Morgunblaðið - 24.10.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.10.1995, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ 4 AKUREYRI Rúmlega 57 milljóna króna hagnaður hjá Skinnaiðnaði Meira selt á hærra verði HAGNAÐUR af rekstri Skinnaiðnaðar hf. nam rúmum 57 milljónum króna á fyrstu átta mánuð- um ársins. Heildartekjur fyrirtækisins á þessu tímabili voru tæpar 500 milljónir króna. Verð- mæti útflutnings jókst um 20% miðað við sama tíma á síðasta ári, en langmest var selt til Ital- íu, Bretlands, Norðurlanda og Suður-Kóreu. Hærra verð „Það hefur gengið vel að selja, við erum að selja meira magn en áður og á hærra verði en í fyrra,“ sagði Bjarni Jónasson, framkvæmda- stjóri Skinnaiðnaðar. Hann sagði að mikill upp- gangur væri á markaði með skinn, hvort heldur væru hrágærur eða fullunnin skinn og væri mun meira um að vera á þessum markaði nú í ár en var á liðnu ári. „Við erum ánægð með hagnaðinn, hann gefur okkur færi á að renna styrkari stoðum undir fyrirtækið, fjárhagsgrunnur þess styrkist. Okkar áætlanir við endurreisn fyrirtækisins hafa geng- ið eftir,“ sagði Bjami og bætti við að gott væri að eiga fé í sjóði því þessi markaður væri sveiflu- kenndur. „Það er gott að hafa eitthvað í bak- höndinni, við getum þá mætt þessum sveiflum án þess að lenda í hremmingum." Hálfunnin bresk skinn Enn er ekki ljóst hversu mikið magn af gær- um fyrirtækið mun hafa til ráðstöfunar en þeg- ar hefur verið gert samkomulag við þá sem seldu Skinnaiðnaði gærur í fyrra um kaup. „Við erum að vinna í þessum málum, það er alltaf hægt að bæta við gærum,“ sagði Bjarni en verið er að skoða hvort hagkvæmt sé að flytja inn hálf- unnin skinn frá Bretlandi. Fyrirtækið hefur feng- ið sendingu af slíkum skinnum og þau reynst ágætlega. Það réðst hins vegar af markaðsað- stæðum hvort og hversu mikið hugsanlega yrði keypt af þessum bresku skinnum. Morgunblaðið/Kristján Ný sjúkra- nuddstofa NÝ sjúkranuddstofa hefur ver- ið opnuð í Glerárgötu 24, Sjúkranuddstofa Akureyrar. Eigendur stofunnar eru Árni Þór Árnason og Athena Spieg- elberg. Þau eru bæði löggiltir sjúkranuddarar og er opið hjá þeim alla virka daga frá kl. 8.00-19.00. ClFullmark^) • Prentborðar í flestar gerðir prentara. • ISO 9002 gæðaframleiðsla. • Úrvals verð. J. ÁSTVRIDSSON HF. Skipholfi 33, 105 Reykjovík, sími 552 3580. AAESSING BLÓMAPOTTAR, SKÁLAR, SKRAUTVARA. EMÍRjg. JL-húsinu. Opið: Virka daga kl. 13-18, laugardaga kl. 10-16. Morgunbl aðið/Kristj án Hafnarbáturinn Olgeir afhentur Síldarminj asafninu HAFNARSTJÓRN Akureyrar hef- ur samþykkt að afhenda Síldar- minjasafninu á Siglufirði, gamla hafnarbátinn Olgeir til varð- veiðslu. Olgeir hefur ekki verið á skipaskrá í nokkur ár, enda farinn að láta á sjá, en verið notaður sem vinnupallur við bryggjur og fleira hjá Akureyrarhöfn. Báturinn er kominn til ára sinna en hann var smíðaður hjá Vél- smiðjunni Atla hf. á Akureyri árið 1959 og þá sem nótabátur. Síðar var honum breytt í olíubát, til að þjóna síldarflotanum á Siglufirði og hét þá Andrés. Er talið að þetta sé fyrsti báturinn hérlendis til að þjónusta síldarflotann á þennan hátt. Báturinn var keyptur aftur til Akureyrar og var notaður sem hafnarbátur til ársins 1986, undir nafninu Oigeir, eða þar til að hafn- arbáturinn Mjölnir leysti hann af hólmi. Mjölnir og Olgeir eru svip- aðir að stærð, um 13 tonn og 13 metrar að lengd. Olgeir var fiuttur með Reykja- fossi, skipi Eimskipafélagsins, til Siglufjarðar si. fimmtudag en þar ætla aðstandendur Síldarminja- safnins að hressa upp á hann og hafa til sýnis í framtíðinni. Námskeið fyrir systk- ini fatlaðra FÉLAGSSKAPURINN Fræðsla fyrir fatlaða og að- standendur heldur námskeið að Botni, Eyjafjarðarsveit næstkomandi laugardag í samvinnu við Svæðisskrifstofu á Norðurlandi eystra, For- eldrafélag bama með sérþarf- ir, Styrktarfélag vangefinna og Sjálfsbjörg á Akureyri. Þetta er í annað sinn sem slíkt námskeið er haldið hér á landi. Námskeiðið er ætlað syst- kinum fatlaðra 18 ára og eldri og verða fyrirlesarar úr hópi systkina og fagfólks. Áhersla verður lögð á hópvinnu þar sem þátttakendum gefst tæki- færi til að skoða eigin tilfínn- ingar, hlutverk og ábyrgð og miðla reynslu til annarra systkina. Skráning á námskeiðið er á skrifstofu Foreldrafélags barna með sérþarfir en þar fást einnig nánari upplýsingar. Kaffisopi í Gilitrutt í TILEFNI af því að 20 ár eru liðin frá kvennafrídegi býður verslunin Giiitrutt í Kaup- vangsstræti 23 á Akureyri við- skiptavinum sínum upp á kaffísopa í dag, þriðjudaginn 24. október. Saumastofan HAB á Ár- skógsströnd og samstarfshóp- urinn Hagar hendur í Eyja- íjarðarsveit standa að verslun- inni og verður starfsemi þeirra kynnt. Saumastofan framleiðir fatnað úr flísefnum en á vegum samstarfshópsins er unnið að margvíslegu handverki. Versl- unin er opin frá kl. 12 til 18. Tannvernd barna HAFDÍS E. Bjarnadóttir fjali- ar um tannvernd barna á „opnu húsi“ fyrir foreldra með ung börn í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á morgun, miðvikudaginn 25. október frá kl. 10.00 til 12.00. ^Craftmiklar hágæöa Packard Bell tölvur með margmiðlun Navigator+hlaðnar frábærum leikium á læðislega gððu verði! Packard Bell 9503 margmiðlunartölvan Tilboðkr. 129.900 Venjulegt verSTri4'4t90Ot=- * Öll verð eru staögreiðsluverð m.vsk. Askilinn er réttur til veröbreytinga án fyrirvara. H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.