Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1995 MORGUNBLÁÐÍÐ 18 mánuðir verða að mannsævi Þeir bræður fengu ekki at- vinnuleyfi, en voru að freista þess að læra ensku. Þetta var erfitt, þeir beinlínis löptu dauðann úr skel og þá var það að Þorvaldur fékk sér aukavinnu, sem var ólög- legt, en er kunningi þeirra sem gerði hið sama var gómaður og sendur úr landi, sagði Þorvaldur dapur í bragði við bræður sína að trúlega væri hann næstur úr því yfirvöld voru komin á sporið. Hann afréð því að ganga í herinn í 18 mánuði. Ætlaði hann þannig að fórna sér fyrir málstað þeirra bræðra. Verða mat- vinnungur þeirra á þessu tímabili. Þetta var árið 1945. Það teygðist á þessum 18 mánuðum og um vorið 1950 var hann enn hermaður í Bandaríkja- her. En af- skaplega sáttur, því hann átti 30 daga frí í vændum og ráðgerði að heimsækja „gamli landur- in“ og heilsa upp á fjölskyldu og vini. Ekki stóð dýrðin lengi. Hann kom á þriðjudegi og fékk nær samstundis boð að utan um að koma aftur hið snarasta til sérverkefna. Þannig stóð á flugferðum Hlutskipti það sem Borgnesingurinn Þor- valdur Friðriksson ætlaði sér með inn- göngu í Bandaríkjaher árið 1950 og það hlutskipti sem forlögin höfðu í raun bruggað honum gætu ekki verið ólíkari. Tilvonandi - matvinnungurþriggjaís- lenskra bræðra við nám í Minnesota lenti þess í stað í hroðalegum mannraunum í hildar- leik Kóreustríðsins. Þor- valdur var staddur „heimau á dögunum og Guðmundur Guðjónsson tók á honum hús þar sem hann reyndist fús að rifja upp eitt og ann- að á lífsleiðinni. UNGIR og ævintýra- gjarnir leituðu Þorvald- ur og tveir bræðra hans til Bandaríkjanna. Þeir fóru einn á ári á árunum 1942 til 1944. Þá var seinni heimsstyij- öldin í fullum gangi og ekki lítið mál að ferðast til Bandaríkjanna. Þeir urðu að ferðast með skipa- lestum og það var ekki hættu- laust, kafbátar Þjóðveija voru um allan sjó og skutu skipin í kaf. Fyrstur bræðranria til að fara var Eðvarð og hann var 31 dag á leiðinni, en viðkoma var bæði á Grænlandi og Bermúda þannig að ekki verður sagt að farin hafi verið beinasta leiðin. Síðastur fór Þorvaldur. Hann fór með gamla Goðafossi og var 21 dag á leiðar- enda. Gamli Goðafoss var síðan kafskotinn á heimleiðinni. „Þetta voru taugatrekkjandi og í raun hálfóraunverulegir tímar að lifa. Það fylgdu lestinni tundurspillar og vörðu okkur skakkaföllum, en ekkert mátti út af bera. Eitt skip- anna bilaði t.d. og dróst aftur úr. Við sáum þegar kafbáturinn hæfði skípið,“ segir Þorvaldur. að hann var kominn aftur til New York, þar sem stöðvar herdeildar hans voru, á fimmtudeginum. „Það var svolítið fyndið, ég var kominn fyrstur á vakt þótt sumir félaga minna þyrftu aðeins að ferðast 100 til 200 mílur. Sérverk- efnið sem ég átti að leysa af hendi ásamt minni sveit var að fara til Kóreu, en þar hafði ófriður bloss- að upp.“ Þorvaldur verður hugsi, horfir að því er virðist inn í sig eitt augnablik og segir síðan ijarrænn til augna: „Þetta voru slæmir dagar. Mikið blóðbað og eymdin og fátæktin hræðilegri en ég kæri mig um að muna eftir. Þann- ig löguðu er hins vegar ekki hægt að gleyma.“ Þorvaldur getur þess síðan að nýverið hafi minnisvarði um stríð- ið og hina föllnu verið afhjúpaður í Washington DC. Minnisvarðinn er raunar almenningsgarður á stærð við knattspyrnuvöll. Þar hafa verið settar upp fjölmargar eirstyttur, rúmlega mannhæð hver um sig. Stytturnar eru af hermönnum á göngu með vopn sín og búnað. Þar er einnig að finna langan vegg úr grófum dökkum marm- ara. í vegginn hafa verið felldar ljósmyndir af 2.400 hermönnum sem stara framan í þá sem vegg- inn skoða. Það komu 1,5 milljón manna við sögu í þessu stríði, en þrátt fyrir að líkurnar gætu talist litlar, kom Þorvaldur óvænt auga á sjálfan sig stara framan í sig af veggnum! „Ég var auðvitað hissa á þessu. Ég vissi það eitt að það var unn- ið úr Ijósmyndum þar sem menn- irnir horfa beint framan í linsuna. Það var úr miklu að moða, því kom mér á óvart að horfast þarna í augu við sjálfan mig! Ég var annars lengi að hugsa mig um áður en ég fór og skoð- aði þennan minnisvarða, því at- burðir stríðsins hafa legið þungt á mér lengst af. Ymsir félaga minna hafa gengið enn lengra, farið aftur til Kóreu. Ég ætti kannski að gera það. Mér er sagt að það hjálpi manni að sjá land og þjóð í dag. Þar sem áður var fátækt og sár örbirgð er nú vel- megun og bjartsýni. Það er kannski hægt að réttlæta stríðið og þátttöku sína í því með því að það hafi verið barist fyrir frelsi þessa fólks og bjartari framtíð,“ segir Þorvaldur. Blóðbað og mannraunir Til marks um blóðbaðið í Kóreustríðinu segir Þorvaldur að 50.000 hermenn hafi verið drepn- ir þar á tæplega 3 árum. Þótt mikið hafi verið talað um hversu mannskætt Víetnamstríðið hafi verið Bandaríkjunum, þá hafi mannfallið í Kóreu ekki verið mikið minna og Bandaríkjamenn máttu þola í Víetnam og stóð sá hildarleikur þó yfir í 7 ár. Þorvald- ur segir aðeins frá stríðinu: „Þetta var eiginlega að sumu leyti mjög skrítið stríð. Oft voru engar eiginlegar víglínur. Óvinur- i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.