Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ HELMUT Kohl hefur verið kanslari frá árinu 1982 og hefur aldrei verið voldugri. Flokkur kristi- legra demókrata (CDU) hélt í vik- unni þing þar sem Kohl gaf í skyn að sér nægði ekki að hafa verið við stjórnvölinn við sameiningu Þýska- lands, hann vildi einnig sitja í emb- ætti þegar næstu skref í samruna Evrópu yrðu stigin. Kristilegir demókratar og systurfiokkur þeirra í Bæjaralandi, CSU, gætu náð hreinum meirihluta á þingi ef geng- ið yrði til kosninga nú og eins og sakir standa gæti Kohl auðveldlega tryggt sér fimmta kjörtímabilið í kanslaraembættinu. Þýskir fjöl- miðlar þóttust hins vegar greina bresti i brynju kanslarans í lok flokksþingsins. Helmut Kohl er sagður einvald- ur. Honum líkar ekki óeining og þegar hætta er á ágreiningi milli stjórnarliða er málum frekar slegið á frest. Út á við skal ríkja eining. Þessi stefna hefur reynst Kohl vel. Hann situr nú sitt fjórða kjör- tímabil og samkvæmt skoðana- könnunum njóta CSU/CDU mikils fylgis og góðar horfur í efnahags- málum gefa stjórnarliðum tilefni til bjartsýni. Einingar gætti í flestum málum á flokksþingi CDU, sem stóð frá mánudegi til miðvikudags í síðustu viku. Kristilegir demókratar, sem fyrir nokkrum árum hefðu ekki hik- að við að gagnrýna kanslarann, sýndu nú hollustu og tryggð. Ósigur blásinn upp Kohl beið aðeins ósigur í einu máli. Síðast á dagskrá þingsins var tilaga um það að koma á kvenna- kvóta í flokknum og setja reglu um að konur gegndu þriðjungi allra embætta innan flokksins og væru þriðjungur frambjóðenda hans. Fylgi kristilegra demókrata er einna minnst meðal ungra kvenna og enginn flokkur í Þýskalandi hef- ur jafn fáar konur í áhrifastöðum, hvort sem það er í flokksembættum eða á þingi. Eitt af helstu málefnum þings- ins, sem bar yfírskriftina „Nútíma- legasti flokkur Þýskalands", var undirbúningur undir framtíðina og í huga Kohls var tillagan um kvennakvótann snar þáttur í að sýna að kristilegir demókratar væru í takt við tímann. Tillagan var hins vegar felld naumlega þrátt fyrir stuðning kanslarans við hana. Lýðræðið er erfitt „Lýðræðið er erfitt við að eiga,“ sagði Kohl eftir að atkvæði höfðu verið greidd um tillöguna. „Ég fékk ekki það, sem ég vildi, en lífið held- ur áfram. Við náum ákvörðunar- bærum meirihluta næst.“ Þýskum fréttaskýrendum fannst málið hins vegar sýnu alvarlegra en kanslaranum og veltu að þinginu loknu vöngum yfir því hvort Kohl hinum ósigrandi væri farið að förl- ast. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar um kvennakvótann kom vissulega á óvart og þýskir fjölmiðlar líta svo á sem hún hafi sett blett á þá ímynd óskoraðs valds, sem fylgt hefur Kohl. „Fulltrúarnir sögðu við Kohl: „Við erum þeirrar hyggju að þú sért frábær, en það eru til tak- mörk“,“ sagði útvarpsstöð í Berlín. „Kanslaranum mistókst vegna þess að honum hefur gengið svo vel,“ sagði í dagblaðinu Saddeutsc- he Zeitung. „Flokknum, sem hann veitir forystu, gengur svo stórkost- lega í skoðanakönnunum að hann hefur látið blindast. Hann er hé- gómlegur og sjálfumglaður og sér enga ástæðu til breytinga." Kohl eins og „femínisti" í fréttaskýringu sjónvarpsstöðv- arinnar ARD sagði að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar hefði verið í mótsögn við það flokkurinn vildi vera „Nútímalegasti flokkur Þýska- Iands“ og Kohl hefði nánast litið út fyrir að vera „femínisti“ þegar hann var að reyna að fá fulltrúa á flokksþinginu á sitt band. Ósigur Kohls var hins vegar ekki jafn mikill og þýskir ijölmiðlar vildu vera láta og viðbrögð þeirra ein- kenndust jafnvel fremur af því að JOSCHKA Fischer, leiðtogi Græningja, og Helmut Kohl eru sagðir hinir mestu mátar. DAGAR Rudolfs Scharpings í forystu jafnaðarmanna verða brátt taldir. HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, valdsmannslegur í fasi. Ofurkanslarínn Helmut Kohl hefur aldrei veríð traustarí í sessi og vírðist hyggja á valdasetu fram á næstu öld. Andstæðingar Kohls eru sundraðir og þýskir fjölmiðlar finna vart höggstað á kanslaranum. Karí Blöndal kynnti sér stöðuna í þýskum stjómmálum að loknu flokksþingi krístilegra demókrata kanslarinn hefði loks gefið á sér höggstað. Það var eiginlega fremur tíma- setningin, sem varð Kohl að falli, fremur en málefnið. Kohl hafði krafist þess að kvennakvótarnir yrðu síðastir á dagskrá þingsins, en þegar að ganga átti til atkvæða reyndist fjöldi fulltrúa á braut. Reglur þingsins kveða á um að meirihluti fulltrúa á þinginu þurfi til að tillaga 'teljist samþykkt. Á þinginu sátu 1000 fulltrúar og þurfti því atkvæði 501 til að sam- þykkja tillöguna. Aðeins 821 full- trúi var eftir á þinginu þegar að atkvæðagreiðslunni kom. Tillagan um kvennakvótann fékk 496 at- kvæði, en aðeins 288 lögðust gegn henni. Kohl vantaði því aðeins fimm atkvæði til að ná sínu fram og til- lagan fékk í raun dijúgan meiri- hluta atkvæða. Frankfurter Allgemeine Zeitung sagði að þetta bakslag Kohls skipti sýnu minna máli en það að hnoum skyldi takast að knýja fram ský- lausan stuðning þingsins við fyrir- hugaðan samruna í efnahagsmálum og mynteiningu í Evrópu. „Vilji Kohls er vilji flokksins í þeim mál- um, sem honum eru mikilvæg," sagði í blaðinu. „Það að ekki skyldi takast að ná fram umbótum var vissulega sú niðurstaða fundarins í Karlsruhe, sem var mest spenn- andi. Hins vegar mátti ráða öllu meira af því hvernig flokksþingið og flokksforystan fylgdi formanni sínum nánast í blindni í Evrópumál- unum, án þess að spyrja hann hvernig hann hygðist í raun fram- fylgja stefnu sinni.“ Einróma stuðningur í Evrópumálum Það var ekki aðeins að hver ein- asti fulltrúi á þinginu styddi Evr- ópustefnu Kohls, heldur mátti heyra hvatningarorð um að hann byði sig fram til kanslara á ný árið 1998. Ekki var aðeins talað um að nýta þyrfti vinsældir Kohls, heldur var einnig haft á orði að hann væri rétti maðurinn til að standa í hárinu á lýðskrumurum, sem gætu reynt að espa fólk til andstöðu við myn- teiningunni, sem ráðgert er að eigi sér stað árið 1999, í næstu kosning- um. Volker Ruhe varnarmálaráð- herra, sem stundum hefur verið sagður hugsanlegur arftaki kansl- arans, sagði að Kohl „ætti að fara fram, myndi fara fram og myndi sigra“ þegar hann var spurður hvort Kohl ætti að gefa kost á sér fimmta sinni. Erwin Teufel, forsætisráðherra Baden-Wurttemberg, Eberhard Di- epgen, borgarstjóri Berlínar, og Klaus Töpfer, húsnæðismálaráð- herra, sem eitt sinn kallaði Kohl „súlu stöðugleikans", skoruðu einn- ig opinberlega á kanslarann að gefa kost á sér á ný. Spurning um örlög þýsks lýðræðis Kohl hefur verið við völd í 13 ár og hann neitar að gefa upp fyrir- ætlanir sínar, en í ræðu sinni á mánudag gaf hann sterklega í skyn að hann vildi fara fram að nýju. Hann kvaðst myndu beita öllum sínum pólitíska mætti til þess að fylgja eftir samruna Evrópu og gaf í skyn að aðeins með því að sam- tvinna hagsmuni Evrópuríkja mætti tryggja að friður ríkti í álfunni. „Þetta er spurning um sjálf örlög þýsks lýðræðis, [eins og við getum séð] af reynslu þeirrar aldar, sem nú er að ljúka,“ sagði Kohl, sem nú er orðinn 65 ára. „Það gildir einu hvað er hvíslað á göngum valdasetra í höfuðborg- um Evrópu eða sagt á þingum, “ sagði Kohl. „Við höldum okkur við þessa stefnu [til fulltingis Evrópu].“ „Svona myndi enginn tala ef hann ætlaði að láta af völdum eftir eitt eða tvö ár,“ sagði háttsettur fulltrúi á þinginu, sem ekki vildi láta nafns getið. Kohl hefur nú verið svo lengi við völd að í hugum margra er hann einfaldlega kanslarinn. Þeir, sem ganga fyrsta sinni að kjörborðinu árið 1998, voru tveggja ára þegar Kohl varð kanslari og muna því ekki eftir öðrum manni við .völd. Konrad Adenauer var kanslari í 14 ár. Þeim áfanga nær Kohl í lok næsta árs. í ræðu sinni á þinginu benti Kohl sjálfur á það að á næsta ári yrði svo komið að valdatími stjórnar sinnar hefði verið lengri en lífdagar Weimar-lýðveldisins, sem leið undir lok eftir 14 ár. Forseti og kanslari bræddir í eitt Tímaritið Der Spiegel segir að hann sé eins og forseti og kanslari bræddir saman í eitt. Kohl er aufú- sugestur um allan heim. Hann er góðvinur Bills Clintons Bandaríkja- forseta og samband hans við Boris Jeltsín, forseta Rússlands, er sagt nánara, en nokkurs annars vest- ræns leiðtoga. Jeltsín var boðið að sitja síðasta fund iðnríkjanna sjö, en fannst hann vera hálf utangátta. „Þeir kunna ekki að meta mig hér,“ er sagt að Jeltsín hafi hvíslað að Kohl í trúnaði. Á þinginu varðist Kohl svara um það hvort hann hygðist gefa kost á sér á ný, en meðal hans nánustu samstarfsmanna þykir það afráðið og er ekki lengur til umræðu. CSU og CDU hafa nú samanlagt 45% fylgi samkvæmt skoðanakönn- unum, en jafnaðarmenn (SPD) að- eins 32% og hafa jafnvel farið niður fyrir 30%. Samkvæmt kosningafyr- irkomulaginu í Þýskalandi gæti þetta meira að segja tryggt kristi- legum demókrötum hreinan meiri- hluta í næstu kosningum og það er ótrúlega staða flokks, sém hefur verið við völd í 13 ár í landi, þar sem ríkir fimm flokka kerfi. Hagnast á óeiningu andstæðinganna Kohl getur þó ekki aðeins þakkað sjálfum sér. Á meðan kristilegir demókratar virðast vart geta mis- stigið sig er hver höndin upp á móti annarri í röðum jafnaðar- manna. Flokkurinn virðist ekki geta náð samkomulagi um það hvert skuli haldið. Hann hefur hneigst til hægri, en við það líkist hann æ meir kristilegu flokkunum tveimur, CDU og CSU. Ýmsir hafa verið kallaðir til að leiða flokkinn á þess- um þrettán árum í eyðimörkinni, en engum hefur tekist að leiða hann undan skugga Helmuts Schmidts og Willys Brandts. Rudolf Scharping, leiðtogi SPD, hafði 20% forskot á Helmut Kohl í skoðanakönnunum í upphafi kosn- ingabaráttunnar i fyrra og virtist eiga sigurinn vísann. Nú nýtur hann aðeins stuðnings 15% kjósenda og er aðhlátursefni. Það virðist aðeins spurning um tímasetningu hvenær hann fer frá. Talið er að jafnaðarmenn muni í mesta lagi bíða þess að kosið verði í þremur sambandslöndum Þýska- lands áður en Scharping fái að taka pokann sinn. Ástæðan fyrir biðinni er sú að búist er við að SPD muni gjalda afhroð í þessum kosningum og það væri hentugt að geta skellt skuldinni á fráfarandi leiðtoga. Hins vegar gæti allt eins verið að úrslit kosninganna í Berlín nú um helgina ráði úrslitum um framtíð Scharpings gangi hrakspár um gengi jafnaðarmanna eftir. Ýfingar í röðum jafnaðarmanna Litið var á Scharping, Oskar Lafontaine, forsætisráðherra í Sa- arlandi, og Björn Engholm, sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.