Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 1
RAKSTUR 4 i FOSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 I hnakkstól við vinnuna BAKVERKI, blóðrásartruflanir og alls konar kvilla má efalítið rekja til óhent- ugra stóla, sem þorri fólks situr á iung- ann úr deginum. Hannaðar hafa verið ýmsar gerðir stóla, sem eru stillanlegir á ýmsa vegu og eiga að koma í veg fyrir hvers kyns likamleg óþægindi. Ein nýjasta gerðin er áströlsk að upp- runa og er sætið hannað eins og hnakkur. Sérfræðingar í heilbrigðisstéttum komust að raun um að margir fatlaðir, sem ekki gátu setið óstuddir á venjulegum stólum, voru mun stöðugri á hestbaki. I kjöl- farið hóf dr. A.C Mandal viðamiklar rannsókn- ir á hvernig stólar væru hentugastir. Rannsóknin var m.a. gerð á bókasöfnum, þar sem starfsfólk og gestir vinna jafnan sitjandi. Til að sanna kenninguna um að seta í hnakk sé góð líkamsstelling voru gerðar tilraunir und- ir handleiðslu tveggja iðjuþjálfara, sjúkraþjálfara og verkfræðings. Afrakstur rann- sóknanna var The Bamback Saddle Seat, sem kom á markað í fyrra. Umboðs- og dreif- ingaraðili er Den-* talía hf. og voru stólarnir fyrst kynntir á tannlæknaþingi í síð- ustu viku. Án baks kostar stóll- inn tæpar 37 þús. krónur, en með baki tæpar 45 þús. krónur. Þeir eru á hjólum og hægt er að hækka og lækka setuna og stilla bakið eftir þörfum. Þótt stólarnir bjóði ekki upp á að konur sitji í sérstaklega „dömulegum" stellingum við vinnu sína segir Sigríður Ólafs- dóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Dentalíu hf., að mikilvægara sé að taka heilsuna fram yfir slík- an hégóma. „I hnakkstól verður meiri hreyfing á líkamanum og blóðflæði til fótanna eðlilegra en ella. Stóllinn tryggir einnig að hryggsúlan er í ákjósanlegri stöðu og því er minni hætta á bakverkjum, en slíka verki má oft rekja til óhentugra vinnu- stellinga." ¦ Enn I leiri til Baltamaeyja MILLI 80 og 90 manns hafa látið skrá sig á bið- lista í fjórðu ferð Samvinnuferða- Landsýnar til Bahamaeyja, sem hugsanlega verðurfarin 19. nóvember næst- komandi. Fyrsta sex daga ferðin þangað seldist upp á örskömm- um tíma og var tveimur ferðum því bætt við, 2. og 12. nóvem- ber Verð á bess- Morgunbla8jð/8jartaii Magnússon umferðumer KÁTIR f slendingar á tæplega 40 þús- Bahamaeyjum. und krónur með gistingu í fimm nætur, flugvallas- köttum og fararstjórn og er nú uppselt í þær. Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samvinnu- ferða-Landsýnar segir að verið sé að undirbúa fjórðu ferðina 19. nóvember og kanna grundvöll fyrir þeirri fimmtu, sem yrði yfir jól og áramót. „Áhugi fólks á þessum ferðum fer ekki milli mála, en þegar líða fer að jólum eykst ferða- mannastraumur til Bahamaeyja og verð á gist- ingu hækkar í samræmi við það. Við erum því að leita að hagstæðu verði á gistingu fyrir far- þega okkar, en óvíst er hvort tekst að fá gisti- rými fyrir allan þennan fjölda í nóvember." Helgi kveðst gera ráð fyrir að 12-13 daga ferð til Bahamaeyja um jól og áramót verði á svipuðu verði og jóla- og áramótaferðir til Kanaríeyja, en algengt verð á tveggja vikna ferð þangað á þessum árstíma er á bilinu 70-95 þúsund krónur. Kaupauki, tilboð og afsláttur lokka og laða "J TILBOÐ, afsláttur og kaupauki virðast vera verslunarmáti nú- tímans ef marka má fjölda aug- lýsinga með slíkum boðum í Morgunblaðinu í gær. Til- boðsbæklingar frá verslunum og veitingahúsum, sem koma í stríðum straumum inn um bréf- alúgur heimilanna, segja lika sína sögu. Neytendur virðast hafa úr ýmsu að moða þessa dagana; eitt hundrað vörutegundir á 100 kr. stykkið í Nóatúnsbúðunum, snyrtitaska með ýmsum snyrti- vörum fæst í kaupbæti ef keypt eru tiltekin krem í nokkrum snyr- tivöruverslunum, 20% afsláttur af þvottavélum í Fönix, sami af- sláttur á sokkabuxum og mögu- leikar á ferð fyrir tvo til Mexíkó ef keypt er Marínó kaffí í Hag- kaup að ógleymdu fjögurra daga tilboðsverði á ýmsum vörum í verslunum Kringlunnar. Hugað að jólagjöfum? Að sögn kaupmanna hafa við- brögðin verið fádæma góð. Sem dæmi segir Einar Halldórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, að á miðvikudaginn, sem var fyrsti dagur Kringlukastsins, hefðu nítján til tuttugu þúsund manns komið í Kringluna, en venjulega kæmu tíu til ellefu þúsund á venjulegum miðviku- degi á sama árstíma. Einar telur líklegt að margir séu þegar farn- ir að huga að jólagjöfum. En tilboðin eru víða annars staðar en i Kringlunni. Versl- unarmenn, sem Daglegt líf ræddi við, sögðu einskæra tilviljun að slík boð væru í gangi á sama tíma og Kringlukastið. Flestir sögðu að nýtt visakortatímabil réði miklu um tímasetningu. Einar Jónsson, framkvæmdastjóri Nó- atúnsbúðanna, var sammála því, en hann sagði jafnframt að sú staðreynd að kjötsala væri frem- ur dræm á þessum árstíma vegna mikils framboðs á heimaslátruðu hefði haft sitt að segja.. „Það sem af er hefur aldrei verið eins mikil sala á tilboðsvör- um, en þetta er í fj'órða sinn sem við bjóðum ákveðnar vörur á 100 kr. stykkið. Nokkuð ber á að smásalar komi og kaupi gjafa- vöru í stórum stíl. Líklega ætla þeir að selja hana dýrar þegar nær dregur jólum," segir Einar Jónsson að lokum. ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.