Morgunblaðið - 24.10.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.10.1995, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TF-LIF sótti tvo eistneska sjómenn 262 mílur á haf út Fjármálafyrir- tæki styðja lífeyrisfrelsi Lengsta björgun- arflugið ÞYRLA landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, sótti tvo eistneska sjó- menn um borð í eistneskan togara um 262 mílur suðvestur af landinu síðdegis á sunnudag, en annar þeirra var handleggsbrotinn og hinn talinn með sprunginn maga. Þetta er lengsta björgunarflug Landhelgisgæslunnar á haf út til þessa, en í fylgd með TF-LÍF var Fokker-vél gæslunnar til að gæta fyllsta öryggis og annast fjar- skipti. Beiðni um aðstoð barst frá eistneska togaranum kl. 12.15 á sunnudaginn og var honum þá komið í samband við lækni. Ákveðið var að senda þyrlu gæsl- unnar eftir sjómönnunum og fór TF-LÍF í loftið kl. 15.27 og fok- kerinn kl. 15.31. Læknir fór um borð í togarann og klukkan 17.47 var búið að hífa báða sjómennina um borð í þyrluna. Samkvæmt upplýsingum Land- helgisgæslunnar var leiðindaveð- ur á þeim slóðum þar sem eist- neski togarinna var, norðaustan 40 hnútar með éljagangi og öldu- hæð 5-7 metrar. Þrátt fyrir það gekk áhöfn þyrlunnar vel að ná sjómönnunum um borð og var lent með þá við Borgarspítalann kl. 20.19 á sunnudagskvöldið. í áhöfn TF-LÍF voru Benóný Ásgrímsson flugstjóri, Pétur Steinþórsson flugmaður, Halldór Nellett spilmaður, Jón Pálsson flugvirki og Þengill Oddsson læknir. Á myndinni sést TF-LÍF yfir eistneska togaranum 262 sjómilur suðvestur af Reykjavík. Þengill Oddsson læknir er um borð í tog- aranum og undirbýr flutning sjó- mannanna um borð í þyrluna. HUGMYNDIR Finns Ingólfssonar viðskiptaráðherra um að afnema beri einkarétt lífeyrissjóða til að taka á móti lífeyrissparnaði lands- manna fá góðar undirtektir hjá talsmönnum banka, sparisjóða, verðbréfafyrirtækja og trygg- ingafélaga. Telja þeir aukna samkeppni af hinu góða á þessu sviði og sjá t.d. bankar og sparisjóðir fram á möguleika á að bjóða sérstaka lífeyrisreikninga fyrir sína við- skiptavini. Aftur á móti hafa ummælin vakið hörð viðbrögð talsmanna lífeyrissjóðanna, sem vísa m.a. til þess að ekki megi hrófla við samtryggingarkerfi líf- eyrissjóðanna. í frétt Ríkisútvarpsins í gær var haft eftir Halldóri Ásgrímssyni, utanríkisráðherra og formanni Framsóknarflokksins, að flokkur- inn hefði ekki markað þá stefnu að gefa lífeyrissparnað lands- manna frjálsan og ekki verði farið út í breytingar nema verkalýðs- hreyfingin verði höfð með í ráðum. Eigin skoðanir iðnaðarráðherra Halldór viðhafði þessi orð á fundi á Akureyri í fyrrakvöld. Þar sagði hann skv. frétt RÚV að ræða iðnaðarráðherra á ársfundi Sambands íslenskra sparisjóða um þessi mál væru hans eigin skoðan- ir og að Framsóknarflokkurinn hefði ekki markað þá stefnu að gefa þetta allt saman fijálst. ■ Bankarnir bjóða/18 Fjórða rútuslysið á rúmu ári SLYSIÐ í Hrútafirði er fjórða um- ferðarslysið á rúmlega einu ári þar sem langferðabíll fer út af og slys verða á fólki. Þann 30. júlí Í994 hvolfdi lang- ferðabíl með 32 erlenda ferðamenn um borð við Bólstaðarhlíðarbrekku á Vatnsskarði. Mest var um skrámur og minniháttar meiðsl á fólkinu. Slysið varð með þeim hætti að veg- kantur gaf sig þegar langferðabíllinn mætti öðrum langferðabil og fór hann þá út af veginum og valt. Þijú börn slösuðust þegar lang- ferðabíll með skólabörnum fór út af veginum í Norðurárdal 23. janúar sl. Langferðabíllinn fauk til í háiku á veginum og stefndi á brúarstólpa, en bílstjórinn stýrði út af til að koma í veg fyrir að hann ylti. Átján slösuðust Þá fór langferðabíll með 21 barni og þremur fullorðnum út af veginum innarlega í Reyðarfírði 6. maí síðast- liðinn, og slösuðust átján bamanna. Þar af handleggsbrotnaði einn drengur og stúlka lærbrotnaði, en aðrir slösuðust minna. Talið var að eitthvað hefði brotnað undir lang- ferðabílnum og hann því farið stjórn- laust út af veginum. Borgin fari út úr Lands- virkjun INGIBJÖRG Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri vill gjam- an sjá það verða að veruleika að Reykjavíkurborg losi sig frá Landsvirkjun og selji rík- inu sinn hlut. Þetta kom fram á hverfafundi með henni í gærkvöldi. Vandi að ríkið er eini kaupandinn „Það myndi sannarlega bjarga ýmsu í Reykjavík ef við gætum losað þá milljarða, sem við eigum þar. Vandinn er hins vegar sá að það er bara einn kaupandi og það er ríkið,“ sagði hún og bætti við að hún væri ekki bjartsýn á að hægt væri að ná lend- ingu í þessu máli en sjálfsagt væri að marka þessa stefnu. Aðaleigandi Columbia Aluminium sér ýmsa kosti við rekstur álvers á íslandi Aðild Islending’a athngnð „ÞIÐ eruð hluti af Evrópusamfélaginu, þið hafið menntað vinnuafl, þið hafíð möguleika á að út- vega næga orku sem er nauðsynleg fyrir svona starfsemi. Við erum að athuga þetta af fullri alvöm, þess vegna emm við hér,“ segir Kenneth Peterson, aðaleigandi Columbia Aluminium Corp. sem staddur er hér á landi, ásamt fleiri forsvars- mönnum fyrirtækisins, á vegum Markaðsskrif- stofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar, til að athuga aðstæður vegna hugsanlegrar stað- setningar álbræðslu hér á landi. Kenneth Peterson segir að nú sé rétti tíminn tii að fjárfesta í álbræðslu og athugaðir verði möguleikar á því hvort skynsamlegt sé að íslend- ingar gerist hluthafar verði álverksmiðjan reist hér á landi. Niðursstaða þarf að liggja fyrir um áramót Hann segir að álbræðslan sem byggð verði, hvort sem það verði hér á iandi eða annars stað- ar, verði í fremstu röð hvað varðar orkunýtingu, Aðalsamningamaður A-L gagnrýnir yfirlýs- ingu iðnaðarráðherra framleiðslu eða þær ströngu kröfur sem gerðar séu til umhverfísáhrifa svona verksmiðja. Þá segir hann að fyrirtækið hafí skamman tíma til að taka ákvörðun um staðsetningu og niðurstaða þurfí að hafa fengist fyrir árslok. 6. nóvember mun stjórn Alusuisse-Lonza (A-L) fjalla um hugsanlega stækkun álversins i Straumsvík. Kurt Wolfensbergen, aðalfulltrúi A-L í samningaviðræðunum um stækkun álvers- ins, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær, vona að endanleg ákvörðun verði tekin þá en hann kvaðst þó ekki geta verið viss um það. Wolfensbergen sagði að yfírlýsing Finns Ing- ólfssonar iðnaðarráðherra á föstudag, um að samninganefndirnar hefðu náð samkomulagi, hefði komið á óvart. „Það hefur út af fyrir sig ekkert breyst síðan í ágúst,“ sagði hann. „Ég átti sannarlega ekki von á einhverri yfírlýsingu frá iðnaðarráðherra. Það er rétt að undirbúnings- starfinu er að mestu lokið en stjórn fyrirtækisins á eftir að fjalla um stækkunina og áður en hún gerir það er ekki hægt að tala um stækkun. Það getur haft neikvæð áhrif,“ sagði Wolfensbergen. Iðnaðarráðherra átti fund með forstjóra ISAL í gær í gær átti Finnur Ingólfsson fund með Christ- ian Roth, forstjóra ÍSAL. „Ég skýrði út fyrir honum af hverju málið hefði komið upp á föstu- daginn," sagði Finnur. „Niðurstaðan af okkar fundi er sú að við eru báðir sammála um að málsmeðferðin sé í eðlilegum farvegi, Það var góður andi í viðræðunum en ákvörðun og niður- staða um stækkunina er ekki klár fyrr en á stjóm- arfundi Alusuisse Lonza í byijun næsta mánað- ar,“ sagði Finnur. ■ Rétti tíminn/12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.