Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA Jfawgmiibfatoib 1995 LAUGARDAGUR21. OKTÓBER BLAÐ D Steinar ætlar að leika með Akurnesingum STEIN AR Adolfsson knattspyrnumaður, sem lék með KR í sumar og þar áður með Val, hef- ur ákveðið að leika með Skagamðnnum næsta sumar. Steinar gaf KR-ingum svar í gær þess efnis að hann æ tl i sér ekki að leika áfram með félaginu og samkvæmt áreiðanlegum heimild- um M orgu nblaðsins ætlar hann að ganga til liðs við Islandsmeistara Skagamanna. Ekki náð- ist í Steinar í gær til að fá þetta staðfest Stein- ar hefur átt við meiðsli að stríða en hyggst ná sér gððum fýrir næsta sumar. Hann lék á miðj- unni hjá Val en í v örniimi hjá KR. Ólafur bróð- ir Steinars leikur sem miðvðrður í liði Akurnes- inga. HANDKNATTLEIKUR Markahæstir Julian Duranona, KA...............40/14 Valdimar Grímsson, Selfossi....36/12 JuriSadovski,Grótta...............35/17 Knútur Sigurðsson, Víkingi.....32/14 Dmítríj Filippov, Stjörnunni.....31/14 ArnarPétursson.lBV..............29/ 7 Sigurjón Sigurðsson, FH..........29/ 9 HilmarÞórlindsson.KR...........27/ 6 PatrekurJóhannesson, KA......25/ 3 GunnarB.Viktorsson.lBV......24/ 1 Halldórlngólfsson, Haukum....24/ 9 EinarG. Sigurðsson, Selfossi...23/ 0 Magnús Sigurðsson, Stjörn......23/ 0 Bjarki Sigurðsson, UMFA........22/ 2 Gunnar Beinteinsson, FH........21/ 0 Sigurður Bjarnason, Stjörn......21/ 1 Ólafur Stefánsson, Val............20/ 5 Sigfús Sigurðson, Val.......r......20/ 0 Flest varin skot Bjarni Frostason, Haukum........70/6 SigmarÞ. Óskarsson, ÍBV........68/6 Sigtryggur Albertsson, Gróttu...60/3 Magnús Sigmundsson, ÍR..........56/5 Guðmundur A. Jónsson, KA.......53/0 Guðmundur Hrafnkelsson, Val ..50/4 Bergsveinn Bergs., UMFA.........43/3 HallgrímurJónasson, ÍR............41/1 Jónas Stefánsson, FH................38/4 Reynir Þ. Reynisson, Víkingi.....38/5 Axel Stefánsson, Stjörnunni......36/2 Ásmundur Einarsson, KR..........30/1 Brottvísanir Stjarnan 20 mín., Grótta 22, Valur 24, Víkingur 24, Selfoss 26, Haukar 28, KA 32, KR 32, FH 34, UMFA 34, ÍBV 42, ÍR 46 mín. Morgunblaðið/Kristj án JULIAN Duranona er markahœstur f 1. delld. Hér hefur hann tastt vðrn Hauka í sundur án þess að Aron Kristjánsson, Petr Baumruck og Gunnar Ounnarsson fái rönd vlð relst. Julian Duranona skorarmest Kúbumaðurinn Julian Duran- ona, leikmaður KA, er markahæstur í 1. deild karla að loknum fjórum umferðum með fjörtíu mörk eða tíu mörk að með- altali i leik. Ekki nóg með að KA-liðið hafi á að skipa marka- hæsta leikmanninum heldur hafa þeir skorað flest mörk, eitt hundr- að tuttugu og fjögur. Næstir þeim koma leikmenn FH með eitthundr- að og níu. Fæst mörk hafa ÍR-ing- ar skorað, áttatíu. En ÍR og KA mætast einmitt í Seljaskóla annað kvöld. Þjálfari Selfyssinga, Valdimar Grímsson, er annar í röð marka- hæstu manna og hefur skorað þrjá- tíu og sex mörk og Rússinn Juri Sadovski, er leikur með Gróttu, fylgir honum fast á eftir með þrjá- tíu og fimm. Það er athyglisvert að af fimm markahæstu leikmönnum mótsins er aðeins einn landsliðsmaður, Valdimar Grímsson, og þrír erlend- ir leikmenn. Næsti landsliðsmaður á eftir Valdimari er Patrekur Jó- hannesson, KA, hann er níundi með tuttugu og fimm mörk. Af átján leikmönnum, sem hafa skor- að tuttugu mörk eða fleiri, er að- eins þriðjungur þeirra í landsliðinu. Landsliðsmarkverðirnir Guð- mundur Hrafnkelsson, Val, og Bergsveinn Bergsveinsson, UMFA, hafa ekki náð sér á strik það sem af er móts og eru í sjötta og sjöunda sæti í röð yfir þá mark- verði sem varið hafa flest skot. Efstur á listanum er Bjarni Frosta- son, Haukum, með sjötíu skot. Stjarnan er aftur á móti með prúðasta lið deildarinnar ef tekið er mið af fjölda brottvísana sem þeir hafa fengið. Leikmenn Stjörn- unnar hafa verið utan vallar í tutt- ugu mínútur eða að meðaltali fimm mínútur í leik. Leikmenn ÍR og ÍBV eru þeir sem oftast hafa fengið hvíla sig meðan á leik stendur. ÍBV í fjöru- tíu og tvær mínútur og ÍR í fjöru- tíu og sex mínútur sem þýðir tæp- lega tólf mínútur í leik og eru Breið- hyltingarnir ekki langt frá því að hafa verið utan vallar heilan leik. KA líklega heima og að heiman EINS og staðan er þessa dagana eru allar 1 íkur á að KA leiki Evrópuleikina gegn TJ VSZ Kosice frá Síó vakíu heima og að heim- an. „ Við ern m búnir að hafa samband við þá og forráðamenn liðsins tóku mjðg illa í að leika báða leikina á íslandi," sagði Alfreð G íslason, þj álfar i KA, í samtali við Morgun- blaðið í gær. „ N ú bíðum við bara eftir að þeir ky nni sér flugfargjöldin til ís- lands, þá fáþeir ðrugglega sjokk og vonandi breytist Mjóðið í þeun bá," sagði Alfreð. Valsmenn, sem leika við ABC Braga frá Portúgal, eru komnir i samband við félagið en ekki er hægt að svo komnu mál i að segja hvar leikimú* fara fram. Afturelding, sem á að leika við Zaglebie Lubin frá PóUandi, hefur ekki enn komist i samband við Pól verjana en Mosf ellingar hafa hug á að leika báða leikina hér á landi eða jaf n- vel í Þ ýska land i ef um semst. Fimm vara- menní Englandi ENSKU úrvalsdeildarliðin hafa samþy kkt að liðin geti verið með fimm varamenn næsta keppnistímabil, en það eru ekki mðrg ár siðan aðeins mátti vera með einn varamann á bekknum í Englandi. Flest liðin voru sammála þessu, en aftur á móti var Alan Ball, fram- kvæmdastióri Manchester City, á móti — Uð hans er nú á botninum í úrvalsdeild- inni með aðeins eitt stig. „Þessi breyting mun hjálpa liðura eins og Newcasties, Arsenals og Manchester Uniteds, sem eru með breiðfylkingu góðra leik- manna, en mun ekki hjálpa liðum eins og Coventry eða Southampton." MAGNÚS VER MAGNÚSSON STERKASTIMAÐUR HEIMS í ÞRIÐJA SINN / D2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.