Morgunblaðið - 24.10.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.10.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1995 27 LISTIR Kjarni málsins! Nýjar bækur Smásögiir Matthíasar NYTT smásagnasafn, Hvíldarlaus ferð inní drauminn, eftir Matthí- as Johannessen er kom- ið út. Þetta er fimmta sagnabók Matthíasar. Hinar bækurnar eru Nítján þættir (1981), Spunnið um Stalín (1983), Konungur af Aragon (1986) og Sól á heimsenda (1987). í kynningartexta segir: „Smásagnasafnið Hvíldarlaus ferð inní drauminn hefur að geyma 22 smásögur og stutta þætti þar sem bestu kostir Matthíasar sem skálds fá notið sín. Þar er meðal annars að fínna fíngerðan og ljóðrænan skáld- skap, hnittnar frásagnir og ógleym- anlegar mannlýsingar, svo að eitt- hvað sé nefnt. Styrkur höfundarins liggur ekki síst í blæbrigðaríkum og fjörlegum stíl, myndauðgu og oft Matthías Johannessen margræðu líkingarmáli. Tvær sögur bókarinnar eru umfangsmestar, Hvar er nú fóturinn minn? og Seglin og vindurinn, margslungn- ar sögur sem verða les- endum eftirminnilegar eins og annað fjölbreyti- legt efni bókarinnar.“ Útgefandi er Hörþu- útgáfan á Akranesi. Bókin er 189 bls. Kápu- mynd: RAX. Prent- vinnsla: Oddi hf. Verð 2.980 kr. Æfingar standa yfir á Madáme Butterfly ÆFINGAR standa nú yfir hjá íslensku óper- unni á einni vinsælustu óperu allra tíma, Madame Butterfly eftir Giacomo Puccini. Frumsýning verður 10. nóvember. Leik- stjórn er í höndum Halldórs E. Laxness og hljómsveitarstjóri er David Shaw. Með helstu hlutverk fara: Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Ólafur Árni Bjarnason, Berg- þór Pálsson, Rannveig Fríða Bragadóttir og Sigurður Björnsson. Sýningartímabilið verður þrengra en oft áður því Ólafur Árni, er upptekinn við sýning- ar í Evrópu og á erfitt um vik með sýningar hér heima. Enginn sigur- vegari Varsjá. Reuter. í ANNAÐ sinn í 68 ára sögu Chopin-keppninnar gerðist það sl. föstudag að dómnefnd úrskurðaði að fyrstu verðlaun yrðu ekki veitt í keppninni þar sem enginn keppenda hefði staðið sig sem skyldi. Keppnin stóð í þrjár vikur og tóku um 140 píanóleikarar þátt í henni. 23 manna dóm- nefndin, sem komst að þessari niðurstöðu, gaf enga frekari skýringu á niðurstöðunni en þá að enginn verðskuldaði fyrstu verðlaun. Pólski píanóleikarinn Piotr Paleczny, sem sigraði í keppnninni árið 1970, sagði frammistöðu píanóleikaranna hafa verið ágæta í undanúr- slitunum en hún hefði hins vegar verið afleit í úrslitunum. Tónleikagestir voru afar ósátt- ir við úrskurð dómnefndar en rússneski píanóleikarinn Aleksej Sultanov, 26 ára, naut mestrar hylli áheyrenda. Hann lenti í öðru sæti ásamt Frakk- anum Philippe Giusiano. Tónleika- heimsóknir á leikskóla TÓNLEIKAHEIMSÓKNIR á leikskóla í Reykjavík verða sem hér segir: Í dag, þriðjudag, Rofaborg kl. 10 og 14, umsjónarmaður Hafdís Kristinsdóttir. Miðviku- dagur: Leikgarður kl. 9 og 15, Ægisborg kl. 10.30 og 13.30, umsjónarmaður María Ceder- borg. Fimmtudagur: Fellaborg kl. 10 og 15, Völvuborg kl. 14, umsjónarmaður Linda Hreggviðsdóttir. Föstudagur: Laugaborg kl. 9.30 og 13.30, Lækjarborg kl. 10.30 og 14.30, umsjónarmaður Aðal- heiður Matthíasdóttir. Hægt er að ná sambanöi við umsjónarmenn með milli- göngu skrifstofu. 24. október 1995 20 ára afmœli ,, Kvennafadagsins Reykjavík: bacáttu: og hátíðarfundur ^ í Islensku Operunni kl. 20:30 fagnaðarstund í Hlaðvarpanum frá ki.22:00 Akureyri: baráttu- og hátíðarfundur 1 Deigiunni ki. 20:30 Félag kvenna í Alþýðubandalaginu Konur í Þjóðvaka Jafnréttisráð Kvenféiagasamband Islands Kvenréttindafélag Jslands Samtök um kvennalista Landssamtök Alþýðuflokkskvenna Starfsmannaféiag ríkisstofnana Landssamband framsóknarkvenna B.S.R.B. Landssamband sjálfstœðiskvenna A.S.Í.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.