Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 C 3 KORFUKNATTLEIKUR Haukasigur í Grindavík Heimamenn byrjuðu af krafti en það dugði ekki gegn sterkum Hafnfirðingum Það var engu líkara en Grindvík- ingar ætluðu að gera út um leikinn við Hauka í upphafi leiks lið- HHHBHHi anna í gærkvöldi. Frímann Áður en Haukar Ólafsson höfðu áttað sig voru skrifar frá Grindvíkingar komn- Grindavik ir f 27;6 eing Qg hendi væri veifað og höfðu áhorfend- ur á orði að leikurinn yrði ekkert skemmtilegur. Annað átti eftir að koma á daginn. Herman Myers í liði Grindvíkinga fór á kostum í upphafi leiks, vel studdur af Helga Jónasi og Hirti Harðarsyni. Um miðjan hálfleikinn urðu Grindvíkingar hins vegar fyrir áfalli þegar Guðmundur Bragason missteig sig illa og varð að fara útaf. Ungu strákarnir þoldu ekki álagið, gerðu marga feila og fengu þ.á m. dæmdar þrjár ásetningsvillur á sig. Þetta nýttu Haukar sér vel og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Sigfús Gizurarson átti mjög góðan kafla og skoraði átta stig í röð með harðfylgi. Haukar jöfnuðu leikinn á 4. mínútu seinni hálfleiks og náðu síðan forystu. Þrátt fyrir að Guð- mundur kæmi inn fyrir Grindavík seint í seinni hálfleik náðu Grindvík- ingar ekki að brúa bilið og öruggur MorgunDiaoio/Knstjan ttust oft vlð í gœrkvöldl og voru atkvœöamlklir í lelk Þórs og UMFN. þrátt fyrlr góöa tilburöi Teits. öruggír nyrðra átakalítinn sigur Njarðvíkinga. Þórsar- ar voru þó á öðru máli og söxuðu jafnt og þétt á forskot gestanna og þegar þrjár mínútur voru til leiksloka var munurinn orðinn tvö stig, 77:75. Það sem eftir lifði leiksins ætluðu Þórsarar að flýta sér um of -og gengu sóknarlot- ur þeirra ekki upp á sama tíma og Njarðvíkingar skoruðu hinumegin í hverri sókninni á fætur annarri og inn- sigluðu sigur sinn. Þórsarar virtust andlausir mestan leikinn og vantaði allan léttleika í liðið sem ekki sást fyrr en á lokakaflanum. Þeir Kristinn Friðriksson og Fred Will- iams voru atkvæðamestir Þórsara. Hjá Njarðvíkingum átti Teitur mjög góðan leik í fyrri hálfleik en það bar minna á honum í þeim síðari en þá var Rond- ey þeirra sterkastur. Hand- boltinn hjá RÚV SAMTÖK 1. deildariiða og RÚV hafa undirritað samning um að Ríkissjónvarpið sýni frá deildarkeppninni í vetur og bik- arúrslitum eins og í fyrra. Stofnunin greiðir samtökunum ákveðna upphæð sem skipt verður á milli félaga, að hluta eftir árangri og síðan greiðir RÚV sérstaklega fyrir hvern leik í úrslitakeppninni. Forráða- menn deildarinnar meta samn- inginn á 2,5 til 3 milljónir króna. 1 HANDKNATTLEIKUR Sanngjarn sigur hjá Gröttu gegn Víkingi NÝLIÐAR Gróttu sigruðu Víkinga af sanngirni á Seltjarnamesi í gærkvöldi með 25 mörkum gegn 23 eftir að haf a leitt með þremur tnörkum íhálfleik, 16:13. Þeir komu ákveðnirtil leiks og Víking- ar náðu aðeins einu sinni að komast yfir og það var snemma. Að öðru leyti höfðu Seltirningar leikinn í hendi sér lengst af vel studdir af fjölmennum hópi stuðningsmanna á öllum aldri. Allmikill hraði var í leiknum í fyrri hálfleik og það var óumdeilan- lega á kostnað gæðanna. Fljótfærnis- villur voru mjög áber- andi en hraðinn og fjörið var þeim mun meira og oft var leik- urinn hressilegur fyrir Sóknarleikur heima- manna snerist mest í kringum rúss- neska leikmanninn Juri Sadovski og ivar Benediktsson skrifar áhorfendur. áttu Víkingar í mesta basli með að verjast honum. Varnarleikur þeirra var fremur staður og Víkingum gekk þokkalega framan af koma boltanum fram hjá vórninni. Einkum gerði Knútur Sigurðsson nokkurn usla með sex fallegum mörkum. Sex mínútna markalaus kafli eftir miðjan fyrri hálfleik reyndist Víkingi dýrkeyptur. Þá náði Grótta fjögurra marka forskoti sem lagði grunninn að sigri þeirra. í síðari hálfleik hrökk Sigrtyggur Albertsson, markvörður Gróttu, í gang og varði mjög vel alls tíu skot í hálfleiknum. Hann gaf félögum sín- um tóninn með því að verja vítakast í upphafi hálfleiksins frá Knúti Sig- urðssyni og Róbert Rafnsson skoraði í næsta upphlaupi Gróttunnar og kom þeim í 17:13. Nokkrar hroðvirknisleg- ar sóknir heimamanna gerðu það að verkum að Víkingar komust um stund inn í leikinn er þeim tókst að minnka sigur Hauka var í höfn. Helgi Jónas var mjög góður hjá Grindavík, Herman Myers byrjaði vel en skorti úthald til að spila á fullu allan leikinn og Hjörtur átti góða spretti. Aðrir náðu sér einfald- lega ekki á strik en það sýndi sig í leiknum hvað Guðmundur er mikil- vægur liðinu. Hjá Haukum voru þeir Sigfús, Jón Arnar og Pétur mjög góðir og Jason Williford var drjúgur. „Ég fer ekki óánægður heim í kvöld, það er víst. Við byrjuðum reyndar hræðilega í ieiknum og vor- um búnir að fá á okkur tuttugu og sjö stig á sex mínútum en við náðum síðan takti við leikinn," sagði Reyn- ir Kristjánsson, þjálfari Hauka að leikslokum. „Það varð skarð fyrir skildi hjá þeim þegar þeir misstu Guðmund út af en við vorum á réttri leið áður en það gerðist. Það sýndi sjg að breiddin var meiri hjá okkur. Þetta var hörkuleikur og hart barist. Menn spiluðu eins fast og þeir gátu en ég held að það hafi ekki verið óheiðar- lega spilað. Við höfum ekki unnið marga leiki hér í Grindavík að und- anförnu þannig að þessi var sætur. Friðrik Rúnarsson var ekki eins ánægður: „Byrjunin hjá okkur var glæsileg og spilaður körfubolti eins og hann gerist bestur, þetta var bara sýning. En það var einmitt þá sem það óvænta gerðist. Þetta var svo auðvelt í rauninni og þegar við missum Guðmund út af er eins og við missum trú. Menn voru dálítinn tíma að átta sig á hlutunum. Mér fannst dómgæslan dálítið vafasöm á tímabili án þess að ég vilji tjá mig neitt um það nánar," sagði Friðrik. forskotið í 18:17, en þá tóku Gróttu- menn til sinna ráða. Þeim tókst að loka betur vörn sinni og bæta sóknar- leikinn og Sigtryggur varði vel sem fyrr. Þeir komust 24:19 yfir þegar tæpar sjö mínútur voru eftir og þrátt fyrir að Víkingar reyndu að klóra í bakkann á lokakaflanum dugði það ekki til. Árni Friðleifsson lék lengst af með Víkingi í sókninni en er greinilega langt frá sínu besta enda hefur hann átt við erfið meiðsli að stríða. Víking- ar verða því nú um stundir að treysta mikið á skot af gólfinu og að reyna að koma boltanum inn á línuna. Knút- ur var góður í fyrri hálfleik en náði sér ekki á strik í þeim síðari. Guð- mundur Pálsson var góður og Birgir Sigurðsson berst alltaf vel í vörninni, en fann sig ekki í sókninni. Rússinn Juri Sadovski lék vel í liði Gróttunnar, einnig Róbert Rafnsson. Jens Gunnarsson barðist vel í vörninni. FOLK ¦ VNGUR piltur , Halldór Karls- son lék sinn fyrsta leik í úrvalsdeild- inni í gærkvöldi, en hann er úr Keflavík. Halldór gerði sitt fyrsta og eina stig í leiknum þegar hann gerði 100. stig Keflavíkur. ¦ VALSMENN voru raunarlegir í gær og buðu óllum áhorfendum í kaffi og djús í leikhléi auk þess sem þeir hittust sjálfir eftir leikinn og fengu sér kaffí og kökur. ¦ INGVI Hrafn Jónsson kynnti liðin fyrir leikinn en hann er mikill Valsmaður. ¦ EINAR Orn Þorvarðarson þjálfari UMFA hafði í fyrradag eftir sigurleikinn á Stjörnunni gefið út þá dagsskipun til leikmanna sinna að þeir ættu allir að mæta á leik Gróttu og Víkings á Seltjarn- arnesi í gærkvöldi, enda eiga Mos- fellingar að leika næst gegn Gróttu að Varmá á sunnudaginn kemur. ¦ LEIKMENN UMFA eru greini- lega hlýðnir drengir og vel upp aldir því þeir mættu allir nema Róbert Sighvatsson línumaður, en hann gat alls ekki komið vegna vinnu í íþrótta- húsinu að Varniá hjá Davið B. Sig- urðssyni. ¦ DAVÍÐ B. SIGURÐSSON liðs- stjóri UMFA mætti hins vegar galv- askur og tók upp allan leikinn þann- ig að Einar og hans menn hafa úr nógu að moða fram að leik. ¦ LEO Beenhakker fyrrum landsliðsþjálfari Hollendinga og Ajax, sagði í gær upp sem þjálfari Istanbulspor í Tyrklandi enda hef- ur félaginu gengið mjög illa í upp- hafi tímabilsins, tapað sjö af fyrstu átta leikjum sínum. ¦ FRANSKA félagið Cannes rak í gær þjálfara sinn, William Ayache en hann^hafði aðeins verið við stjórn- vólin í 19 daga. Við starfmu tekur Guy Lacombe, fyrrum leikmaður liðsins sem séð hefur um þjálfun hjá unglingaliði þess að undanförnu. OPIÐ GOLFMÓT Styrktarmót vegna þátttöku sveitar Keilis í Evrópukeppni félagsliða í golfi verður haldið Iaugardaginn 21. október nk. Glæsileg verðlaun veitt fyrir 1., 2. og 3. sæti með og án forgjafar. Aukaverðlaun næst holu á 16. flöt. Hólmagolfið verður á sínum stað með sér verðlaun. Ræst verður út frá kl. 9.00. Skráning rástíma í síma 565-3360. Bakhjarl að mótinu er DANÓL hf.; umboðsmaður á fslí Islandsmót í innahússknatt- spyrnu1996 Skráning í íslandsmótin í innanhússknattspyrnu er hafin. Skráningarfrestur er til 27. október nk. Skráningareyðublöð hafa þegar verið send félögum en fást einnig á skrifstofu KSÍ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.