Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 1
4-LlNANFRA SCANIA - FYRSTIJEPPINN FRÁ HONDA Á MARKAÐ - KEYRA ÍSLENDINGAR í ÚLFALDABIKARNUM? - BRA VO/BRA VA BÍLL ÁRSINS ÍDANMÖRKU Sölumenn -f --iSX. bifrriðaumboðanna ^//lA**'"_0 annast útvegun r>c lánsins á 15 mínútum Gffínifftf DÓTTURFYRIRTÆKt ÍSLANDSBANKA SUNNUDAGUR 22. OKTOBER 1995 BLAÐ c \ VINDSTUÐULLINN er með því lægsta í þessum flokki bíla, 0,27. A næsta ári verður 5-linan boð- in með fjórum líknarbelgjum fyrir ökumann og farþega í framsæti. Árið 1997 bæt- ast tveir líknarbelgir við í afturhurðirnar. 4x4 Mondeo langbakur BRIMBORG hefur flutt inn Ford Mondeo langbak með sídrifi. Bíllinn er af svokallaðri Ghia útfærslu og því betur búinn en al- mennt gerist um þessa bíla. Þetta er fyrsti fjórhjóla- drifni langbakur- inn af Mondeo gerð sem kemur til landsins. Hann er með 2ja lítra, 136 hestafla vél. Meðal búnaðar má nefna ABS-heml- alæsivörn, spólvörn, sóllúgu, viðarklætt mælaborð og rafdrifnar rúður og spegla. Bíllinn kostar 2.567.000 kr. 4* Ný kynslóð BMW 5 FJORÐA kynslóð 5-línunnar frá BMW er komin markað, betur búin og laglegri en nokkru sinni áður. En því miður má búast yið að hún verði jafnframt nokkru dýrari. Allt hefur verið hannað upp á nýtt í nýja bflnum. I stað hefðbundins plastefnis í mælaborðinu hefur BMW tekið í notkun nýtt efni sem er viðkomu og lyktar því sem næst eins og leður. Þetta er kannski það fyrsta sem menn verða varir við þegar þeir stíga upp í nýjan BMW 5. Útvarpið er innbyggt í mæla- borðið og útvarpsskjárinn sýnir einnig allar upplýsingar frá akst- urstölvu bílsins. Fleiri stjórnrofar eru í stýri nýju 5-línunnar en í flest- um öðrum bflum. Vinstra.megin á stýrinu eru rofar til kveikja á út- varpinu og aðrir til að skipta um rásir og hækka eða lækka hljóðið. Hægra megin i stýrinu eru rofar fyrir skriðstillinn. Nýja 5-línan er lengri og breið- ari en fyrirrennarinn og hægt er © BMW * ) nýju fimmurnar5 mHJ^I ^s^ 520i 523i 528i 525tds Afl 120 hk 170 hk 193 hk 143 hk Slagrými vélar 2,01 2,51 2,81 7,5 s. 2,5 disel 0-100 km 10,2 S. 8,5 S. 10,4 s. Hámarkshraði 220 km/klst. 228 km/klst. 236km/klst. 211 km/klst Eyðsla 11,9 km/l 11,8 km/l ' 11,6km/l 14,5 km/l Eiginþyngd 1.485 kg 1.495 kg 1.515 kg 1,555 kg að sitja í bflnum með pípuhatt án þess að hann skekkist á höfði. í baksætinu «ru þrír hnakkapúðar og þar er hægt að koma fyrir inn- byggðu barnasæti. Spólvarnarkerfl 5-línan verður boðin með fjórum vélargerðum, þar af einni dísilvél. 518i verður ekki lengur í boði en 1996 línan heitir 520i, 523i, 528i og 525tds. 520 og 525 koma reynd- ar ekki á markað fyrr en næsta vor í Evrópu. Ætla má að BMW 5 keppi einna helst við Audi A6 um hylli kaup- enda. Þar hafa kaupendur nokkuð skýran valkost því bílarnir skera sig frá hvor öðrum að því leyti að BMW er afturhjóladrifinn en Audi framhjóladrifinn (nema náttúrulega quattro útfærslan). BMW 5 er með spólvarnarkerfi sem vinnur þannig að það hægir á hjóli sem spólar og tölvubúnaður reiknar út hvaða afl er hentugast miðað við aðstæður að færa út í drifrásina. Þrátt fyrir aukinn búnað, lengd og breidd er ný kynslóð 5-línunnar 40 kg léttari en fyrirrennarinn. Skýringanna er fyrst og fremst að leita í undirvagninum sem er að miklu leyti úr áli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.