Morgunblaðið - 24.10.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.10.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1995 35 AÐSEWPAR GREIMAR Hver er náungí minn — hugleiðingar frá náunga til náunga Guðný Hallgrímsdóttir í LEIT okkar að fullkomnleika, í þrá okkar að finna að við erum skopuð í mynd Guðs, hlýtur þessi spurning að knýja dyra að hjarta þínu jafnt sem mínu. Hver er náungi minn, hver er sá sem mér ber að hugsa um og til hvers þarf ég að hugsa yfir höfuð um einhvern annan en sjálfa mig eða fjölskyldu mína? Kemur mér eitthvað við hvernig annað fólk lifir lífi sínu, elur upp börnin sín eða hvort það borði hollan mat? Hver og einn einstaklingur er sérstakur og á sinn stað í púslu- spili lifssögunnar. Hver og einn á fortíð, nútíð og framtíð. Hver og einn hefur hlutverki að gegna í sköpunarverki Drottins og þess vegna og aðeins þess vegna má ef til vill voga sér að spyija þessar- ar spurningar. í þúsund ár í þúsund ár höfum við íslend- ingar heyrt þann boðskap að öll séum við einstök, sérstök og að ábyrgð okkar sé fólgin í um- hyggju, kærleika og ástúð fyrir samferðafólki okkar, meðbræðr- um og systrum. Eru þetta bara innantóm orð? Þúsund ár eru lang- ur tími og í þúsund ár hefur mark- visst verið unnið að því að kenna okkur að hugsa um þennan ná- unga, náunga sem krefst þess að við látum okkur annt um sig eins og hann væri ég eða þú. Með móðurmjólkinni höfum við drukkið að við eigum að koma fram við aðra eins og við viljum að komið sé fram við okkur. Þetta er ósköp Fatlaðir eru margir, segir Guðný Hall- grímsdóttir, og eiga sumir hveijir óhægt um vik að komast til kirkju. fallegur boðskapur, góður og ein- faldur, eða hvað? Á stundum er erfitt að fylgja honum, trúa á hann og treysta, sérstaklega þegar við sjáum rangindin allt í kringum okkur. Boðskapurinn kveður á um gagnkvæma virðingu, fordóma- leysi, hlýju, umburðarlyndi, skiln- ing, þolinmæði, heiðarleika og ást- úð, svo eitthvað sé nefnt. Það er ekki lítils krafíst en um leið er til mikils að vinna. Fyrst og fremst er hugsunin sú að hver og einn er einstakur, sérstakur og á sinn rétt til lífs, lífs í samfélagi við aðra. Með þessa hugsun í huga og hjarta ættum við að lifa vel í heimi þessum. En hugsunin ber okkur ekki langt, við verðum að fylgja henni eftir í verki, annars verður hún ávallt hugsunin ein. Kirkja ekki bara kirkja Það er áríðandi að kirkjan hjálpi okkur að framkvæma þessa hugs- un. Nú ætla ég ekki að tíunda það starf sem kirkjan sinnir innan veggja sinna, heldur huga að því starfí sem sinna þarf utan veggj- anna. Kirkja er ekki bara kirkja með steinveggjum. Kirkjan er ég og þú. Við sem kirkja höfum ábyrgðarhlutverki að gegna, jafnt innan veggja kirkjunnar sem og úti í samfélaginu. Ef við á ein- hvern hátt komum ekki til kirkju þá þarf kirkjan að koma til okkar. Með námskeið- um, helgihaldi á göt- um úti, bænastundum í verslunarmiðstöðv- um, messum fyrir heyrnarlausa, þroska- hefta og aðra sem á einhvern hátt njóta ekki hefðbundinnar messugjörðar og svo mætti lengi telja. Alls staðar þar sem við heyrum til okkar kall- að, þar ætti kirkjan að koma og vera. Hver er náungi minn og hvernig mæti ég honum og þörfum hans? Er ég velkomin? Fatlaðir eru stór hópur fólks og margir þeiiTa eiga óhægt um vik að komast til kirkju. Við kirkjunnar fólk erum dugleg að bjóða fólki til okkar í messurnar, en það er ekki nóg að bjóða fólk velkomið þegar tröppur, þröskuldar, þröngir gang- ar, þröngir bekkir og lítil salemi gera lítið úr þessu góða boði. Að vísu er hægt að lyfta mér í hjóla- stólnum mínum upp tröppumar, troða mér inn ganginn og setja mig fyrir framan kirkjubekkina (þar sem mér líður eins og einni á þúfu) en ég vil eins og allir aðrir komast minna ferða hjálparlaust. Samkvæmt íslenskum byggingar- reglugerðum eiga allar opinberar byggingar að vera aðgengilegar fötluðum sem ófötluðum. Kirkja er opinber bygging. Hver er náungi minn? Ef það væri nú ég sem sæti í hjólastólnum, hvemig liðið mér? Mér er hjartan- lega boðið í kirkjukaffí eftir messu, en því miður er safnaðarsalurinn í kjallaranum eða uppi á lofti og ' engin lyfta fyrir stólinn minn. Mig langar að taka þátt í umræðunum í kaffínu, en síðast þegar ég var í kaffísamsæti var maðurinn minn spurður hvort ég notaði mjólk eða sykur í kaffíð. Ég er nefnilega í hjólastól og kannski heldur fólk að ég hætti að hugsa, heyra og sjá þegar ég sit hann. Hver er náungi minn? Getur kirkjan boðið fólk vel- komið þegar allt umhverfíð hrópar að það sé ekki velkomið? Við verðum að breyta kirlqum okkar í opnar kirkjur og breiðar kirkjur. Við verðum að fara út meðal fólksins og tala við það á þeirra tungumáli. Þroskaheft böm sem ganga til spuminga eiga til að mynda rétt á fermingarfræðslu- efni við sitt hæfí. Aldraður einstakl- ingur á rétt á sálmabók með stóra letri og barnið á rétt á að heyra um fagnaðaremindið á sinn hátt, t.d. í leik og söng. Með þessu svar- ar kirkjan því til hver sé náungi hennar, hver sé náungi minn og þinn. Ég á mér draum Boðskapur kristninnar kennir okkur að við þurfum að geta grát ið með grátendum og fagnað með fagnendum. Þann boðskap ber okkur að varðveita og fylgja eftir. Með hann í huga og sál eram við sterk og aldrei ein, heldur njótum við skilnings, virðingar, vináttu og náungakærleika. Þetta er draumur minn, draumur um jafnan rétt og náungakærleika. Þessi draumur er þess virði að gera hann að vera- leika og trú okkar á frelsarann Jesú Krist býður okkur að láta drauminn rætast. Höfundur er prestur og trúnaðar- maður fatíaðra í Reykjavík. MINNINGAR OLAFUR BENEDIKTSSON + Ólafur Benedikts- son fæddist á Háafelli í Daiasýslu 29. september 1897. Hann lést á vistheim- ilinu í Seljahlíð 16. október síðastliðinn, 98 ára að aldri. For- eldrar hans voru Benedikt Þórðarson bondi á Háafelli, f. 3. september 1862, d. 10. nóvember 1898 og kona hans Rósa Finnsdóttir, f. 18. mars 1858, d. 23. ág- úst 1937. Ólafur var yngstur systkinanna er upp komust. Eldri bræður hans voru Þórður og Finnur Þórarinn. ÓI- afur kvæntist Sól- veigu Eiðsdóttur f. 31. ágúst 1916, d. 15. desember 1980, frá Valda- steinsstöðum í Hrútafirði. Þau voru bamlaus. Ól- afur var bóndi á Háafelli í Dölum árin 1927-46. Þá fluttust þau hjónin til Reykjavíkur. Ólafur vann eftir það sjálfstætt við skósmíði og við- gerðir. Útför Ólafs fer fram frá Foss- vogskapellu í dag og hefst, at- höfnin kl. 13.30. ELSKU Óli frændi. Nú ert þú búinn að _fá hvíldina eftir langan ævidag. Ég á margar góðar minningar frá því ég var lítil stelpa er ég kom með mömmu á Bergþóragötuna til þín, afabróður míns og Sólveigar konu þinnar. Það var svo bjart og hlýtt í kringum ykkur og gott að koma til ykkar, þið bæði glaðleg og gestrisin. Ég minnist þess er þú varst að skemmta mér, spilaðir plötur á plötuspilaranum. Éinnig þegar við fórum til kirkju, labbandi hönd í hönd, á meðan Sólveig bjó til sunnu- dagsmatinn. Ég hafði um margt að spyija og þú útskýrðir allt vel og áttir svör við öllu. Það var spenn- andi fyrir mig að fara með þér nið- ur þar sem skóverkstæðið var, öll þessi skrýtnu tæki og tól, svo ekki sé minnst á öll hljóðin sem frá þeim komu. Eftir að Sólveig lést, stóðst þú þig eins og hetja. Hélst heimilinu ykkar hreinu og snyrtilegu. Þegar ég heimsótti þig upp í Seljahlíð var oftast rætt um Dalina, hugur þinn var bundinn hinni miklu átthagatryggð. Mér þykir vænt um allar sam- verastundirnar okkar, þú varst allt- af svo þakklátur og brosandi fyrir allt, hve lítið sem það var. Elsku Óli frændi, þakka þér fyrir <vf alt og allt. Guð blessi minninguna þína. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín. Rósa Hrönn. JOHANNA BJARNADÓTTIR + Jóhanna Bjarna- dóttir fæddist í Reykjavík 22. janúar 1950. Hún Iést í Reykjavík 14. októ- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Seljakirkju 23. október. Ár líða hratt yfir himin og heim, með blæléttum þyt, það slær á þau gullinni slilqu, það slær á þau silfurlit. Þessa vísu skrifa ég oft þegar mínir nánustu eiga afmæli. í dag kveð ég kæra vinkonu mína með þessum orðum. Jóhanna Bjarnadóttir, Hanna, ólst upp í Fossvoginum og voram við aðeins fjögurra til fímm ára gamlar, þegar hún fór að koma til mín ásamt Ingu systur sinni upp á Bústaðaveg. Æskuárin Iiðu, við settumst í sama bekk í gagnfræða- skóla, fermdumst sama dag, 26. apríl 1964, hún varð síðar gagnfræð- ingur. Hanna var alveg frá bams- aldri dugleg við heimilisstörf og matseld og fór hún í húsmæðra- skóla og lauk þaðan prófi. Á tán- ingsáranum fóram við saman á böll, oftast í Glaumbæ. Einnig vorum við saman í saumaklúbb. Við hlustuðum mikið á tónlist, fórum á A hard days night sam- an og hún hélt mikið upp á róleg dægur- lög, þá sérstaklega lagið Dock of the Bay. Hún var alltaf hress og stutt í hlát- urinn. Nú skildu leiðir um alllangan tíma. Hanna hafði gifst Jóni S. Guðlaugssyni í júlí 1975 og eiga þau þijá syni og eina dóttur. Seint á áttunda áratuginum bauð hún mér og vinkonu minni heim til sín í Krummahólana til þess að rifja upp gömul kynni, en hún gerði það ekki endasleppt því að næsta kvöld á eftir bauð hún mér ásamt „stelp- unum“ úr Bústaðahverfínu heim til sín. Hún kom þama á sambandi milli okkar allra og var hún alltaf duglegust að viðhalda því. Hanna fluttist að Reykjanesi við ísafjarðardjúp ásamt fjölskyldu sinni. Áður höfðu þau byggt sér myndarlegt og fallegt heimili í Gljúfraseli í Breiðholti. Eftir að þau fluttust í bæinn aftur fóram við og fjölskyldur okkar að umgangast tals- vert. Mest höfðum við þó símasam- c' band. Hanna hringdi oft í mig á laug- ardagskvöldum milli 10-10.39 og sagði hressilega: „Varstu nokkuð sofnuð?" og svarið var alltaf „Nei, nei!“ Og þá tók við 1 -1V2 tíma rabb. Hanna ræktaði ekki aðeins samband sitt við vini sína. Hún ræddi við mig hversu stolt hún var af bömunum sínum. Sérstakur hlýleiki var á milli þeirra hjónanna Nonna og Hönnu, föður hennar og eldri systur Grétu. Yngri systkini hennar, Inga, Skúli og Bjami, vora henni mjög kær. : Fyrir örfáum áram keyptu þau hjónin fyrirtæki og höfðu þau með elju og natni lagt góðan grunn að traustu fyrirtæki. Hanna og Nonni komu til okkar í kvöldverð fyrir rúm- um tveimur mánuðum og sátum við langt fram á nótt og spjölluðum sam- an. Hanna færði mér lítinn teketil og afskaplega fallega kveðju með. Hún óskaði okkur til hamingju með nýja heimilið og gæfu í framtíðinni. Hanna hringdi í mig nokkrum dögum fyrir andlát sitt og áttum við að venju langt og gott samtal. Ég mun sakna stundanna okkar saman, en sárastur er þó söknuður eigin- manns, bama og nánustu vanda- manna. Ingþór, Kjartan Þór 0g Árni Gunn- ar senda þeim innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Jóhönnu Bjamadóttur. Elísabet G. Árnadóttir. Birtingaf- mælis- og minningar- greina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmæl- is- 0 g minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í sím- bréfí í númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skímamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gild- ir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar era birtar af- mælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. t Faðir okkar og afi, KRISTJÁN RÖÐULS rithöfundur, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 25. október kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Aðstandendur. t Ástkær sonur okkar, GUÐSTEINN ÓMAR GUNNARSSON, lést í Danmörk laugardaginn 21. október. Sigurdís Ólafsdóttir, Gunnar Óskarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.