Morgunblaðið - 24.10.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.10.1995, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ -F MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1995 29 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hatlgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HLUTVERK SÞ ÞESS ER nú minnst í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York að hálf öld er liðin frá stofnun samtakanna. Hátt á annað hundrað þjóðhöfðingjar eru þar samankomnir til þriggja daga hátíðarhalda og viðræðna. Þrátt fyrir að flestir þeirra hrósi SÞ í ræðum sínum og lofi hið mikilvæga hlutverk þessarar fjölþjóðlegu stofnunar fer ekki fram hjá neinum að Sameinuðu þjóðirnar eiga við mikla kreppu að stríða. Hlutverk samtakanna er óljóst og þau eru fjárvana sökum þess að stór aðildarríki á borð við Banda- ríkin hafa ekki viljað standa við fjárhagslegar skuldbindingar sínar. Þegar Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar voru markmiðin háleit. Tryggja átti heimsfrið og friðsamlega sambúð þjóða. Þau markmið hafa ekki gengið eftir og eru í dag jafnfjarlæg og fyrir hálfri öld. Kalda stríðið lamaði samtökin að miklu leyti þar sem aðildarríkin skiptu sér í andstæðar blokkir inn- an þeirra. Þegar kalda stríðinu lauk sáu margir fyrir sér stóraukið hlutverk Sameinuðu þjóðanna. Boginn var hins vegar spennt- ur of hátt og samtökin megnuðu ekki að standa undir þeim væntingum sem byggðar höfðu verið upp. Skýrast hefur þetta komið í ljós í fyrrverandi Júgóslavíu þar sem afskipti samtak- anna hafa einkennst af fálmi og klúðri frá upphafi. Það var ekki fyrr en Bandaríkjastjórn og Atlantshafsbandalagið létu málið til sín taka að friðarviðræður komust á skrið. En þótt margt misjafnt megi segja um feril Sameinuðu þjóðanna gegna samtökin engu að síður mikilvægu hlutverki. Væru SÞ ekki til er líklegt að ríki heims myndu reyna að stofna áþekk samtök. Sameinuðu þjóðirnar eru mikilvægur samráðsvettvangur heimsbyggðarinnar og í öryggisráðinu hafa fjölmörg flókin deilumál verið Ieyst. Þrátt fyrir skrif- finnsku og pappírsflóð hafa t.d. umhverfis- og kvennaráðstefn- ur SÞ náð að vekja umræðu um mikilvæga málaflokka. Það verður því áfram brýn þörf fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Eigi kreppa samtakanna aftur á móti ekki að verða viðvar- andi verður að tryggja þeim raunhæft hlutverk þó svo að það þýði að draga verði úr hinum háleitu markmiðum stofnend- anna. ÚTBOÐ Á VERÐMÆTUM SJÓNVARPSRÁSUM MORGUNBLAÐIÐ hefur um nokkurra ára skeið lagt til að við úthlutun sjónvarpsleyfa verði viðhaft útboð til ákveðins tíma, eða þá að ríkið innheimti leigu fyrir leyfin. Stefna blaðsins hefur byggzt á sömu rökum og skoðanir þess varðandi úthlutun aflakvóta. Bæði sjónvarpsrásir og veiði- leyfi eru takmörkuð gæði, sem mikil eftirspurn er eftir og á þeim myndast því markaðsverð. Þessi gæði eru eðli málsins samkvæmt almenningseign og ríkisvaldið fer þar af leiðandi með úthlutun á þeim. Ríkið á ekki að gefa útvöldum fyrirtækjum þessi verð- mæti, heldur bjóða þau út eða innheimta leigu fyrir þau. Þannig er annars vegar tryggt, að skattgreiðendur njóti góðs af, í stað þess að handhafar leyfanna stingi verðmæti þeirra í eigin vasa, og hins vegar komið í veg fyrir einokun, með því að hindra að fáeinum fyrirtækjum séu afhent veiði- eða sjón- varpsleyfi til langs tíma eða jafnvel fyrir lífstíð. Síðastliðinn laugardag var frá því greint hér í Morgunblað- inu að bandaríska fjarskiptastofnunin, FCC, hefði samþykkt að viðhafa útboð á síðasta rekstrarleyfinu til að sjónvarpa um gervihnött um öll Bandaríkin. Fram kemur í frétt blaðsins að þessi ákvörðun hafi verið stóru fjölmiðlafyrirtæki áfall, vegna þess að það hafi hugsað sér að kaupa leyfið af fyrir- tæki, sem hafði mistekizt að koma á beinni gervihnattaþjón- ustu. í staðinn varð síðarnefnda fyrirtækið að skila leyfinu. Sjónvarpsleyfið hefur verið metið á 700 milljónir dollara, eða um 45 milljarða íslenzkra króna. Það má því ljóst vera að um gífurleg verðmæti er að ræða, sem bandarískum fjar- skiptayfirvöldum hefur þótt eðlilegt að fyrirtæki kepptu um að fá að nýta og greiddu skattgreiðendum fyrir afnotin. Þar virðist raunar vera um stefnubreytingu að ræða, því að fyrir- tækið, sem nú verður að skila leyfinu, fékk það ókeypis fyrir 11 árum. í þessu sambandi má rifja upp þegar Stöð 2 keypti sjón- varpsleyfi Sýnar - sem í raun var eina eign fyrirtækisins, sem skipti máli - fyrir umtalsverðar fjárhæðir. Hefði sama aðferð verið notuð og í Bandaríkjunum nú, hefði Sýn verið gert að skila leyfinu til yfirvalda og því hefði verið endurút- hlutað með útboði. í Bretlandi hefur útboð á sjónvarpsrásum verið viðhaft með 5 góðum árangri. Dæmið frá Bandaríkjunum sýnir að aðferðin á auknu fylgi að fagna. Með aukinni samkeppni á íslenzka sjónvarpsmarkaðnum hljóta stjórnvöld að ákveða að fara sömu leið. SLYSIÐ í HRÚTAFIRÐI Tveir létust og þijátíu slösuðust TVÆR konur létust þegar rúta Norð- urleiðar fór út af veginum í Hrúta- fírði um kl. 21 á sunnudagskvöld. 42 voru í rútunni, sem rann í krapa og hálku og valt ofan í gil við veg- inn. Tíu farþegar sluppu ómeiddir, en þijátíu meiddust meira eða minna og voru þeir fluttir í sjúkrahús á Blöfiduósi, Hvammstanga, Akranesi, Sauðárkróki og með þyrlum Land- helgisgæslunnar í Borgarspítalann í Reykjavík. Dómsmálaráðherra hefur nú skipað sérstaka nefnd til að fara með rannsókn slyssins. 23 hafa látist í umferðinni á þessu ári. Rútan var á norðurleið þegar slys- ið varð. Skammt sunnan Þórodds- staða í Hrútafirði, rétt norðan við eyðibýlið Gilsstaði, rann rútan til á hálum veginum, en snjór og krapi var yfir. Bflstjórinn virtist ná valdi á bílnum, en þá kom mjög snörp vindhviða, en veður var mjög hvasst á austan og stóð þannig þvert á hægri hlið bílsins. Vindhviðan ýtti rútunni út af vinstri vegkantinum. Hún valt út af veginum og kom niður á gamlt veg- arstæði 5-6 metrum neðan vegarins og mátti litlu muna að hún færi fram af þeirri brún og þá neðar um 2-3 metra. Rútan lá á vinstri hlið og virt- ist hafa farið á annan hring í veltunni. Allar rúður brotnuðu Við veltuna brotnuðu allar rúður í rútunni, en yfirbyggingin var nokk- uð heilleg. Þó virtist vinstra fram- hom bílsins hafa komið mjög illa niður. Margir farþeganna köstuðust út úr bílnum við veltuna, þar á með- al konurnar tvær sem létust. Aðstæður á slysstað voru mjög slæmar þar sem mjög kalt var í veðri og snjókoma. Farþegarnir hjálpuðust að og hlúðu að þeim sem verr voru haldnir. Þeir, sem betur voru á sig komnir, voru fluttir að bæjunum Þóroddsstöðum og Brautarholti, en aðrir, sem virtust meira slasaðir, í Staðarskála, þar sem miðstöð björg- unaraðgerða var. Tugir manna við hjálparstörf „Þegar tilkynningin um slysið barst okkur, kl. 21.12, voru tveir lög- reglumenn staddir á Hvammstanga og þeir voru komnir mjög fljótt á vettvang. Þá kölluðu þeir um leið út allt björgunarlið, lögreglu og sjúkra- bíla,“ sagði Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Blönduósi og formaður almannavamanefndar Vestur-Húna- vatnssýslu. „Ég kallaði saman al- mannavarnanefndina og mjög fljót- lega var tekin ákvörðun um að kalla eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar til að flytja þá, sem vom mest slasaðir, í sjúkrahús í Reykjavík." Tugir manna tóku þátt í að hlúa að slösuðum og aðstoða á annan hátt. Sjúkraflutningabílar komu frá Hvammstanga, Blönduósi og Skaga- strönd, auk þess sem slysavarna- sveitin Káraborg og Flugbjörgunar- sveitin í Vestur-Húnavatnssýslu komu á vettvang með bíla- og tækja- kost. Vegagerðin veitti einnig að- stoð; ruddi veginn svo björgunar- sveitarmenn ættu auðveldara með að athafna sig og veghefill Vega- gerðinnar var notaður til að koma rútunni á réttan kjöl. Þá var tækja- bifreið slökkviliðsins á Hvamms- tanga einnig á staðnum. Læknar og hjúkrunarfólk á þönum Þeir, sem vom óslasaðir, fóru ýmist heim til sín í einkabílum eða gistu í Staðarskála, þar sem stjórn- stöð aðgerða vegna slyssins var. Veitingasalur skálans var fullur af Morgunblaðið/Kristján SÉÐ eftir veginum, þar sem slysið varð. Rútan fór út af vinstra megin og stöðvaðist á ræsinu. sjúkradýnum og sjúkrabömm og læknar og hjúkmnarfólk vom á þön- um á milli slasaðra, auk þess sem fólk gat leitað til prests á staðnum. Það vakti athygli þeirra, sem að komu, hve allir vora yfirvegaðir og unnu störf sín af festu. Læknarnir mátu ástand slasaðra svo, að niu þyrftu að fara til Reykja- víkur með þyrlum Landhelgisgæsl- unnar. Var það fólk mest slasað auk þess sem ástæða þótti til að létta álagi af sjúkrahúsunum á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum Kristjáns Þorbjörnssonar, yfirlögregluþjóns á Hvammstanga, var fólkið marið og béinbrotið. „Þessi meiðsli koma Iíka að hluta fram eftir á, en það voru allir eitthvað sárir og aumir. Margir kvörtuðu undan bakverkjum og minni beinbrot, eins og viðbeinsbrot, voru algeng.“ Þyrlumar lentu vestan við Staðar- skála, TF-LÍF kl. 23.40 og TF-SIF þegar klukkan var fimm mínútur yfir miðnætti. Minni þyrlan, TF-SIF, tók þrjá slasaða á bömm og TF-LIF tók sex á bömm. Þessir níu vom komnir á slysadeild Borgarspítalans milli kl. 1 og 2 um nóttina. * Aðrir slasaðir vora flestir fluttir í sjúkrahúsin á Hvammstanga og Blönduósi. Nokkrum var ekið til Sauðárkróks og Akraness. Kristján yfirlögregluþjónn sagði síðdegis í gær að rútan hefði ekki verið skoðuð ítarlega eftir slysið, en yrði flutt til Reykjavíkur til nánari rannsóknar. „Við fyrstu skoðun í skemmu við Staðarskála kom ekkert fram sem bendir til að búnaði rútunn- ar hafí verið áfátt,“ sagði Kristján. Dómsmálaráðherra skipaði í gær, að höfðu samráði við samgönguráðu- neytið, nefnd til að fara með rann- sókn slyssins í Hrútafirði. Nefndina skipa Magnús Einarsson yfirlög- regluþjónn, Brynjólfur Mogensen yfirlæknir og Kristján Vigfússon deildarstjóri. I frétt frá dómsmála- ráðuneytinu er tekið fram, að rann- sókn þessari sé ekki ætlað að koma í stað þeirrar rannsóknar, sem fram fer að lögum af hálfu sýslumanns-' embættisins á Blönduósi. Allar rúður í rútunni brotnuðu þegar hún valt út af veginum og i í ræsi - Margir farþeganna köstuðust út úr bílnum Vaknaði í snjónum o g hélt á munum sem ég átti ekki „ÞEGAR ég rankaði við mér lá ég í snjónum skammt frá rútunni. Ég veit ekki hvort ég kastaðist út úr rútunni og lenti þarna eða hvort ein- ' hver kom mér þangað. Ég hélt á einhverju og þegar ég leit niður sá ég að það voru silfurdósir og kall- tæki, munir sem ég á ekki,“ sagði Ásta Laufey Haraldsdóttir frá Akur- eyri, sem var flutt á Sjúkrahús Hvammstanga eftir slysið í Hrúta- firði. Ásta sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að einhvern beygur hefði verið í henni fyrir ferðina. Á Holtavörðuheiði hafi veður verið mjög vont, hvasst og snjókoma. í Staðarskála hafi rútan stansað og haldið þaðan með annan bifreiða- stjóra. „Ég skipti þá um sæti við unga stúlku, sem langaði að sitja hjá vinkonu sinni,“ sagði Ásta. Tíminn stóð í stað Þegar slysið varð gerði Ásta sér grein fyrir að rútan var að fara út af veginum og fannst tíminn standa kyrr. „Ég man næst eftir mér í snjónum skammt frá rútunni, með þessa muni í hendinni. Allt í kringum mig voru vegfarendur og óslasaðir farþegar að hjálpa fólki að koma sér fyrir og breiða yfir það.“ Mikið blæddi úr höfuðsári sem Ásta hlaut og vildi hún ekki leggj- ast fyrir. „Ég saknaði veskis míns og fór inn í rútuna til að leita. Þá hrundi á mig sætishluti eða eitthvað annað og ég forðaði mér því út.“ Ásta fór með vegfaranda heim á næsta bæ, sem em Þóroddsstaðir. „Þangað kom fjöldi fólks, tæplega 20 manns og okkur var veitt afar góð aðhlynning," sagði Ásta. Hún fór síðan með sjúkrabíl til Hvammstanga og var gert að höf- uðsári hennar á heilsugæslustöð- inni. Hún var síðan lögð inn á sjúkrahúsið og var þá klukkan um 2.30 um nóttina. „Ég frétti síðar að stúlkan, sem skipti við mig um sæti, hefði slasast mun meira og verið flutt með þyrlunni til Reykja- víkur.“ Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson ÁSTA Laufey Haraldsdóttir frá Akureyri í rúmi sínu í Sjúkrahúsi Hvammstanga í gær. Maður hreinlega trúði ekki að þetta væri að gerast Þórarinn Þorvalds- son, bóndi á Þór- oddsstöðum. Morgunblaðið/Kristján STRÁKARNIR þrír, Guðni Eirikur Guðmundsson, Halldór Gunn- laugsson og Árni Þór Arnarson, sluppu ótrúlega vel og hlutu aðeins mar og skrámur. Hrædd þegar ég fann ekki systur mína „ÉG VARÐ mjög hrædd eftir velt- una, aðallega vegna þess að ég fann ekki yngri systur mína. Svo kom í ljós að hún hafði verið flutt fljótlega á Hvammstanga og síðan á Blöndu- ós,“ sagði Fríða Dögg Hauksdóttir frá Hvammstanga. Fríða Dögg var að koma frá Reykjavík ásamt tveimur systrum sínum og ömmu. Þegar rútan valt slasaðist hún á öxl og handlegg og dvelur nú í Sjúkrahúsi Hvamms- tanga ásamt ömmu sinni, en meiðsli þeirra eru ekki mjög alvarleg. Ester Ingvarsdóttir frá Hólmavík er einnig í sjúkrahúsinu. Hún var á leið frá Reykjavík til Sauðárkróks, þar sem hún stundar nám í Kjöl- brautaskólanum. Hún er slösuð á öxl og mjög stirð um bak og bijóst- kassa. Ungu stúlkurnar töldu sig hafa sloppið vel frá þessu slysi. ÞRÍR ungir piltar, Ámi Þór Amarson og Guðni Eiríkur Guðmundsson frá Borgarnesi og Halidór Gunnlaugsson frá Hólmavík, vom á leið til Akur- eyrar með Norðurleiðarrútunni. Þeir stunda allir nám í Menntaskólanum á Akureyri og vom að koma úr helg- arleyfi á heimaslóðum. Halldór kom í rútuna í Staðarskála og hafði því aðeins verið nokkrar mínútur í bflnum þegar slysið varð. Nemamir þrír sluppu án teljandi meiðsla og þeir gistu á Staðarflöt aðfaranótt mánu- dags, eftir að hafa lagt sitt af mörk- um við björgunaraðgerðir. Man eftir mér á skyrtunni út í móa Ámi Þór sat aftarlega í bílnum hægra megin og hann var hálf sof- andi þegar bíllinn fór útaf. „Ég veit ekki almennilega hvað gerðist enda hálfsofandi. Ég lá með höfuðið við gluggann en þó með úlpuna saman- brotna á milli. Ég mmskaði við að bíllinn er farinn að rása á veginum og síðan man ég ekki eftir mér fyrr en út í móa og aðeins á skyrtunni," segir Ámi Þór. Hann telur fullvíst að það hafí bjargað sér mikið að hafa haft úlpuna á milli höfuðsins og gluggans, sem brotnaði eins og reyndar allir aðrir gluggar í bflnum. Hann gerir sér hins vegar ekki grein fyrir hvenær eða hvernig hann kastaðist út úr bílnum. „Ég fór strax að reyna að hjálpa slösuðu fólki, sem lá á víð og dreif um allt, með því að breiða yfir það yfirhafnir.og fleira. Ástandið var alveg hörmulegt, maður hreinlega trúði ekki að þetta væri að gerast og ég hélt mig væri að dreyma,“ sagði Ámi Þór. Fyrsta hugsun var að komast út Halldór Gunnlaugsson sat fram- arlega í rútunni. „Bíllinn byijaði að rása til í krapinu, hann fór yfir á vinstri vegarhelminginn, svo yfir á þann hægri og svo aftur yfir á vinstri vegarhelminginn og útaf,“ sagði Halldór, en hann telur jafnframt að vindhviða hafi orðið þess valdandi að bíllinn fór útaf. „Eftir að bíllinn stoppaði var það fyrsta sem komst að hjá mér að kom- ast út. Ég fór út um glugga á þak- inu, hljóp strax upp á veg og fyrir bíl sem þama kom að. Hjónin í bílnum hringdu eftir aðstoð og hjálpuðu okk- ur síðan við að hlúa að fólkinu sem lá út um allt.“ Halldór segir að töluverður fjöldi fólks hafi enn verið i bflnum eftir að hann stoppaði, en því þafi gengið greiðlega að komast út, þrátt fyrir bæði minni- og meiriháttar meiðsli. Þetta er eitthvað svo óraunverulegt Guðni Eiríkur Guðmundsson sat aftarlega í bílnum vinstra megin, á móts við Áma Þór en hann kastaðist ekki út. „Ég var í sæti mínu nánast allan tímann og áttaði mig í raun ekki á hlutunum fyrr en ég stóð við sætið þegar bíllinn stöðvaðist. Rútan lá á vinstri hliðinni og ég átti greiða leið út og fór út um framrúðugatið. Þá var töluverður snjór inni í bíln- um,“ sagði Guðni Eiríkur. Hann fór strax að hlúa að þeim slösuðu líkt og félagar hans en talið er að þeir hafi sloppið best allra far- þeganna. „Þetta er eitthvað svo óraunvem- legt, enda hélt maður alltaf að svona hlutir gætu ekki komið fyrir mann sjálfan," sagði Guðni Eiríkur enn- fremur. Þeir vom sammála um að óvissan um ástand hinna farþeganna hefði verið hvað erfiðust, en þeir gerðu sér grein fyrir því að því að margirþeirra vom mjög mikið slasaðir. • • Omurleg aðkoma ÞORARINN Þorvaldsson, bóndi á Þóroddstöðum og hreppstjóri í Stað- arsveit, var með fyrstu mönnum á slysstaðinn við svokallað Hofgil, rétt sunnan Þóroddsstaða. „Bróðir minn, Böðvar Þorvalds- son, bóndi á Akurbrekku, kom mjög fljótlega að slysinu. Hann kom strax heim að bæ til okkar og ég hringdi í neyðarstöðina á Hvammstanga og hélt svo á vettvang. Þá sá ég hversu mikil alvara var á ferðum og hringdi aftur og náði þá í lækninn á Hvammstanga og sagði honum að kalla út allt tiltækt björgunarlið á svæðinu, sem hann og gerði,“ sagði Þórarinn. Fólkið lá í myrkrinu Fólkið var allt komið út úr bflnum þegar Þórarinn kom að slysstaðnum og hann fór því ásamt öðmm að hlúa að því fólki sem var mikið slas- að. Þeir sem vom minna slasaðir vom fluttir heim að Þóroddstöðum en allt það fólk sem flytja þurfti á sjúkrabömm var farið með í Staðar- skála. Þórarinn segir að aðkoman að slysstaðnum hafi verið ömurleg, fólkið hafi legið í myrkrinu, misjafn- lega mikið slasað og kuldinn verið mikill. Áberandi hvað allir voru rólegir Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson FRIÐA Dögg Hauksdóttir og Ester Ingvars- dóttir voru heppnar að slasast ekki meira. Anna Elísdóttir, húsfreyja á Þór- oddsstöðum. ALLS vom 18 farþegar, misjafn- lega mikið slasaðir, fluttir að bæn- um Þóroddsstöðum í Hrútafirði, þar sem hlúð var að þeim og meiðsli þeirra könnuð. Hjónin á Þórodd- stöðum, Þórarinn Þorvaldsson, og Anna Élísdóttir, fréttu fljótlega af slysinu og drifu sig strax á vett- vang, ásamt syni sínum Gunnari og tengdadótturinni Matthildi Hjálmarsdóttur, sem einnig búa á bænum. Þau höfðu mér sér teppi, svefnpoka og annað sem hægt var að nota til aðhlynningar hinum slös- uðu en mjög kalt var í veðri, þegar slysið varð. „Það var strax ákveðið að flytja eitthvað af fólkinu heim til okkar og ég sneri fljótlega heim á ný til að taka á móti fólki. Þegar ég kom heim aftur vom þegar komnar þangað tvær ungar stúlkur og önn- ur eldri. Þær vom ekki mikið slasað- ar, en þeim var ansi kalt og þörfn- uðst aðhlynningar. Alls komu hing- að 18 farþegar, misjafnlega mikið slasaðir, en þrír þeirra þurftu greinilega meiri aðstoð en aðrir," segir Anna. Böðvar Siguijónsson, læknir frá Blönduósi, kom að Þóroddstöðum og eínnig Aðalheiður Böðvarsdótt- ir, hjúkrunarfræðingur, sem býr á næsta bæ. Þau sáu svo um að greina meiðsli fólksins og í fram- haldi af því ákvað Böðvar hvert hinir slösuðu færa til frekar skoðunar. Anna segir að það hafi verið áberandi hvað allir hinir slösuðu vom rólegir meðan á öllu þessu stóð og þau hafi í raun staðið sig mjög vel. „Það fór að hægjast um upp úr kl. 2 um nóttina, en þá vora allir hinir slösuðu famir eitthvert annað til frekari aðhlynningar," sagði Anna. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.