Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ HONDA CR-V er með fjórhjóla- drifsbúnað úr Odyssey fjölnota- bílnum en að öðru leyti er bíll- inn að mestu byggður á tækni úr Civic. Fyrsti jeppinn f ro Honda á markað HONDA Motor Co. hefur hafið sölu á nýjum jepplingi, CR-V, sem er í sama stærðarflokki og RAV4, Suzuki Vitara og Kia Sportage. Þetta er í fyrsta sinn sem Honda smíðar jeppa upp á eigin spýtur. Bíll- inn er byggð- ur á tækni úr Honda Civic en er með nýrri 2 lítra, ljögurra strokka vél frá Honda. Sala á bílnum hófst í Japan 12. október sl. en litlar líkur eru á því að hann verði boð- inn til sölu í Evrópu á næstunni. Flatt gólf og mjúk fjöðrun CR-V, (sem er stytting á enska heitinu Comfort Runabout Ve- hicle), var eingöngu hannaður fyrir Japansmarkað og er með stýrið öfugum megin við það sem tíðkast í Evrópu og Bandaríkjun- um. Það tæki að minnsta kosti eitt ár að endurhanna bílinn fyrir Evrópumarkað. Grunngerð bílsins kostar í Japan 1,72 milljón jen, sem er nálægt 1.110.000 ÍSK, en betur búinn, t.a.m. með sjálf- virku loftræsti- kerfi, toppgrind o.fl., kostar hann 1,98 millj- ónir jena, sem er um 1.280.000 ÍSK. Líknarbelgir og ABS-hemlalæsivörn er aukabún- aður á báðum bílunum. Á Japansmarkaði keppir CR-V við mjög vinsæla bíla af þessari gerð, eins og RAV4, Pajero Mini og Nissan Rasheen. CR-V er ekki með lágu drifi en fjórhjóladrifs- búnaðurinn kemur úr Odyssey fjölnotabílnum. Pjöðrunin er mýkri en flestum jepplingum. Bíllinn er með alveg flötu gólfi og sætin má fella niður þannig að slétt rúm myndast. Honda ráð- gerir að selja 3 þúsund CR-V á mánuði. ■ Keyra íslendingar í Úlfaldabikarnum? ISLENDINGAR fá í annað skipti tækifæri til að taka þátt í Úlf- aldabikarnum, Ca- mel Trophy, einni frægustu jeppakeppni sem haldin er í heimin- um. Keppnin fer fram í Kalimantan á suðurhluta eyjunnar Borneo. Árið 1994 tóku fjórir ís- lendingar þátt í undanúrslitakeppn- inni í Svíþjóð. Það voru Björgvin Filippusson, Akranesi, Guðbergur Guðbergsson, Reykjavík, Ólafur Örn Ólafsson, Reykjavík og Vilhelm Vilhelmsson, Akureyri. Þeir stóðu sig allir með prýði en sigurvegarar urðu sænskir og danskir jeppa- menn. Allir geta sótt um að taka þátt í jeppakeppninni um Úlfaldabikar- inn. Umsækjendur frá íslandi, Nor- egi, Svíþjóð og Danmörku kepa inn- byrðis og verða fjórir valdir sem fulltrúar Norðurlandanna í Camel Trophy 1996. Bestu einstaklingarn- ir eru valdir til keppninnar en valið fer ekki eftir þjóðemi. Samstarf ofar öllu Aðalkeppnin fer fram dagana í HVERJU liði eru tveir ökumenn og þeim fylgir einn blaðamað- ur frá viðkomandi iandi. Hér er lið Norðurlandanna á leiðarenda. 7.-28. apríl 1996 á Borneo. Úlfalda- keppnin snýst í stuttu máli um akst- ur.á Land Rover jeppum eftir erfið- um frumskógaleiðum. Hugmyndin á bak við keppnina er sú að menn vinni saman sem hópur við að leysa þau vandamál sem staðið er frammi fyrir. Þeir sem hugsa eingöngu um sjálfan sig hafa ekki erindi í keppn- ina. Veitt eru sérstök verðlaun á hverju ári til þess liðs sem að mati dómnefndar vinnur best saman. Fyrir utan að geta unnið saman í hóp er nauðsynlegt að þáttakendur séu vel á sig komnir andlega og líkamlega því mikils er krafist af þáttakendum. Úlfaldakeppnin var fyrst skipulögð 1980 og hugmyndin EKKI eru allir slóðarnir á þurru landi. SAMSTARFIÐ þarf að vera gott ef ná á árangri. Sjá yfir f jórum milljón- um bíla fyrir varahlutum VARAHLLUTAMIÐSTÖÐ Nissan í Amsterdam er á hafnarsvæð- inu og liggur vel við öllum samgönguæðum. Birgðir eru teknar inn öðru megin í húsið, þeim raðað í hillur og geymslui’ými eftir ákveðnu skipulagi. Á hverjum degi fara sendingar til flestra Evrópulanda og vikulega til Islands. MIÐSTÖÐ varahlutadreifingar Nissan fyrir Evrópulönd er á hafn- arsvæðinu í Amsterdam og þar sjá 515 starfsmenn um birgðahald á 450 þúsund hlutum sem um fjögur þúsund Nissan umboðsmenn í 20 löndum Evrópu gætu þurft á að halda fyrir 'einhvern af rúmlega fjórum milljónum viðskiptamanna sinna. Ti! að vinna þetta verkefni hafa þeir til umráða yfir 98 þúsund fermetra húsnæði á 170 þúsund fermetra lóð með ógrynni af hillu- rými, tölvur og iðnvélar í tugatali, síma- og tölvusamskiptakerfi um allan hnöttinn og nýta síðan allar helstu og fljótlegustu flutningaleiðir út frá miðstöðinni sem er vel í sveit sett til að ná flugi, bíl eða skipi. íslenskir blaðamenn litu þar við á dögunum í tengslum við frumsýn- ingu á Nissan Almera og kynntu sér starfsemina. -Okkur er ætlað að sjá Evrópu- markaði fyrir öllum varahlutum í Nissan bíla og þeim höfum við við- að að okkur frá verksmiðjum fyrir- tækisins í Japan, Bretlandi eða Spáni og frá öðrum framleiðendum sem útvega okkur einstaka hiuti í bílana, segir Marlo Timmer sölu- stjóri Nissan Motor Parts Centre eins og fyrirtækið heitir fullu nafni eða varahlutamiðstöð Nissan. -Á hveiju ári fara hér um varahlutir að verðmæti um 950 milljónir hol- lenskra gyllina (sem svarar til um 38 milljarða ísl. kr.) og er um ijórð- ungur markaðarins í Þýskalandi. Við útvegum reyndar líka varahluti fyrir einstök önnur lönd í Afríku og Asíu. Allt birgðahald og.öll meðhöndl- un einstakra varahluta er tölvu- stýrð. Minni hlutunum er safnað í litla kassa sem sigla um á færi- bandi og skynjarar á hveiju horni sjá um að allt fari rétta leið en mannshöndin kemur þó við sögu þegar tínt er í kassana. Stærstu hlutirnir eru í sérstökum hluta húss- ins þar sem stórar iðnvélar sjá um að taka þá úr hillunum og skila á færiband til pökkunar og sömu vél- arnar sjá einnig um að fylla á með nýjum birgðum. Þarna eru 120 metra langar hilluraðir í einum 18 hæðum og þegar lítið er að gera hjá vélunum, aðallega um nætur, dunda þær sér við að færa hlutina nær færibandinu svo fljótlegra sé að ná í þá þegar þar að kemur. Var hreint ótrúlegt að sjá lyftarana renna inn í myrkrið (því ekki þarf að lýsa upp vinnusvæði iðnvél- anna!) og sækja hitt og þetta sem þeir slökuðu á bandið og þaðan runnu hlutirnir í pökkunardeildina. Þriggja mánaða birgðir Marlo Timmer segir að á síðustu árum hafi allt birgðahald tekið miklum breytingum. -Þegar við byrjuðum hér fyrir meira en áratug vorum við með birgðir til meira en sjö mánaða. í dag höfum við innan við þriggja mánaða birgðir og þetta skýrist bæði af hraðari flutningum milli heimsálfa og þeirri stefnu að halda ekki óþarfa birgðir þar sem slíkt kostar alltaf sitt. Söluumboð okkar panta reglu- lega og sjá um að eiga alla helstu hlutina en þegar eitthvað vantar skyndilega getum við brugðist mjög fljótt við. Ef pöntun kemur inn fyr- ir kl. 16.30 síðdegis er hún afgreidd sama kvöld og yfirleitt komin á Morgunblaðið/jt SPÁÐ í spilin. Marlo Timmer (t.v.) og Helgi Ingvarsson velta fyrir sér birgðahaldinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.