Morgunblaðið - 24.10.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.10.1995, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B *vgn»Hafeifr STOFNAÐ 1913 242. TBL. 83. ARG. ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTOBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS NATO Fleiri í fram- boð? Brussel, París, New York. Reuter. VALI á nýju'm framkvæmda- stjóra Atlantshafsbandalagsins, NATO, kann að verða frestað um nokkrar vikur, þrátt fyrir að mikil þörf sé talin á því að ákvörðun verði tekin sem fyrst um eftirmann Willys Claes, sem sagði af sér í síðustu viku. Búist er við því að Carlos Miranda, sendiherra Spánar hjá NATO og sá reyndasti í þeirra hópi, muni boða til fundar í dag, þriðjudag, þar sem rætt verður um þá sem til greina þykja koma í stöðuna. Búist við framboði Spánverja Aðeins tveir hafa verið orðað- ir við hana enn sem komið er, Daninn Uffe Ellemann-Jensen og Hollendingurinn Ruud Lubb- ers. Ríkissjónvarpið hafði í gær eftir Davíð Oddssyni, forsætis- ráðherra, að íslendingar styddu Ellemann-Jensen. Talið yar að málið yrði rætt á fundi Allsherjarþings Samein- uðu þjóðanna sem nú stendur yfir í New York en ónefndur sendifulltrúi sem situr þingið kvaðst telja ólíklegt að ákvörð- un yrði tekin með hraði. Líklegt væri að fleiri yrðu nefndir til sögunnar og hefur jafnvel verið búist við því að Spánverjar bjóði einhvern fram. Talsmaður franska utanríkis- ráðuneytisins lýsti því yfir í gær að eftirmaður Claes yrði að vera hlynntur sameinaðri Evr- ópu og verja stöðu franskrar tungu innan bandalagsins. Sagði Niels Helveg Petersen, utanríkisráðherra Dana, að Frakkar hefðu lýst efasemdum um EHemann-Jensen þar sem að hann hefði ekki fullt vald á franskri tungu. Loftárásir á Kabúl Kabúl. Reuter. FLUGVÉLAR skæruliða Taleb- an-hreyfingarinnar í Afghanistan gerðu í gær loftárásir á Kabúl, í annað skipti á tveimur dögum. Sýndu hermenn stjórnarhersins fréttamönnum sjö sprengjugíga í gær eftir árásirnar. Ræður Taleb- an nú um helmingi landsins. Einn særðist í árásinni í gær en sprengjur Taleban ollu ekki miklu tjóni á byggingum í borg- inni. í loftárásum á sunnudag urðu hins vegar töluverðar skemmdir á húsum og sjö manns særðust. Tilraunir sérlegs sáttasemjara Sameinuðu þjóðanna, Mahmoud Mesmiri, í Afghanistan hafa enn sem komið er engan árangur bor- ið. Jeltsín og Clinton ná „fullu samkomulagi" á fundi sínum Rússar til friðar- gæslu í Bosníu New York, Hyde Park. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti lýsti í gær yfír því að hann og Borís Jeltsín Rússlandsforseti hefðu náð „fullu samkomulagi" um að vinna saman að friði í Bosníu en að enn ætti eftir að semja um smá- atriði. Meðal þess sem felst í sam- komulaginu er þátttaka Rússa í friðargæslu. Af öðrum málum sem leiðtogarn- ir ræddu má nefna kjarnorkutil- raunir, en þeir samþykktu að sögn Clintons að vinna sameiginlega að algeru banni við tilraunum með kjarnorkuvopn á næsta ári. Leiðtog- arnir áttu fund í tengslum við há- tíðahöld í tilefni fímmtíu ára afmæl- is Sameinuðu þjóðanna, sem fagnað er þessa dagana í New York. „Við ræddum lengst af um Bosníu og náðum fullu samkomu- lagi um hvernig við myndum vinna að friði þar. Við höfum náð sátt um mikilvægi þátttöku Rússa og annarra landa í tengslahópnum í friðarferlinu," sagði Clinton að loknum fundi. Jeltsín sagði leiðtogana hafa komist að samkomulagi um að rússneskar hersveitir tækju þátt í friðargæslu. Hvernig að því yrði staðið, væri mál hersins. „Það kem- ur okkur forsetunum ekki við. Við höfum lokið okkar verki." Að sögn Clintons munu William Perry, varn- armálaráðherra Bandaríkjanna, og hinn rússneski starfsbróðir hans, Pavel Gratsjov, eiga fund á næstu dögum þar sem þeir munu ræða nánari útfærslu á samvinnu ríkj- anna í Bosníu. Á sunnudag hafði Jeltsín lýst því yfir að Rússar myndu ekki senda neina friðargæsluliða til Bosníu, ef þeir ættu að heyra undir stjórn Atlantshafsbandalagsins. Slík frið- argæsla er þó undir því komin að stríðandi fylkingar nái samkomu- lagi á fundi sínum í næstu viku. Gagnrýni á SÞ-þingi A fundi SÞ í New York í gær steig fjöldi þjóðarleiðtoga í ræðustól og gagnrýndi skuldunauta SÞ, svo og skipulag stofnunarinnar. Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, ákvað að ávarpa þingið ekki sökum hins stutta ræðutíma sem hverjum var úthlutað, fimm mínútum.^ Davíð Oddsson, forsætisráðherra íslands, ávarpar SÞ-þingið í dag. ¦ Agreiningur um/22 Reuter VEL fór á með Jeltsín og Clinton í gær og tókst Jeltsín að fá Clinton til að tárast af hlátri er hann dró dár að blaðamönnum sem höfðu litla trú á að fundurinn yrði árangursríkur. Hann fór fram í Hyde Park í New York-ríki og nutu leiðtogarnir haustlitadýrðarinnar þar stutta stund. Reuter BOSNÍSK kona heldur utan um dætur sínar við jarðarför fimm hermanna í gær. Eygja sátt í Austur- Slavóníu Osgek, Sarajevo, Uijeljinn. Reuter. KRÓATAR og Serbar kváðust von- góðir um árangur af viðræðum þeirra um Austur-Slavóníu en samningamenn tóku sér hlé fram á miðvikudag. Sögðu Króatar að náðst hefði samkomulag í grund- vallaratriðum um að héraðið yrði að nýju hluti Króatíu en að enn ætti eftir að semja um nánari út- færslu þessa samnings. Bosn- íu-Serbar vöruðu hins vegar við of mikilli bjartsýni og sögðu of snemmt að fullyrða að þeir hefðu samþykkt að héraðið yrði hluti af Króatíu. Króatar hafa lagt mikla áherslu á að hraða viðræðum um A-Slav- óníu, en héraðið er síðasta króatíska landsvæðið sem er á valdi Serba. Hefur Franjo Tudjman, forseti Kró- atíu, hótað því að ráðast inn í hérað- ið, fari viðræðurnar út um þúfur. Þær munu halda áfram á miðviku- dag, er tekið verðilr fyrir hversu lengi alþjóðlegar eftirlitssveitir eigi að dvelja á svæðinu. Serbar vilja Rússa Þing Bosníu-Serba lýsti því yfir í gær að það myndi samþykkja veru erlends friðargæsluliðs á landi Bosníu-Serba svo fremi sem það væri skipað Rússum eða öðrum vin- veittum þjóðum. Atkvæði greidd um vantrauststillögu á stjórn ítalíu í vikulok Marxistar gætu fellt Dini Rém. Reuter. FLOKKUR marxista á ítalíu ákvað í gær að snú- ast á sveif með erkióvinum sínum á hægri væng stjórnmálanna og greiða atkvæði með tillögu um vantraust á stjórn Lambertos Dinis. Atkvæði marxistanna gætu orðið stjórninni að falli í at- kvæðagreiðslunni sem fer fram síðar í vikunni. „Við ætlum að greiða atkvæði með vantrausts- tillögunni vegna þess að markmið okkar er að stuðla að falli stjórnarinnar, sem hefur staðið sig hræðilega. Þetta er forgangsmál okkar," sagði Fausto Bertinotti, leiðtogi flokksins. Marxista- flokkurinn, Kommúnísk endurreisn, er með 24 þingsæti af 630 og sú ákvörðun hans að snúast á sveif með hægri- og miðflokkunum undir for- ystu Silvios Berlusconis, fyrrverandi forsætisráð- herra, gæti ráðið úrslitum í atkvæðagreiðslunni. Ef marka má mat ítalska dagblaðsins La. Repubblica ætla 330 þingmenn að greiða at- kvæði með vantrauststillögunni og 291 á móti. Nokkrir fréttaskýrendur sögðu þó í gær að stjórnin kynni að halda velli ef hluti þingmann- anna skipti um skoðun eða ákvæði að sitja hjá þar sem fall stjórnarinnar gæti orðið til þess að fresta afgreiðslu fjárlaga fyrir næsta ár. Gengi lírunnar og hlutabréfa lækkaði vegna óvissunnar um atkvæðagreiðsluna og fjárlögin í gær. Berlusconi lagði vantrauststillöguna fram á föstudag eftir að samþykkt hafði verið tillaga um vantraust á Filippo Mancuso dómsmálaráðherra sem varð því að fara frá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.