Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 2
2 D LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AFLRAUNIR Magnús Ver Magnússon sigraði í keppninni Sterkasti maður hí Átökin vom grfurleg Gunnlaugur Rögnvaldsson skrífar MAGNÚS Ver Magnússon hlaut titilinn Sterkasti maður heims í þriðja skipti, þegar hann lagði keppinauta sína að velli í þessari árlegu keppni fyrir skömmu. Hún fór að þessu sinni fram á Paradísar- eyjunni, sem er hluti af Ba- hamaeyjum og vann Magnús titilinn nú annað árið í röð, en hann vann ífyrsta skipti 1991, þá að keppa ífyrsta skipti. Þetta var erfitt en ánægjulegt og umhverfíð skemmdi ekki fyrir, það var geysilega fallegt á eyjunni, sem keppn- in fór fram á. En fegurðin varnaði því ekki að átökin væru gífurleg milli afl- raunakappanna og eftir spennandi keppni náði ég að knýja fram sigur á lokasprettinum," sagði Magnús Ver í samtali við Morgunblaðið. Helsti keppinautur hans var Suður- Afríkubúinn Geret Badenhorst, en þyngsti keppinauturinn vó hvorki meira né minna en 180 kg, en sá hæsti var 2,08 metrar, Finninn Markku Vahalati. Eyjan sem keppnin fór fram á er hönnuð sem paradís fyrir ríka Bandaríkjamenn. Þeir koma þangað til að flatmaga á drifhvítri strönd- inni, kaupa skrautmuni úr gulli og vinna eða tapa í spilávítum. „Það var ótrúlegur munur á milli eyjanna tveggja sem lágu þarna saman, á Nassau var frekar sóðaleg, vegirnir illa farnir og bílarnir margir ljótir. En á Parídísareyjunni var allt í toppstandi, nýir glæsivagnar og gulli prýddir ferðamenn. Allt var dýrt, lítið kókglas kostaði til dæmis 400 krónur. Eyjan er að mörgu leyti tilbúningur, hönnuð af sama arki- tekt og gerði Sun City í Suður-Afr- íku, þar sem ég vann í sömu keppni í fyrra og haldin var alheimsfegurð- arsamkeppni. Sannarlega tveir heimar. Þá var þarna tjörn ein mik- il, þar sem hákarlar svömluðu í mestu makindum og horfðu soltn- um augum á ferðalanga," sagði Magnús. Magnús hafði þó meiri áhyggjur af hversu kraftmiklir keppinautar hans væru, en hákörlunum. Hann var að mæta 10 sterkustu mönnum heims. Þeir mættust í átta greinum, þar sem reyndi á kraft og snerpu aflmikilla keppenda. Magnús er enginn smásmíði sjálfur, 130 kg og upphandleggirnir mælast 53 cm að ummáli. „Eg mætti til að vinna og náði góðri einbeitingu strax í byrj- un. Fyrsta þrautin á fyrsta keppnis- degi var að draga 47 tonna slökkvi- liðsbíl. Ég var með beisli og dró bílinn áfram og hafði reipi til að toga í líka. Badenhorst náði bestum árangri í þessari grein, en ég varð annar. Næst þurftum við að velta Toyota Carina-bíl heilhring, þannig að hann lenti á hjólunum aftur, síð- an áttum við að hlaupa 25 metra leið. Tekinn var tími og var ég 14 sekúndur að klára verkið. Það þarf sérstaka tækni við að veita bíl með höndunum, en tekur ekki'langan tíma. Ég hef þó ekki beitt því í umferðarhnútum hingað til. Aftur varð ég í öðru sæti. Það er mikilvægara að hanga í efstu sætunum, en vinna sigur í hverri grein. Málið er að vera jafn- bestur í mörgum greinum. Loka- greinin fyrsta daginn var svokölluð Flintstone-lyfta, þar sem stöng með steinum á hvorum enda var lyft upp fyrir haus. Við fengum fimm til- raunir og ég endaði með að lyfta 200 kílóum. Gary TayTor frá Bret- landi lyfti 10 kg meira og vann í þessari grein. Eg varð þriðji, sem nægði mér til að ná eins stig for- ystu eftir fyrsta daginn. Ég hugs- aði mér því gott til glóðarinnar fyr- ir næsta keppnisdag. Fingralangur Finni, risinn Mark Valli, vann fyrstu grein annars dags. Hann er með ótrúlega langar hendur og fingur. Hendurnar eru eins og tennisspaðar. Hann náði því góðu gripi á 115 kílóa gaskútum í hvorri hendi, sem ganga átti með 80 metra leið. Tekinn var tími á keppendum og Finninn vann, en ég náði öðru sæti. Staurakast sem kom næst var erfitt. Það þurfti að rogast með 4,6 metra háan staur, sem var um 50 kg á þyngd og henda honum yfir rá. Það bætti ekki úr skák að þetta var gert á sandströnd, sem maður sökk í og svo flæddi að í lokin. Ég varð jafn Badenhorst í greininni og hélt forystu eftir tvo daga, munaði tveimur stigum á mér og Baden- horst. Ég var bjartsýnn á að vinna sig- ur, þegar síðasti keppnisdagurinn rann upp. Tveir keppendur voru settir í beisli hlið við hlið í fyrstu grein og átti að takast á í reiptogi Þriðji sigurinn MAONÚS Ver Magnússon að lokinnl keppnl með forláta skel sem hann fékk auk annarra verðlauna fyrlr sigurlnn. Suður-Afríkubúinn Geret Badenhorst varð annar og Bretinn Gary Taylor þriðjl. í kringum tvo póla. Ég gat lent í vandræðum, þar sem ég er tiltölu- 47 f onn í drætti v MAGNÚS Ver og keppinautar hans fyrir f raman 47 tonna slökkvlliðstrukk, sem þeir urðu að draga í beisll. Það var fyrsta þraut af Iraunakeppninnar, sem fór að þessu sinni f ram á Paradísareyjunni lega léttur miðað við marga aðra keppendur. Fyrsti andstæðingurinn var 165 kg og ég vann hann. Síðan mætti ég Badenhorst og það var mikill slagur. Ég djöflaðist eins og óður væri, gróf mig niður í sandinn og var dæmdur sigur. Badenhorst varð óður og kvartaði og kvartaði. Úrslitum var þá breytt. Eg held að það hafi verið gert til að auka spennuna. Þetta er sjónvarpsíþrótt og stundum finnst mér hafa verið unnið á móti mér, af því ég hef unnið oftar en einu sinni. Það lítur betur út ef menn skiptast á að vinna. Það er meðal annars búið að taka út greinar sem ég hef allt- af staðið mig vel í. Ég held að það sé ekki tilviljun. Hvað um það; hné- beygja var næst og við vorum und- ir sérhönnuðum palli, sem nokkrir krakkar stóðu á. Ég náði að lyfta 437,5 kg, en Taylor og Badenhorst 400. Mér fannst ég eiga talsvert inni, en þetta dugði. Þarna var ég kominn með 3,5 stig í forskot. Hleðslugrein var síð- asta grein mótsins, nokkuð sem ég finn mig vel í. Við þurftum að hlaða fimm hlutum á pall. Fyrst var sekk fleygt upp fyrir haus á pall. Hlutirn- ir þurftu að haldast kyrrir á sínum stað og því var verkið vandasamt. Næst var fjársjóðskista sett á sama stað, þá tunna tekin, ankeri og loks keðja. Hún var 300 kíló og var brölt að koma henni á sinn stað. Þegar ég var að eiga við ankerið sá ég að tunnan var að detta og ég stökk til og setti hana aftur upp. Mér tókst samt að ná öðru sæti í grein- inni og vann á mótinu með 8,5 stiga mun. Geret Badenhorst varð annar og Gary Taylor þriðji. Það var vissu- lega ánægjulegt að vinna annað árið í röð og í þriðja skipti á ferlin- um".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.