Morgunblaðið - 24.10.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.10.1995, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Hópslysaviðbrögð norsku kirkjunnar Á ÞESSU ári hefur umræða um hópslys og viðbrögð við þeim verið mikil. Prestar þjóðkirkjunnar hafa tekið þátt í þessari umræðu, enda er kirkj- an aldrei langt undan í þeim málefnum er varða þá, sem um sárt eiga að binda í samfé- iaginu. Annað hefur okkur orðið ljóst í þessari umræðu: það er nauð- synlegt fyrir kirkjuna að móta sér skipulag til að vinna eftir í hóp- slysaaðstæðum. Þar komum við um leið að þætti, sem skiptir verulegu máli: slíkt skipulag hlýtur að mótast af þeim þörfum, sem fyrir hendi eru hveiju sinni og laga sig að því sem aðrir hjálp- ar- og björgunaraðilar eru að sinna samkvæmt sínu skipulagi. Fyrsta hlutverk kirkjunnar hlýtur því að vera að átta sig á því upp á hvað hún hefur að bjóða í hópslysaað- stæðum. Að hvaða leyti er þjónusta kirkjunnar önnur og öðru vísi en annarra? Hvar skarast verkefnin og hver ákveður þá hvemig verk- efnum er skipt á milli hjálpar- og björgunaraðila? Hópslys eru þess eðlis, að um- fangið er meira en vakthafandi Kirkjan í Noregi hefur mikið samstarf við lög- re^luna, segir Bragi Skúlason, einkum þegar hópslys ber að höndum. heilbrigðis-, öryggis- og þjónustu- aðilar ráða við. Þess vegna verða hin ýmsu „kerfi“, sem hjálpað geta hinum vakthafandi aðilum, að búa yfír bæði skipulagi og sveigjan- leika, til að geta komið að gagni. Norska kirkjan fk Ýmislegt má læra af nágranna- þjóðum okkar. Þann 26. og 27. september s.l. var haldin ráðstefna norsku þjóðkirkjunnar um þetta efni. Yfirskrift ráðstefnunnar var: „Kirkens plass í LRS-funksjonen“ (LRS stendur fyrir Lokal Rednings Sentral, sem mætti þýða sem „björgunarstöð í heimabyggð"). Ráðstefnuna sóttu yfir 120 manns, norskir prestar og lögreglumenn voru þar í miklum meirihluta, enn- fremur voru þar nokkrir læknar, hópur sænskra presta og við sr. Ingólfur Guðmundsson, fulltrúar íslensku þjóðkirkjunnar. Á ráð- stefnunni kom í ljós, að skipulag Norðmanna í tengslum við hópslys Ýr nokkuð öðru vísi en hjá okkur. En til þess er litið víða sem fyrir- myndar vegna góðra og skilvirkra vinnubragða. Dómsmálaráðuneytið felur lögreglunni að sjá um heild- arskipulag og lögreglan kallar til sín samstarfsaðila. Yfir öllu landi og landhelgi eru tvær HRS stöðvar (Hoved Rednings Sentral- „Yfir- björgunarstöðvar"), önnur yfir STEINAR WAAGE SKÓVERS LU N DOMUS MEDICA Ávallt næg bílastæði 1_______________ Norður-Noregi, hin yfir Suður-Noregi. Þessar stöðvar eru í sambandi við aðrar slíkar stöðvar víða um heim. Undir þeim eru LRS-stöðvar. Norski herinn er síðan með eigið skipulag, en oft í samstarfi við þessar stöðvar. í ljós kom, að norska kirkjan hefur víðtækt hlutverk bæði þegar eftir hópslys og eins sér hún um fylgd við syrgjendur í langan tíma, m.a. í samstarfi við heilsugæslustöðvar og skóla. Norska kirkjan gerir ráð fyrir að prestar starfí bæði við HRS stöðvar og LRS stöðvar. Þeir prest- ar eru sóknarprestar, einn við hveija stöð og 2 til vara, sem ekki eru endilega sóknarprestar. Þeir gegna ráðgefandi hlutverki og vinna jafnframt að því að tengja saman aðila í samfélaginu sem veita stuðning eða hafa þörf fyrir stuðning eftir hópslys. LRS prestar eru nokkurs konar verkstjórar innan kirkjunnar og mega kalla til aðstoðar þá presta sem þeir telja að geti helst aðstoð- að þá. Prófastar og sjúkrahúsprest- ar geta ekki verið LRS prestar þar sem prófastur er ábyrgur gagnvart heildaryfirsýn í heimabyggð, auk þess sem honum ber að tryggja LRS presti úrræði eftir þörfum, en sjúkrahúsprestar eru fyrst og fremst ábyrgir gagnvart sínum stofnunum og viðbragðakerfum þeirra, auk þess sem þeir eru til reiðu í sambandi við ráðgjöf við LRS prestana sem sérfræðingar og taka auk þess að sér sérstaklega þung sálgæsluverkefni. Athygli vekur hversu mikið sam- starf kirkjan í Noregi á við lögregl- una í tengslum við hópslys. Skipu- lag kirkjunnar fylgir lögregluum- dæmum en ekki prófastsdæmum. Hér á landi hefur færst í vöxt, að lögreglan leiti til presta, þegar til- kynna þarf andlát, en það er ekki vinnuregla. Kirkjan gæti stuðlað að því, í samvinnu við lögregluna, að svo yrði. í hópslysaaðstæðum þarf síðan að eiga samstarf við enn fleiri aðila. Vert er að leiða hugann að þeim mun, sem legið getur í boðleiðum annars vegar vegna slysa á landi og hins vegar vegna slysa á sjó. Ljóst er, að eftir hópslys má búast við margvíslegum langtíma- viðbrögðum bæði í hópi syrgjenda, hjálpar- og björgunaraðila, og þeirra sem komast lífs af úr hóp- slysi. Eins og fram kom á Kirkjuþingi 1994 þegar tillaga um aðild kirkj- unnar að hjálparstarfi vegna hóp- slysa var samþykkt, þá hafa ein- stakir söfnuðir og jafnvel prófasts- dæmi nú þegar leitað eftir sam- starfi við heilbrigðisstofnanir og skóla. Á ráðstefnunni í Noregi kom fram, að beinar útsendingar í út- varpi og sjónvarpi frá slysstað eða minningarathöfnum væru taldar mjög viðkvæmar og þyrfti að fjalla um og meta fyrirfram af mikilli nákvæmni og tillitssemi. Minning- arathafnir að ári liðnu eru jafnvel haldnar degi fyrr, svo fjölskyldurn- ar fái að eiga minningardaginn að ári liðnu í friði. Þá var varað við því að ijölmiðlar ræddu við börn án þess að foreldrar þeirra væru viðstaddir. Málið er aftur á dagskrá Kirkju- þings, sem nú er að störfum, í formi tillagna hópslysanefndar þjóðkirkj- unnar. Höfundur er sjúkrahúsprestur Ríkisspítala. Sr. Bragi Skúlason Dracula - greifinn lifir DRACULA er merkilegt fyrirbæri í vestrænni menningu. Ekki bara fyrir það að höfundurinn, Bram Stoker, vakti hann upp á grundvelli æva- fornra þjóðsagna og blandaði alskyns duld- um hins viktoríanska samtíma síns. Heldur einnig fyrir þann óslökkvandi áhuga sem bókininni hefur verið sýndur allt frá því að hún kom út fyrir tæpum hundrað árum. Það má segja að hún hafi verið tekin í sundur staf fyrir staf í aðskiljan- legum tilraunum fræðimanna til að greiná baksvið og fyrirmyndir höfundarins. Það er í þessu ljósi sem við sjáum verkið reka á fjörur Leikfé- lags Akureyrar sem hefur fengið til liðs við sig írska leikhúsmenn. Nálgun írska leikstjórans Michaels Scotts er afar athyglis- verð þar sem hann varpar af leik- gerð sinni nær hundrað ára oki tilrauna til að breyta sögu Brams Stokers og laga hana að „smekk almennings“ sem sölumenn segj- ast vita að almenningi forspurð- um. Jafnvel F. Ford Copola gat ekki annað í nýlegri kvikmynd sinni um Drakúla, þrátt fyrir há- værar yfirlýsingar um að ætla að fylgja sögunni, en að skrökva ást- arsögu upp á hana sem hvergi átti sér stoð. Höfuðstyrkur sýningarinnar er að mínu mati hve hún stendur föstum fótum í þeim fjölmörgu atriðum sem liggja til grundvallar bókinni, góðri frammistöðu leikara í lykilhlutverkum og þeirri natni sem er lögð við hið sjónræna sam- spil lýsingar, búninga og hreyfinga leikara á sviðinu þar sem brugðið er upp hveiju „ljóðinu" á fætur öðru eða kynt undir ógn og dulúð. Það varð mér þess vegna til mikill- ar undrunar þegar ég, spenntur, fór að fylgjast með umjöllun 'fjöl- miðla um sýninguna, að hún fékk misjafna dóma og að fáir virtust nenna að miðla því til væntan- legra áhorfenda hversu djúpt verk væri um að ræða og hve mikla listræna nautn væri hægt af því að hafa. Nú má enginn skilja orð mín svo að hér sé enn ein greinin til að gráta yfir vonsku- verkum gagnrýnenda. Ég met hlut þeirra mikils eins og hlut- verk þeirra fjölmiðla og ritstjóra sem finna pláss í miðlum sínum fyrir umfjöllun um listir. Það er hins vegar ótvíræður réttur hvers og eins að taka þátt í umræðunni og mín skoðun er sú að oft hafi Verkið byggist á sög- unni, segir Haraldur Ingi Haraldsson, og lausnir leikstjórans eru eðlilegar og rökréttar fljótfærnislegir dómar verið kveðnir upp um þessa sýningu og þeir byggðir á lítilli þekkingu. Til að taka dæmi um þetta, sem verða að vera fá í stuttri blaðagrein, telur JV í Dagsljósi það galla að uppfærslan fylgi sögu bókarinnar, staðreynd sem að í sögulegu ljósi annara upprærsla gerir sýningu LA einmitt merkilega. Hollywood hefur skorið bókina upp á skurðarborði markaðssetn- ingar og bætt við hlutum sem lítið eiga skylt við söguna eða baksvið hennar. Þessu hafnar leikstjórinn á afgerandi hátt, hann er trúr sögunni og leitar fanga á athyglis- verðan hátt í bakgrunni hennar svo að, listrænt séð, verður um mun áhugaverðari sýningu að ræða en ella. Verkið byggist á sögunni og lausnir leikstjórans eru eðlilegar og rökréttar þeim sem þekkja bók- ina. S.A.B. telur í Morgunblaðinu að Sigurður Karlsson missi marks í túlkun sinni á Van Helsing og að saga Stokers bjóði uppá aðra túlkun. Þetta er mjög vafasamt. Van Helsing er mjög sérkennileg persóna af hálfu Brams Stokers. Hann ér skrifaður í söguna á stundum sem hálfgerður trúður og hefur svo lítið vald á enskri t.ungu að oft er það neyðarlegt. Sigurður dregur mikið úr fasi hins bóklega karakters og á að mínu mati skilið hrós fyrir framistöðu sína. Eins hnýtti JV í gervi Drakúla og vildi svörtu Hollywood-skikkj- una í staðinn fyrir gervi Drakúla greifa í uppfærslu LA sem hann sagði „boyara“-legt. Boyar voru stétt rúmenska landaðalsins og Vlad Tepes Dracula, helsta sögu- lega fyrirmynd Brams Stokers af greifanum, var af þessari stétt. Svo fyrir leikstjóra og búninga- hönnuð, hvaða lausn er eðlilegri þegar velja á gervi á höfuðpersónu sýningarinnar?! Gervið var afar sannfærandi svo ekki sé minnst á frammistöðu Viðars Eggertssonar í hlutverki Drakúla. Einnig má í þessi sambandi benda á að einræður Jonathan Harker o.fl. á sviði eru fullkom- lega eðlileg lausn út frá þeirri staðreynd að bókin byggist á dag- bókarbrotum sem að sjálfsögðu eru samsvörun einræðna á leik- sviði. Stundum finnst mér að þeir sem gagnrýna listaverk geri kröf- ur til þess að fá annað-verk til umfjöllunar í stað þess sem er viðfangsefni þeirra. Það er að sjálfsögðu ófær leið. Leikfélagið á Akureyri er hug- rakkt félag og það er mikilvægt að það takist áfram á við stórvirki af þessu tagi til að þróa leikhús- menningu í bænum og leggja sinn skerf til íslensks leikhúss. Höfundur er forstöðumaður Lista- safnsins á Akureyri. Haraldur Ingi Haraldsson „Sér grefur gröf þótt grafi“ NÚ Á haustmánuð- um er sláturtíð í full- um gangi. Kaupmenn hafa áhyggjur af svo- kallaðri framhjásölu á lamba- og nautakjöti. Síðastliðinn vetur kölluðu sauðfjárbænd- ur á kaupmenn og for- ráðamenn kjötvinnslu- fyrirtækja til að ræða vandann sem skapast af heimaslátrun og hvað væri til ráða. Síð- an hefur hvorki heyrst hósti né stuna frá þeim um þetta um- framkjöt, sem riðlar markað, skerðir fram- leiðslurétt og greiðslu á fullvirðis- rétti til bænda. Heimaslátrun er ólögleg nema til heimanotkunar og má kjötið ekki fara út fyrir bæjargirðinguna, en fer samt á markað. Bændur sem lengi lifðu í ríkisvernduðu umhverfi án samkeppni við inn- flutning eru í samkeppni við sjálf- an sig. Spurningin er hvort virðisauka- skatti sé skilað til ríkissjóðs af þessum viðskiptum og ennfremur hvort gert er út á hann? Nær væri að snúa vörn í sókn með vöruþróun og hætta þessum hestakerrumarkaðsmálum. Vinna þarf markvisst að því að gera ís- lenskar landbúnaðarvörur að- gengilegri fyrir hinn almenna neytanda og vinna markvisst að markaðsetningu af- urðanna, en ekki þó með þeim hætti sem gert var þegar kúa- bændur hófu mark- aðsátak til afsetning- ar á sinni afurð. (Naut á grillið.) Helmingurinn var gúllas og allir vita hvað gott er að grilla gúllas. Birgðavanda- málin verða endalaus með slíkum vinnu- brögðum, það er alltaf verið að pissa í skóinn sinn. Bændur horfa á kollega sína á næsta bæ, þar sem blóðrauðir lækimir renna niður hlíðarnar, en þora ekki að kæra náungann, sjálf- sagt út af náungakærleik, er það þá nokkuð skrýtið þó að enginn vilji kaupa kvóta, því þó brotnar séu heilbrigðisreglur og lagðar fram kærur virðast yfirvöld og bændur ekki hafa neinn áhuga á að taka á vandanum, það er í hróp- legu ósamræmi við t.d. stefnu í sjávarútvegsmálum, þar sem brot- legir aðilar eru oftast sektaðir og afli og veiðarfæri gerð upptæk. Það alvarlegasta í þessu máli er þó, að kjötið sem kemur þessa leið á markað á haustin er verkað við ófullnægjandi og ólöglegar Kaupum aðeins kjöt, segir Þórhallur Stein- grímsson, sem er und- ir eftirliti heilbrigðis- yfirvalda. aðstæður, þar sem hætta er á matareitrun og matarsýkingu, t.d. frá salmonellu- og kólígerlum. Ekkert heilbrigðiseftirlit er með afurðum af því fé sem slátrað er heima, eins og fram fer löggiltum sláturhúsum. Því er neytandi slíkra afurða algerlega réttlaus ef upp kemur kindakýlaveiki eða annað álíka sem upp kann að koma, enda hlýtur heilbrigðiseft- irlit að hafa verið sett á stofn með hagsmuni nejitenda að leið- arljósi. Því skora kaupmenn á neytend- ur að kaupa kjötið í verslunum sem eru undir eftirliti heilbrigðis- yfirvalda og þar sem það fer í gegnum löglega meðferð í slátur- húsum, skoðað og stimplað af dýralæknum og fyllsta heilbrigðis gætt í flutningi. Það er hin rétta leið sem framleiðendur, kaup- menn og neytendur eiga að geta sameinast um. Höfundur er formaður Félags dagvörukaupmanna. Þórhallur Steingrímsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.