Morgunblaðið - 24.10.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.10.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1995 25 __________LISTIR________ Kingsley Amis látinn London. The Daily Telegraph. Reuter. BRESKI rithöfundurinn Sir Kingsley Amis lést á sunnudag, 73 ára að aldri. Amis hafði verið á sjúkrahúsi undanfarnar vikur eftir að hann datt illa og brákaði hryggjarlið. Amis, sem hlaut Booker- verðlaunin árið 1986 fyrir „The Old Dev- ils“, sendi alls frá sér 25 skáldsögur og mikinn fjölda rit- gerða, Ijóða og greina. Hann var þekktastur fyrir háðsádeilusögur þar sem hann skopaðist að aðlög- unarvanda menntafólks úr milli- stétt í íhaldssömu og snobbuðu umhverfi. Sonur Amis, Martin Amis, er þekktur rithöfundur í heimalandinu. Fyrsta bók Kingsley Amis, „Lucky Jim“ kom út árið 1954. Hún vakti töluverða athygli og þótti einkar athyglisverð. Með henni skipaði Amis sér á bekk með „reiðu ungu mönnunum". Amis var afar ósáttur við þessa skilgreiningu og sagði hana „afar leiðinlegt blaðamannaorðalag". Amis hlaut ekki aðeins frægð fyrir ritstörf; hann varð frægur að endemum fyrir drykkjuskap, bráðlyndi, kvensemi en að sama skapi kvenhatur. Sögðu nánir vin- ir hans að hann „nyti“ þessa orð- spors og að hann ýtti undir það með öllum ráðum. Sjálfur neitaði hann því ævinlega að hann væri kvenhatari og sagði að þó að kvenpersónur í verkum hans væru óaðlaðandi, þýddi það ekki að hann væri kvenhatari. Amis kvæntist fyrri eiginkonu sinni, Hilary, árið 1948 og eign- aðist með henni þijú börn, þeirra á meðal rithöfundinn Martin. Hann átti í ástarsambandi við skáldkonuna Elizabeth Jane How- ard og hlupust þau á brott til Spánar árið 1964. Þau giftust ári síðar en skildu árið 1980. Vinsældir Amis voru ekki síst vegna gagnrýnins hugsunarhátt- ar, einlægni og andúðar á allri uppgerð sem einkenndi þau. Hann var aðallega þekktur fyrir háðsá- deilu sína en hann skrifaði einnig í anda njósna- og leynilögreg- Iusagna, m.a. „The Anti-Death League", sem út kom árið 1966. Hann naut sívaxandi vinsælda fyrir skrif sín og árið 1990 var hann aðlaður. Það breytti þó ekki vanþóknun hans á yfirvöldum og hinum hærra settu. Náði þetta hámarki í sjálfsævisögu hans sem út kom árið 1991 þar sem hann fór ófögrum orðum um flesta þá sem hann hafði kynnst um ævina. í bókinni afhjúpaði hann þó einn- ig viðkvæma hlið á sér, lýsti m.a. hræðslu sinni við myrkrið og ein- semdina, svo og flug og lestar- ferðalög. Vinir Kingsley Amis segja hann hafa verið afar góðhjartaðan mann, þrátt fyrir þykkan skráp, en að honum hafi ekki verið um að sýna þá hlið á sér. Hann hafi verið einkar gjafmildur og hjálp- samur. Sem dæmi um þetta bauð Amis fyrrverandi eiginkonu sinni og þriðja eiginmanni hennar að búa hjá sér ef þau myndu sjá um hann. Topptilboð • « Okklaskór Verik 1.995r Teg.: 3514-21 Stærðir: 36-41 V EKTA f Litur: Beige | I J^oppskórinn Póstsendum samdægurs INGOLFSTORGI SÍMI 552 1212 Viðkvæmni o g innileiki TONLIST Gcrðubergl EINSÖNGSTÓNLEIKAR Rannveig Fríða Bragadóttir og Jónas Ingimundarson fluttu söngverk eftir 12 íslensk tónskáld og þjóðlaga- útsetningar eftir Ferdinand Rauter. Laugardagurinn 21. október, 1995. UÓÐATÓNLEIKAR Gerðubergs eru merkilegt framtak, sem þakka ber fremur en öðrum Jónasi Ingi- mundarsyni, þó bæði söngvarar, sem brugðist hafa vel við, og aðrir starfs- menn eigi þar nokkur handtök. Is- lenska sönglagið er einn angi þessa áhuga á söngtónlist og vakti söfnun Jónasar og Trausta Jónssonar mikla athygli. Allt í einu var íslenska söng- lagið í sviðsljósinu og hafa margir einsöngvarar síðan þá tekið upp þann sið að halda tónleika eingöngu með íslenskum söngverkum, rétt eins og erlendir söngvarar, sem oft- lega syngja eingöngu á sínu eigin móðurmáli. Rannveig Fríða Bragadóttir hefur mikið gert af því að flytja íslenska söngtónlist og tónleikar hennar og Jónasar Ingimundarsonar s.l. laug- ardag í Gerðubergi voru eingöngu helgaðir íslenskri sönglagatónlist. Þeir hófust á þremur söngvum úr Pétri Gaut, eftir Hjálmar H. Ragn- arsson, og var fyrsta lagið, Söngur Sólveigar, sérlega fallegt. Líklega ræður nokkru stirðleg þýðing Einars Benediktssonar, sérstaklega á vögguvísu Sólveigar, hversu tónmál vögguvísunnar féll á stundum illa að textanum. Rannveig Fríða söng lögin fallega og sama má segja um tvö lög eftir Jón Leifs, Máninn líður, við stefbrot' Jóhanns Jónssonar, og Þula, við kvæði Sigurðar Grímssonar, þótt vel hefði mátt leggja meiri áherslu á hrynþunga orðanna en Rannveig Fríða og Jónas gerðu að þessu sinni. Af fjórum lögum eftir Atla Heimi Sveinsson hafa þrjú verið algeng á tónleikaskrám einsöngvara en það fyrsta, Vorvísur úr barnabók, við kvæði Ólafs Jóhanns Sigurðssonar, man undirritaður ekki eftir að hefa heyrt áður, en það er mjög hefðbund- ið að gerð. Rannveig Fríða náði ekki fyllilega að leika sér með Tengda- mæðurnar, eitt vinsælasta gamanlag Atla en söng ágætlega litla lagið um hann afa gamla, sem er sérlega einfalt en með smellnu undirspili. Líklega eru lögin Gígjan, Drauma- landið, Sofnar lóa og Augun blá, eftir Sigfús Einarsson, einhver glæsilegustu söngverk okkar íslend- inga og er þó við engum stuggað. Rannveig Friða söng þessi ágætu tónverk mjög fallega en sérlega þó Draumalandið, er naut sín vel í hægferðugum flutningi hennar. Kvæði Benedikts Gröndals, Gígjan, byggir á samlíkingu gígjuhljóms og næturstemmningar, þar sem „norð- urljósið hylur helga sali, þar hnígur máninn aldrei niðr í sæ“. Að syngja „þar hnígur sólin“, er eins og að snúa við þessari fögru draumsýn Gröndals. Útsetningar Rauters á íslenskum þjóðlögum eru sérlega einfaldar. Þar ríkir trúnaðurinn við frumgerð þjóð- lagsins og hefur honum tekist ótrú- lega vel að styðja við ýmis sérkenni þjóðlaganna og þannig gefa þeim trúverðugan blæ. Almáttugur Guð allra stétta og Móðir mín í kví, kví voru afburða vel sungin og sama má segja um Vera mátt góður, sem Rannveig Fríða túlkaði sem danslag, í samræmi við að lagið sé uppruna- lega Basse-dans. Unglingurinn í skóginum, eftir Jórunni Viðar, var ekki sannfærandi í flutningi Rannveigar Fríðu og svo virðist sem gamansemin láti henni ekki eins vel og innileikinn, er naut sín sérlega vel í lögum eins og Hvert örstutt spor, eftir Jón Nordal, Þei, þei og ró,ró, eftir Björgvin Guð- mundsson og þó sérstaklega í Nótt, eftir Árna Thorsteinsson. Síðasta lagið á efnisskránni var Sjá dagar koma, eftir Sigurð Þórðarson og þar reynir Rannveig Fríða sig við þann hetjulega söng sem karlakórar og stórtenórar hafa einokað og tókst henni það með mikiili prýði. Rann- veig Fríða Bragadóttir er listagóður söngvari og í söng hennar mátti heyra, að hún er að takast á við sjálfa sig sem túlkandi listamaður og er þar á góðri ieið, sérlega þar sem bjarmar af viðkvæmni og fín- gerðum tílfinningum. Um leik Jónas- ar þarf ekki mikið meira að segja en að hann var merktur þeirri kunn- áttu sem hann hefur í íslenskri söng- lagatónlist og því, sem hann hefur með sér að leggja sem listamaður. Jón Ásgeirsson Rosenthal ■_ pegar pú veM &°f • Brúðkaupsgjafir (7) h • Tímamótagjafir • Verð við allra héefi /\oé€/v(^\ooL, Höimun oggæði í sérflokki Laugavegi 52, sími 562 4244. IÐNAÐARHURÐIR - BÍLSKÚRSHURÐIR ÞAK- OG VEGGSTÁL ISVALrBORGA h/f HÖFÐABAKKA9 -112 REYKJAVÍK - SÍMI: 587 8750 - FAX: 587 8751 leysir vandann Reflectix er 8 mm þykk endurgeislandi einangrun í rúllum. 7 lög en 2 ytri alúminíum-lög endurgeisla hitann. Breiddir: 61 og 122 mm. Rúllulengdir: 15, 38 og 76m. háaloft, bak við ofna, í fjós, hesthús, á rör, á veggi, tjaldbotna, sessur, svefnpoka o.m.fl. Skæri, heftibyssa og límband einu verkfærin. f BYGOINGAVÖRUVERSLUN P. ÞORGRIMSSON & CO Alltaf tll i lagmr ÁRMÚU 29 - REYKJAVÍK - SÍMI 553-8640 mi POLBY SURROUND PRO • LOGIC YAMAHA M - Æ . ' jflh. Hi „ Heimabíó er munurinn á að horfa á mynd 4 eða taka þátt í henni. •/*? ■ YAMAHA RX-V390 ^ • Dolby Pro logic surround magnari meö útvarpi 2x67w á aöalhátalara, 1x67 á miðju og 2x15 á bakhátalara. Útvarp með stöðvaminni og sjálf- leitara, fjarstýring. • Sex hljóðinngangar: Hægt að stýra afli á hverri hátalararás, einnig stillanleg seinkun í bakhátalara (hversu mikið bergmál kemur) Tilboðsverð kr. 47.900.-stgr YAMAHA NS HÁTALARA LÍIMAN • 2 stk 120w tvískiptir frammhátalarar, lstk 80w ^ miðjuhátalari og 2stk 50w bak hátalarar. Mboðsverð kr. 42.400.-stgr ^ HIJÓMCO Fákafeni 11. Sími 5688005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.