Morgunblaðið - 24.10.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.10.1995, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ 4 FRETTIR Tuttugu ár liðin frá kvennafrídeginum Islenskar konur í sviðsljósi heimsins MILLI 20 og 25 þúsund manns tóku þátt í útifundinum, sem haldinn var á Lækjartorgi á kvennafrídaginn árið 1975. Mann- fjöldinn náði yfir allt Lækjartorg upp eftir Bankastræti að Ing- ólfsstræti og út í Lækjargötu. VIÐ setningu Alþingis árið 1915 var haldin kvenréttinda- og fagnaðarsamkoma á Austurvelli. I* t I í i I t U l l i Á FUNDI á Hótel Sögu 28. mars 1976 var formlega gengið frá uppgjöri vegna kvennafrídagsins. Forstöðumönnum Kvennasögu- safns íslands voru afhent öll gögn varðandi atburðinn og nær ein milljón króna sem var afgangur fjáröflunar vegna frísins, ennfrem- ur þetta gjafabréf því til staðfestingar. Gjaldkera og fulltrúa fram- kvæmdanefndar var falið að halda opnum reikningi nefndarinnar uns allir kostnaðarliðir væru komnir fram. Stóðst á endum þegar allt var uppgert að eftirstandandi peningar nægðu til að ramma skjalið inn og hefur það síðan hangið í Kvennasögusafninu að Hjarðarhaga 25 til minningar um þennan einstæða atburð í Islands- sögunni. Afráðið er að Kvennasögusafninu verði fundinn staður í Þjóðarbókhlöðunni og er verið að undirbúa flutning þess. Qjqfnbrcf UncUrtu'mngsrtorfýþópur o^jTamHwemriauc/nd ttiu tfvcnnafrí þolfljar þcím Otmu 6iauré>ardéttur, "Eistt JVliu Eitmrsdóttur oq Sratilou^u Boldursdóltut’, þní sciit þ«r óttu ao því a6 bolóo itl þpga ségu íslctteijra Ijucmta. iiteé sto/tutn J\vcnno6Ö0ue.nfnð Jskmclð.i byriun Ifvennfl' áre> Sflmeittu&i jfy'ó&iima. Öem jtflljtflceb'evott og lál aS aufívdda aí> cinþveríu Icf;IÍ þfló rni(jilvcr^fl slarj, scin óuntitÁcr vtljum vio wttdir- ritaóar Jwra &ofxttnu a6 gjöj ofgati^ þúnar jjársojnumr, scni varó fil vcgna lfvennflfrísín& 24-.0I1t.1p7f. Viö fcljum aSJcnu vcrSi varíS til Ifdnpa. á ttfluásynlcgttm tcdfjum hi aS tyjja sljipulcgfl sknóningu ðnfnc-tnc-, svo og tii aS cþró, &vojljótt, sctrt vcrSa mo þou drög aS lietmiidflt’sojni, ccm Attna Biguráardóttir QaJ Jvvcnttflsógusfl/ni Jslattde á stofndegi þecc ijanúar tpr/. . A6 loijum óslium víó' íslcnsljum Ijonum ftl þomittgju trico JKvcmtflSífgusflfu Jslands. ■/.. ■ /<./£' j.'S / /■' í < ,é£i*t \T«. \v>« Cí C'Ui/tl'/ J.í&.q t44,6>£ÚuC'i~ -s Jvcyiijflvíll 2&. tnnrs (970. é/yAcíé’ % 'lf'M /-LÍyAvU.fcv\ r, •'£= f , r •/»t **i f*íá*~//*.s r- c TUTTUGU ár eru í dag liðin frá kvennafrídeginum hér á landi en þann dag tóku milli 20 og 25 þús- und manns þátt í útifundi á Lækjar- torgi. Kvennafrídagurinn á Islandi vakti athygli víða um heim og birt- ust fréttir af fundinum á forsíðum stórblaða. Meðal annars voru bandarískar konur hvattar til að fylgja fordæmi íslensku kvennanna og á Norðurlödnum og í Bretlandi birtust ítarlegar fréttir af atburðum dagsins. Baráttu- og hátíðarfundir Nú tuttugu árum síðar verður dagsins minnst með baráttu- og hátíðarfundum í íslensku óperunni í Reykjavík og í Deiglunni á Akur- eyri. „Við ætlum að staldra við og rifja upp kvennafrídaginn árið 1975,“ sagði Steinunn V. Óskars- dóttir, framkvæmdastjóri Hallveig- arstaða. Sviðsett verða atriði, sem þær Þórhildur Þorleifsdóttir og Ragnhildur Vigfúsdóttir hafa sam- ið, þar sem farið er yfir hvað náðst hefur á þessum tuttugu árum. „Staldrað er við árið 1980 þegar Vigdís var kjörin forseti 0g við Kvennaframboðið árið 1982,“ sagði Steinunn. „En það verður einnig reynt að brýna konur og horft til framtíðar.“ Frí í einn dag Sameinuðu þjóðirnar samþykktu að árið 1975 yrði alþjóðlegt kvenna- ár undir kjörorðinu jafnrétti - fram- þróun — friður. Konur á Islandi ákváðu að minnast ársins og taka sér frí frá störfum í einn dag. Fjöl- miðlar fylgdust grannt með öllum undirbúningi og í Morgunblaðinu dagana fyrir fundinn eru birt viðtöl við konur um þeirra störf og þær spurðar hvernig þær hygðust veija deginum. Það var ekki eingöngu í Reykja- vík, sem konur komu saman því samkomur voru haldnir víða um land. Á forsíðu Morgunblaðsins laugardaginn 25. október er mynd frá fundinum á Lækjartorgi. Rætt er við nokkra fundarmenn og þar kemur fram að aðalkrafan er krafan um launajafnrétti. Konur á Akureyri fjölmenntu í Sjálfstæðishúsið, versianir lokuðu og kennsla í skólum gekk skrykkj- ótt, þar sem vantaði bæði kennara og nemendur. Á Sauðárkróki helltu skipstjórar, stýrimenn og kokkar af togurunum upp á könnuna og báru konunum molakaffi. Á ísafirði stjórnuðu íþróttakennarar morgun- leikfimi og eftir hádegi var fjöl- mennasti fundur í Alþýðuhúsinu, sem haldinn hafði verið. Á Patreks- firði var frystihúsinu lokað og í Vestmannaeyjum hópuðust konur saman á Stakkagerðistúninu og gengu fylktu liði að Félagsheimilinu en þar var opið hús fram á kvöld. Á Siglufirði var að heita algert frí hjá konum og í Borgarnesi var ekki slátrað sauðfé þann daginn. Karlmenn reyndu af fremsta megni að halda rekstri fyrirtækja og stofnana gangandi og töldu að sæmilega hefði gengið enda lítið að gera, þar sem mörg fyrirtæki lokuðu vegna almennrar þátttöku í kvennafríinu. Ekki kúgaðar konur Forystugrein Morgunblaðsins þennan dag var helguð kvennafrí- ^ deginum og þar segir meðal ann- _ ars, „Það voru engar þrælkúgaðar “ konur, bitrar og húmorslausar, með ^ samanbitnar varir og forhert hjarta, sem komu saman til fundar á kvennadaginn, heldur skemmtilegir og ákveðnir samfylgdarmenn karia - konur sem eru staðráðnar í því að halda reisn sinni og auka hana í samræmi við þann arf, sem þser hafa hlotið frá formæðrum okk- w a Bílalúga KentucJcy Fried Chtcken Kentucky Fried Chiclcen Kentucky Fried Chicken Kentucky Fried Chicken Kentucky Fried Chicken Allir bitar Verð áður 165 kr. Dpðfrákl. 11-22 6 daga kjúklingaveisla 24.-29. o*’ ninm KFC* Kentucky frled Chlcken Faxafeni 2-S. 568 0588 Hjallahrauni 15 - S. 555 0828 Shellskálanum Selfossi - S. 482 3466 i ( i c i ( i i 1.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.