Morgunblaðið - 20.10.1995, Page 1

Morgunblaðið - 20.10.1995, Page 1
jnmrgtmWfafrift 1995 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER BLAÐ KNATTSPYRNA KR og ÍA hafa ekki rætt við Lazorik FORRÁÐAMENN ÍA og KR segja það ekki rétt, sem kom fram í viðtali við Valgeir Ól- afsson hjá Breiðabliki í blað- inu í gær, að Iiðin hafi haft samband við Rastislav Lazo- rik. „Það er ekkert til i þessu,“ sagði Guðjón Þórðar- son, þjálfari Skagamanna og í sama streng tók Jónas Krist- insson hjá KR — og þeir sögð- ust ekki átta sig á fullyrðingu Valgeirs. GOLF Úlfar Jónsson hefurfundið gömlu góðu sveifluna Kallið kom á Spáni Ufar Jónsson atkvinnukylfingur var fjórum höggum frá því að komast áfram á úrtökumóti fyrir evrópsku meistararöðina, sem lauk á Spáni í gær. Úlfar lék 54 holur á tveimur yfir pari, 218, en sigui"vegarinn lék á níu undir pari, eða 207 höggum. Hann hafnaði í tuttugasta sæti, en ellefu komust áfram. Ég get ekki annað en verið ánægður með árangur minn, þó að hann hafi ekki verið nægilega góður til að komast áfram. Eg hef átt í erfiðleikum í heilt ár, en það má segja að kallið hafi komið hér á Spáni — ég fann gömlu góðu sveifiuna. Það er mikilvægast fyrir mig, eftir að hafa verið fastur í erfiðri gjpðu. Fyrir mánuði var ég ákveðinn að hætta að leika golf, en síðan kom Spánarferðin snögg- lega upp á. Ég hef verið hér í mánuð ásamt þjálfara mínum og félaga, Amari Má Ólafssyni, sem hefur veitt mér ómetanlegan stuðning. Þegar ég ákvað að ger- ast atvinnumaður í golfi fyrir tveimur árum, var ég ákveðinn að setjast niður og gera upp þessi tvö ár, áður en ég tæki ákvörðun um framhaldið. Eins og ég sagði, þá var ég ákveðinn að hætta, en eftir að ég fann sveifluna á ný, finn ég að ég er á réttri leið og mun ég skoða framhaldið nánar ásamt Arnari Má,“ sagði Úlfar. Það má segja að árangur Úlfars á Spáni sé persónulegur sigur fyr- ir hann, eftir erfitt ár. Úlfar lék fyrsta hringinn á pari, 72 höggum, síðan á 75 höggum og í gær á einu höggi undir pari, 71 höggi. „Ég náði mjög góðum höggum og púttaði ágætlega á fyrsta og síð- asta hringunum, en á öðrum hringnum púttaði ég mjög illa og því fór sem fór,“ sagði Úlfar. KARFA: TVÍFRAMLENGT í SIGURLEIK BLIKANNAAÐ HLÍÐARENDA / C2 Sigurði býðst starf hjá Luz- ern í Sviss SIGURÐI Grétarssyni, fyrrum landsliðsfyrir- liða í knattspyrnu, hefur verið boðið nýtt starf þjá Luzern í Sviss, en hann lék um árabil með félaginu. „Þetta starf er ekki fullmótað ennþá og því ekki þ'óst hvort ég tek það að mér,“ sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið i gær. „Það er talað um að ég verði nokkurs konar framkvæmda- stjóri en hafi samt ekkert með peningamálin að gera. Ég myndi til dæmis sjá um að fá nýja leikmenn, fylgjast með ungum og efni- legum leikmönnum sem við höfum áhuga á og annað I þeim dúr. Ég er að skoða þetta núna og eins og er virðist þetta mjög spenn- andi starf,“ sagði Sigurður. Aðspurður hvort hann væri á leið til ís- lands til að taka við þjálfun hjá Val sagði Sigurður: „Það hefur komið tíl öðru hverju að Uð heima hafa haft samband, en af minni hálfu hefur það ekki komið til greina fyrr en kannski núna. Annars er ég að skoða þetta nýja starf þjá Luzern og það er það sem kitlar mest í augnablikinu.“ Ólafur Þórðar- son ekki til Grindavíkur ÓLAFUR Þórðarson, fyrirliði íslandsmeist- ara Skagamanna, hefur hafnað tilboði Grínd- víkinga að gerast þjálfari og leikmaður með þeim næsta keppnistímabil. Grindvíkingar höfðu mikinn hug á að fá Ólaf til að taka við starfi Lúkas Luga Kostic, sem gekk til liðs við KR. Ólafur hefur ákveðið að vera áfram í herbúðum Skagamanna. Guðmundur áfram hjá KR GUÐMUNDUR Benediktsson hefur ákveðið að leika áfram með liði KR og í gærkvöldi skrifaði hann undir samning til tveggja ára við félagið. Guðmundur var orðaður við ís- landsmeistara ÍA. Þá gengu KR-ingar einnig frá samningi við vamarleikmanninn Þorstein Guðjónsson, sem snýr nú heim frá Grindavík, eftir að hafa leikið með Grindavíkurliðinu frá 1992, og fyrirliðinn, Þormóður Egilsson, sem hóf að leika með KR-liðinu 1987. 4% w w ■ mmw ■ xveuLer Sviar i sviðsljosinu SÆNSKIR knattspyrnumenn voru í sviðsljósinu í Evrópukeppni bikarhafa í gærkvöldi. Halmstad kom heldur betur á óvart með stórsigrl, 3:0, á Parma, Martin Dahlin skoraði tvö mörk fyrir Mönchengladbach gegn AEK Aþenu, 4:1, og Anders Llmpar og Henrik Larsson mættust á Goodison Park, 0:0. Hér á myndinni fyrir ofan er Barry Holm, Everton, búinn að fella Larsson. ■ Evrópukeppni bikarhafa / C2,C4 B L A Ð A LLRA LANDSMANNA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.