánsson - Sveinn Siguigeirsson 894 RagnarBjömsson-LeifurJóhannesson 891 EðvarðHallgrímsson-JóhannesGuðmanns. 878 PéturSigurðsson-ViðarGuðmundsson 876 Valdimar Sveinsson - Friðjón Margeirsson 869 Meðalskor er 810 stig. Besta skor 16. okt N/S: GunnarB.Kjartanss.-ValdimarSveinss. 318 RagnarBjömsson-LeifurJóhannesson 310 EddaThorlacius-Sigurðurísaksson 290 Friðgerður Friðgeirs. — FriðgerðurBenediktsd. 289 Besta skor í A/V: JónStefánsson-ÞórirLeifsson 306 SkarphéðinnLýðsson-GuðbjömEiríksson 300 Geirlaug Magnúsd. - Torfi Axelsson 296 PéturSiguiðsson-ViðarGuðmundsson 289 ÞESSAR duglegu stúlkur héldu nýlega hlutaveltu og færðu Bama- spítala Hringsins ágóðann sem varð kr. 2.075, til styrktar bygg- ingu nýs barnaspítala. Þær heita Hrafntinna Viktoría Karlsdóttir og Dagrún Inga Þorsteinsdóttir. Hlutavelta IU styrktnr Rarnaspitala Hrinasins Hlutavelta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.