Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF f Getnaðarvörn morguninn eftir hindrar óvelkomna þungun en er ekki fóstureyðing UNG kona vaknar áhyggjufull á sunnudagsmorgni - nóttina áður gleymdu þau sér, hún og kærast- inn, og notuðu ekki smokka. Það er margt sem getur váldið því að getnaðarvarnir bregðast, eða eru jafnvel ekki notaðar - slysni, kæruleysi, áfengisneysla eða fáfræði. Á íslandi hafa konur oftast aðeins um einn kost að velja undir slíkum kringumstæðum - að bíða með krosslagða fingur eftir blæðingum. Ef síðan kemur í ljós að um þungun er að ræða, þurfa þær að velta fyrir sér erf- iðri ákvörðun - hvort eigi að fara í fóstureyðingu eða horfast í augu við ótímabæra barneign. Önnur og betri úrræði en fóstureyðing En í flestum löndum Vestur- Evrópu hafa stúlkur og konur lengi haft önnur, mun betri úrræði við þessum vanda - þær bregða sér til heimilislæknis síns eða nið- ur á slysadeild og biðja um „morg- uninn-eftir-pilluna". Slíkar pillur flokkast undir svokallaðar neyðar- getnaðarvarnir, eða Emergency Contraception, eins og það kallast erlendis. Oftast er notað Yuzpe- aðferðin, þ.e. tvisvar sinnum tveir skammtar af venjulegri getnaðar- vamarpillu með 0,25 mg af pró- gesteróni, sem er tekið innan 72 tíma frá því að óvarin mök áttu sér stað. Þessi aðferð lækkar líkur á getnaði um 75 prósent. Taka skal fram að hér er ekki verið að ræða um fóstureyðingar- pillu, heldur vörn, sem 'kemur í veg fyrir getnað á sama hátt og lykkjan, þannig að fijóvgað egg getur ekki fest sig í legveggnum. Læknar geta einnig komið lykkju fyrir í legi eftir samfarir og hefur það sömu áhrif. Sú aðferð er hins vegar ekki notuð almennt vegna þess að konur sem sækjast eftir getnaðarvörnum eru iðulega ung- ar og barnlausar, og þannig er ekki ráðlagt að nota lykkjuna. Mikilvægi neyðargetnaðarvarna . Nýlegt rit Planned Parenthood in Europe, sem em alþjóðleg sam- tök um fjölskylduáætlun, er helgað neyðargetnaðarvörnum og mikil- vægi þess að koma þeim víðar á framfæri. í ritinu er meðal annars fjallað um alþjóðlega ráðstefnu sem var nýlega haldin á vegum World Health Organisation og Rockerfeller Foundation um þetta mál í Bellagio á Ítalíu. Sérfræðing- ar frá 24 löndum gáfu út yfirlýs- ingu eftir fundinn, þar sem er meðal annars tekið fram að „hægt væri að koma í veg fyrir milljónir óvelkominna þungana á ári hveiju, ef neyðargetnaðar- varnir væru almennt á boðstól- um. Konur um allan heim ættu að hafa aðgang að þess- ari hættulausu aðferð til að koma í veg_ fyrir óvelkomna þungun.“ í yfírlýsingunni er einnig undirstrikað að hér sé ekki um fóstureyðingu að ræða. Neyðargetnað- arvarnir hafa verið vel þekktar í löndum eins og Hollandi og Eng- landi í nokkra áratugi. Á hin um Norðurlöndunum, í Mið- jarðarhafslöndum og Austur-Evrópu hefur notkun og þekking á neyðargetnaðar- vömum aukist verulega und- anfarin ár, og. í mörgum þessara landa hefur heilbrigðisþjón- ustan staðið undir mikilli auglýs- inga- og kynningarherferð. Samtök um fjölskylduáætlun í löndum eins og Danmörku, þar sem fóstureyðingatíðni er mjög há, vonast meðal annars til þess að aukin þekking á þessari vörn muni draga úr fjölda fóstureyðinga. í könnun sem var gerð í Leeds í Bretlandi, kom í ljós að 93 prósent kvenna sem fóru í fóstureyðingar þar í borg hefðu frekar notað neyðargetnaðarvarnir, ef þær hefðu vitað urn þær. Hvaö með ísland? Hvers vegna hefur þessi aðferð þá aldrei borist til íslands, sérstak- lega þegar langflestir læknar okk- ar eru menntaðir erlendis? Hér á landi kannast fáir úr fagstétt við þessa tegund getnaðarvarnar, hvað þá almenningur. Margir læknar og lyfjafræðingar, ef að- spurðir, rugla „morguninn-eftir- pillunni" saman við fóstureyðin- garpilluna. Þessi pilla var jafn- vel tæpast fáanleg fyrir fórn- arlömb nauðgunar fyrr en neyðarmóttaka Borgar- spítalans var sett á laggirnar fyrir rúmum 2 árum. Fábreytfar getnaiarvarnir á Is- iandi tengjast kannski hinu sér- staka siðferði okkar gagnvart kynlífi og barneignum Í formála sínum í tímariti Planned Parenthood skrifar Evert Ketting, varaformaður hollensku kynlífsrannsóknarstofnunarinnar, að það hefði komið sér á óvart, að í sumum löndum væri lítil sem engin þekking á neyðargetnaðar- vörnum. Segir hann að þessar getnaðarvarnir hafi verið þekktar í Hollandi á unglingsárum hans fyrir 30 árum, og fáanlegar til dæmis í skyndihjálpartjöldum á útihátíðum unglinga. Ranghugmyndir Ketting telur að í mörgum til- fellum þar sem neyðargetnaðar- vamir eru ekki fáanlegar, séu þeir sem ráða í heilbrigðisþjónustunni að halda upplýsingum frá starfs- systkinum og almenningi vegna siðferðilegra skoðana sinna. Sumir hafi þá ranghugmynd að neyðar- getnaðarvöm sé einhverskonar fóstureyðing. Einnig telji menn að ef slíkar aðferðir væru aðgengileg- ar myndi það ýta undir lauslæti og ábyrgðarleysi meðal unglinga, og koma í veg fyrir reglulega notk- un venjulegra getnaðarvarna. Sér- staklega sé talað um að konur myndu „misnota“ þessar varnir. En Ketting bendir á að í Hol- landi og öðram löndum, þar sem slíkar aðferðir hafa verið þekktar í mörg ár, sé auðsjáanlegt að fólk noti þær ekki sem reglulega getnaðarvörn, heldur aðeins í neyð. í Hollandi séu til dæmis aðeins 30.000 beiðnir um slík lyf á ári hveiju - það er eitt tilfelli á hvert hundrað kynferðislega virkra kvenna. „Hlustið bara á þær sem biðja um neyðargetnaðarvarnir!" segir hann. „Þessar konur og stúlkur era oft í miklu upp- námi, og vilja gera nánast hvað sem er til þess að koma í veg fyr- ir að slíkt gerist aftur í framtíð- inni. Þannig getur slík beiðni verið kjörið tækifæri til þess að fræða ungt fólk um varanlegri getnaðar- varnir“. Bagalegt ástand Sóley Bender hjúkrunarfræð- ingur og formaður Fræðslusam- taka um kynlíf og barneignir, skrifaði einnig grein í tímarit Planned Parenthood um nauð- Á syn þess að stofna virk samtök um fjölskylduáætlun á íslandi. „Þetta er mjög bagalegt ástand,“ segir hún um neyðargetn- aðarvarnir á Islandi. „Þetta er al- veg kjörið fyrir íslenskar aðstæð- OH púsá, allt búið. en hræðilegur leikur iegt að standa reglulega upp og benda, setjast niður aftur og horfa einbeittir út á völlinn. Höfuð og hendur tifa til hægri og vinstri. Bros og svo er eins og nákominn ættingi hafi fallið í valinn. Gleðin brýst út en hryggðin nær brátt völdum. Bölvað og hrósað á víxl og stundum fer hneykslun um skarann. Furða og jafnvel urr ið- rum. Nei, heyrðu nú! Hvað er þetta maður? Oh púss. Inná með Bjarka. Vei! Vei! Purr og murr. Trommusláttur. Áfram Island, Turkí, tromm, tromm, tromm. Hljómsveit komin í stúkuna til að stappa í menn stálinu. Öxar við ána, árdags í ljóma, upp rísi PRESSA þá, keyra á þetta. Lag- legt þetta! Pressa strákar. Þið eruð að spila_ fótbolta. Stífir á þeim. Áfram Island! Fótum er stappað, höndum klappað, ísland hrópað. Flóðljósin lýsa upp Laugardal- svöllinn, tunglið er fullt milli íbúðarb- lokka á Laugarásnum 12. október, ljós- myndarar við mörkin og lögreglan fylgist með. Áhorfendur allt í kring, nær eingöngu kappklæddir karlmenn með trefla og í hönskum, sumir með kaffibrúsa, komnir til að upplifa langþráðan íslandssigur á Tyrkjum. í miðri stúkunni eru aðrir áhorfendur frá öðru landi, dekkri yfirlitum. Klapp, klapp, klapp, ísland, Turkí, klapp, klapp, klapp, ísland, Turkí, klapp, klapp, klapp, ísland, Turkí. Hann var rang- stæður! Ná þessu! Það var rétt þetta. Nei-úúú! Hvað er maðurinn að hugsa? Ní, svakalegt. Þeir sem hrópa Turkí syngja líka eitthvað sem hljómar eins og hin kunnulega kveðja Gleðileg jól. Ætli einhver hafi kennt þeim þetta? Áhorfendur eiga það sameigin- Fótum er stappaö, höndum klappaó, ísland hrópaö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.