Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN Nll/A UGL YSINGAR Saumastörf Óskum að ráða starfsfólk til framleiðslu á flísfatnaði. Vinnutími 7.30-16 mánud.- fimmtud. 8.00-14.00 föstud. Mannlegt bónuskerfi sem gefur betri tekjumöguleika og markviss starfsþjálfun. Upplýsingar gefur verkstjóri, Faxafeni 12 eða í síma 588 9485. Ó6PN SEXTÍU OG SEX NORDUR Sjóklæðagerðin hf. Skúlagötu 51, Reykjavík, sími 551 1520. |H MENNTASKÓLINN í KÓPAVOGI Forstöðumaður Menntaskólinn í Kópavogi auglýsir starf for- stöðumanns á hótel-, veitinga- og matvæla- sviði skólans laust til umsóknar. Um er að ræða nýtt starf við skólann sem ráðið verður í frá 1. janúar 1996. Starfið felur m.a. í sér: ★ Að móta, skipuleggja og hafa umsjón með kennslu á hótel-, veitinga- og mat- vælasviði skólans. ★ Samstarf við fagfélög greinanna og aðila atvinnulífsins. ★ Áætlanagerð og eftirlit með búnaði, rekstri og innkaupum á þessu sviði. ★ Samstarf við deildarstjóra á hótel-, veit- inga- og matvælasviði skólans. ★ Yfirumsjón með námskeiðshaldi skólans er tengist faggreinunum. Leitað er að starfsmanni með menntun og reynslu á sviði hótel-, veitinga- og/eða mat- vælagreina. Umsóknareyðublöð eru á skrifstofu skólans. Umsóknarfrestur er til 17. nóvember. Nánari upplýsingar veitir skólameistari. Skólameistari MK. „Au pair“ í Améríku Hefur þig alltaf langað að koma til Bandaríkjanna? Farðu þá á vegum fyrstu löglegu „AU PAIR“ samtakanna í Bandaríkjunum og upplifðu mest spennandi ár lífs þíns; stækkaðu vina- hópinn og hresstu upp á enskukunnáttuna. Engin samtök bjóða jafn örugga og góða þjónustu; samtökin sendu um 4.000 ung- menni frá um 20 Evrópulöndum á síðasta ári. Við bjóðum: ★ $115-$135 USD vikulega vasapeninga. ★ Ókeypis 4ra daga námskeið á hóteli í New York. ★ Aðstoð ráðgjafa allt árið. ★ $500 USD námsstyrk. ★ Ókeypis far að dyrum fjölskyldu og heim frá New Yorkog löglega j-1 vegabréfsáritun. ★ Ókeypis $50.000 USD sjúkra- og slysatryggingu. ★ $500 USD endurgreiðslu 12. mánuðinn, ath. á meðan dvalið er úti. ★ Engin staðfestingar- eða umsóknargjöld. Hæfniskröfur: 18-26 ára. Mikil reynsla og áhugi á börnum. Bílpróf. Fáðu heimsenda bæklinga, hringdu. Linda Hallgrímsdóttir, fulltrúi á Seltjarnarn., sími 561 1183 kl. 17.00-22.00 alla daga. Elsa G. Sveinsdóttir, fulltrúi á Akureyri, sími 462 5711 kl. 9.00-22.00 alla daga. au „Au pair in America" starfa innan samtakanna „American Institute for foreign study", sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni og starfa með leyfi bandarískra stiórnvalda. tfl Vinmimiðlun Reykjavíkurborgar Starfsmaður í heilsdagsskóla Heilsdagsskóli Ársels og Árbæjarskóla ósk- ar eftir að ráða starfsmann nú þegar. Um er að ræða starf með sex til níu ára börnum, sem m.a. felst í gæslu og ýmiss konar tómstundastarfi. Vinnutími er frá kl. 8-16. Leitað er að starfsmanni (konu eða manni) með uppeldismenntun og/eða reynslu af hliðstæðum störfum. Umsóknarfrestur er til og með 25. okt. nk. Nánari upplýsingar um starfið veitir Hrafn- hildur Guðbjartsdóttir hjá Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar, þar sem umsóknar- eyðublöð liggja frammi. Engjateigur 11 • Sími 588 2580 • Fax 588 2587 Kranamaður Óskum eftir að ráða vanan mann á byggingakrana. Upplýsingar í vinnusíma 565-8199. Húsanes hf. Hafnarfjörður Ágætu hjúkrunarfræðingar Á Sólvangi, Hafnarfirði, eru lausar stöður hjúkrunarfræðinga. Sérstaklega óskum við eftir morgunvöktum. Sólvangur hefur á að skipa samhentum hóp er starfar þar við öldrunarhjúkrun. Öll að- staða góð og vinnufyrirkomulag hið besta. Ánægjulegt væri ef þú myndir slást í hópinn. Upplýsingar gefur Sigþrúður Ingimundar- dóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 555-0281. Auglýsingafulltrúi Útgáfufyrirtæki óskar að ráða aðila til að annast sölu auglýsinga í tímarit sín. Starfið Sala auglýsinga, öflun viðskiptasambanda, umsjón með hönnun og birtingu auglýsinga. Hæfniskröfur Leitað er að sjálfstæðum, hugmyndaríkum og metnaðarfullum aðila sem hefur reynslu af sölustarfi og er tilbúinn að takast á við spennandi verkefni. Góð framkoma skilyrði. Einungis aðilar með reynslu koma til greina. í boði er áhugavert, fjölbreytt og krefjandi starf hjá traustu fyrirtæki. Nánari upplýsingar um starfið veitir Auður Bjarnadóttir frá kl. 9-12. Vinsamlegast send- ið umsóknir til Ráðgarðs á eyðublöðum er þar liggja frammi merktar: „Auglýsingafull- trúi“, fyrir 28. október nk. RÁÐGARÐURhf STJÓRNUNAR OG REKSTRARRAÐGJÖF FURUGERÐI 5 108 REYKJAVÍK 533 1800 Skrifstofustörf Norræna félagið auglýsir tvær stöður á skrifstofu félagsins. 1. Staða fulltrúa er annist rekstur skrifstóf- unnar. Viðkomandi þarf að hafa gott vald á dönsku, norsku eða sænsku, bæði í ræðu og riti, og þekkja vel til Norðurland- anna. Einning er góð íslenskukunnátta nauðsynleg. Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. janúar nk. 2. Staða verkefnisstjóra, er annist verk- efni sem félaginu eru falin og aðstoði einnig við almenn skrifstofustörf. Viðkom- andi þarf að hafa gott vald á dönsku, norsku, eða sænsku, bæði í ræðu og riti. Góð íslenskukunnátta nauðsynleg. Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. janúar nk. Umsóknarfrestur er til 10. nóvember 1995. Umsóknir sendist á skrifstofu Norræna fé- lagsins, Norræna húsinu, 101 Reykjavík. Engar upplýsingar veittar fyrr en umsóknar- frestur rennur út. Hugbúnaðarmaður Vegna stóraukinna umsvifa íTækni- og tölvu- deild Heimilistækja þurfum við að bæta við hugbúnaðarmanni. Áðalverksvið viðkomandi verður forritun í og hugbúnaðarvinna tengd Fjölni fyrir hina fjölmörgu viðskiptavini fyrir- tækisins, en á því eru mörg krefjandi verk- efni framundan. Við leitum að sjálfstæðum, kraftmiklum ein- staklingi með hæfileika til að starfa sjálf- stætt og með góða þjónustulund. Skriflegar umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til Heimilis- tækja hf., Sætúni 8, 105 Reykjavík. Farið verður með allar umsóknir sem trún- aðarmái og þeim öllum svarað. Nánari upplýsingar veitir Gunnar Halldórs- son í síma 569 1500. Umsóknarfrestur er til 27. október. TÆKNI- 0G T0LVUDEILD áý Heimilistæki hf. SÆTÚNI8 -105 REYKJAVlK sfml 881500 • balnntfml 8814 00 • fn 89 15 55 Sérfræðingur í alþjóðadeild umhverfisráðu- neytisins Laus er til umsóknar staða sérfræðings í alþjóðadeild umhverfisráðuneytisins. Um er að ræða tímabundið starf frá 1. desember nk. til 31. desember 1997. Störf sérfræðings eru m.a. fólgin í vinnu tengdri framkvæmd EES-samningsins, sam- starfi Norðurlanda og viðfangsefnum tengd- um starfsemi Saméinuðu þjóðanna. Gerð er krafa um menntun á háskólastigi. Gott vald á íslensku, ensku og einu Norður- landamáli er nauðsyn. Þekking eða reynsla af alþjóðlegu samstarfi er æskileg. Umsókn, ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og störf, sendist ráðuneytinu eigi síðar en 3. nóvember nk. Frekari upplýsinar um starfið fást í ráðuneyt- inu. Umhverfisráðuneytið 20. október 1995.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.