Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 16
 ATVINNU/RAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR ATVIN N UA UGL YSINGA R Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hornbrekka á Ólafsfirði óskar að ráða hjúkrunarfræðing í fullt starf frá næstu áramótum. Umsóknarfrestur er til 30. nóv. '95. Nánari upplýsingar gefa Sonja Sveinsdóttir, hjúkrunarforstjóri og Kristján Jónsson, for- stöðumaður, í síma 466 2480. Barnfóstra - England Óskum eftir góðri stúlku (fóstru) á enskt- íslenskt heimili í Cambridge, frá janúar 1996. Möguleiki á enskunámskeiði. Allar upplýsingar gefnar í símum 554 6766 og 557 4179. „Au pair“ - Ameríka Barngóð „au pair" óskast til góðrarfjölskyldu til þess að gæta þriggja barna og sinna létt- um heimilisstörfum, frá og með 4. janúar 1996, í eitt ár. Verður að vera orðin 20 ára, reglusöm, reyklaus og hafa bílpróf. Upplýsingar í síma 557-3031 frá kl. 20-22 mánudaginn 23. október eða sendið upplýs- ingar á fax 587-3531 næstu daga. Ritari Starfsmaður óskast til starfa hjá endurskoð- unarskrifstofu. Helstu verkefni eru: Ritvinnsla. Bókhaldsstörf. Símavarsla og afgreiðsla. Leitað er að starfsmanni með góða þekkingu á tölvuvinnslu og á bókhaldi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. desember nk. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu Mbl., fyrir 27/10 nk., merktar: „Ritari - Endurskoðun - 1172“. Forstöðumaður Staða forstöðumanns vistheimilisins Bláa bandsins í Víðinesi er laus til umsóknar frá næstu áramótum. Ráðningin er til eins árs. Umsækjendur þurfa að búa yfir reynslu í stjórnun, meðferð og umönnun áfengissjúkra. Áhugi á mannlegum samskiptum og náunga- kærleikur þurfa að prýða umsækjendur. Umsóknir óskast sendar á skrifstofu Víði- ness, 270 Mosfellsbæ, fyrir 6. nóvember nk. ásamt meðmælum. Rekstrarstjórn Víðiness. Sjúkrahús Suðurnesja Deildarröntgentæknir Laus er staða röntgentæknis við Sjúkrahús Suðurnesja. Um er að ræða 70% stöðuhlutfall. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir og fram- kvæmdastjóri. Umsóknarfrestur er til 11. nóvember nk. Framkvæmdastjóri. Tilraunastöð Háskóla íslands f meinafræði að Keldum v/Vesturlandsveg, 112 Reykjavík Líffræðingur óskast til starfa við verkefnið „Sameinda- erfðafræði riðu“ á Tilraunastöð Háskóla ís- lands í meinafræði að Keldum. Reynsla í aðferðum sameindaerfðafræði æskileg. Nánari upplýsingar veitir Ástríður Pálsdóttir. Sími 567 4700. Fax 567-3979. E-mail: astripal@rhi.hi.is. Vélaverkfræðingur Verkfræðistofa óskar eftir ungum vélaverk- fræðingi til starfa úti á landi. Verksviðið er fjölbreytt verkfræðivinna, þar með talin þjónusta við sjávarútveg, ýmis konar hönnunarvinna svo og áætlanagerð. Þeir, sem hafa áhuga, sendi upplýsingar um menntun og fyrri störf til afgreiðslu Mbl., merktar: „Vél - 1170“. Atvinna í sveit Fjárbú á Norðurlandi vantar aðstoð í vetur. Auk almennra starfa úti og inni gæti falist í staðinn nokkur hestamennska. Til greina kæmi að viðkomandi fengi hús og hey fyrir 1-2 eigin hesta. Góð húsnæðisaðstaða. Þeir sem áhuga hefðu leggi nafn, heimilisfang, símanúmer ásamt uppl. um fyrri störf inn á afgreiðslu Mbl. merkt: „Atvinna í sveit.“ Iðnskólinn í Hafnarfirði Reykjavíkurvegi 74 220 Hafnarfjörður Sími 555 1490 Fax 565 1494 Skólafulltrúi Skólafulltrúi óskast til starfa sem fyrst, um er að ræða 1/2 stöðu með vinnutíma eftir hádegi. Laun samkvæmt launakerfí ríkisstarfsmanna. Tölvukunnátta nauðsynleg. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf berist skólameistara fyrir 1. nóvember. Skólameistari Vanir bóksölumenn - há sölulaun Óskum eftir að ráða vana bóksölumenn í símasöludeild okkar. Há sölulaun fyrir rétta aðila. Mörg spennandi og arðbær verkefni framundan. Einnig kemur til greina að gefa óreyndum einstaklingum tækifæri á að spreyta sig. Upplýsingar veitir Jóhann Páll Valdimarsson í síma 552 4240 á skrifstofutíma. Mál og menning \/ FORLAGIÐ Sölumenn Öflugt fjölmiðlafyrirtæki í borginni óskar að ráða sölumenn til starfa í sölu- og markaðs- deild fyrirtækisins. Leitað er að kröftugum og hugmyndaríkum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt og skipulega og hafa brennandi áhuga á sölu- mennsku. Reynsla í sölumennsku er æskileg en ekki skilyrði. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar til 28. október. Gijðnt Tónsson RÁDGIÖF & RÁDNINGARÞIÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 5-62 13 22 JARÐBORANIR HF Vélfræðingur Jarðboranir hf. óska eftir að ráða vélfræðing til starfa. Jarðboranir hf. eru traust og öflugt verktakafyrirtæki í stöð- ugri sókn. Verksvið okkar eru boranir á sviði orkunýtingar, vatnsöflunar og mannvirkjagerðar. Aðalmarkaður fyrirtækis- ins er innanlands en borverkefni erlendis eru að aukast og er lögð áhersla á vöxt þeirra. Jarðboranir hf. búa að mikilli reynslu starfsmanna og öflugum og fjöibreyttum tækjakosti. Jarðboranir hf. eru almennings- hlutafélag sem skráð er á Verðbréfaþingi fslands. Starf vélfræðings: Starfssvið vélfræðings er viðhald og umsjón með rekstri á tækjum og búnaði félagsins, Vélfræðingur þarf að geta starfað erlendis og tekur hann þar virkan þátt í stjórnun bor- verka. Hæfniskröfur: Leitað er að vélfræðingi með góða reynslu af rekstri og viðhaldi véla og tækja. Mjög gott vald á ensku er skilyrði og tölvukunn- átta æskileg. Haldgóð reynsla og þekking á öryggismálum er einnig æskileg. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt, vera áræðinn og lipur í samskiptum. Nánari upplýsingar veitir Gylfi Dalmann. Vlnsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Vélfræðingur 452“ fyrir 30. október nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.