Morgunblaðið - 24.10.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.10.1995, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Svo lærir sem lifir LISTIR Morgunblaðið/Ásdís LEIKLIST Borgarlcikhúsið BAR PAR Höfundur Jim Cartwright. Islensk þýðing: Guðrún J. Bachmann. _ Barflugurnar í samvinnu við Leikfélag Reykjavjkur. Leikarar: Guðmundur Ólafsson og Saga Jónsdóttir. Leikstjóri: Heiga E. Jónsdóttir. Leikmynd og búningar: Jón Þórisson. Lýsing: Lárus Björnsson. Laugardagur 21. október. ÞETTA leikrit ku hafa slegið ræki- lega í gegn hjá Leikfélagi Akureyrar og verið sýnt þar lengur en nokkuð annað leikrit. Það er skiljanlegt, því bæði er leikritið skemmtilegt og svo spillir ekki fyrir að það er sett upp á bar, leikhúsgestir eru um leið bar- gestir og geta notið guðaveiga meðan á sýningu stendur, og andrúmsloft allt er afslappað og þægilegt. Það sem ræður þó úrslitum um gengi leikritsins hlýtur þó að vera frammistaða leikaranna tveggja, sem eru í þeirri óvenjulegu stöðu að þurfa að bregða sér í mörg ólík gervi með- an á sýniiígu stendur. Persónur verksins eru hjón sem eiga barinn og vinna á honum, svo og viðskipta- vinir þeirra. Allt í allt eru þetta ijórt- án ólík hlutverk sjö karlhlutverk og sjö kvenhlutverk. Með hlutverkin fara þau Guð- mundur Ólafsson og Saga Jónsdóttir og þau eru bæði tvö frábær í öllum hlutverkunum. Það var hreint með ólíkindum að sjá breytinguna sem varð á þeim á milli hlutverka. Með hárkollu og búningum er greinilega hægt að gjörbreyta manneskju á fá- einum mínútum. Hlutverk gestanna eru fjölbreytileg. Þannig leikur Saga Afeng skemmt- uná barnum gamla konu, unga „gellulega" stúlku, niðurlúta og kúgaða eiginkonu í yngri kantinum og „glæsikvendi á miðjum aldri“ - svo eitthvað sé nefnt. Og Guðmundur leikur t.a.m. gamlan mann, ungan töffara, heimskan harð- stjóra og lítinn og uppburðarlítinn kall. Mörg skörp skil voru á milli ólíkra persóna og má teljast afrek hjá bæði Guðmundi og Sögu hvemig þau náðu að sterkri persónusköpun hvers og eins karakters. Guðmundur var óborganlega fyndinn bæði sem töff- arinn og sem litli karlinn stóru kon- unnar. Hann var óhugnanlega kaldur og sjúkur sem eiginmannsharðstjór- inn, en ekki síst var hann sannfær- andi í hlutverki bareigandans sem hreytir stöðugt ónotum í konu sína, er bældur og óhamingjusamur, en reynir að breiða yfír það með hörk- unni. Gervi Sögu Jónsdóttur voru svo ólík innbyrðis að maður trúði vart að þar færi alltaf sama leikkonan. Henni tókst að sýna margvíslegar hliðar mannskepnunnar: einfeldni, ótta, kátínu, örvæntingu o.s.frv. Leik- ur og samleikur þeirra Sögu og Guð- mundar er sigur fyrir þau bæði - og leikstjórann, Helgu E. Jónsdóttur. Leikmynd og búningar eru skrifuð á Jón Þórisson. Leikmyndin kemur svo að segja af sjálfu sér og lítið um hana að segja (þetta er bara bar). Búningarnir minntu mjög á búninga í öðrum uppsetningum á leikritum Jim Cartwrights hér heima, t.d. á Taktu lagið Lóa, sama leið er farin hvað það varðar. Kannski er um að ræða „raunsæis- stefnu“, þ.e. að svona klæðist breska lágstéttin? Ekki veit ég það. En búningamir eru skrautlegir og auka við kómíska vídd leikritsins. Leik- skráin er í formi „menu“ og það er vel til fundið. Þótt skopið sé ráðandi í leikritinu framan af, er þó harmurinn aldrei langt undan, bæði hjá kúnnum bars- ins sem og eigendum hans. Eins og fram kemur í byrjun leiksins er bar- inn n.k. smækkuð mynd samfélags- ins; þar trúlofast fólk og skilur, kyss- ist og slæst. En sá harmur sem snertir áhorfandann dýpst er harmur hjónanna sem hafa bælt og breitt yfir margra ára sorg, brynjað sig með áfengi og þögn. Síðasta atriði ieikritsins, þegar brynjan brotnar loksins, hlýtur að vera erfiðasta atr- iðið fyrir leikarana, því þar er mikil kúvending í leik og túlkun. Þau Saga og Guðmundur komust vel frá þessu atriði eins og hinum skoplegri. Sér- staklega náði Guðmundur að sýna sterkar tilfinningar sem komu á óvart eftir þá brynju sem hafði ein- kennt persónuna allt fram að því. Þar var hárfín túlkun að verki í erf- iðu atriði. Ég hvet þá sem venja komur sín- ar á bari höfuðborgarinnar, til að fá sér einn léttan fyrir svefninn, að skella sér á Leynibarinn í Borg- arleikhúsinu þegar tækifæri gefst (og að sjálfsögðu alla hina líka). Soffía Auður Birgisdóttir TONLIST Áskirkja ORGELTÓNLEIKAR Kjartan Sigurjónsson. Sunnudagur 22. október FYRSTU tónleikana af röð tón- leika til styrktar nýuppsettu orgeli í Áskirku, lék Kjartan á litla P. Brun-orgelið, litla segi ég því það er á mörkunum að hægt sé að krefjast heilla tónleika á það, en þá aðeins með mjög afmörkuðu efnisvali. Kjartan hafði vit á að halda sér innan þessara marka, nokkurnveginn. Sjakonna Pachel- bels var i hæverskasta lagi frá hendi Kjartans og hefði þolað örlít- ið meiri andlitslyftingu. Sálmafor- leiki nokkra hefur Bach gert yfir sálminn Nun komm der Heiden Heiland og er sá þeirra sem Orgel- bókin hefst á líklega þeirra þekkt- astur. Gaman hefði verið að heyra alla bessa forleiki saman því ólíkir LEIKLIST Fclagshcimili Kópa- vogs — Fannborg GALDRAKARLINN í OZ Höfundur L. Frank Baum. Höfund- ur tónlistar Harold Arlen. Islensk þýðing Hulda Valtýsdóttir. Þýðing söngtexta Krislján frá Djúpalæk. Leikstjóri Hörður Sigurðarson. Leikmynd Þorleifur Eggertsson. Búningar Jóhanna Pálsdóttir. Lýsing Skúli Rúnar Hilmarsson. Utsetningar, hljóð og undir- leikur Jósep Gíslason. Laugar- dagur 21. október. ÉG skellti mér í leikhús um dag- inn, á Galdrakarlinn frá Oz, í flutn- ingi Leikfélags Kópavogs. Ég hef alltaf haldið að sagan um Oz væri bara tiþog hefði alltaf ver- ið til, svipað íslendingasögunum. En svo lærir sem lifir, hún var sam- in af manni, Lyman Frank Baum, blaðamanni sem fékk leið á að skrifa um þurrar og litlausar staðreyndir svo hann hætti því og byrjaði að skrifa sögur þar sem ekkert nema hans eigið ímyndunarafl réð ferð- inni, ævintýri. Ævintýrin hans voru ekki gerð eftir hinni hefðbundnu „einu sinni var“-formúlu heldur skapaði hann sér sinn eigin stíl, sem bókmennta- gagnrýnendur áttu erfitt með að kyngja. Rætnisfullar rægitungur þeirra náðu þó ekki eyrum lesenda sem líkaði svo vel að tólf bækur um Oz-landið sigldu í kjölfarið. Eftir lát Franks Baum réð útgáfufyrirtæki hans nýja höfunda til að halda sög- unni um Oz-land gangandi. Nítján bækur voru skrifaðar á þann hátt svo að á endanum taldi bókaflokkur- inn þijátíu og tvær bækur. Sagan um galdrakarlinn frá Oz kom fyrst út árið 1900, fyrir níutíu og fímm árum, en er, einsog flestall- ar sögur sem gerast í öllum Ævin- týralöndum, svo rosalega tímalaus að mín vegna gæti hún hafa komið út í september síðastliðnum og gerst þá líka. í stuttu máli fjallar sagan um Dóróteu sem býr ásamt Hinriki frænda og Emmu frænku einhvers staðar á sléttum Könsu, svo þurru og litlausu landi að hún man ekki eftir að hafa séð þau brosa eða vera glöð. Dag einn kemur hvirfilbylur, svo öflugur að hann feykir Dóróteu í húsinu sínu hátt í loft upp og ber hana til annars lands, Oz-lands. Oz-land er fallegt og íbúar þess vinalegir en samt er heimþrá Dóró- teu mikil, svo mikil að hún tekst á hendur erfitt ferðalag eftir Gula tíg- ulsteinaveginum til Smaragðsborg- ar þar sem hinn voldugi og ógurlegi Galdramaður býr í von um að hann geti, og vilji, hjálpa henni að kom- ast aftur heim. Á leið sinni hittir hún marga skrítna fugla, heilalausa fuglahræðu, hjartalausan skógar- höggsmann úr blikki og huglaust ljón, sem allir slást í för með henni Spilað upp í skuldir eru þeir mjög en hefðu klætt orgel- ið. Kjartan lék aftur á móti þrjá sálmaforleiki yfir Wer nur den lie- ben Gott lasst walten. Nokkur órói var yfir flutningnum. Þó sérstak- lega yfir þeim fyrsta sem verður að hafa sérstaklega nákvæma hrynjandi vegna allra skrautnótn- anna sem þessi forleikur er krýnd- ur. Sú ágæta tónsmíði Buxtehude Preludía og fuga í g-moll þarf, þótt merkilegt sé, stærra - eða lit- ríkara - hljóðfæri en Kjartan hafði til umráða. Verkið þarf að glansa bæði ryðmiskt og í litríki. Kóralinn í von um að Galdrakarlinn geti gef- ið þeim það sem þá vantar; heila, • hjarta og hugrekki. Á leiðinni lenda þau í ýmsum ævintýrun, sem von er, þau eru í Ævintýralandi. Á endanum komast þau á leiðarenda en Galdrakarlinn er ekki alveg eins og honum hafði verið lýst. Engu að síður uppfyllir hann óskir þeirra eftir beztu getu. Leikgerðir sagna vilja oftar en ekki verða ansi ólíkar sögunum sjálfum, persónum og stöðum bætt inní eða þurrkaðar út með öllu. Þannig var Guli tígulsteinavegurinn hvergi sjá- anlegur og fjórar nýjar persónur voru komnar á sléttur Könsu, sem allar áttu sér samsvaranir í persón- um í Oz. Auk þess var ekkert sem sagði að sögusvið raunveruleikans væri Kansa, það hefði eins getað verið Hamraborgin í Kópavogi. Leikararnir stóðu sig allir ... já, þeir stóðu sig allir, nema Bjarni Guðmarsson í hlutverki Fuglahræð- unnar. Hann átti stórleik, orðabók- ardæmi fyrir „senuþjóf sem tekur þó ekki athygli frá öðrum leikur- um“. Skammt honum að baki kom Sylvía B. Gústafsdóttir sem vonda Vestannornin, dyggilega studd af Skúla Rúnari Hilmarssyni ljósa- manni sem lýsti hana upp með kast- ljósi með einhverri grænni slikju sem gerði hana að einni ófrýnilegustu norn sem ég hef séð. Ég varð þó aldrei neitt verulega hræddur við hana, til þess sá einn ungur áhorf- andi: , „Komdu bara, ég skal sko bara sparka í þig,“ alltaf gott að vita af einhveijum sem gætir manns ef vondar nornir fengju útþrá og þætti sviðið of lítið fyrir sig. Ljósa- og hljóðbúnaður var alveg þrælgóður, þó þar held ég hafi mestu verið að þakka Skúla Rúnari ljósamanni og hljóðmanninum Magnúsi Guðmundssyni. Það eru nefnilega ekki tækin sem skapa gæðin, heldur mennirnir sem stjórna þeim, en það vill oft gleymast. Leik- hússtjórar stóru leikhúsanna gætu gert margt vitlausara en að senda ljósa- og hljóðmenn sína í starf- skynningu upp í Fannborg. Leik- myndin var nokkuð góð, í einfald- leika sínum. Þó fannst mér ekki nógu skýr skil milli raunveruleikans og Oz. Hneigingar; þetta sem leikar- ar gera í lok sýningar, er svolítið sem áhugaleikfélög þurfa að æfa betur og ekki hafa svona „innan- húss“ einsog oft vill verða, „utan- bæjarbomsur" sækja sýningarnar líka. í heildina litið fannst mér þetta góð sýning, og það sem meira var, mjög skemmtileg líka, þó svo ég sé ekki alveg sáttur við að Oz-landið sé ekki til nema í huga Dóróteu. Það er vitneskja sem veruleikafirrt- ur áskrifandi gluggapósts getur al- veg verið án. Börnin skemmtu sér vel og voru vel með á nótunum. Er það ekki fyrir öllu? Heimir Viðarsson í a-moll eftir César Frank er skrif- aður fyrir stórt hljóðfæri og stóra kirkju og átti því tæplega heima í litlu Áskirkju, skar sig enda úr í efnisskránni, heppilegra hefði ver- ið að enda tónleikana í þeim stíl sem á undan var genginn. Fáir voru því miður mættir í kirkjuna til að styrkja orgelkaupin og ástæðumar sjálfsagt margar og ein þeirra vafalaust sú, sem prestur kirkjunnar, sr. Árni Sigur- björnsson, nefndi í þakkarávarpi til orgelleikarans í lok tónleikanna, að veðrið má hvorki vera gott né vont. Organistar í Reykjavík og félagar í Félagi íslenskra organ- leikara verða þó að halda sig innan borgarmarka sunnudaga, sem og flesta aðra daga, og því var veðrið tæplega ástæðan fyrir því að eng- inn þeirra mætti til að hlusta á formann sinn spila, utan organleik- ari kirkjunnar og sá sem spila á næstu tónleika til styrktar orgel- kaupunum. Ragnar Björnsson ANTIKUPPBOD íkvöld í Faxafeni 5 kl. 20.30. Húsgögn, listmunir, postulín og ekta handunnin persknesk teppi. SÝNING í DAG KL. 10-16. BORG antik Faxafeni 5, sími 581 4400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.