Morgunblaðið - 21.10.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 21.10.1995, Síða 1
1 . 1 BLAÐ ALLRA LANDS M ANNA 1995 ■ LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER BLAD Steinar ætlar að leika með Akurnesingum STEINAR Adolfsson knattspyrnumaður, sem lék með KR í sumar og þar áður með Val, hef- ur ákveðið að leika með Skagamönnum næsta sumar. Steinar gaf KR-ingum svar í gær þess efnis að hann ætli sér ekki að leika áfram með félaginu og samkvæmt áreiðanlegum heimild- um Morgunblaðsins ætlar hann að ganga til liðs við Islandsmeistara Skagamanna. Ekki náð- ist í Steinar i gær til að fá þetta staðfest. Stein- ar hefur átt við meiðsU að stríða en hyggst ná sér góðum fyrir næsta sumar. Hann lék á miðj- unni þjá Val en í vörninni þjá KR. Ólafur bróð- ir Steinars leikur sem miðvörður í liði Akurnes- inga. HANDKNATTLEIKUR KA líklega heima og að heiman EINS og staðan er þessa dagana eru allar líkur á að KA ieiki Evrópuleikina gegn TJ VSZ Kosice frá Slóvakíu heima og að heim- an. „Við enun búnir að hafa samband við þá og forráðamenn Uðsins tóku mjög illa í að leika báða leikina á íslandi,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari KA, í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Nú bíðum við bara eftir að þeir kynni sér flugfargjöldin til ís- lands, þá fá þeir örugglega sjokk og vonandi breytist hþ'óðið í þeim þá,“ sagði Alfreð. Valsmenn, sem leika við ABC Braga frá Portúgal, eru komnir í samband við félagið en ekki er hægt að svo komnu máli að segja hvar leikirnir fara fram. Afturelding, sem á að leika við Zaglebie Lubin frá Póllandi, hefur ekki enn komist i samband við Pólveijana en Mosfellingar hafa hug á að leika báða leikina hér á landi eða jafn- vel í Þýskalandi ef um semst. Fimm vara- menn í Englandi ENSKU úrvalsdeildarliðin hafa samþykkt að liðin geti verið með fimm varamenn næsta keppnistímabil, en það eru ekki mörg ár síðan aðeins máttí vera með einn varamann á bekknum i Englandi. Flest Uðin voru sammála þessu, en aftur á móti var AJan Ball, fram- kvæmdasijóri Manchester City, á móti — Uð hans er nú á botninum í úrvalsdeild- inni með aðeins eitt stig. „Þessi breyting mun hjálpa liðum eins og Newcastles, Arsenals og Manchester Uniteds, sem eru með breiðfylkingu góðra leík- manna, en mun ekki hjálpa liðum eins og Coventry eða Southampton." Morgunblaðið/Kristján JULIAN Duranona er markahæstur f 1. delld. Hér hefur hann tætt vörn Hauka í sundur án þess aö Aron Krlstjánsson, Petr Baumruck og Gunnar Gunnarsson fái rönd vlö relst. Julian Duranona skorar mest Kúbumaðurinn Julian Duran- ona, leikmaður KA, er markahæstur í 1. deild karla að loknum fjórum umferðum með fjörtíu mörk eða tíu mörk að með- altali í leik. Ekki nóg með að KA-liðið hafi á að skipa marka- hæsta leikmanninum heldur hafa þeir skorað flest mörk, eitt hundr- að tuttugu og íjögur. Næstir þeim koma leikmenn FH með eitthundr- að og níu. Fæst mörk hafa ÍR-ing- ar skorað, áttatíu. En ÍR og KA mætast einmitt í Seljaskóla annað kvöld. Þjálfari Selfyssinga, Valdimar Grímsson, er annar í röð marka- hæstu manna og hefur skorað þijá- tíu og sex mörk og Rússinn Juri Sadovski, er leikur með Gróttu, fylgir honum fast á eftir með þtjá- tíu og fimm. Það er athyglisvert að af fimm markahæstu leikmönnum mótsins er aðeins einn landsliðsmaður, Valdimar Grímsson, og þrír erlend- ir leikmenn. Næsti landsliðsmaður á eftir Valdimari er Patrekur Jó- hannesson, KA, hann er níundi með tuttugu og fimm mörk. Af átján leikmönnum, sem hafa skor- að tuttugu mörk eða fleiri, er að- eins þriðjungur þeirra í landsliðinu. Landsliðsmarkverðirnir Guð- mundur Hrafnkeisson, Val, og Bergsveinn Bergsveinsson, UMFA, hafa ekki náð sér á strik það sem af er móts og eru í sjötta og sjöunda sæti í röð yfir þá mark- verði sem varið hafa flest skot. Efstur á listanum er Bjarni Frosta- son, Haukum, með sjötíu skot. Stjarnan er aftur á móti með prúðasta lið deildarinnar ef tekið er mið af fjölda brottvísana sem þeir hafa fengið. Leikmenn Stjörn- unnar hafa verið utan vallar í tutt- ugu mínútur eða að meðaltali fimm mínútur í leik. Leikmenn ÍR og ÍBV eru þeir sem oftast hafa fengið hvíla sig meðan á leik stendur. ÍBV í fjöru- tíu og tvær mínútur og ÍR í fjöru- tíu og sex mínútur sem þýðir tæp- lega tólf mínútur í leik og eru Breið- hyltingamir ekki langt frá því að hafa verið utan vallar heilan leik. Julian Duranona, KA.........40/14 ValdimarGrímsson, Selfossi....36/12 Juri Sadovski, Grótta.......35/17 Knútur Sigurðsson, Vikingi..32/14 Dmítrfj Filippov, Stjömunni.31/14 Arnar Pétursson, ÍBV........29/ 7 Siguijón Sigurðsson, FH.....29/ 9 HilmarÞórlindsson, KR.......27/ 6 Patrekur Jóhannesson, KA....25/ 3 GunnarB. Viktorsson, ÍBV....24/ 1 Halldór Ingólfsson, Haukum....24/ 9 EinarG. Sigurðsson, Selfossi...23/ 0 Magnús Sigurðsson, Stjöm......23/ 0 Bjarki Sigurðsson, UMFA.......22/ 2 Gunnar Beinteinsson, FH.......21/ 0 Sigurður Bjamason, Stjöm......21/ 1 Ólafur Stefánsson, Val........20/ 5 Sigfús Sigurðson, Val.....'...20/ 0 Flest varin skot Bjarni Frostason, Haukum...70/6 SigmarÞ. Óskarsson, ÍBV...68/6 Sigtryggur Albertsson, Gróttu...60/3 Magnús Sigmundsson, ÍR.....56/5 Guðmundur A. Jónsson, KA.....53/0 Guðmundur Hrafnkelsson, Val ..50/4 Bergsveinn Bergs., UMFA......43/3 Hallgrímur Jónasson, ÍR....41/1 Jónas Stefánsson, FH.......38/4 Reynir Þ. Reynisson, Víkingi.38/5 Axel Stefánsson, Stjömunni.36/2 Ásmundur Einarsson, KR.....30/1 Brottvísanir Stjarnan 20 mín., Grótta 22, Valur 24, Vikingur 24, Selfoss 26, Haukar 28, KA 32, KR 32, FH 34, UMFA 34, ÍBV 42, ÍR 46 mín. MAGNÚS VER MAGNÚSSON STERKASTIMAÐUR HEIMS í ÞRIÐJA SINN / D2 ■f

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.