Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1995 B 19 Y^S / /\/CZ5/^\ R. Verkmenntaskólinn á Akureyri Laus staða Dönskukennari óskast að Verkmenntaskól- anum á Akureyri á vorönn 1996. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember 1995. Akureyri, 19. október 1995. Skólameistari. Blikksmiður Verktakafyrirtæki á Suðurnesjum óskar að ráða blikksmið til starfa. Mikil „akkorðsvinna" f boði. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýs- ingar fást á skrifstofu okkar. Umsóknarfrestur er til 23. október. CUÐNT TÓNSSON RÁÐGIQF & RÁDNINCARÞIÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 5-62 13 22 Þróunarsamvinnu- stofnun íslands framlengir hér með frest til að sækja um áður auglýsta stöðu útgerðarstjóra fyrir haf rannsóknarverkefni í Mozambique. Ráðning- artími er tvö ár. Umsækjendur skulu hafa reynslu af útgerðar- málum og góða enskukunnáttu. Reynsla af störfum í þróunarlöndum og undirstöðuþekk- ing í rómönskum tungumálum æskileg. Menntun og reynsla í rekstri og bókhaldi einnig æskileg. Umsóknum skal skilað á skrifstofu stofnunar- innar, Rauðarárstíg 25, 105 Reykjavík, sími 560 9980, fyrir 1. nóvember nk. Hópstjóri/vfmuefnaráðgjafi Tindar - dagdeild fyrir vímuefnaneytendur - óskar eftir að ráða ráðgjafa með reynslu af meðferð skv. AA-hugmyndafræðinni. Dagdeildarstarf Tinda er nýlega hafið að Hverfisgötu 4a i Reykjavík. Þar er f boði meðferð fyrir unglinga í vímuefnavanda, á aldrinum 13-18 ára. Nýjum starfsmanni gefst kostur á að koma inn í starf sem er enn í mótun. Hópstjóri þarf að hafa á valdi sínu sem flesta þaetti meðferðarinnar, sjá um fyrirlestra, stjórna hópmeðferö og sinna einkaviðtölum, ásamt því að vera unglingunum til aðstoðar í verkefnavinnu og tómstundastarfi. Umsóknarfrestur er til 31. október. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu MRU, Suðurgötu 22, Reykjavík. Nánari upplýsingar í síma 552-8055. Forstöðumaður. Viðskiptafræðingur Viðskiptafræðingur af endurskoðunarsviði óskast til starfa hjá iðnfyrirtæki í Reykjavík. Viðkomandi þarf að hafa minnst þriggja ára starfsreynslu við fagið. Boðið er upp á gott starf í góðu starfsumhverfi. Starfið felur í sér ábyrgð á og yfirumsjón með bókhaldi fyrirtækisins; fjárhags-, viðskipta- manna-, lánardrottna- og birgðabókhaldi. Önnur megin viðfangsefni eru skýrslugerð og útreikningar af ýmsu tagi, s.s framlegðarút- reikningar. Viðkomandi verður að geta hafið störf fljótlega. Umsóknum skal skila til afgreiðslu Mbl. eigi síðar en mánudaginn 30. október nk. merktar: „A - 3010“. Athugið að farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og þeim verður öllum svarað. Aukavinna Kraftmikinn einstakling vantar til auglýsingaöflunar. Góðir tekjumöguleikar fyrir réttan einstakling. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. merktar: „F-3919". Atvinna óskast Ég er 29 ára fjölskyldumaður í Hafnarfirði, er með versluarpróf og hef góða tölvuþekkingu. Mig bráðvantar vinnu. Upplýsingar í síma 565 3190, Heimir. Framkvæmdastjóri Norrænu Atlantsnefndarinnar Á skrifstofu Norrænu Atlantsnefndarinnar í Færeyjum er laus til umsóknar staða fram- kvæmdastjóra, með ráðningu frá 1. janúar nk. eða eftir nánara samkomulagi. Verksvið framkvæmdastjóra er í aðalatriðum eftirfarandi: - Að hafa frumkvæði að verkefnum í sam- ræmi við starfsáætlun nefndarinnar. - Að taka þátt í mati á umsóknum um styrki, sem nefndinni berast. - Að hafa samskipti við verkefnisstjórnir þeirra verkefna, sem nefndin styrkir. - Að fylgja eftir ákvörðunum nefndarinnar. - Að vera ábyrgur fyrir starfsemi skrifstof- unnar og fjárreiðum gagnvart nefndinni. Gerðar eru kröfur um að framkvæmdastjóri nefndarinnar búi yfir: - Þekkingu á atvinnulífi og skilyrðum á því svæði, sem starfsemin nær til, þ.e. í Fær- eyjum, á íslandi, á Grænlandi og í strand- héruðum Noregs. - Reynslu af hliðstæðum verkefnum og þeim sem hér um ræðir. - Staðgóðri menntun, eigi auðvelt með að starfa með öðru fólki, geti átt frumkvæði í samskiptum og verið skapandi í starfi. - Góðri kunnáttu í dönsku, norsku eða sænsku. Ráðningarskilmálar: - Ráðningartímabil er allt að 4 ár. - Kjör eru í samræmi við kjör opinberra starfsmanna í starfslandinu, menntun, reynslu og/eða samninga viðkomandi stéttarfélags. - Framkvæmdastjórinn skal vera búsettur í Færeyjum, þar sem ákveðið hefur verið að skrifstofa nefndarinnar verði staðsett næstu 4 árin. - Veittur er flutningsstyrkur. Töluverð ferðalög fylgja starfinu. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 1995. Umsóknum, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, meðmælum eða öðru, sem umsækjendur telja geta verið umsókn sinni til framdráttar, sendist til: NORDISK ATLANTSAMARBEJDE, Hoyvíksvegur 51, Postbox 1287, FR-110 Þórshöfn, Færeyjum. Nánari upplýsingar veitir Liz Hammer ,á skrifstofu nefndarinnar í Færeyjum, sími 00 298 140 28, fax 00 298 1 04 59. Norræna Atlantsnefndin leysir af hólmi Samstarfsnefnd Vestur-Norð- urlanda (Vestnordenkomitéen) og er ein niu nefnda, sem fást við svaeðasamstarf (regionalt samarbejde) á vegum Norrænu ráðherra- nefndarinnar. Starfssvæði nefndarinnarer Grænland, ísland, Færeyj- ar og strandhéruð Noregs. Markmið samstarfsins er að styðja við og efla samvinnu innan svæðisins, sér í lagi á sviði atvinnumála og rannsókna. Vélvirki/ stálskipasmiður Óskum eftir að ráða vélvirkja eða stálskipa- smið. Framtíðarstarf. Skriflegar umsóknir sendist til Hraðfrystihúss Eskifjarðar, c/o Guðni, Strandgötu 38, 735 Eskifirði. 1AUF Félagsráðgjafi óskast Félagið: LAUF-Landssamtök áhugafólks um flogaveiki. Starfið: Vegna aukinna umsvifa þarf félagið að bæta við sig starfsmanni til að annast félagsráðgjöf. Um hlutastarf er að ræða. Kröfur: Æskilegt er að viðkomandi hafi hald- góða menntun eða reynslu á sviði námsráð- gjafar. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnu- brögð og stundvísi. Upplýsingar: Umsóknarblöð og frekari upp- lýsingar fást hjá Ráðningarþjónustunni. Umsóknarfrestur er til 13. október. RÁÐNINGARÞJÓNUSTAN wmmmmmí jón Baldvlnsson, Háaleitisbraut 58-60 Sími 588 3309. fax 588 3659 Deildarsérfræðingur * Lánasjóður islenskra námsmanna Laugauegi 77 • Reykjavík óskar að ráða deildarsérfræðing til starfa. Starfið felst í ráðgjöf á sviði útlána og skyldum störfum. Leitað er að einstaklingi með háskólamenntun. Viðkomandi þarf að hafa góða ensku- og ís- lenskukunnáttu og geta unnið sjálfstætt og skipulega. Laun samkvæmt kjarasamningi BHMR. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýs- ingar fást á skrifstofu Guðna Jónssonar, Háteigsvegi 7, og skal umsóknum skilað á sama stað. Umsóknarfrestur er til 27. október. ClJÐNT TÓNSSON RÁDGIÖF & RÁDNINCARÞIÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 5-62 13 22 Skrifstofustarf Fyrirtækið er sérhæfð þjónustustofnun mið- svæðis í Reykjavík. Starfið felst m.a. í símavörslu, móttöku við- skiptavina, Ijósritun, umsjón með innkaupum fyrir skrifstofu og ritvinnslu (Word fyrir Windows). Vinnutími er frá kl. 8.30-17.00. Hæfniskröfur eru að viðkomandi hafi reynslu af almennum skrifstofustörfum og hafi mjög góða íslenskukunnáttu. Einnig er æskileg nokkur innsýn í ensku og Norðurlandamál. Umsóknarfrestur er til og með 25. október nk. Ráðning verður sem allra fyrst. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni, sem opin er frá kl. 9-14. Afleysinga- og ráðningaþjónusta Lidsauki hf. Skólavörðustíg 1a -101 Reykjavík - Sími: 562 1355 Fax: 562 1311 - Kt. 600182-0729

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.