Morgunblaðið - 24.10.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.10.1995, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Hátíðarhöld í New York vegna fimmtíu ára afmælis Sameinuðu þjóðanna Reuter ÞJÓÐARLEIÐTOGARNIR stilltu sér upp vegna hópmyndatöku og í fremstu röð má sjá Boutros Boutros Ghali, framkvæmdasljóra SÞ, ásamt Bill Clinton Bandarikjaforseta og Jiang Zemin Kínaforseta. Davíð Oddsson, forsætisráðherra íslands, er fjórði frá hægri í þriðju röð að ofan. Ágreiningur um framtíðarhlut- verk samtakanna New York. Reuter. ÞJOÐHÖFÐINGJAR og stjómmála- leiðtogar rúmlega 180 ríkja eru sam- an komnir í New York í tilefni af hátíðarhöldum vegna fimmtíu ára afmælis Sameinuðu þjóðanna. Hver þjóðhöfðingi fékk að ávarpa sam- komuna í fimm mínútur og notuðu margir tækifærið til að ræða framtíð Sameinuðu þjóðanna eða gagnrýna andstæðinga sína á alþjóðavettvangi. Voru greinilega skiptar skoðanir á því hvert ætti að vera framtíðarhlut- verk samtakanna. Bili Clinton, forseti Bandaríkj- anna, tók fyrstur til máls og vakti athygli á því sem hann nefndi verk- efnaskrá SÞ að Kalda stríðinu ioknu. Þjóðir heims yrðu að sameinast um að koma í veg fyrir útbreiðslu vopna, allt frá kjarnorkuvopnum til jarð- sprengna, og mikilvægt væri að treysta samstöðuna í baráttunni gegn hryðjuverkahópum og skipu- lagðri glæpastarfsemi. Nokkuð hefur borið á ágreiningi milli þróaðra ríkja og ríkja þriðja heimsins um framtíðarhlutverk Sam- einuðu þjóðanna. Vilja fulltrúar þró- unarríkja að SÞ leggi mun meiri áherslu á efnahagsleg málefni og gagnrýndi til að mynda Chadrika Bandaranaike Kumaratunga, forseti Sri Lanka, að hin mikla áhersla á friðargæsluverkefni drægi athyglina frá vandamálum þróunarríkja. Athyglin beinist að Castro Fidel Castro, forseti Kúbu, iagði einnig áhersiu á þetta mál. Castro er sá leiðtogi sem hvað mesta at- hygli hefur vakið í New York, þrátt fyrir að bandarísk stjórnvöld snið- gangi hann, og hafa íjölmiðlar fylgst grannt með hverju fótmáli hans. í ræðu sinni hvatti hann til aukins „lýðræðis“ innan Sameinuðu þjóð- anna og gagnrýndi neitunarvald stærstu ríkjanna í öryggisráðinu harðlega. Að lokinni ræðu sinni hélt hann ræðu í Harlem Church og gekk síðan að Theresa Hotel, þar sem hann dvaldi eitt sinn. „Hið ótrúlega er að ég er enn hundsaður. Mér er ekki boðið í kvöldverðina, móttökum- ar og veislurnar rétt eins og ekkert hafi breyst á öllum þessum árum. Það er kalt héma inni en kalda stríð- inu er samt lokið,“ sagði Castro. Hann rifjaði einnig upp er Nikíta Krútsjov heimsótti hann á Theresa Hotel fyrir 35 árum. „Krútsjov var bóndi. Hann var skynsamur bóndi, skemmtilegur náungi og vel á minnst þá leysti hann ekki ríki sitt upp,“ sagði Castro og var með þessu greini- lega að sneiða að Borís Jeltsíns Rúss- landsforseta. Bandaríkin gagnrýnd Margir gagnrýndu Bandaríkja- menn fyrir að greiða ekki framlög sín ti! SÞ og bera þar með ábyrgð á að samtökin ramba á barmi gjald- þrots. Bandaríkjastjóm skuldar 1,25 milljarð dollara og neitar Bandaríkja- þing að greiða skuldina. í setningar- ávarpi sínu á sunnudag lýsti Bill Clinton Bandaríkjaforseti því yfir að enn væri mikil þörf á Sameinuðu þjóðunum og að ríki heimsins gætu treyst því að Bandaríkjamenn myndu taka virkan þátt í starfí þeirra næstu hálfu öldina. Hefur hann heitið því að finna leið til að greiða skuldina við SÞ. Mary Robinson, forseti írlands, varaði hins vegar við því að yrði ekki mótað nýtt hlutverk fyrir SÞ og nýju blóði hleypt í starf samtak- anna væri hætta á að í framtíðinni FIDEL Castro Kúbuforseti heilsar Jeltsín Rússlandsforseta. yrði litið á allar þessar lofræður sem eftirmæli SÞ. Frakkar og Kínvetjar voru harð- lega gagnrýndir í ræðum fulltrúa Nýja-Sjálands og Japans vegna kjamorkutilrauna þeirra. Mario Soares, forseti Portúgals, gagnrýndi ástandið á Austur-Tímor og sagði að tilraun til að breyta rík- inu úr nýlendu í sjálfstætt ríki hefði verið eyðilögð á hrottafenginn hátt með hemámi Indónesíu. Ali Akbar Velyati, utanríkisráð- herra íran, fordæmdi „efnhagslega hryðjuverkastefnu" Bandaríkja- stjórnar og „sjálfskipað forystuhlut- verk“ Bandaríkjanna innan Samein- uðu þjóðanna. Reuter BÓNDI, vopnaður byssu, leitar skjóls í skóla í þorpi í austur- hluta Sri Lanka eftir fjöldamorð tamílskra skæruliða þar. Harka færist í borgarastyri öldina á Sri Lanka Tamílar myrða 85 manns Colombo. Reuter. HARÐIR bardagar geisuðu milli stjórnarhersins og tamílskra skæru- liða á norðurhluta Sri Lanka í gær. Tamílar réðust á fjögur þorp í aust- urhluta eyjunnar um helgina og drápu alls 85 óbreytta borgara, þeirra á meðal konur og börn. Tamílamir myrtu 19 manns í af- ^skekktu þorpi, Kotiyagala, á sunnu- dag og daginn áður drápu þeir 66 í þremur öðrum þorpum. 011 fóm- arlömbin voru Singalesar, sem eru í meirihluta á Sri Lanka. Stjórnarherinn hóf mikla sókn í norðurhlutanum fyrir viku og mark- miðið er að ná Jaffna-skaga, sem er höfuðvígi tamílsku skæruliðanna, á sitt vald. Meira en 75 skæruliðar féllu í bardögunum á sunnudag og að minnsta kosti 350 skæruliðar og 76 stjómarhermenn hafa fallið frá því sóknin hófst. Stjórnarerindrekar í Colombo telja að Tamílar vilji með árásunum á singalska borgara knýja stjómina til að hætta sókninni að Jaffna-skaga. Þá telja sumir að skæruliðamir vilji knýja singalska meirihlutann til að hefna sín á tamílskum íbúum í suður- hlutanum, einkum í Cotombo, og kalla þannig yfir sig fordæmingu heimsbyggðarinnar. Skæruliðamir berjast fyrir sjálf- stæðu ríki Tamíla í norður- og aust- urhluta eyjunnar og hafa hafnað til- boði stjórnarinnar um aukna sjálf- stjóm. Stjómin segir að 50.00Q manns hafi fallið frá því stríðlð hófst árið 1983. Sri Lanka er við suðurodda Vést- ur-Indlandsskaga og Singalesar fluttust þangað frá Indlandi um 500 fyrir Krist en Tamílar nokkrum öld- um síðar. Singalesar eru búddhatrú- ar en Tamílar hindúar og ástandið í landinu hefur öldum saman ein- kennst af togstreitu og átökum milli þjóðanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.