Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 4
RALLAKSTUR Flugferd med meistaranum A sigurbraut RÚNAR ók Reykjanes- leið af mlklu kappl, flugkappi. Hann og faðir hans eru sex- faldlr meistarar f rall- akstri, en Rúnar byrj- aði sem aðstoðaröku- maður föður síns, en ekur nú bflnum. Gunnlaugur Rögnvaldssan skrifar ÞEGAR fjórir hraf nar f lugu yf ir mig á Reykjanesi, þá hugsaði ég um það hvort það væru þrír eða fjórir slíkir sem væru slæmur fyrirboði. Ég átti að fara með íslandsmeistaranum í rallakstri á sérleið skammt frá. Skömmu síðar sveif Rúnar yfir blindhæð og ók eins og hann ætti lífið að leysa íenda- mark sérleiðarinnar. Ég fékk far þangað og tók ég við að- stoðarökumannssætinu, sem venjulega geymir föður hans, Jón Ragnarsson. Ég átti að fara salibunu til baka sömu leið í miðri rallkeppni. Rúnar og Jón eru sannarlega engir aukvisar, þegar kemur að rallakstri. J6n hóf ferill sinn með bróður sínum, Ómari og þeir urðu margfaldir meistarar. Jón fór síðan að aka sjálfur og tók soninn Rúnar með. Síðar skiptust þeir á sætum og Rúnar tók til við að stýra rall- bílum þeirra, fyrst Ford Escort og síðan meistarabflnum í ár, 250 hest- afla fjórhjóladrifinum Mazda 323 rallbíl. í honum sat ég í körfustól, sem var svipuð tilfinning og vera í vöggu. Að mig minnir. Öryggistil- finningin var algjör þótt við tæki akstur sem sýndi allt að 200 km hraða á hraðamælinum. Ég var fyrst reyður niður með fjögurra punkta öryggisbelti og með hjálm á höfði. í hjálminum er talkerfi þannig að ökumennirnir tveir geti rætt málin á fullri ferð. Hávaði frá vél og yfir- byggingu er mikill og án talkerfis þyrftu menn að öskra sín á milli. Engin hljóðeinangrun er í bílnum. Reyndar er flest sem tilheyrir venju- legum fjölskyldubílum líka fokið. Öflugt öryggisbúr er komið í staðinn og aðeins tveir stólar eru í bílnum, stýri, gírskipting og aragrúi mæla. Gírkassinn er sex gíra og var upp- haflega metin á 2,5 milljónir, en þróunin er hröð. Nýr gírkassi myndi kosta hálfa milljón í dag. Enginn teppi, hanskahólf eða önnur þægindi eru um borð. Það er opið aftur í skott, þar sem varadekk og sérstak- ur tjakkur er geymdur. En slíkt er sjaldnast notað. Ekki er óalgengt að rallökumenn aki allt að 10 km á sprungnu, of langan tíma tekur að skipta um dekk, þeir mega engan tíma missa. Það er helst í löngum röllum sem skipt er um dekk. í kapp við klukkuna Bíllinn var nú kominn á ráslínu. Rallakstur gengur út á það að aka sem hraðast á lokuðum sérleiðum, í kapp við klukkuna. Sá tími sem keppandi er að aka leiðina.er refsi- tími hans og í lok keppni er refsing- in lögð saman. 5, 4, 3, 2,1. Af stað. Ræsirinn hafði talið okkur niður og Rúnar óð af stað. Bíllinn dansaði milli beygja á mölinni og ég gætti þess að segja ekki orð, vildi ekki Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson FOLK ¦ LOTtfAB Maítfiafls.fyrrumfyr- irliði þýska landsliðsins, reiknar með að leika með Bayern Miinchen í síðari umferð þýsku knattspyrnunn- ar. Hann hefur verið að styrkja sig og eyðir mestum tíma sínum í lyft- ingasal félagsins. Matthaus, sem er 34 ára, hefur ekki spilað með Bay- ern síðan í janúar vegna meiðsla í hásin. Hann hefur lýst því yfir að hann hafi þegar leikið síðasta lands- leik sinn en á eftir að leika með Bayern. ¦ PAOK S^onifolíGrikklandifer fram á 350 þúsund dollara eða 22 milljónir frá fyrrum landsliðsmanni Hollands, Arie Haan, ef hann yfir- gefur félagið og gerist þjálfari hjá Feyenoord. Haan, sem var að hefja annað tímabil sitt sem þjálfari PAOK, tilkynnti gríska félaginu í síðustu viku að hann hefði áhuga á að fara heim til Hollands til að taka við Feyenoord. ¦ THOMASI Voulinos ¦ forseti PAOK, segir að Haan sé tilbúinn að greiða félaginu 70 þúsund doll- ara. „Við viljum hins vegar fá 350 þúsund dollara og ekkert minna," sagði Youlinos. Haan hefur aldrei þjálfað lið í Hollandi, en hefur verið með Stuttgart og NUrnberg í Þýskalandi og Anderlecht og Standard Liege i Belgiu. ¦ MARCIO Santos, brasilíski landsliðsmaðurinn sterki, meiddist á hásin í vináttuleiknum gegn Úrúgvæ í síðustu viku. Hann leikur jafnvel ekki með félagi sínu, Ajax í Hol- landi, fyrr en eftir áramót eftir því sem brasilíska sjónvarpsstöðin Globo skýrði frá. Leikurinn hafði ekki stað- ið nema í 20 sekúndur er Santos meiddist. ¦ GLADBACH keypti á mánudag- inn sænska framherjann Jörgen Petterson,19 ára, frá Mahnö fyrir um 190 milh'ónir íslenskra króna sem er metfé fyrir knattspyrnumann frá Svíþjóð. Nú eru því þrír Svíar hjá Gladbach því fyrir voru þeir Martin DahUn og Patrick Anderson. trufla einbeitingu hans. Venjulega þylur faðir hans upp leiðarlýsingu fyrir hann eftir ákveðnu merkja- kerfi, sem þeir eru vanir, þannig að hann getur ekið blint í gegnum beygjur og yfir blindhæðir. Núna varð Rúnar að treysta á minnið. Það fór sælutilfmning um mig. Rúnar stýrði bílnum milli kletta og steina, eins og hann væri á skautum, hrað- skreiðum skautum, því oftast var hraðamælirinn á milli 100-200 km hraða. Stökkpallur nálgaðist, sem ég hélt bara vera stökkpall, þegar hann er ekinn í gagnstæða átt. Mig hafði dreymt þennan pa!l nokkrum dögum áður, en hann er kenndur við Haf- stein heitin Hauksson, sem sveif þar fram af með látum í einni keppni. Rúnar tiplaði létt á bremsuna á hæðinni og bíll sveif fram af. Fiðr- ingur fór um magann og Rúnar gaf í botn um leið og bílinn lenti. Ég minntist beygjukafla, þar sem klett- ar eru á alla kanta og beygjurnar hver af annarri. Þar var hvergi sleg- ið af, gírað niður úr sjötta gír í þriðja og gjöfin staðin. Bflinn sveiflaðist kanta á milli, stundum aðeins nokkra sentimetra frá stórum steinum og björgum. Þetta var eins og að sitja við hliðina á listamanni, sem hafði stýri og bensíngjöf í stað pensils eða nótnabókar. Rúnar var sífellt að fikta í míkrófóninum og eldvarnar- hettunni sem hann hafði á höfðinu, ásamt hjálmi. Síðasti spretturinn var eftir og áhorfendur birtust á hólum í enda leiðarinnar. Stuttu síðar birtst flaggarinn. Leiðin var búin. Við vor- um 3,59 mínútur að aka sjö km leið. Það þýðir 108 km meðalhraði, á mjög hlykkjóttri leið, þar sem hrað- inn varð mestur 195 km á klukku- stund. Rúnar hélt áfram kepni og vann öruggan sigur. Ekur eins og vólmennl Ég spurði Rúnar af hverju hann hefði alltaf verið að fíkta í hettunni. „Ég hafði svo lítið að gera...," sagði Rúnar og glotti, „nei, ég geri þetta aldrei. Þegar við pabbi ökum saman er einbeitingin algjör. Hann les fyrir mig á fullu og ég ek blint, nánast eins og vélmenni. Nú var þetta af- slappaðra og þá rofnar einbeitingin aðeins, en það er ekki góður siður. Það er mun þægilegra að heyra leið- arlýsinguna, þá þarf ég ekki að hugsa um hvað tekur við, fæ það beint í æð. Annars krafðist leiðin athygli, hún var þung og hál á köfl- um. Þótt bíllinn sé fjórhjóladrifinn er svipuð tilfinning að aka honum og afturdrifsbíl, en maður notar fjór- hjóladrifið til að spóla honum gegh- um beygjurnar með öllum hjólum. Ég nota vinstri fótar hemlun mikið. Það að stíga vinstri fæti á hemlanna og hafa þá hægri á bensínsgjöfinni um leið. Með því að tipla á hemlana sest bíllinn betur fyrir beygjurnar, en átakið er stillt meira að framan. Ef ég gerði þetta ekki þá væri meiri hætta á að bíllinn skriði útundan sér í beygjum. Flyti upp á mölinni." Þessi lýsing Rúnar líkist galdra- brögðum því hann er að leika þenn- an leik á allt að 190 km hraða í aflíðandi beygjum. Það hlýtur að þurfa mikinn kjark og æfingu til slíkra bragða. „Ég vandi mig strax á vinstri fótar hemlun, sem hefur þróast smám saman, en erlendis nota allir þeir bestu svona hemlun. En toppbílarnir þar eru mun öflugri Leiðarnóturnar dýrmætu JÓN les nákvæma leiðarlýslngu fyrlr Rúnar á keppnlsleiðum, sem skllar sér í auknum hraða, mlnna hlkl og melra öryggl. Hver beygja og hæð er skráð, þannig að Rúnar ekur oft bllnt eftir lelðbelnlngum föður síns. en minn, 3-400 hestöfl og hrikaleg tæki, sem gaman væri að prófa. Vissulega verður maður að vera nákvæmur í þessu, en ef ég notaði sama fót á bensíngjöf og hemla þá Iiðu alltaf dýrmæt sekúndubrot á milli þess sem maður færir fótinn", sagði Rúnar. VIII meira afl Rúnar er ánægður með núverandi bíl en vildi gjarnan hafa meira afl. Á miðri Reykjanesleið með blaða- mann sagði hann „nú vantar meira afl," þá stóð hraðamæhrinn í botni. „Ég þarf alltaf að passa að vera með vélina á snúningi fyrir beygjurn- ar og í réttum gír. Eg reyni að nota tog vélarinnar þegar kostur er, ek mikið í fjórða gír. En með meira afli væri leikurinn léttari. Þá þyrfti ég ekki að kreista allt út úr vél- inni," sagði Rúnar. En þetta afl ásamt hæfíleikum Rúnars hafa dug- að til að vinna íslandsmeistaratitil- inn í rallakstri tvö ár í röð. Nú er kominn tími til að sjá hahn í keppni erlendis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.