Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1995 B 5 inn var allt í kring um okkur, eina stundina fyrir framan, næstu til beggja hliða og þá þriðju kannski fyrir aftan okkur. Við vorum t.d. einu sinni að gæta stöðva sem kallaðar voru Pusan Perimeter og bardagar æxluðust þannig í kringum okkur að við vorum allt í einu króaðir af 20 mílur fyrir aftan þá. Þeir héldu að þeir hefðu okkur í vasanum og voru voða rólegir, það sást best á því þegar við tókum okkur til og brutumst með látum úr umsátrinu, æddum þannig áfram á jeppum og trukk- um að þeir gátu varla komið skoti á okkur fyrr en við vorum komn- ir framhjá. Eitt sinn á flóttanum brunuðum við í gegnum þorp eitt. Þar sátu þeir í rólegheitum með húsveggjum og hölluðu rifflum sínum og vélbyssum upp að þeim. Það var svo mikill slátturinn á okkur að þeir rétt náðu að hafa byssurnar með sér er þeir stukku í skjól!“ „Það var furðuleg tilfinning, svo mikið adrenalin flæddi um blóðið að það fann enginn til hræðslu, þvert á móti var gríðar- legt kapp og hugur í öllu liðinu. En eftir á, þegar allt var afstað- ið, gátu menn varla talað fyrir geðshræringu." Þorvaldur særðist í tvígang í stríðinu og í annað skiptið var hann talinn af, týndur á bak við víglínuna slasaður og matarlaus svo dögum skipti. Hann heldur áfram: „Það var oft skotið á mig og ég skaut þá á móti. Ég sá aldr- ei neinn beinlínis falla fyrir kúlum mínum, en vel má vera að ég hafi drepið einhveija. Stundum munaði mjóu. Einu sinni sat ég í bíl með byssu í hönd- unum. Leyniskytta hleypti af og small kúlan í byssunni sem ég hélt á. Þar mátti engu muna. Ég man að ég hugsaði oft, og við gerðum það allir, að það væri allt í lagi ef við yrðum skotnir í hend- ur eða fætur. Við vorum ekkert hræddir um það, því við myndum líklega lifa það af. En við ótthð- umst allir að verða skotnir í haus- inn. Þá værum við annaðhvort dauðir eða samasem dauðir.“ Þú varðst tvisvar fyrir skoti og særðist eða hvað? „Nei, það er ekki alveg rétt, en jú, ég særðist tvisvar. I fyrra sinnið sat ég í vegkanti og skrið- dreki ók hjá. Hann fór yfir jarð- sjjrengju sem sprakk auðvitað. Ég fann fyrir feiknahöggi, þeytt- ist út í skóginn við vegkantinn og missti meðvitund. Þegar ég rankaði við mér fannst mér eins og andlitið vantaði á mig. Ég var allur dofinn og blóði drifinn í framan. Það var nú þarna ennþá, þ.e.a.s. andlitið, og það tókst nokkuð vel að púsla því saman og ég jafnaði mig nokkuð fljótt og vel. Seinna skiptið," segir Þorvald- ur, „var öllu erfiðara. Þá lenti ég í mikilli orrustu. Það var þegar Kínverjarnir sendu her til liðsinn- is Norður-Kóreumönnunum. Þetta var óskaplegur bardagi og tvær herdeilda okkar voru nánast þurrkaðar út. Það var óskaplegt mannfall hjá okkur og félagar mínir voru að hrynja niður allt í kringum mig. Ég lenti sjálfur í sprengingu, fékk talsvert af sprengjubrotum í annan handlegginn og varð við- skila við félaga mína. Ég var síð- an týndur og talinn af fyrir aftan víglínuna í nokkrar vikur og fannst loks suður af Seoul og var þá komið í skyndingu á her- sjúkrahús. Læknar tíndu eins og þeir gátu af sprengjubrotunum úr handleggnum, en urðu að skilja talsvert eftir. Ég var öllu verr haldinn af hungri og vos- búð.“ „Stálið er enn í handleggnum, en ég finn ekki lengur fyrir því nema ég þreifi á handleggnum. Nema í kulda, þá finn ég vel fyr- ir stálinu. Það verður ansi sárt.“ Þorvaldur heldur áfram frá- sögn sinni og þótt langt sé um Iiðið hefur greinilega sett að hon- um óhug við upprifjunina. Hann situr enn hugsi nokkra stund og segir síðan: „Þótt ég hafi lent í ýmsu þarna í Kóreu, eins og að særast tvisvar og horfa á marga félaga mína og vini falla, þá hef ég ekki sagt þér frá því hryllileg- asta sem ég upplifði. Hryllilegasti dagurinn sem ég upplifði í þessu bijálæði var þegar við gerðum skyndiáhlaup á bæ sem Norður-Kóreumennirnir höfðu á valdi sínu. Þegar við sótt- um að bænum heyrðum við skot- hríð, en okkur til furðu var skotunum ekki beint að okkur. í ljós kom að við höfðum komið Kóreumönnum í opna skjöldu. Þeir voru ekki með hugann við að veijast okkur, öll orka þeirra og athygli þessa stundina fór í að drepa íbúa bæjarins. Við fund- um þá á stóru opnu svæði. Þeir voru búnir að smala flestum bæj- arbúunum þangað, höfðu látið fólkið grafa skurði og þarna voru þeir í óða önn að strádrepa fólkið með byssum, byssustingjum, hök- um og sveðjum. Sumir létu fólkið drepa hvert annað í von um að sleppa sjálft, en þess var engin von.“ Þorvaldur þagnar nokkra stund, hugsar sig um og heldur svo áfram: „Þeir reyndu að forða sér og hluti okkar liðs rak flótt- ann, en hinir, ég þar á meðal, létum þarna staðar numið og reyndum að koma reglu á ringul- reiðina. Sjónin sem við okkur blasti var hryllileg. 'Skurðirnir voru meira og minna orðnir fullir af líkum. Þetta voru eins og sard- ínur í dós, börn, gamalmenni og allt þar á milli. Þrátt fyrir að hafa heyrt mikla skothríð, virtust mjög margir hafa verið drepnir með hökum og sveðjum. Til vitnis um það voru sárin á brjósti og höfði fólksins. Þarna var fólkið sem eftir lifði grátandi að sækja sína nánustu ofan í grafirnar, þvo af þeim blóð og mold og reyna að draga þá afsíðis. Við höfðum handtekið marga Norður-Kóreumenn og nú þrufti stór hluti okkar liðs að veija morðingjana fyrir fólkinu. Hlut- verk okkar kúventist í einu vet- fangi." Villidýrið og draumfarirnar Þorvaldur segir að enginn sjá- anlegur tilgangur hafi verið hjá Kóreumönnum með fjölda- morðunum annar en að svala fýsnum illskunar. Þetta voru óbreyttir borgarar sem eru yfir- leitt þeir sem mest þjást þegar misvitrir menn etja saman heijum í annarlegum tilgangi. Enda segir Þorvaldur að þrátt fyrir margs konar hrylling sem hann sitji uppi með í vitundinni sé ekkert verra en að að sjá neyð óbreyttra borgara sem lenda milli steins og sleggju. Hann undrist að fólkið komist af. Það eigi ekki til hnífs og skeiðar vikum saman og ösli snjóinn skólaust. Og sum- ir þeirra sem eru vopnaðir hiki ekki við að beina vopnunum að þeim óvopnuðu. „Það er eins og villidýrið í manninum komi fram í svona umhverfi. Þú sérð vini þína falla, óbreytta borgara drepna og limlesta. Börn og gamalmenni. Það er skotið á þig, en þú verður ekki hræddur. Þú svarar skothríðinni og því harðari sem bardaginn er, því meira gleymir þú þér í atgangin- um. Það er ekki fyrr en eftir á að þú verður hræddur og þá er það voðaleg tilfinning sem hellist yfir.“ Þorvaldur jánkar því hljóðlega þegar hann er spurður hvort hon- um þyki ekki blóðugt að það sem átti að verða meinlaus fyrirvinna í nokkra mánuði hafi leitt yfir hann lífsreynslu sem hefur mark- að líf hans allt. Mikið hefur verið talað um langtímaáhrif stríðs á mannssálina. Þorvaldur er spurð- ur hvernig hann hafi það? „Ég hef það nokkuð gott. En það eru ekki nema fimm ár eða svo síðan ég hætti að fá draumfarir úr stríðinu á hverri nóttu, vaknaði þá oftsinnis skrækjandi og sparkandi. Ég sparka að vísu stundum ennþá, en segi bara konu minni að mig sé að dreyma knattspyrnuleiki!“ Og Þorvaldur heldur áfram: „Þetta leiðir hugann að því að það var eins- og yrði vakning meðal Bandaríkjamanna í kjölfarið á Víetnamstríðinu, það var viður- kennt að menn gætu komið skaddaðir á sálu sinni úr stríði. Víetnamhermennirnir létu mikið með þetta, en við sem höfðum verið í Kóreu byrgðum allt inni og kölluðum þá væluskjóður. Það var auðvitað ósanngjarnt en þannig var tíðarandinn. Enginn ætti að skilja betur hvernig þess- um mönnum leið heldur en ein- mitt við sem höfðum upplifað allt þetta sama á undan þeim í Kóreu. „Áunnin eiginkona“ Nóg um stríðið í bili, utan þau orð Þorvaldar að það hafi fengið hann til að meta lífið betur. Hjálp- að honum að líta á björtu hliðarn- ar eftir að hafa séð meira en sinn skammt af dökku hliðunum. Eftir stríðið var Þorvaldi skipað að halda á nýjar og kunnuglegri slóðir en Kóreu. Jú, hann átti að standa pligt á Keflavíkurflugvelli. Á leið sinni til íslands kynntist hann eiginkonu sinni Joan sem er frá Missouri. Ekki gafst ráð- rúm til langs tilhugalífs, trúlofun- in var því ákveðin á sjötta degi eftir að fundum þeirra bar fyrst saman. Það var ekki tími til að gifta sig og Joan mátti ekki fylgja Þor- valdi til Keflavíkur vegna þess að þau voru ekki gift. En hún mátti heimsækja hann og á öðrum degi fyrstu heimsóknarinnar giftu þau sig og þá þurfti Joan ekki að fara aftur. Þá var hún orðin það sem reglur Bandaríkjahers kalla „acquired asset“, eða áunnin eign! Síðan hafa Þoi’valdur og Joan verið sem samlokur. Eftir hálft annað ár í Keflavík lá leiðin til Kentucky og síðan, árið 1955 fluttum hjónin til Fort Bliss herstöðvarinnar í E1 Paso í Texas. Eftir tveggja ára rafeinda- nám hjá hernum komst Þorvaldur til starfa í „Air Defence“ sem er loftvarnarkerfi Bandaríkjanna. Þar vann hann síðan við eftirlit og viðhald með ratsjám og tölvu- kerfi flugskeyta. Hann var í tíu ár við þennan starfa á Rhode Is- land og síðan árin 1966 til 1969 í Vestur-Þýskalandi. Þá lá leiðin aftur til E1 Paso þar sem Þorvald- ur lauk ferli sínum í hernum sem kennari við herskólann þar til ársins 1974. Það ár fór hann á „nokkuð góð eftirlaun" og hafði þá verið í bandaríska hernum í 29 ár, einn mánuð og einn dag. „Það má segja að mál hafi farið á annan veg en ætlað var. Fyrst ætlaði ég aðeins að vera í svona tvö ár í Bandaríkjunum og koma svo heim. Síðan ætlaði ég að vera í hernum í 18 mánuði og hætta svo. Það er ótrúlegt að líta yfir farinn veg með þessar fyrirætlan- ir í huga,“ segir Þovaldur. Að geta ekki hætt Þorvaldur var ekki á þeim bux- unum að setjast í helgan stein. Það leið aðeins einn dagur eftir að hann var ekki lengur á mála hjá hernum að hann sá óskilgreint fyrirtæki auglýst til sölu í dag- blaði í E1 Paso. Hann fylítist for- vitni og kannaði málið. Kom þá í ljós að það var „Tiffany’s bakarí- ið“ í miðborg E1 Paso. „Ekki leist konu minni á það, enda var ég frægur fyrir flest annað en bökunarhæfileika og raunar ekki átt annað erindi í eld- hús en að læða mér í aukabita úr ísskápnum! Eigi að síður vorum við orðnir eigendur þessa bakarís tveimur dögum síðar. Við réðum til okkar góðan bakara og ákváð- um strax að hafa aðeins úrvals- vöru og á hærra verði en annars staðar. Við vorum með góð brauð, vínarbrauð, ýmiss konar tertur og kökur. Hróður okkar barst fljótt og það var mikið að gera, alla daga vikunnar. Meðal annarra skiptu ýmsir heimsþekktir einstaklingar við okkur, nægir að nefna kvik- myndaleikarann Jack Nicholson. Við rákum þetta bakarí í 13 ár, en hættum þá, enda var þetta mikil vinna alla daga vikunnar," segir Þorvaldur, sem reyndar heitir „Thor Fridriksson" í Banda- ríkjunum. Miðlar þá og nú Þessu fer senn að ljúka. Þor- valdur getur þess að hann eigi tvær dætur og önnur, Lianne, sé stödd hér á landi með honum. Hún sé reyndur blaðamaður og háskólaprófessor í fjölmiðlafræð- um og hafi fengið Fulbright- styrk til þess að rannsaka tengsl fjölmiðla og stjórnmálamanna í smáríkjum. Hún er að safna gögnum og kemur svo aftur með farfuglunum í vor og lýkur verk- efninu. Þorvaldur segir að það sé með ólíkindum hvað allt hafi breyst frá því hann fór vestur forðum daga. „Það er nú til að byija með allt miklu fallegra hérna en ég mundi eftir því. Ég er búinn að fara í Borgarnes og það hefur breyst úr litlu þorpi í stórt þorp! Hraun- lundurinn, þar sem við pabbi og bræður mínir gróðursettum fyrstu hríslurnar, er orðinn að forkunn- arfallegum skrúðgarði. „Og öll þessi nýju orð. Þegar ég kom um daginn þurfti ég að spyrja hvað „fjölmiðill" væri. Eini miðillinn sem égþekkti frá mínum árum á íslandi var Lára miðill," segir Þorvaldur. Er hann að þá að fyllast söknuði og á heimleið, loksins eftir öll þessi ár? „Nei, ekki nema sem gestur og auðvitað kem ég aftur. En við Joan vorum að kaupa okkur nýtt hús í Texas. Það á óskaplega vel við okkur.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.